Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Alþingismenn ræða breytingatillögur vegna Hæstaréttardóms Aflahlutdeild og veiðiheim- ild notuð á v£xl í lögum 1990 FRETTIR Morgunblaðið/Ásdís ÞINGKONURNAR Rannveig Guðmundsdóttir og Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir fylgjast með umræðum á þingi í gær. Spurt hvort lög um úthafsveiðar séu í uppnámi FYRSTA umræða um tvenn stjómarfrumvörp sem lögð voru fram vegna dóms Hæstaréttar nýver- ið hófst á Alþingi í gærmorgun. Var búist við að hún stæði langt fram eftir kvöldi. Um er að ræða annars vegar bi-eytingu á lögum um fískveiði- stjórnun en niðurstaða réttarins var sú að lögin stæðust ekki jafn- ræðisákvæði stjómarskrárinnar. Hins vegar var lagt fram fmmvai'p um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands, ákvæði um leyfi til grásleppuveiða og vald ráðherra til að ákveða skipulag þeirra. I umræðunum sem á eftir komu var ljóst að túlkun þingmanna á dómi Hæstaréttar var mismun- andi. Stjórnarliðar töldu flestir að dómurinn fjallaði einungis um 5. grein fiskveiðistjórnunarlaganna og frumvarp ríkisstjórnarinnar sami-ýmdist að fullu þeim dómi. Þingmenn jafnaðarmanna og fleiri stjórnarandstæðingar töldu hins vegar að dómurinn fjallaði einnig um 7. gr. laga um stjórn fiskveiða, sem snýst um veiði- heimildir. Þingmenn jafnaðarmanna ítrek- uðu þá skoðun sína að endurskoða ætti löggjöfina um stjóm fiskveiða í ljósi dóms Hæstaréttar. Tími væri kominn til þess að ná sátt um þetta mikilvæga mál. Stjómarþing- menn lögðu hins vegar meiri áherslu á að með frumvarpinu væri verið að eyða óvissu sem dómur Hæstaréttar hefði skapað. Útgerð- ai-menn ættu rétt á því að vita til lengri tíma litið hvaða reglur ættu að gilda í atvinnugrein þeirra á komandi áram. Víð túlkun eða þröng Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra ræddi það viðhorf að rétt hefði verið að miða við víðari túlk- un vegna þess að það hefði dregið úr málaferlum en þetta væri býsna hæpinn málflutningur. „í fyrsta lagi er alveg ljóst að ef dómurinn hefði verið túlkaður á þann veg að 7. grein fiskveiði- stjórnunarlaganna stæðist ekki stjómarskrá stæðum við frammi fyrir mjög alvarlegri, efnahags- legri kreppu, skyndilegu hrani sjávarútvegsfyrirtækja í velflest- um byggðum landsins og byggða- röskun sem af því myndi hljótast. Það væri ekki skynsamlegt án skýrrar niðurstöðu að taka ákvarðanir hér á hinu háa Alþingi sem myndu leiða til slíkrar kreppu. Það er líka ljóst að ef sá kostur hefði verið valinn hefðum við að öll- um líkindum staðið frammi fyrir miklu meiri málaferlum og álita- efnum í kjölfar slíkra aðgerða vegna þess að mjög margir hefðu þá borið undir dómstóla atvinnu- réttindi sín og þá áleitnu spurningu hvort þau séu ekki varin af stjórn- arskránni.“ Hann benti á að heimildir smá- bátaflotans hefðu aukist um 60% síðan 1996 og ljóst að lítið myndi falla í hlut hvers og eins þegar mið- að væri við sama heildarmagn og jafna skiptingu aflakvótans milli allra. Þeir sem hefðu haft króka- veiðar að viðurværi sínu gætu það ekki lengur nema við væri bragð- ist. Tillögur ríkisstjómarinnar væra því annars vegar til bráðabirgða um óbreytt kerfi að mestu leyti fyrir smábáta út þetta fiskveiðiár. Meginbreytingin yrði hins vegar að til frambúðar yi-ði atvinnuréttur smábátasjómanna bundinn við ein- staklinga. Réttindi þeirra sem veitt hefðu í krókakerfinu færa yfir í aflahlut- deild en þeir sem veitt hefðu í svokölluðu þorskaflahámarkskerfi fengju hlutdeild í samræmi við veiðireynslu sína. Þeir sem notað hefðu sóknardagakerfi fengju hins vegar allir jafna hlutdeild. Alitaefni væri hvort alveg eins mætti ’út- hluta í þessu atriði hlutdeild í sam- ræmi við reynslu og það gæti vel komið til skoðunar við meðferð málsins ásamt fleiri álitamálum. Meiri vandi væri að leysa vanda grásleppuveiðimanna en sam- kvæmt dóminum yrðu þær veiðar frjálsar öllum. „Draumur prófess- oranna 105 við Háskóla Islands, sem hafa gert tilkall til þess að komast í heimilispeninga grá- sleppukarlanna, gæti þannig ræst,“ sagði ráðherra. Hann sagði ekki tök á að einstaklingsbinda þessi réttindi núna, til þess þyrfti að hafa verið gefin út veiðiráðgjöf um heildarafla á fisktegundinni sem ekki væri raunin. Sighvatur Björgvinsson, þing- flokki jafnaðarmanna, sagði Hæstarétt hafa talað skýrt og bent á að málið snerist um að tryggja að landsmenn allir eða drjúgur hluti þeirra njóti sama atvinnuréttar eða sambæiilegrar hlutdeildar í sam- eigninni. „Eða með öðram orðum, njóti arðs þess sem nýtingarréttur- inn skapar. Um slíka framkvæmd hafa verið fluttar ýmsar tillögur hér á Alþingi, t.d. af þingmönnum jafnaðarmanna.“ Sérhagsmunagæsla og kvótauppboð Hann gagnrýndi ráðheri'a harð- lega fyrir ummælin um prófessor- ana 105 og spurði hvort ekki mætti íáiiliíli m§:Má :ál® 'Mi ALÞINGI með sömu rökum segja að hæsta- réttardómararnir fimm hefðu haft sömu eiginhagsmuni í huga. Til orðahnippinga kom milli Sig- hvats og sjávarútvegsráðherra er sagði að Sighvatur og Samfylking jafnaðarmanna hefðu ekki sagt orð um það hvemig rétt væri að bregð- ast við dóminum. Ráðherra sagðist ekki skammast sín fyrir að verja sérhagsmuni um 800 trillukarla og ýmsar byggðir á íslandi með tillög- unum. Sighvatur hefði á sínum tíma sagt að veiðikvótar ættu að fara á uppboðsmarkað en varia yrði það trillukörlum á Vestfjörð- um til hagsbóta, þeir myndu ekki hafa bolmagn til að keppa við stór- fyrirtæki. Harðneitaði Sighvatur að hafa sagt þetta. „Eg spyr, hvenær lýsti ég því yfir og hvar vestur á fjörð- um að það ætti að taka allar afla- heimildir af trillukörlum og bjóða þær upp?“ Margrét Frímannsdóttir, Al- þýðubandalagi, sagði meðal annars að það sæmdi ekki talsmönnum ríkisstjórnarinnar að saka Hæsta- rétt um að ragla saman hugtökun- um aflahlutdeild og veiðiheimild. Hún benti á að í greinargerð sem lögð hefði verið fram með lögum um stjórn fiskveiða 1990, er Hall- dór Ásgrímsson var sjávarútvegs- ráðherra, væra hugtökin notuð jöfnum höndum, eins og í dómin- um. í greinargerðinni stæði orðrétt: „Hlutdeild hvers skips í leyfilegum heildarafla viðkomandi tegundar nefnist aflahlutdeild og_ helst óbreytt frá ári til árs. Árlegar veiðiheimildir hvers skips breytast því til hækkunar eða lækkunar í hlutfalli við breytingar á leyfilegu heildaraflamagni hverrar tegund- ar.“ Þingmaðurinn rakti fleiri dæmi í greinargerðinni um þessa hugtakanotkun og sagði dóm Hæstaréttar skýran. Ekki væri hægt að skilja að fullu á milli út- hlutunar veiði- og aflaheimilda. Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki, sagðist vilja leggja áherslu á að það væri rangt sem menn hefðu reynt að halda fram að búið væri að festa kvótakerfið í sessi vegna þess að ef hróflað yrði við því yrði að bæta handhöfum veiðikvóta tjónið. Skýr ákvæði væru í lögunum um að hægt væri að taka veiðikvóta af mönnum án þess að nokkrar bætur kæmu fyrir. Steingrímur Sigfússon, þing- flokki óháðra, sagði viðbrögð ríkis- stjórnarinnar hafa verið fljótfærn- isleg og hann efaðist um að Hæsti- réttur léti breytinguna sem nú væri lögð til nægja sem lausn á vandanum. Hann sagði ennfremur að ekki mætti gleyma atvinnurétti þeirra sem ættu allt sitt undir því að geta stundað sjó, það er fólkinu í þorpum við sjávarsíðuna, hvað sem liði öðram grandvallarréttindum. Skilgreina þyrfti kvótann sem af- notarétt, þá hefði löggjafinn tæki- færi til að koma í veg fyrir brask með kvóta. Guðný Guðbjörnsdóttir, Samtök- um um kvennaframboð, varpaði fram spumingu um lögin um út- hafsveiðar, hvort þau væra einnig í uppnámi vegna dóms Hæstaréttar. Utilokað væri að leysa málið með því að túlka niðurstöðu réttarins jafn þröngt og ríkisstjómin gerði. Þegar hún hefði valið þá leið að hrófla eingöngu við 5. grein lag- anna um fiskveiðistjórnun væri ríkisstjórnin að reyna að gera mál- ið að vanda smábátanna einna, þá þyrfti ekki að taka á hagsmunum LIU og stórútgerðanna. Davíð Oddsson forsætisráðherra spurði Guðnýju hvort búast mætti við að Samfylking jafnaðarmanna fyndi sáttaleið í málinu. Einnig sagði hann að olíulindir Banda- ríkjamanna væra ekki sameign þjóðarinnar vegna þess að olíulind- imar skiptu máli fyrir efnahag Bandaríkjanna. Stjórnarliðar vilja breytingar á frumvörpum Þótt stjómarþingmenn mæltu flestir með framvörpunum tóku þeir margir hverjir fram að þeir vildu sjá á því ýmsar breytingar fyrir aðra umræðu. Hjálmar Áma- son, Framsóknarflokki, sagði til dæmis að það væri fagnaðarefni að gert væri ráð fyrir fjölgun daga til þeirra einyrkja sem væra í daga- kerfinu. Hins vegar væri spurning- in sú hvort níu tonna jafnaðarkvót- inn sem koma ætti eftir rúmt ár myndi duga. Ami R. Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, varaði við því að trillukörlum sem annars vegar hefðu notað sóknannark og hins vegar aflamark yrði mismunað. Einai- K. Guðfinnsson, Sjálf- stæðisflokki, taldi mikilvægt að sjávarútvegsnefnd Alþingis hefði stöðu smábátasjómanna í huga þegar hún fengi málið til umfjöll- unar. „Það er stóra verkefnið að finna viðunandi lausn sem tiyggir betur stöðu þessa útgerðarflokks til lengri tíma. Byggðunum til heilla og landi og þjóð til fram- dráttar.“ Virkjanaleyfí til handa Hitaveitu Suðurnesja Seinagang- ur gagn- rýndur UTANDAGSKRÁRUMRÆÐA fór fram á fimmtudag vegna fyrir- spurnar Rannveigar Guðmunds- dóttur, þingflokki jafnaðarmanna, til iðnaðarráðherra um virkjunar- leyfi til handa Hitaveitu Suðurnesja en hitaveitan vill reisa 30 megavatta gufuaflsvirkjun. Gagnrýndi þingmaðm-inn að um- sókn Hitaveitunnar hefði borist fyr- ir þrem áram og enn hefði ráðu- neytið ekki svarað. Um væri að ræða umhverfisvæna orku og hag- kvæman kost sem væri stórmál fyr- ir neytendur. Rannveig minnti á ákvæði stjómsýslulaga um máls- hraða og gera yrði kröfur um skjóta afgreiðslu. Þegar væri von á túrbínu til landsins og stefnt að gangsetningu virkjunar í september á næsta ári. Hún sagði að Landsvirkjun hefði virkjað fyrir stóriðju en fyrirtækinu bæri skylda til að láta ekki almenn- an markað bera kostnað af stóriðju- virkjunum; þær ættu að standa undir sér. „Það er því ekki hægt að nota stóriðjuvirkjanir Landsvirkj- unar sem rök gegn því að aðrir fái að virkja fyrir almennan markað," sagði Rannveig. Landsvirkjun ætti skyldum að gegna varðandi verð- jöfnun á raforku en verðjöfnun yi'ði að tryggja með öðrum hætti. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði þingmann- inn ekki hafa kynnt sér málsgögn og beinlínis farið með ósannindi. Ljóst væri að umsókn um virkjun yrði að hlíta eðlilegri meðferð í stjómsýslunni og nefna mætti að umhverfisráðuneytið hefði þurft að athuga hvort virkjunin þyrfti að fara í umhverfismat. Þess yrði að geta að í fyrra hefði Hitaveita Suð- urnesja breytt umsókninni, farið fram á leyfi fyrir 30 megavöttum í stað 25. Ekkert væri óeðlilegt við málsmeðferðina. Sagði hann jafn- framt að ekki væri búið að leggja fram lög um samkeppni í raforku- fi'amleiðslu og ljóst að hann yrði að hlíta lögum sem væru nú í gildi. Ymsir þingmenn úr Reykjanes- kjördæmi tóku til máls, þökkuðu Rannveigu fyrir að vekja athygli á málinu og gagnrýndu ráðherra. Meðal annars sagði Árni R. Árna- son, Sjálfstæðisflokki, að sér sýnd- ist að allar aðferðir sem stjórnsýsl- an réði yfir hefðu verið notaðar til að tefja málið. Ráðherra var hvattur til að afgi-eiða umsóknina sem fyrst. Rannveig Guðmundsdóttir sagði virkjanaáform á hálendinu í upp- námi og þjóðin krefðist þess að þau yrðu endurskoðuð. ------------- Þrettán fái heiðurslaun listamanna MENNTAMÁLANEFND Alþingis hefur lagt til að 13 listamönnum verði veitt heiðurslaun listamanna á næsta ári. Þetta era sömu lista- mennirnir og fengu heiðurslaun á árinu sem er að líða. í hópinn vant- ar hins vegar Halldór Laxness skáld sem lést í febrúar sl. Ekki er gerð tillaga um að annar listamaður fylli hans skarð. Listamennirnir þrettán eru: Atli Heimir Sveinsson, Ámi Kristjáns- son, Ásgerður Búadóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Hannes Péturs- son, Indriði G. Þorsteinsson, Jón Nordal, Jón úr Yör, Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson, Matthías Jo- hannessen, Stefán Hörður Gríms- son og Thor Vilhjálmsson. Samkvæmt tillögu nefndarinnar fær hver listamannanna 1,1 milljón króna í sinn hlut. Samtals verða því heiðurslaunin á næsta ári 14,3 millj- ónir króna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.