Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 25 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins JÓHANNES Sigurðsson, Sveinn Hannesson, Mikael Gaarmann, Árni Vilhjálmsson, Ragnar Aðalsteinsson, Kim Wagner, Gunnar Orn Harð- arson og Erlendur Gíslason hafa komið að stofnun hins njja fé- lags, A&P Einkaleyfi ehf. Milliuppgjör Hlutabréfasjóðsins Auðlindar Hagnaðurinn minnkar umtalsvert á milli ára HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðsins Auðlindar nam 32,7 milljónum króna fyrstu sex mánuði rekstrarársins, frá 1. maí til 31. október, samaborið við 223 milljónir króna á sama tíma- bili í fyrra. Hefur hagnaður sjóðsins því dregist saman um rúm 85%. Fjármunatekjur Auðlindar námu 118,5 milljónum króna fyrstu sex mánuði rekstrarársins samanborið við 370 milljónir króna sama tímabil í fyrra. Fjármagnsgjöldin námu 75 milljónum króna en 321 milljón króna í fyrra. Hlutabréfasjóðurinn Auðlind fjár- festir í innlendum og erlendum hlutafélögum. Bókfært verð eignar- hluta sjóðsins í félögunij sem eru skráð á Verðbréfaþingi Islands, er rúmar 1.493 milljónir króna. í inn- lendum félögum, sem ekki eru skráð á Verðbréfaþingi, tæpar 349 milijón- ir króna og í erlendum félögum 727 milljónir króna. Alls er bókfært verð eignarhluta í félögum 2.569 milljónir króna. Að sögn Þorkels Magnússonar, sjóðsstjóra Auðlindar, skýrist mun minni hagnaður sjóðsins af miklum lækkunum á hlutabréfamörkuðum innanlands sem erlendis á tímabil- inu. Segir Þorkell að lækkanimar hafi að mestu gengið til baka strax í nóvember og að útlit sé fyrir að af- koma sjóðsins verði góð í lok rekstr- arársins. A&P Einkaleyfi hefur starfsemi um áramót Verndun eignarétt- inda í iðnaði A&P LÖGMENN, danska einka- leyfastofan Plougmann, Vingtoft & Partners og Gunnar Örn Harðarson véltæknifræðingur hafa stofnað einkahlutafélag sem mun sérhæfa sig í ráðgjöf um vernd eignaréttinda á sviði iðnaðar. Félagið sem hefur hlotið nafnið A&P Einkaleyfi ehf. mun hefja starfsemi 1. janúar 1999 og verður aðsetur þess fyrst um sinn á skrifstofu A&P Lögmanna í Borgartúni 24, Reykjavík. í fréttatilkynningu kemur fram að A&P Lögmenn hafi um langt árabil veitt íslensku atvinnulífi lög- fræðiráðgjöf, þar á meðal á sviði verndar iðnréttinda. Gunnar Örn Harðarson hefur frá 1985 starfað við ráðgjöf um einka- leyfismál, fyrst hjá Arnason & co., síðar sjálfstætt með öðrum störfum og nú síðast hjá Marel hf. Gunnar Öm verður framkvæmdastjóri hins nýja félags. ------------- Tryggingamiðstöðin Hlutafé auk- ið um 50 milljónir Á HLUTHAFAFUNDI í Trygg- ingamiðstöðinni hf. sem haldinn var á fimmtudag var samþykkt að hækka hlutafé félagsins um allt að 50.699.042 krónur þannig að það hækki úr kr. 182,4 milljónum króna í rúmar 233 milljónir. Hlutafjár- hækkunina skal alla nýta til skipta á útistandandi hlutafé í Tryggingu hf. að nafnverði kr. 203.599.696, sam- kvæmt samkomulagi stjóma Trygg- ingamiðstöðvarinnar hf. og Trygg- ingar hf., sem gert var í nóvember 1998. Vikið er frá forkaupsrétti hluthafa til áskriftar að hinum nýju hlutum og hafa eigendur hlutafjár í Tryggingu hf. einir rétt til að skrifa sig fyrir aukningarhlutunum og greiða þá með hlutabréfum í Trygg- ingu hf. Verður skiptagengi hluta- bréfanna þannig að hluthafar í Tryggingu hf. fá kr. 24.901,33 að nafnverði í hlutabréfum í Trygg- ingamiðstöðinni hf. fyrir hverjar kr. 100.000 að nafnverði af hlutabréfum í Tryggingu hf. Áskrift og greiðslu á hinu nýja hlutafé skal að fullu lokið eigi síðar en 15. janúar 1999. Áætl- aður kostnaður félagsins við hluta- fjárhækkun þessa er innan við kr. 500.000. Samþykktir Tryggingamið- stöðvarinnar hf. skulu gilda um hina nýju hluti í félaginu og veita þeir réttindi í félaginu frá skráningar- degi, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Tryggingamiðstöð- inni. Laugardag og sunnudag Hýasintur (úr eigin ræktun) Kartöflur (pottahanski fylgir) Klementínur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.