Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 13 FRETTIR Hæstiráttur fslands dæmir flutning Landmælinga til Akraness ólögmætan Umhverfísráðherra skorti lagaheimild til ákvörðunar HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær að ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðheira frá 3. júlí árið 1996 um að flytja starfsemi Land- mælinga íslands til Akraness um næstu áramót væri ólögmæt. María G. Hafsteinsdóttir, starfsmaður Landmælinga, sem sætti sig ekki flutninginn, höfðaði málið en það hefur verið rekið af Bandalagi há- skólamanna. Ragnar H. Hall, hæsta- réttarlögmaður, flutti málið. I dómsforsendum Hæstaréttar segir að ekki verði um það deilt að ráðherra hafi verið heimilt án at- beina Alþingis að láta kanna og und- irbúa ákvörðun um flutning Land- mælinga og verja til þess fjármunum af ráðstöfunarfé umhverfísráðuneyt- isins. Hins vegar fellst Hæstiréttur á það sjónarmið áfrýjanda (Maríu) að það hafí ekki samrýmst góðum stjórnarháttum að gera ekki ráð fyr- ir fjárveitingum til flutningsins fjár- hagsárið 1998, þegar löngu hafí verið ráðið að hann skyldi miðast við ára- mótin 1998/1999 og ljóst að til tals- verðra útgjalda kæmi á því ári vegna flutningsins, sbr. 42. grein stjórnar- skrárinnai'. Hæstiréttur taldi að þetta atriði yrði þó ekki látið ráða úrslitum málsins. Ráðuneytið hafi aðsetur í Reykjavík „Ekki nýtur almennra lagafyiir- mæla um heimildir ft-amkvæmda- valdsins til að gera breytingar á staðsetningu ríkisstofnana,“ segir í forsendum dóms Hæstaréttar. „Að- ur er um það getið að engin lagafyr- h'mæli séu um aðsetur Landmælinga Islands frekar en fjölda annarra rík- isfyrirtækja. Stefndi hefur þó ekki getað nefnt ríkisfyrirtæki, sem aðal- stöðvar hafði frá upphafi utan Reykjavíkur, þai- sem þeirrar stað- setningar var ekki getið í lögum. í 2. mgr. 13. gr. stjórnarskrárinnar segir að ráðuneytið hafi aðsetur í Reykja- vík. Misjafnt hefur verið hvort mál- efnum, sem undir ráðuneytið heyra, hefur verið skipað í ráðuneytið sjálft eða til undirstofnana þess. Fer það nokkuð eftir eðli málefnanna. Ríkis- stjórnir hafa um nokkra hríð sett sér það markmið að koma stjórnsýslu- stofnunum fyrir utan Reykjavíkui- en framkvæmdir við flutning þeirra eru þó nýlega til komnar. Þótt ekki séu bein fyrirmæli um það í lögum að ríkisstofnun skuli staðsett í Reykjavík verður ekki talið að það eitt gefi ráðhen-a frjálst val um hvar hún skuli vera. Vöntun á ákvæðum um þetta í lögum má helst skýra með því að fyrirmæli eru í stjórnarskrá um staðsetningu ráðuneyta. Hafi það verið talið svo sjálfsagt fram í hin síðari ár að stofnanir, sem undir þau heyrðu, hefðu einnig aðsetur í höfuð- borginni, að ekki þyrfti að taka það fram í lögum. Ákvörðun um heimili stofnunar og varnai'þing er meðal grundvallarat- riða í skipulagi hennar. Ljóst er að miklu skiptir fyrir starfrækslu stofn- unar hvar henni er komið fyrir strax í upphafi og ekki skipta minna máli breytingar á aðsetri hennar. Koma í báðum tilvikum við sögu kostnaður við reksturínn, tekjumöguleikar, starfsmannamálefni og hagsmunir þeirra sem sækja þurfa þjónustu til stofnunar eða Mn á viðskipti við auk fleiri atriða. Á síðari árum hafa þó ýmis þessara atriða breyst vegna bættra samgangna og samskipta- tækni. Við flutning stofnunar koma jafnframt til sögunnar kostnaður við flutninginn sjálfan og röskun sú sem óhjákvæmilega verður á starfrækslu stofnunarinnar við hann, sérstaklega á málefnum starfsmanna hennar," segir í dómsforsendum. Ráðherra verði að leita sér skýrrar heiniildar ,Að fi'amangreindum sjónarmiðum virtum verður að telja ákvörðun um aðsetur ríkisstofnunar þess eðlis að um hana skuli mælt í lögum. Af því þykii' leiða að ráðherra verði að leita sér skýrrar heimildar í almennum lögum fyrir flutningi stofnunai' frá Reykjavík. Meðan umhverfisráðhen-a heftir ekki aflað sér lagaheimildar um flutning Landmælinga Islands frá Reykjavík til Akraness verður að fall- ast á það með áfrýjanda að hann sé ólögmætur. Ber að taka kröfu áfrýj- anda til greina af þessari ástæðu," segir í niðurstöðum Hæstaréttar. Er ríkið dæmt til að greiða áfrýj- anda 500 þúsund kr. málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Pét- ur Kr. Hafstein, Guðrún Erlends- dóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Félög í BSRB vegna samnings um SHR Staðið verði við kjara- samninga BSRB og nokkur stéttarfélög innan vébanda þess vilja árétta að staðið verði í hvívetna við þá kjarasamn- inga sem í gildi eru og að réttindi starfsfólks og atvinnuöryggi verði tryggð, segir í frétt frá þeim í fram- haldi af samningum um yfirtöku ríkisins á rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur. I fréttinni er vitnað til ummæla fjármálaráðherra og borgarstjóra þess efnis að staðið verði við kjara- samninga og „munu stéttarfélögin og BSRB fylgjast grannt með því að við þær yfirlýsingar verði staðið og krefjast þess að fullt samráð verði haft við þau um allar breyting- ar sem koma til með að varða hags- muni félagsmanna sinna,“ segir í fréttinni. Að þessari áréttingu standa St- arfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Sjúkraliðafélag Islands, Félag is- lenskra leikskólakennara, Þroska- þjálfafélag íslands og BSRB. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður Hvað um flutning annarra stofnana? Scan-foto JÖRÐIN hreinlega hljóp undan teinunum þegar lestarslysið varð í Noregi á fimmtudag. Fer heldur fótgangandi til Danmerkur en í lest Dómurinn setur flutning Landmæl- inga í uppnám RAGNAR H. Hall hæstaréttarlög- maður, sem flutti mál starfsmanns Landmælinga fyr- ir Hæstarétti, seg- ir að nú liggi fyrir dómur Hæstarétt- ar um að ákvörð- unin um fiutning Landmælinga til Akraness sé ólögmæt og þar af leiðandi eigi umhverfisráðherra næsta leik í stöðunni. „Þeir hafa verið nokkuð hug- myndaríkir upp á síðkastið um viðbrögð við niðurstöðum úr dómsmálum, svo ég veit ekki við hverju má búast, en það verður bara að koma í ljós. Þetta hlýtur að setja þennan flutning í upp- nám, vegna þess að ráðherrann hefur í kynningu sinni á málinu frá upphafí kynnt ákvörðunina sem pólitíska ákvörðun sína um að flytja þessa stofnun og að hann hafi ekki þurft að spyrja nokkurn mann um leyfi til þess. Þá hljóta menn að staldra við og velta því fyrir sér hverjir það eru sem eiga að taka ákvörðunina. Samkvæmt dóminum er það án vafa Alþingi sem á að ákveða þetta. Ef á að halda sig við það að flytja stofn- unina hlýtur að verða að leggja málið fyrir Alþingi," segir Ragn- ar. Ýmsar ríkisstofnanir á færibandinu Aðspurður hvaða þýðingu þessi dómur gæti haft varðandi flutning annarra ríkisstofnana út á land sagði Ragnar að ýmsar ríkisstofn- anir væru á færibandinu um þess- ar mundir. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá viðkomandi aðilum hvort þeir þurfi ekki að endur- skoða þær ákvarðanir í ljósi þessa dóms. Hann snýst um nákvæm- lega sama hlutinn. Þetta er mjög merkilegur dóm- ur. Það má nefna í þessu samhengi að ákveðið var á sínum tíma að flytja embætti Veiðistjóra til Akureyrar. Starfsmenn neituðu að flytja með og var gert við þá sam- komulag um að þeir hættu og nýir starfsmenn tóku til starfa. I fyrri tilvikum um svona flutning ríkis- stofnana hefúr í rauninni enginn starfsmaður flutt með þeim,“ sagði Ragnar. Hann vísaði til þess að meðal stofnana sem fluttar hafa verið út á land eða til stendur að flytja frá Reykjavík væru þróunar- svið Byggðastofnunar, Lánastofn- un landbúnaðarins og deild úr íbúðalánasjóði. „Málefni allra þessara stofnana, sem ekki eru þegar fluttar, hljóta að koma til skoðunar í þessu sambandi," sagði Ragnar. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „DAGURINN hefur verið bölvan- legur,“ segir Sveinn Guðmunds- son, sem í fyrradag lenti í lestar- slysi í Noregi ásamt þremur börn- um sínum. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær hann heldur ferð- inni áfram en tveggja ára sonur hans er harðákveðinn í að labba til Danmerkur, þangað sem ferð- inni er heitið, því upp í lest fari hann ekki aftur. Þegar innt er eftir Iíðan feðgin- anna segir Sveinn að líkamlega séu þau blá og marin, en sem bet- ur fer án alvarlegra áverka. And- lega sveiflist þau fram og til baka eftir óhugnanlega lífsreynslu. „Á forsíðu Verdens Gnng er mynd af járnbrautarvagni, sem hangir í lausu lofti, þar sem jörðin skreið undan honum. Þar sem dýpst er er fallið 7-8 metrar," segir Sveinn. „Þarna söfnuðumst við öll saman eftir slysið, þar til einhver kom til okkar og sagði okkur að færa okkur út, því vagninn væri hálfótryggur. Við fórum þá út í ausandi rigninguna og kolniða- myrkur. Það er óneitanlega svakalegt að sjá þessa mynd.“ Jörðin hljóp undan teinunum Orsök lestarslyssins eru gríðar- legar rigningar og þíða undanfar- ið, sem hefur orðið til þess að jarðvegurinn fór af stað er lestin fór þarna um, svo jörðin hrein- lega hljóp undan teinunum. Við það slitnuðu tveir vagnar frá eim- reiðinni, endasentust út í móa og ientu á þakinu. Sveinn segir að starfsmenn norsku járnbrautanna, NSB, hafi tekið á aðstæðum af mikilli festu og öryggi. Rútur voru sendar á bóndabæ rétt við slysstað, þar sem hinir 150 farþegar höfðu safnast saman. Keyrt var með fólkið á hótel í nágrenninu og því komið fyrir þar. Farþegunum var sagt að nota óspart símana á her- bergjunum til að hafa samband við_ ættingja og vini. I gær var svo farið með farþeg- ana í læknisskoðun og þegar Morgunblaðið hafði tal af Sveini var læknisskoðunin yfirstaðin og hópurinn nýkominn úr verslunar- ferð, þar sem keypt voru föt á börnin í boði NSB. Einnig sagði Sveinn að menn væru spurðir hvort þeim væri fjár vant til að halda áfram ferðinni. Síðdegis í gær var enn óljóst hvenær Sveinn kæmist af stað aft- ur, því enn hafði ekki verið hægt að nálgast farangur þeirra í lestinni. Því gista þau á hótelinu áfram. Lestarferðin frá heimili þeirra nið- ur til Helsingjaeyrar í Danmörku, þangað sem ferðinni var heitið, tek- ur 28 klukkutúna. Slysið varð eftir tæplega fimm klukkustunda ferð. Sveinn sagði það ekki leggjast vel í sig að fara í um sólarhringsferð með börnin í lest og því hefði hann farið fram á að þau fengju öll að fljúga á áfangastað, sem vonandi gæti orðið á morgun, en annars á sunnudaginn. Tveggja ára sonur hans styður hann eindregið í þeim áformum, því hann segist heldur vilja labba til Daimierkur en fara þangað í lest. A-flokkarnir og Kvennalistinn Þreifíngar yfír helgina FULLTRÚAR Kvennalistans í viðræðunefnd Alþýðuflokks, AJ- þýðubandalags og Kvennalista um sameiginlegt framboð í Reykjavík gengu á fund formanna A-flokk- anna í gær. Á fundinum gerðu kvennalistakonur grein fyrir stöð- unni og ástæðum þess að þær gengu af fundi í kjörnefndinni sl. miðvikudagskvöld þegar viðræð- urnar runnu út í sandinn. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur ekki verið tekin ákvörðun um að hefja formlegar viðræður á nýjan leik en gert er ráð fyrir þreifingum milli A-flokk- anna og Kvennalistans yfir helgina til að kanna hvort einhverjir möguleikar séu á að ná samkomu- lagi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.