Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR rEru mennirnir læsir? Á annað hundrað pr6- fessorar vlö Háskðla ís- 7T/“ lands hafa sent frá sér yf- r'~' irlýslngu 1 KJöifariö “ dómi Hæstaréttar /\/£> DÓRI litli þyrfti líka að komast í athvarfíð til þín hr. forsætisráðherra. Hann bæði heyrir illa og stamar á stautinu. sýnishorn AEG 1—1 Vöfflujárn we 100 . Hárbláíllri Figaro 1600 aec Expresso og kaffikvél KFEA100 , Expressokaffivél EA100 iðukanna i,sl AEG 'W ' Kaffikanna KF1000 Brauðrist AT 250 Brauðrlst AT340 Hraðsuðukanna 1L SWA10101L ORMSSONHF Lágmúla 8 • Sími 533 2800 E< Gufustraujárn DB 4040 \i:<> Matvinnsluvél KM 21 Vesturtand: Málningarpjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrimsson, Grundarfirði. Ásubúö, Búöardal. Vestfirðin Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvik. Straumur, Isafirði. Norðurland: Kf. Steingrimsfjarðac Hólmavlk. Kf. V-Hún„ Vvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Skagfiróingabúð, Sauðárkróki. KEA Lónsbakka, Akureyri KEA, Dalvik. KEA, Siglufirði. KEA, Olafsfirði. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Urð, Raufarhöfn, Lónið Þórshöfn. Austuriand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Bakki, Kópaskeri. Verslunin Vik, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þoriákshöfn. Brimnes, Ves’tmannaeyjum. Reykjanea: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Fjórðungsfundir Almannavarna ríkisins Forvarnastarf- ið mikilvægt Sólveig Þorvaldsdóttir NDANFARNA haustmánuði hafa Almannavarnir ríksins staðið fyrir fjórð- ungsfundum m.a. til þess að kynna nýtt innra skipulag stofnunarinnar. Almannavamir ríksins hafa starfað síðan árið 1962. Fyrst var starf þeirra eingöngu í sam- bandi við hernaðarvá, en árið 1985 var lögunum breytt þannig að nú taka Almannavarnir ríkisins einnig til náttúruhamfara og á annarri vá. Sam- kvæmt lögum er hlutverk Almannavarna ríkisins að skipuleggja og fram- kvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða eignatjóni af völdum hernaðaraðgerða, náttúruham- fara eða af annarri vá og veita líkn og aðstoð vegna tjóns sem orðið hefur. Sólveig Porvalds- dóttir er framkvæmdastjóri stofnunarinnar, hvernig er hið nýja innra skipulag Almanna- varna ríkisins nú? Stofnuninni hefur verið skipt upp í sex svið og lýsa þau áhersl- um í verkefnum stofnunarinnar í ákveðinni tímaröð. Hvert svið reynir að svara einni megin spurningu. Fyrsta spurningin er: Hver er áhættan? Þá er það svið nefnt Ahættugreining. Næsta spurning er: Hvernig má draga úr áhættunni? Það svið heitir Forvarnir. Þriðja sviðið glímir við spuminguna: Hveijir skulu bregðast við hættunni og hvernig? Það svið kallast Sam- hæfmg. Fjórða spurningin er: Hvernig er og var brugðist við hættunni? Það svið heitir Að- gerðir. Fimmta spurningin er: Hvaða þekkingu má læra og miðla milli þjóða? Það svið heitir Alþjóðatengsl. Sjötta og síðasta spumingin er: Hvemig á að halda utan um og reka stofnun- ina? Það svið heitir Rekstur. - Einfaldar þetta starfsemi stofnunarinnar? Verkefnin sem Almannavarnir ríkisins hafa með höndum em afar fjölbreytt og snerta marga þætti þjóðfélagsins og því er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa tiltölulega einfalt keríl til þess að geta flokkað verkefnin. Og það má segja að það séu fyrstu fjögur sviðin sem séu almanna- varnaverkefni. - Hefur starfsemi Almanna- varna ríkisins fengið aukna þýð- ingu meðárunum? Eg held að kröfur almennings til þessa málaflokks hafí aukist í takt við það að þjóðfélagið er sí- fellt að verða sérhæfð- ara og gerir auknar kröfur til þess að fag- lega sé unnið að skil- greiningum, vörnum og aðgerðum við ým- iskonar hættum. - Hefur forvarnastarf aukist í tengslum við hið nýja skipulag? Já. Með nýju skipulagi leggj- um við aukna áherslu á fræðslu til almennings og höfum meðal annars ráðið starfsmann í það starf sérstaklega. Það eru ýmsar nýjar hugmyndir í burðarliðnum í þessum efnum. Nauðsynlegt er að gera greinarmun á mismun- andi hópum í þjóðfélaginu, t.d. börnum og gömlu fólki, fötluð- um, útlendingum og svo fram- vegis. Þessir hópar þurfa allir að fá fræðslu sem hentar þeim og ► Sólveig Þorvaldsdóttir fæddist 1. júní 1961 á Húsavík. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum i Kópavogi 1981 og prófi í byggingaverk- fræði frá Háskóla Islands árið 1987. Að loknu námi starfaði Sólveig sem verkfræðingur hjá Istaki í tvö ár en fór þá í framhaldsnám í jarðskjálfta- verkfræði sem hún lauk árið 1991. Þá tók við timabil eigin rannsókna og skrifta, hún skrifaði m.a. Handbók um rústahjörgun sem út kom hjá Landsbjörg, á þessu timabil lagði hún og sérstaka áherslu á að æfa fallhlífarstökk. Árið 1994 hóf Sólveig störf hjá verkfræðifyrirtækinu EQE í Kaliforníu en hefur verið framkvæmdasljóri Almanna varna ríkisins frá árinu 1996. Sólveig er ógift og barnlaus. við þurfum að bregðast við því. Þetta er ákaflega vandasamt svið vegna þess að það getur verið mjótt á munum milli þess að fræða fólk og hræða. Á þess- um fundum höfum við kynnt hina nýja sviðskiptingu stofnun- arinnar og þar á meðal á for- varnasviðinu, sem snertir al- menning mjög mikið. - Hverjar eru helstu breyt- ingar hvað forvarnastarf snert- ir? Mjög margar nýjar hugmynd- ir eru í burðarliðnum, svo sem fyrr gat, en það er of snemmt að kynna þær nú. Eina nýjung get ég þó nefnt og það er að við höf- um komið upp heimasíðu Al- mannavarna ríkisins (www.avrik.IS). Þar er gert ráð fyrir að hafa tvenns konar upp- lýsingar, annars vegar staðlaðar upplýsingar um stofnunina og uppbyggingu almannavarna í landinu og hins vegar lifandi upplýsingar til almennings um ýmis fræðslumál. - Hvað með aðrar nýjungar hjá Al- mannavörnum ríks- ins? Við vorum til dæm- is að afhenda fyrir skömmu lokaskýrslu vegna æf- ingarinnar Samvörður ‘97, sem er um 150 blaðsíður og er það í fyrsta skipti sem svo ítarleg skýrsla hefur verið skrifuð um æfíngu. Af þessari æfíngu má fjölmargt læra og þótt skýrslan sjálf sé fyrst að koma úr prentun nú þá erum við farin að vinna að verkefnum sem beinast að því að nýta okkur þann lærdóm sem við drógum af æfingunni. Þessi verkefni hafa verið kynnt á fjórðungsfundunum fimm sem við höfðum í haust. „Forvarnasvið snertir al- menning mjög mikið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.