Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 52

Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 52
<' 52 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Hugo snýr aftur Risinn á Netinu SKÓGARÁLFURINN Hugo er gríðarlega vinsæll víða í Evr- ópu til að mynda á hinum Norð- urlöndunum, og hefur að auki haslað sér völl í öðrum heims- álfum. Hugo er um tíu ára gam- all ættaður frá Danmörku, en nýtur líklega einna mestra vin- sælda í Svíþjóð, þar sem sjón- varpsþáttur með honum telst vinsælasti þáttur sögunnar. ís- lensk börn kynntust mörg Hugo í fyrsta sinn í vinsælum tölvu- leik sem kom út á síðasta ári og enn er Hugo kominn á kreik á tölvudisk, nú í jóladagatali. I byrjun desember kom á markað jóladagatal á geisladisk þar sem Hugo er í aðalhlutverki. I dagatalinu gefst börnum kostur á að hlusta á sérstaka jólasögu, Jón og Gunna í íshellinum, en jólasveinn les einn kafla á dag í sögunni, þó hægt sé að fara hrað- ar yfir sögu. Sagan er eftir þau Lilju Óskarsdóttur og Jóhannes Þórðarson, en sögumaður er Jó- hann Sigurðarson. Samhliða lestrinum opnast nýjar þrautir við lestur á hveijum kafla, í húsi jólasveinsins, hlöðunni eða vinnu- skúrnum svo dæmi séu tekin. Ekki er bara jólasaga á diskn- um því einnig má stýra Hugo í ýmsum leikjum, til að mynda á sleða eða snjóbretti í gegnum þrautabraut og liðsinna honum við að ná pökkum úr jólapakka- vélinni. Nornin Silvía, sem kom einnig mjög við sögu í fyrri leiknum með Hugo, lætur til sín taka, en hlutverk Hugos er einmitt að koma í veg fyrir að henni takist að spilla jólaundir- búningnum. Cazual gefur leikinn út en Heimilistæki sjá um að dreifa honum. Leikurinn gerir ekki ýkja miklar kröfur um vélarafl til að hægt sé að keyra hann, krefst 75 UMBÚÐIR á jóladagatali Hugos. MHz Pentium tölvu með 16 MB minni, Soundblaster-samhæfðu hljóðkorti, PCI skjákorti og fjög- urra hraða geisladrifi. ENGU stórfyrirtæki hefur gengið betur að fóta sig í netheimum en IBM, risanum sem margir spáðu falli fyrir fáum árum. Undir stjóm nýs forstjóra, Lou Gerstners, hefur IBM snúið vörn í sókn með góðum ár- angri, eins og sannast kannski best á stöðu fyrirtækisins hvað varðar við- skipti á Netinu. IBM er sannkallað risafyrirtæki, sem vill oft gleymast þegar menn mæra fyrirtæki eins og Mierosoft eða Sun. Á Netinu hefur IBM einnig um- talsverða yfirburði; á meðan velta AOL/Netscape, Sun og Microsoft samanlagt nam tæpum tveim billjón- um la-óna, þ.e. 1.980 milljörðum, vai- velta í nettengdum viðskiptum IBM lítið minni, og um þriðjungur af heildarveltu fyrirtækisins. Meðal helstu takmarka Lou Ger- stners hefur verið að IBM nái for- ystu í því sem fyrirtækið kallar e- commerce, rafrænum viðskiptum, og það hefur tekist svo vel að erfitt verður fyrir önnur fyrirtæki að vinna upp forskotið. Fræðingar segja að það sé ekki síst fyrir það hversu IBM-stjórar áttuðu sig snemma á hvert stefndi í netheimum, en einnig telja menn það skipta miklu máli að fyrirtækið býður upp á heildarlausn fyrir fyrirtæki, hug- og vélbúnað, ráðgjöf og aðstoð við hönnun, aukin- heldur sem fyrirtækið býður mönn- um að vista gögn sín á tölvu þess.. Fyrir skömmu setti stórverslunin bandaríska Macýs upp vefverslun, www.macys.com, og þjónusta IBM er gott dæmi um það hvemig fyrirtækið er í stakk búið til að bregðast við þörfum viðskiptavina sinna; þannig er verslun Macýs keyrð á Net.Comm- erce verslunarþjóni IBM, hönnun og skipulagning unnin af IBM Interacti- ve, lagerinn vistaður í DB2 vensla- gagnagrunni frá IBM og allt saman keyrir á IBM RS/6000 tölvum, sem IBM á og rekur, en tengingar eru um Global Network IBM. NINTEfHPO.64 • Einföld í notkun (Barnavæn) • Aflmikil - 64 bita • Rauntíma - þrívídd • Enginn bíðtími. (Allt að 15 mín í ððrum leikjatðlvum) • Allt að 4 spilarar í einu \ ,.0ÓOW. • Besta leikjatölvan ‘98 • Goiden Eye 007, hæst dæmdi leikurinn 1998 (98%) • Margföld ending leikja • Um 80 leikjatitlar SOLUSTAÐIR Reykjavik: Hagkaup, Elko, Hljómco, BT-tölvur, Bræöurnlr Ormsson, Heimskringlan, Heimislistæki, SAM-tónlist, Japis, Vesturland: Málningarþjónustan.Ákranesi. Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga Borganesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Bókval, Akureyri. Hagkaup Akureyri. Öryggi, Húsavik. Suðuriand: Árvirkinn, Selfossi. Kf. Árnesinga, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Reykjanes: Hagkaup, Keflavík. Ljósboginn, Keflavík. Samkaup, Keflavík. .hefur opnað að Laugavegi 26 með gífurlegt úrval tölvuleikja og fræðsluefnis. IGremlin PlayStation ELECTRONIC ARTS* DISTRIBUTION Jólatiiboð! PC-leikir Carmageddon 2 - 3.299 kr. Half-Life - 3.899 kr. PtayStation-ieikir Fifa 99 - 4.999 kr. Tomb Raider 3 - 4.799 kr. Opið til 22:00 öll kvöld. Laugavegi 26 Sími 525 5042

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.