Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 43

Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 43 m „Á BÖRNUNUM valt það hvað Grýla átti gott...“ Teikning Tryggva Magnússonar frá 1932 við Grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum. hlusta eftir börnum sem hrína, ærsl- ast og angra móður sína. Og hún býðst til að losa móðurina við þau, „en ef þau iðni stunda/ og eru þekk og hlýðin/ fælist fula Grýla/ fær hún aldrei góð börn“. Grýla átti þrjá eiginmenn, að því er sagt var. Sá fyrsti, Boli, andaðist fjör- gamall úr elli og hafði þá lengi legið í kör. Af öðrum manni hennar, Gusti, fara litlar sögur nema hvað Grýla á að hafa étið hann, þegar hann drapst. Og síðast skal frægan telja Leppalúða, sem vai- í hjónabandi með Grýlu í fimm þúsund ár og eignaðist með henni tuttugu böm, en alls eru nafn- greind milli 70 og 80 böm Grýlu í ýmsum þulum, sem oftast hefjast á orðunum: Grýla kallar á börnin sín/ þegar hún fer að sjóða/ til jóla... Öll er þessi illskuþjóðin ungbömum skæð HEIMASMIÐAÐ jólatré á borði og börnin sitja hjá. Myndin er tekin í Þingeyjarsýslu um 1910. höfnum okkar nútíma íslendinga á aðfangadag og svo fara menn í hrein nærföt og klæðast sparifótunum í tO- efni hátíðarinnar. Flestfr gera hýbýli sín hrein fyrir jólin, ryksuga, bóna og þurrka af og sumir ganga svo langt að mála allt hátt og lágt. Þrifn- aðaráráttan fyrir jólin er vissulega af hinu góða og engin ástæða til að bregða út af þeim góða sið. Laufabrauð og jólamatur Kökubakstur og gerð laufabrauða er fastur liður í undfrbúningi jól- anna. Laufabrauð virðist vera sérís- lenkt fyrirbrigði og mun upphaflega hafa komið til vegna skorts á mjöli. Er það líklegast orsökin fyrir því hversu næfurþunn brauðin eru, en þau vom svo skorin út til að gera þau gimilegri og hátíðlegri. Elsta heimild um laufabrauð er talin vera frá 1772, er Bjarni Pálsson land- læknir hélt Sir Joseph Banks veislu á heimili sínu að Nesi við Seltjörn. Ekki sést aftur getið um laufabrauð fyrr en um miðja 19. öld og virðist það þá einkum bundið við Norðaust- urland. Eftir miðja þessa öld hefur sá siður færst í vöxt, sem liður í jóla- undirbúningnum, að skera út laufa- brauð, og þá fremur til gamans en hitt, að brauðin þyki svo mikið lost- æti. Gerð þeirra og útskurður hafa haldist lítið breytt, þótt ekki stafi það af komskorti. Nokkuð hefur dregið úr köku- bakstri hér á landi fyrir jól, en upp úr 1920, þegar eldavélar með bökun- arofni mddu sér til rúms, flæddi mikið kökubakstursæði yfir landið. A tímabili var það metnaðarmál hús- mæðra að baka sem flestar tegundir fyrir jól og sátu mörg heimili uppi með birgðir af jólabakstri langt fram á sumar. Sætabrauð og kökur hafa nú þokað fyrir fjölbreyttu úrvali af sælgæti, auk þess sem meiri áhersla er lögð á staðgóðan veislumat. I greinarkorni þessu eru ekki tök á að fara náið ofan í saumana á þeim jólamat, sem þjóðin hefur lagt sér til munns í gegnum aldirnar og nú til dags gætir sífellt meiri fjölbreytni á því sviði. Þó skal hér nefnt hangiket, sem var lengst af aðalhátíðarmatur- inn, og oftast borðað á jóladag, og mun svo enn vera víðast hvar. Rjúp- ur eru víða borðaðar á aðfangadags- kvöld og þykja mikið lostæti, en voru áður einkum á borðum fátæk- linga, sem ekki höfðu efni á að slátra grip til jólanna. Nú til dags fer það eftir árferði og viðkomu rjúpnastofnsins hversu dýr jólasteikin er hverju sinni. Hnausþykkur grjónagrautur með rúsínum þótti herramannsmatur hér áður fyrr og er enn ómissandi á flestum borðum á aðfangadag. Mun það þó frem- ur vera vegna hins útlenda siðar, að hafa eina möndlu í grautn- um og verðlauna þann sem hana hlýtur, en að grauturinn þyki svo sérstaklega bragðgóður. Grýla kallar á börnin sín Því fer fjarri að hugsanir lands- manna á jólum hafi eingöngu verið bundnar helgisögninni um fæðingu frelsarans. Þvert á móti hefur jóla- fóstutíðin, þegar skammdegið er svartast, ýtt undir hjátrú og hindur- vitni, enda sá árstími sem illþýði og óvættir fara helst á stjá. Grýla er án efa frægasta flagðið af þessu tagi, enda merkir nafnið „ógn, hótun, eða hryllingur". Grýla kemur fyrst fram á 13. öld og er nefnd meðal tröll- kvenna í Snorra-Eddu og í Sturl- ungu er slitur af þulu sem greinir frá því að Grýla „hafi á sér hala fimmt- án“. Margar lýsingar eru til á Grýlu og allar ófagrar. Hún er ýmist sögð með „þrjú höfuð eða þrjú hundruð og þrenn augu á hverju höfði. Hún hef- ur kartnögl á hverjum fingri og horn eins og geit. Eyrun lafa ofan á axlir og eru áföst við nefið að framan. Hún er skeggjuð og tennur hennar eru eins og ofnbrunnið grjót,“ svo tekin séu örfá dæmi af lýsingum á óvætt þessari. Grýla virðist hafa gegnt mikilvægu hlutverki í barna- uppeldi og notuð sem „grýla“ til að aga þau og siða til. Eftirlætismatur hennar er kjöt af óþægum börnum og í ýmsum kvæðum kemur fram, að hún sé einkum á ferli fyrir jólin að í Grýlukvæði séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, frá 17. öld, er jólasveina fyrst getið í rit- uðu máli og þar eru þeir taldir synir Grýlu og Leppalúða: „Af þeim eru jóla- sveinar/ jötnar á hæð./ Öll er þessi illskuþjóðin/ ung- börnum skæð.“ Reyndar ber ekki saman um ætt- emi jólasvein- anna og í Þjóð- Jóns er þess getið, að það sé sumra manna mál, að Grýla hafi átt þá áður en hún giftist Leppalúða og þá væntanlega með Bola eða Gusti, nema hún hafi átt þá utan hjóna- bands með Loðin- barða nokkrum, sem einhverjar heimildir greina frá. I öðrum var því haldið fram að jólasveinarnir ættu ekkert skylt við Grýlu og hennar hyski. Hvemig svo sem þessum ættar- tengslum var háttað má ráða af frásögnum þess- um að Grýla hafi ekki verið við eina fjölina felld í ástamálum. íslensku jóla- sveinamir voru sem sagt upphaf- lega af allt öðrum toga en heilagur Nikulás, sem er fyrirmynd hins al- þjóðlega jólasveins, er færir börn- um gjafir á jólunum. Þarna var hvorki góðmennskunni né gjafmild- inni fyrir að fara, eins og hjá jóla- sveinum okkar nútímamanna, held- ur þvert á móti. íslensku jólasvein- arnir voru hið mesta illþýði, þjófótt- ir, hrekkjóttir og jafnvel lífshættu- legir ef því var að skipta. Upp úr síðustu aldamótum fara þeir þó smám saman að taka meiri svip af hinum alþjóðlega jólasveini hvað varðai- útlit, klæðaburð og innræti. Þeir verða vinir barnanna, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja þeim sögur, en eru þó eftir sem áður smáskrítnir, eða „létt- geggjaðir“ eins og sagt er á nútíma- máli. Og þótt ímynd íslensku jóla- sveinanna nálgist stöðugt gamla góða karlinn í rauða búningnum munu þeir þó ávallt halda sérstöðu sinni. Þeir eru og verða þrettán, hver með sitt sérkenni, eins og nöfn þeirra gefa til kynna. Fagurrauður búningur hins al- þjóðlega jólasveins er runninn frá biskupsskrúða heilags Nikulásar, sem lifði og starfaði í borgunum Mýra og Patara í Litlu-Asíu á fjórðu SJÁ NÆSTU SÍÐU FYRSTA auglýsing með jóla- sveini í íslensku blaði birtist í Morgunblaðinu árið 1924. Reyndar er hér danskur , jól-anissi“ á ferð. um Café Gourmet kaffivél • • glaesifeg kaffivél sem sýður vatnið 10.980,- stgr. Lanco útvarpsklukka meó klósettrúlíustandi 3.490,- fiiur Excei guíustraujárn 6.990,- stgr. Ptiíiíps handryksuga 3.990,- stgr. Philips Filterline hraðsuðuketíll tekur 1,7 Iftra .990, >Mobilo 1400W ryksuga 1 1 .900,- stgr. Munið jólabónusinn Ef þú kaupir fyrir 7.000 krónur eða meira, fer nafn þitt í lukkupott þar sem dregið er í hverri viku um 100.000 krónur l Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 569 15 OO http.//www.ht.ls umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.