Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 52
<' 52 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Hugo snýr aftur Risinn á Netinu SKÓGARÁLFURINN Hugo er gríðarlega vinsæll víða í Evr- ópu til að mynda á hinum Norð- urlöndunum, og hefur að auki haslað sér völl í öðrum heims- álfum. Hugo er um tíu ára gam- all ættaður frá Danmörku, en nýtur líklega einna mestra vin- sælda í Svíþjóð, þar sem sjón- varpsþáttur með honum telst vinsælasti þáttur sögunnar. ís- lensk börn kynntust mörg Hugo í fyrsta sinn í vinsælum tölvu- leik sem kom út á síðasta ári og enn er Hugo kominn á kreik á tölvudisk, nú í jóladagatali. I byrjun desember kom á markað jóladagatal á geisladisk þar sem Hugo er í aðalhlutverki. I dagatalinu gefst börnum kostur á að hlusta á sérstaka jólasögu, Jón og Gunna í íshellinum, en jólasveinn les einn kafla á dag í sögunni, þó hægt sé að fara hrað- ar yfir sögu. Sagan er eftir þau Lilju Óskarsdóttur og Jóhannes Þórðarson, en sögumaður er Jó- hann Sigurðarson. Samhliða lestrinum opnast nýjar þrautir við lestur á hveijum kafla, í húsi jólasveinsins, hlöðunni eða vinnu- skúrnum svo dæmi séu tekin. Ekki er bara jólasaga á diskn- um því einnig má stýra Hugo í ýmsum leikjum, til að mynda á sleða eða snjóbretti í gegnum þrautabraut og liðsinna honum við að ná pökkum úr jólapakka- vélinni. Nornin Silvía, sem kom einnig mjög við sögu í fyrri leiknum með Hugo, lætur til sín taka, en hlutverk Hugos er einmitt að koma í veg fyrir að henni takist að spilla jólaundir- búningnum. Cazual gefur leikinn út en Heimilistæki sjá um að dreifa honum. Leikurinn gerir ekki ýkja miklar kröfur um vélarafl til að hægt sé að keyra hann, krefst 75 UMBÚÐIR á jóladagatali Hugos. MHz Pentium tölvu með 16 MB minni, Soundblaster-samhæfðu hljóðkorti, PCI skjákorti og fjög- urra hraða geisladrifi. ENGU stórfyrirtæki hefur gengið betur að fóta sig í netheimum en IBM, risanum sem margir spáðu falli fyrir fáum árum. Undir stjóm nýs forstjóra, Lou Gerstners, hefur IBM snúið vörn í sókn með góðum ár- angri, eins og sannast kannski best á stöðu fyrirtækisins hvað varðar við- skipti á Netinu. IBM er sannkallað risafyrirtæki, sem vill oft gleymast þegar menn mæra fyrirtæki eins og Mierosoft eða Sun. Á Netinu hefur IBM einnig um- talsverða yfirburði; á meðan velta AOL/Netscape, Sun og Microsoft samanlagt nam tæpum tveim billjón- um la-óna, þ.e. 1.980 milljörðum, vai- velta í nettengdum viðskiptum IBM lítið minni, og um þriðjungur af heildarveltu fyrirtækisins. Meðal helstu takmarka Lou Ger- stners hefur verið að IBM nái for- ystu í því sem fyrirtækið kallar e- commerce, rafrænum viðskiptum, og það hefur tekist svo vel að erfitt verður fyrir önnur fyrirtæki að vinna upp forskotið. Fræðingar segja að það sé ekki síst fyrir það hversu IBM-stjórar áttuðu sig snemma á hvert stefndi í netheimum, en einnig telja menn það skipta miklu máli að fyrirtækið býður upp á heildarlausn fyrir fyrirtæki, hug- og vélbúnað, ráðgjöf og aðstoð við hönnun, aukin- heldur sem fyrirtækið býður mönn- um að vista gögn sín á tölvu þess.. Fyrir skömmu setti stórverslunin bandaríska Macýs upp vefverslun, www.macys.com, og þjónusta IBM er gott dæmi um það hvemig fyrirtækið er í stakk búið til að bregðast við þörfum viðskiptavina sinna; þannig er verslun Macýs keyrð á Net.Comm- erce verslunarþjóni IBM, hönnun og skipulagning unnin af IBM Interacti- ve, lagerinn vistaður í DB2 vensla- gagnagrunni frá IBM og allt saman keyrir á IBM RS/6000 tölvum, sem IBM á og rekur, en tengingar eru um Global Network IBM. NINTEfHPO.64 • Einföld í notkun (Barnavæn) • Aflmikil - 64 bita • Rauntíma - þrívídd • Enginn bíðtími. (Allt að 15 mín í ððrum leikjatðlvum) • Allt að 4 spilarar í einu \ ,.0ÓOW. • Besta leikjatölvan ‘98 • Goiden Eye 007, hæst dæmdi leikurinn 1998 (98%) • Margföld ending leikja • Um 80 leikjatitlar SOLUSTAÐIR Reykjavik: Hagkaup, Elko, Hljómco, BT-tölvur, Bræöurnlr Ormsson, Heimskringlan, Heimislistæki, SAM-tónlist, Japis, Vesturland: Málningarþjónustan.Ákranesi. Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga Borganesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Bókval, Akureyri. Hagkaup Akureyri. Öryggi, Húsavik. Suðuriand: Árvirkinn, Selfossi. Kf. Árnesinga, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Reykjanes: Hagkaup, Keflavík. Ljósboginn, Keflavík. Samkaup, Keflavík. .hefur opnað að Laugavegi 26 með gífurlegt úrval tölvuleikja og fræðsluefnis. IGremlin PlayStation ELECTRONIC ARTS* DISTRIBUTION Jólatiiboð! PC-leikir Carmageddon 2 - 3.299 kr. Half-Life - 3.899 kr. PtayStation-ieikir Fifa 99 - 4.999 kr. Tomb Raider 3 - 4.799 kr. Opið til 22:00 öll kvöld. Laugavegi 26 Sími 525 5042
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.