Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 4

Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 4
4 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Birgðir af frystri loðnu nú seldar á Rússlandsmarkaði á 25-40% lægra verði en í vor Framleiðendur tapa um 100 milljónum króna SÖLUSAMTÖKIN hafa að undan- förnu getað selt nokkuð af frystri loðnu frá síðustu vertíð á Rúss- landsmarkaði. Vegna gengisfalls í-úblunnar hefur verðið verið 25- 40% lægra í dollurum en fékkst í vor. Aætla má að framleiðendur innan stóru sölusamtakanna, ís- lenskra sjávarafurða og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, verði af hátt í 100 milljónum kr. vegna verðlækkunarinnar eins og staðan er nú. Islenskar sjávarafurðir hf. áttu í birgðum í haust 4-5 þúsund tonn af frystri loðnu og öðrum afurðum sem framleiddar höfðu verið fyrir Rússlandsmarkað og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um 4 þúsund tonn af loðnu. Friðrik Pálsson, for- stjóri SH, segir að salan hafí verið hæg í sumar en menn hefðu ekki haft miklar áhyggjur af því vegna þess að haustið ætti að öllu eðlilegu að vera góður sölutími. En þá hrundi efnahagskerfíð í Rússlandi og sala stöðvaðist í margar vikur. I nóvember og desember hafa bæði sölusamtökin selt töluvert í Rúss- landi og grynnkað verulega á birgðunum. Þannig hafa Islenskar sjávarafurðir þegar selt rúmlega 3 þúsund tonn, að sögn Bjama Stef- ánssonar starfsmanns IS, og á í birgðum um 2 þúsund tonn þegar við hefur verið bætt lítilsháttar framleiðslu fyrir Rússlandsmarkað í haust. Friðrik segir að töluverður hluti af birgðum SH sé seldur og allar vörurnar farnar til Rússlands. Selt í rúblum Vömrnar em seldar í rúblum og þrátt fyrir að verðið hafi hækkað 2,5 til 3 sinnum í rússneskri mynt nemur verðlækkunin 25-40% í doll- urum, að sögn Friðriks. Bjarni Stefánsson segir að verðið nú sé 30-40% lægra en það var hæst í vor. Hann vill þó ekki skella allri skuldinni á gengisfall rúblunnar heldur hafi það einnig haft sín áhrif að meira var framleitt en markaðurinn þurfti. Dreifist misjafnlega Bjöminn er ekki unninn þótt tek- ist hafi að selja meginhluta birgð- anna fyrir rúblur því eðlileg gjald- eyrisviðskipti hafa enn ekki komist á í Rússlandi og þurfa sölusamtökin að finna leiðir til að skipta þeim í aðra gjaldmiðla. Friðrik segir að reynt sé að gera það á sem ódýrast- an og fljótlegastan hátt. Miðað við áætlað verðmæti birgðanna sem sölusamtökin tvö höfðu til sölu þegar erfiðleikarnir dundu yfir má áætla að framleið- endur innan þeirra hafi nú þegar orðið af hátt í 100 milljónum kr. Og þótt búið sé að selja megin- hluta afurðanna skila peningarnir sér seint vegna erfiðleika í gjald- eyrisviðskiptum. Tíu frystihús innan IS fram- leiddu vömr fyrir Rússlandsmark- að og skellurinn lendir á þeim þeirra sem áttu birgðirnar í haust. Hjá SH dreifist ábyrgðin af birgð- unum og þar með verðlækkunin hlutfallslega jafnt á þá fjórtán framleiðendur sem frystu loðnu fyrir fyrirtækið á síðustu vertíð. SH átti óselt um fjórðung fram- leiðslunnar og samkvæmt því kem- ur verðlækkunin á 25% heildar- framleiðslu allra ft-ystihúsanna. Schengen-samstarfíð Samnings- drög undir- rituð DRÖG þau að nýjum samningi um aðild Islands og Noregs að Schengen-vegabréfasamstarfinu, sem samkomulag náðist um milli samningamanna beggja ríkja og full- trúa Evrópusambandsins 27. nóvem- ber síðastliðinn, vora undimtuð í gær. Eina hindi’unin sem nú virðist eftir í vegi íyrir því að samningurinn verði fonnlega samþykktur eru fyrir- varar Spánveija, sem tengjast kröfu þehra um áframhaldandi greiðslur Islands og Noregs í þróunarsjóð til styrktai- fátækari svæðum ESB. Högni Kristjánsson, sem ásamt Gunnari Snorra Gunnarssyni, sendiherra í Brussel, sá um samn- ingaviðræðurnar fyi’ir íslands hönd, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta skref þýddi að „gi’ænt ljós“ væri gefið báðum megin á að samn- ingsdrögunum yrði ekki breytt héð- an af; þetta væri textinn sem nú ætti eftir að ganga í gegnum hið pólitíska staðfestingarferli í aðildar- ríkjum samningsins. 60, Grímsvatnagosið síðan 1200 Á leið í nýtt óróatímabil Morgunblaðið/RAX ÖSKU lagði til suðausturs undan hægum vindi á gosstöðvunum í gær og féll hún á um 20 km svæði. GOSVIRKNIN undanfarin ár í Vatnajökli gefur visbendingu um að nýtt óróatímabil gosstöðva undir Vatnajökli sé að hefjast, að sögn Guðrúnar Larsen jarðfræðings á Raunvísindastofnun. Gosið nú er hið sextugasta í röð gosa sem örugg- lega er vitað um á Grímsvatnakerf- inu síðan 1200. Guðrún styðst við gögn sem sýna sterka lotubundna virkni í jöklinum °g byggjast þau á rannsóknum hennar, Helga Bjömssonar og Magnúsar Tuma Guðmundssonar. Þau hafa skoðað gjóskulög á jökul- sporðunum, auk þess að styðjast við hinn sk. Bárðarbungukjama sem var boraður árið 1972. Toppar á 130-140 ára fresti Hægt er að efnagreina gjóskulög- in og finna frá hvaða eldstöðvakerfi þau koma. Gögnin sem stuðst er við ná aftur til um 1200. Guðrún segir að þegar rætt er um Grímsvatna- eldstöðvakerfið sé ekki eingöngu verið að tala um Grímsvötnin, held- ur kerfíð í heild sinni, því í raun sé ómögulegt að gera greinarmun á hvort gjóskan komi úr Grímsvötn- um sjálfum eða úr því kerfl, annars staðar undir jöklinum. „Ef litið er á allan Vatnajökul og allt eldstöðvakerfið undir honum er aðalkerfið að sjálfsögðu Gríms- vatnakerfið þar sem gosvirkni er tíðust og langsamlega mest, auk Veiðivatna-Bárðarbungukerfisins þar sem gosin eru mun strjálli þó þar hafi komið talsvert stórar hrinur, og kerfið sem kennt er við Öræfajökul. Þessi lotubundna virkni sýnir okkur að topparnir eru á 130 til 140 ára fresti. Þá koma 40 til 80 ára tímabil óróa með hárri gostíðni en rólegu tíma- bilin eru almennt heldur lengri. A óróatímabilunum er fjöldi gosa kannski 6 til 11 á fjörutíu árum, en í lægðunum á milli þeirra er fjöld- inn 0-4 gos á fjörutíu árum. Það sem skiptir máli fyrir okkur núna, er að með þessum gosum síðan 1983 erum við að öllum líkindum á leið inn í nýtt tímabil með hærri gostíðni en verið hefur. Raunar hefur aldrei verið jafnrólegt tíma- bil og milli 1938 og 1983. Þetta óróatímabil gæti átt við allan Vatnajökul, ekki aðeins Grím- svötnin, en þau eru vissulega lang- virkust," segir Guðrún. Hún sýnir að gosvirkni í eld- stöðvarkerfunum undir Vatnajökli sé að mörgu leyti samstiga og þannig hafi t.d. gosin tvö í Óræfajökli 1727 og 1362, orðið á slíkum óróatímabilum. „Stundum virðast öll þessi þrjú kerfi vera virk á sama óróatímabilinu,“ segir Guð- rún. Gjóska til Noregs og Færeyja Mesta öskugos sem vitað er um í Grímsvötnum var í janúar 1873. Gosin 1619 og 1629 voru líka mikil öskugos og 1619 barst gjóska til Noregs og Færeyja. Gos á þessari öld eru: 1903 varð gos á Gríms- vatnakei’finu, nánar tiltekið úr Bárðarbungu, árið 1919 varð gos á Grímsvatnakerfinu, árið 1922 1 Grímsvötnum, árið 1933 á Gríms- vatnakerfinu, 1934 í Grímsvötnum, árið 1938 norðan Grímsvatna, árið 1983 í Grímsvötnum, árið 1984 mældist gosvirkni í Grímsvötnum og loks nýbyrjað gos, árið 1998. Morgunblaðið/Halldór RETT þótti að þrífa vel rúðurnar á vél Islandsflugs áður en flogið var yfir gosstöðvarnar. Mikill áhugi á að skoða gosið TALSVERÐUR áhugi er hjá al- menningi á flugferðum upp að gos- stöðvunum í Grímsvötnum. íslands- flug og Flugfélag íslands fóru hvort sína ferðina með farþega í gær og í dag eru ákveðnar a.m.k. þijár ferðir að Grfmsvötnum. Addý Ólafsdóttir, aðstoðarsölu- stjóri hjá Flugfélagi íslands, sagði að strax í gær hefðu margir sýnt áhuga á að fljúga upp að goss- töðvunum. Ein ferð hefði verið farin og önnur undirhúin, en hætt hefði verið við hana vegna þess hve dimmt var orðið. I dag hefur Flugfélagið ákveðið að fara tvær ferðir upp að Grímsvötnum og er þegar uppselt í aðra. Addý sagði að einungis yrði selt í gluggasæti til að tryggja öllum farþegum sem best útsýni. Hún sagði að ef áhugi yrði mikiil væri hugsanlegt að bætt yrði við þriðju ferðinni. Fyrsta ferðin verður farin kl. 10:30 og næsta 13:00. íslandsflug fór eina ferð í gær og er önnur ákveðin í dag kl. 13:30. Hugsanlega verður fleiri ferðum bætt við ef áhugi reynist vera fyrir hendi. Fargjaldið er rúmlega 9.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.