Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Birgðir af frystri loðnu nú seldar á Rússlandsmarkaði á 25-40% lægra verði en í vor Framleiðendur tapa um 100 milljónum króna SÖLUSAMTÖKIN hafa að undan- förnu getað selt nokkuð af frystri loðnu frá síðustu vertíð á Rúss- landsmarkaði. Vegna gengisfalls í-úblunnar hefur verðið verið 25- 40% lægra í dollurum en fékkst í vor. Aætla má að framleiðendur innan stóru sölusamtakanna, ís- lenskra sjávarafurða og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, verði af hátt í 100 milljónum kr. vegna verðlækkunarinnar eins og staðan er nú. Islenskar sjávarafurðir hf. áttu í birgðum í haust 4-5 þúsund tonn af frystri loðnu og öðrum afurðum sem framleiddar höfðu verið fyrir Rússlandsmarkað og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um 4 þúsund tonn af loðnu. Friðrik Pálsson, for- stjóri SH, segir að salan hafí verið hæg í sumar en menn hefðu ekki haft miklar áhyggjur af því vegna þess að haustið ætti að öllu eðlilegu að vera góður sölutími. En þá hrundi efnahagskerfíð í Rússlandi og sala stöðvaðist í margar vikur. I nóvember og desember hafa bæði sölusamtökin selt töluvert í Rúss- landi og grynnkað verulega á birgðunum. Þannig hafa Islenskar sjávarafurðir þegar selt rúmlega 3 þúsund tonn, að sögn Bjama Stef- ánssonar starfsmanns IS, og á í birgðum um 2 þúsund tonn þegar við hefur verið bætt lítilsháttar framleiðslu fyrir Rússlandsmarkað í haust. Friðrik segir að töluverður hluti af birgðum SH sé seldur og allar vörurnar farnar til Rússlands. Selt í rúblum Vömrnar em seldar í rúblum og þrátt fyrir að verðið hafi hækkað 2,5 til 3 sinnum í rússneskri mynt nemur verðlækkunin 25-40% í doll- urum, að sögn Friðriks. Bjarni Stefánsson segir að verðið nú sé 30-40% lægra en það var hæst í vor. Hann vill þó ekki skella allri skuldinni á gengisfall rúblunnar heldur hafi það einnig haft sín áhrif að meira var framleitt en markaðurinn þurfti. Dreifist misjafnlega Bjöminn er ekki unninn þótt tek- ist hafi að selja meginhluta birgð- anna fyrir rúblur því eðlileg gjald- eyrisviðskipti hafa enn ekki komist á í Rússlandi og þurfa sölusamtökin að finna leiðir til að skipta þeim í aðra gjaldmiðla. Friðrik segir að reynt sé að gera það á sem ódýrast- an og fljótlegastan hátt. Miðað við áætlað verðmæti birgðanna sem sölusamtökin tvö höfðu til sölu þegar erfiðleikarnir dundu yfir má áætla að framleið- endur innan þeirra hafi nú þegar orðið af hátt í 100 milljónum kr. Og þótt búið sé að selja megin- hluta afurðanna skila peningarnir sér seint vegna erfiðleika í gjald- eyrisviðskiptum. Tíu frystihús innan IS fram- leiddu vömr fyrir Rússlandsmark- að og skellurinn lendir á þeim þeirra sem áttu birgðirnar í haust. Hjá SH dreifist ábyrgðin af birgð- unum og þar með verðlækkunin hlutfallslega jafnt á þá fjórtán framleiðendur sem frystu loðnu fyrir fyrirtækið á síðustu vertíð. SH átti óselt um fjórðung fram- leiðslunnar og samkvæmt því kem- ur verðlækkunin á 25% heildar- framleiðslu allra ft-ystihúsanna. Schengen-samstarfíð Samnings- drög undir- rituð DRÖG þau að nýjum samningi um aðild Islands og Noregs að Schengen-vegabréfasamstarfinu, sem samkomulag náðist um milli samningamanna beggja ríkja og full- trúa Evrópusambandsins 27. nóvem- ber síðastliðinn, vora undimtuð í gær. Eina hindi’unin sem nú virðist eftir í vegi íyrir því að samningurinn verði fonnlega samþykktur eru fyrir- varar Spánveija, sem tengjast kröfu þehra um áframhaldandi greiðslur Islands og Noregs í þróunarsjóð til styrktai- fátækari svæðum ESB. Högni Kristjánsson, sem ásamt Gunnari Snorra Gunnarssyni, sendiherra í Brussel, sá um samn- ingaviðræðurnar fyi’ir íslands hönd, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta skref þýddi að „gi’ænt ljós“ væri gefið báðum megin á að samn- ingsdrögunum yrði ekki breytt héð- an af; þetta væri textinn sem nú ætti eftir að ganga í gegnum hið pólitíska staðfestingarferli í aðildar- ríkjum samningsins. 60, Grímsvatnagosið síðan 1200 Á leið í nýtt óróatímabil Morgunblaðið/RAX ÖSKU lagði til suðausturs undan hægum vindi á gosstöðvunum í gær og féll hún á um 20 km svæði. GOSVIRKNIN undanfarin ár í Vatnajökli gefur visbendingu um að nýtt óróatímabil gosstöðva undir Vatnajökli sé að hefjast, að sögn Guðrúnar Larsen jarðfræðings á Raunvísindastofnun. Gosið nú er hið sextugasta í röð gosa sem örugg- lega er vitað um á Grímsvatnakerf- inu síðan 1200. Guðrún styðst við gögn sem sýna sterka lotubundna virkni í jöklinum °g byggjast þau á rannsóknum hennar, Helga Bjömssonar og Magnúsar Tuma Guðmundssonar. Þau hafa skoðað gjóskulög á jökul- sporðunum, auk þess að styðjast við hinn sk. Bárðarbungukjama sem var boraður árið 1972. Toppar á 130-140 ára fresti Hægt er að efnagreina gjóskulög- in og finna frá hvaða eldstöðvakerfi þau koma. Gögnin sem stuðst er við ná aftur til um 1200. Guðrún segir að þegar rætt er um Grímsvatna- eldstöðvakerfið sé ekki eingöngu verið að tala um Grímsvötnin, held- ur kerfíð í heild sinni, því í raun sé ómögulegt að gera greinarmun á hvort gjóskan komi úr Grímsvötn- um sjálfum eða úr því kerfl, annars staðar undir jöklinum. „Ef litið er á allan Vatnajökul og allt eldstöðvakerfið undir honum er aðalkerfið að sjálfsögðu Gríms- vatnakerfið þar sem gosvirkni er tíðust og langsamlega mest, auk Veiðivatna-Bárðarbungukerfisins þar sem gosin eru mun strjálli þó þar hafi komið talsvert stórar hrinur, og kerfið sem kennt er við Öræfajökul. Þessi lotubundna virkni sýnir okkur að topparnir eru á 130 til 140 ára fresti. Þá koma 40 til 80 ára tímabil óróa með hárri gostíðni en rólegu tíma- bilin eru almennt heldur lengri. A óróatímabilunum er fjöldi gosa kannski 6 til 11 á fjörutíu árum, en í lægðunum á milli þeirra er fjöld- inn 0-4 gos á fjörutíu árum. Það sem skiptir máli fyrir okkur núna, er að með þessum gosum síðan 1983 erum við að öllum líkindum á leið inn í nýtt tímabil með hærri gostíðni en verið hefur. Raunar hefur aldrei verið jafnrólegt tíma- bil og milli 1938 og 1983. Þetta óróatímabil gæti átt við allan Vatnajökul, ekki aðeins Grím- svötnin, en þau eru vissulega lang- virkust," segir Guðrún. Hún sýnir að gosvirkni í eld- stöðvarkerfunum undir Vatnajökli sé að mörgu leyti samstiga og þannig hafi t.d. gosin tvö í Óræfajökli 1727 og 1362, orðið á slíkum óróatímabilum. „Stundum virðast öll þessi þrjú kerfi vera virk á sama óróatímabilinu,“ segir Guð- rún. Gjóska til Noregs og Færeyja Mesta öskugos sem vitað er um í Grímsvötnum var í janúar 1873. Gosin 1619 og 1629 voru líka mikil öskugos og 1619 barst gjóska til Noregs og Færeyja. Gos á þessari öld eru: 1903 varð gos á Gríms- vatnakei’finu, nánar tiltekið úr Bárðarbungu, árið 1919 varð gos á Grímsvatnakerfinu, árið 1922 1 Grímsvötnum, árið 1933 á Gríms- vatnakerfinu, 1934 í Grímsvötnum, árið 1938 norðan Grímsvatna, árið 1983 í Grímsvötnum, árið 1984 mældist gosvirkni í Grímsvötnum og loks nýbyrjað gos, árið 1998. Morgunblaðið/Halldór RETT þótti að þrífa vel rúðurnar á vél Islandsflugs áður en flogið var yfir gosstöðvarnar. Mikill áhugi á að skoða gosið TALSVERÐUR áhugi er hjá al- menningi á flugferðum upp að gos- stöðvunum í Grímsvötnum. íslands- flug og Flugfélag íslands fóru hvort sína ferðina með farþega í gær og í dag eru ákveðnar a.m.k. þijár ferðir að Grfmsvötnum. Addý Ólafsdóttir, aðstoðarsölu- stjóri hjá Flugfélagi íslands, sagði að strax í gær hefðu margir sýnt áhuga á að fljúga upp að goss- töðvunum. Ein ferð hefði verið farin og önnur undirhúin, en hætt hefði verið við hana vegna þess hve dimmt var orðið. I dag hefur Flugfélagið ákveðið að fara tvær ferðir upp að Grímsvötnum og er þegar uppselt í aðra. Addý sagði að einungis yrði selt í gluggasæti til að tryggja öllum farþegum sem best útsýni. Hún sagði að ef áhugi yrði mikiil væri hugsanlegt að bætt yrði við þriðju ferðinni. Fyrsta ferðin verður farin kl. 10:30 og næsta 13:00. íslandsflug fór eina ferð í gær og er önnur ákveðin í dag kl. 13:30. Hugsanlega verður fleiri ferðum bætt við ef áhugi reynist vera fyrir hendi. Fargjaldið er rúmlega 9.000 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.