Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 25
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
JÓHANNES Sigurðsson, Sveinn Hannesson, Mikael Gaarmann, Árni
Vilhjálmsson, Ragnar Aðalsteinsson, Kim Wagner, Gunnar Orn Harð-
arson og Erlendur Gíslason hafa komið að stofnun hins njja fé-
lags, A&P Einkaleyfi ehf.
Milliuppgjör Hlutabréfasjóðsins Auðlindar
Hagnaðurinn minnkar
umtalsvert á milli ára
HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðsins
Auðlindar nam 32,7 milljónum króna
fyrstu sex mánuði rekstrarársins,
frá 1. maí til 31. október, samaborið
við 223 milljónir króna á sama tíma-
bili í fyrra. Hefur hagnaður sjóðsins
því dregist saman um rúm 85%.
Fjármunatekjur Auðlindar námu
118,5 milljónum króna fyrstu sex
mánuði rekstrarársins samanborið
við 370 milljónir króna sama tímabil í
fyrra. Fjármagnsgjöldin námu 75
milljónum króna en 321 milljón
króna í fyrra.
Hlutabréfasjóðurinn Auðlind fjár-
festir í innlendum og erlendum
hlutafélögum. Bókfært verð eignar-
hluta sjóðsins í félögunij sem eru
skráð á Verðbréfaþingi Islands, er
rúmar 1.493 milljónir króna. í inn-
lendum félögum, sem ekki eru skráð
á Verðbréfaþingi, tæpar 349 milijón-
ir króna og í erlendum félögum 727
milljónir króna. Alls er bókfært verð
eignarhluta í félögum 2.569 milljónir
króna.
Að sögn Þorkels Magnússonar,
sjóðsstjóra Auðlindar, skýrist mun
minni hagnaður sjóðsins af miklum
lækkunum á hlutabréfamörkuðum
innanlands sem erlendis á tímabil-
inu. Segir Þorkell að lækkanimar
hafi að mestu gengið til baka strax í
nóvember og að útlit sé fyrir að af-
koma sjóðsins verði góð í lok rekstr-
arársins.
A&P Einkaleyfi hefur
starfsemi um áramót
Verndun
eignarétt-
inda í iðnaði
A&P LÖGMENN, danska einka-
leyfastofan Plougmann, Vingtoft &
Partners og Gunnar Örn Harðarson
véltæknifræðingur hafa stofnað
einkahlutafélag sem mun sérhæfa
sig í ráðgjöf um vernd eignaréttinda
á sviði iðnaðar. Félagið sem hefur
hlotið nafnið A&P Einkaleyfi ehf.
mun hefja starfsemi 1. janúar 1999
og verður aðsetur þess fyrst um
sinn á skrifstofu A&P Lögmanna í
Borgartúni 24, Reykjavík.
í fréttatilkynningu kemur fram
að A&P Lögmenn hafi um langt
árabil veitt íslensku atvinnulífi lög-
fræðiráðgjöf, þar á meðal á sviði
verndar iðnréttinda.
Gunnar Örn Harðarson hefur frá
1985 starfað við ráðgjöf um einka-
leyfismál, fyrst hjá Arnason & co.,
síðar sjálfstætt með öðrum störfum
og nú síðast hjá Marel hf. Gunnar
Öm verður framkvæmdastjóri hins
nýja félags.
-------------
Tryggingamiðstöðin
Hlutafé auk-
ið um 50
milljónir
Á HLUTHAFAFUNDI í Trygg-
ingamiðstöðinni hf. sem haldinn var
á fimmtudag var samþykkt að
hækka hlutafé félagsins um allt að
50.699.042 krónur þannig að það
hækki úr kr. 182,4 milljónum króna
í rúmar 233 milljónir. Hlutafjár-
hækkunina skal alla nýta til skipta á
útistandandi hlutafé í Tryggingu hf.
að nafnverði kr. 203.599.696, sam-
kvæmt samkomulagi stjóma Trygg-
ingamiðstöðvarinnar hf. og Trygg-
ingar hf., sem gert var í nóvember
1998. Vikið er frá forkaupsrétti
hluthafa til áskriftar að hinum nýju
hlutum og hafa eigendur hlutafjár í
Tryggingu hf. einir rétt til að skrifa
sig fyrir aukningarhlutunum og
greiða þá með hlutabréfum í Trygg-
ingu hf. Verður skiptagengi hluta-
bréfanna þannig að hluthafar í
Tryggingu hf. fá kr. 24.901,33 að
nafnverði í hlutabréfum í Trygg-
ingamiðstöðinni hf. fyrir hverjar kr.
100.000 að nafnverði af hlutabréfum
í Tryggingu hf. Áskrift og greiðslu á
hinu nýja hlutafé skal að fullu lokið
eigi síðar en 15. janúar 1999. Áætl-
aður kostnaður félagsins við hluta-
fjárhækkun þessa er innan við kr.
500.000. Samþykktir Tryggingamið-
stöðvarinnar hf. skulu gilda um hina
nýju hluti í félaginu og veita þeir
réttindi í félaginu frá skráningar-
degi, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Tryggingamiðstöð-
inni.
Laugardag og sunnudag
Hýasintur
(úr eigin ræktun)
Kartöflur
(pottahanski fylgir)
Klementínur