Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 2901. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar segja samskiptin við Bandaríkin í hættu Saddam segist ekki gefa eftir Bagdad, Moskvu, Washington. Reuters. SADDAM Hussein, leiðtogi Iraks, lýsti því yfir í sjónvarps- ávarpi í gær að írakar myndu hvorki „semja né krjúpa" iyrir kröfum Sameinuðu þjóðanna um að fá að stunda vopnaeftirlit í írak. Hvatti hann þjóð sína til að standa saman gegn „útsendurum Satans“. Nokkrum stundum síð- ar hófust árásir Bandaríkja- manna og Breta á Irak að nýju, þriðja daginn í röð. Itrekuðu Rússar harðorð mótmæli sín og í gærkvöldi varaði Igor Ivanov, ut- anríkisráðherra Rússa, Madel- eine Albright, bandaríska starfs- systur sína, við því að yrði árás- unum ekki hætt þegar í stað gæti það skaðað samskipti ríkjanna. Rússar kölluðu I gær heim sendiherra sína í Bandaríkjunum og Bretlandi í mótmælaskyni við árásirnar og skömmu seinna ræddi utan- ríkisráðherra þeirra við Albright í síma. „Verði þessar aðgerðir ekki stöðvaðar geta samskipti Rússa og Bandaríkjamanna beðið alvarlegan skaða. Gera verður allt til að koma í veg fyrir að samskipti okkar versni,“ hafði utanrflcis- ráðuneytið rússneska eftir ívanov. ■ Með þessu gekk hann mun lengra en hefur verið gert í fyrri yfirlýsingum rússneskra ráðamanna. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins reyndi að draga úr mikilvægi ummæla ívanovs og sagðist þess fullviss að tengsl þjóðanna yrðu sem fyrr. Butler á ekki afturkvæmt til írak Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Iraks, lýsti því yfir að Irakar myndu ekki gefa þuml- ung eftir í deilunum við Sameinuðu þjóðimar og sagði að Richard Butler, yfirmaður vopna- eftirlitssveita SÞ (UNSCOM), fengi aldrei aft- ur að stíga fæti á íraska jörð. Aziz sakaði Butler um samstarf við Bandaríkjamenn og að hann hefði lagt fram skýrslu sína í vikunni til að gefa Bill Clinton Bandaríkja- forseta tylliástæðu til að hefja árásir. Butler vísaði þessu alger- lega á bug í gær og sagðist ekki myndu segja af sér, þrátt fyrir kröfur íraka, Rússa og Kínverja um það. Misjafn árangur árása Irakai- segja 25 manns hafa fall- ið og um 75 særst í loftárásunum og hafi flugskeytin m.a. hæft sjúkrahús, þjóðminjasafnið og skóla, auk olíuhreinsunarstöðvar í Basra. Segjast þeir hafa skotið niður 77 flugskeyti af rúmlega 300 sem hafi verið skotið að þeim. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að nær engin mótspyrna hefði verið af hálfu íraka en þrátt íyrir það hefði árangur árásanna verið misjafn. Af gervitunglamyndum sem þeir sýndu blaðamönnum i gær mátti ráða að fáein skotmörk hefðu eyðilagst en mun fleiri skemmst. I dag gengur ramadan, hinn helgi mánuður múslima, í garð og er talið að árásun- um muni ljúka nú um helgina. Samkvæmt heimildum Reuters átti þeim jafnvel að ljúka í nótt. Að sögn háttsetts embættismanns áskilja Bandaríkjamenn sér rétt til að hefja árásir að nýju innan nokkurra vikna eða mánaða, telji þeir að árásir þeirra nú hafi ekki skilað full- nægjandi árangri. Þá hafa Danir boðist til þess að leggja fram Herkúles-flutningavélar, til að- stoðar Bretum og Bandaríkjamönnum, gerist þess þörf. ■ Sjá umfjöllun á bls. 26-30 Saddam ávarpar íraka Gos í Gríms- vötnum ógnar ekki mannvirkjum GOS hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli í gærmorgun, á sama stað og gaus 1983 og 1934. Gosið nú er talið mun stærra en 1983. Mökkinn frá eldstöðvunum lagði í allt að 10 km hæð. Ekki er talin hætta á svo miklu hlaupi úr Grímsvötnum, að ógnað geti mannvirkjum á Skeiðarársandi. Gosvirknin í Vatnajökli undanfarin ár gefur vísbend- ingu um að nýtt óróatímabil gosstöðva und- ir jöklinum sé að hefjast, að sögn Guðrúnar Larsen jarðfræðings á Raunvísindastofnun. Gosmökkurinn sást úr flestum landshlut- um í gær; þar á meðal úr hæstu blokkum í Reykjavík. Ólafur Egilsson, bóndi á Hundastapa á Mýrum, sagði að gosmökkinn hefði borið skýrt við himin sunnan við Langjökul enda hefði verið sérstaklega heiðskírt í gær. Þegar leið á daginn hefði gosmökkurinn orðið óskýrari. Á myndinni jýsa síðustu geislar sólar upp gosmökkinn. Á vinstri hönd sér í íshelluna yfir Grímsvötnum. Þar fyrir ofan eru skál- ar Jöklarannsóknafélagsins á Grímsfjalli. Hillary hvet- ur til sátta Washington. Reuters. HILLARY Rodham Clinton, eiginkona Bills Clintons Bandaríkjaforseta, bað manni sínum griða í gær, í þann mund er umræður hófust í fulltrúadeild Bandaríkja- þings um fjórar ákærur á hendur forsetan- um sem leitt gætu til embættismissis. Hvatti hún þingmenn til sátta og bað þá að láta af „sundurlyndisanda“. Umræðurnar hófust um miðjan dag í gær og var gert ráð fyrir að þær myndu standa óslitið fram undir morgun. Þá yrði gert nokkurra klukkustunda hlé en þráðurinn tekinn upp að nýju um miðjan dag í dag að íslenskum tíma. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um ákærurnar verði seinnipartinn í dag, laugardag. „Ég tel að nú um hátíðirnar ... ættum við að leita sátta og sameina þjóðina,“ sagði forsetafrúin. Er þetta í annað sinn á tæpum sólarhring sem hún lýsir opinberlega yfir stuðningi við mann sinn en fjölmiðlar hafa verið uppfullir síðustu daga af frásögnum af því hve köldu andi nú á milli forseta- hjónanna. ■ Umræður á þingi/27 Hillary Clinton Morgunblaðið,/RAX ■ Gos í Grímsvötnum/4,6,18,20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.