Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 69

Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 69 AÐSENDAR GREINAR Rauði krossinn beitir sér í mannúðarmálum í Morgunblaðinu 16. desember sl. birtist grein eftir Bjöm Jóns- son þar sem gagnrýnt er að Rauða kross hreyfingin hefur beitt sér fyrir að sett verði alþjóðlegt bann við jarðsprengjum. Af hveiju bann? Björn telur að jarð- sprengjur gegni mikil- vægu hlutverki í land- vörnum fátækra ríkja, t.d. þegar íbúar á átakasvæðum þurfa að verjast árásum því þeir eigi ekki kost á dýrari eða fullkomnari vopnum. Herferð Alþjóða Rauða krossins til að fá ríki heims til að samþykkja alþjóðlegt bann við jarðsprengjum er einkum byggð á þremur höfuð- röksemdum. Fyrir það fyrsta eru jarðsprengjur ósiðleg vopn sem brjóta í bága við alþjóðleg mannúð- arlög vegna þess að sá skaði sem þær valda er í engu samræmi við hemaðarlegt gildi þeirra. í öðru lagi er talið afar flókið og árangurs- lítið að reyna að takmarka á ein- hvem hátt notkun jarðsprengna og því er nauðsynlegt að banna algjör- lega framleiðslu þeirra, notkun, flutninga og geymslu. Síðast en ekki síst em flest fórnarlömb jarð- sprengna óbreyttir borgarar sem ekki taka þátt í stríðsátökum en talið er að á hverjum degi verði um hundrað manns fyrir jarðsprengju og þar af týni þriðjungur þeirra lífi. Sprengjumar deyða og limlesta saklaust fólk árum og áratugum eft- ir að átökum lýkur og til marks um hversu geigvænlegt þetta vandamál er má nefna að nú er áætlað að um 120 milljónir jarðsprengna liggi í jörðu í tæplega sjötíu löndum. Björn bendir á að þær aðstæður eru til þar sem jarðsprengjur koma að gagni við landvamir og eflaust má færa fyrir því rök. Rannsóknir Alþjóða Rauða krossins, sem unnar hafa verið í samvinnu við hemaðar- sérfræðinga víða um heim, benda hins vegar til að hernaðarlegt gildi þeirra sé takmarkað. Athugað var m.a. hvaða þýðingu jarðsprengjur hefðu haft í 26 stríðsátökum frá lok- um síðari heimsstyrjaldarinnar og var niðurstaðan sú að í engu tilviki hefðu þær haft úrslitaáhrif. Til fróð- leiks má geta þess að m.a. hinn þekkti bandaríski hershöfðingi Norman Schwarzkopf hefur lýst yf- ir að algjört bann við jarðsprengj- um sé réttmætt bæði af hemaðar- og mannúðarástæðum. Þær röksemdir sem þó vega þyngst fyrir algjöru banni eru að jarð- sprengjur bitna mest á saklausu fólki, almenn- um borgurum, og að mjög dýrt og seinlegt er að hreinsa þær úr jörðu. Sem dæmi má nefna að sprengjurnar kosta allt niður í um 70 kr. en kostnaðurinn við að fjarlægja hverja og eina getur verið allt að þrjú hundrað sinnum meiri. Mannúð og hlutleysi í grein Bjöms kem- ur fram að herferð Rauða ki-oss hreyfinginnar gegn jarðsprengjum geti stangast á við grundvallarmarkmið hreyfingarinn- ar um hlutleysi í pólitískum og hernaðarlegum málefnum. Jafn- framt er getum leitt að því að starfsmenn Rauða krossins á átaka- svæðum verði æ oftar fyrir áreitni eða ofbeldi vegna þess að hreyfing- in gætir ekki hlutleysis. Starf Rauða krossins byggist á grundvallarmarkmiðum um mann- úð og hlutleysi og eins og Björn bendir á er hlutleysi lykillinn að því að Rauði krossinn njóti trúnaðar- Þær röksemdir sem þó vega þyngst fyrir al- gjöru banni, segir Sigrún Árnaddttir, eru að jarðsprengjur bitna mest á saklausu fólki, og að mjög dýrt og seinlegt er að hreinsa þær úr jörðu. trausts stríðandi fylkinga og geti starfað óhindrað á átakasvæðum. Mannúðarhugsjónin felur í sér að hreyfingin vinnur að því að létta þjáningar manna - eða að koma í veg fyrir þær - án tillits til hverjir eiga í hlut eða hvai' þeir eru. Þess vegna skipar Rauði krossinn sér ávallt við hlið fórnarlambanna, þ.e. þeirra sem búa við þjáningar, hvort sem það er vegna stríðsátaka, nátt- úruhamfara, mannréttindabrota eða af öðmm ástæðum. Hlutleysi felur ekki í sér afstöðu- eða skoðanaleysi í mannúðar- og mannréttindamálum heldur þýðir að hreyfingin tekur ekki afstöðu með einni stjórnmálaskoðun eða gegn annarri. Rauði krossinn getur _ Sigrún Ámadóttir því beitt sér í mannúðar- pg mann- réttindamálum eins og t.d. til að komið sé á alþjóðlegu banni við jarðsprengjum. Fleiri dæmi mætti nefna, m.a. að hreyfingin vinnur stöðugt að því að tryggja að óbreyttir borgarar njóti verndar í stríðsátökum og að stríðsfangar fái mannúðlega meðferð. Að þessu er unnið með því að upplýsa og knýja á stjórnvöld einstakra ríkja en án þess að nokkur dómur sé lagður á stjórnmálastefnu þeirra eða stjórn- sýslu að öðra leyti. Öi’yggi starfsmanna Rauða kross- ins og annarra alþjóðlegra hjálpar- stofnana á átakasvæðum er oftar ógnað nú en áður var. Ein helsta ástæða þess er sú aukna ringulreið sem víða ríkir á átakasvæðum þegar lítt skipulagðir hópar berjast inn- byrðis sem hvorki þekkja né lúta þeim alþjóðlegu mannúðarlögum sem þó gilda í stríði. Mörkin á milli hermanna og óbreyttra borgara hafa tilhneigingu til að verða óljós í þjóðemis- og borgarastyrjöldum svo og mörkin á milli hemaðar og hreinnar glæpastarfsemi. Við þessar aðstæður er starfsfólki hjálparstofn- ana mehi hætta búin, hlutleysi þess er síður virt og hlutverki þess jafn- vel ruglað saman við aðra stríðsaðila eða friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna. Mörgum og tiltölulega litlum hjálparstofnunum á stríðs- svæðum hefur einnig fjölgað og því era fleiri ólíkir aðilar sem starfa á hverjum stað. Staifsfólki Rauða krossins stafar því ekki hætta af því að hreyfingin vinni nú að alþjóðlegu banni við jarðsprengjum enda hefur hún beitt sér fyrir slíkum mannúð- ar- og mannréttindamálum frá upp- hafi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kauða kross Islands. íslenskir listmunir sílkíslæður englabjöllur ul lartref lar smámyndir textíltöskur leirvasar myndvefnaður silkimyndir GRETTISGÖTU 7 V/KLftPPflRSTÍG, S. 562 0426 Ég er skínandi sól Bók um kœrleika, jákvœðni ogfyrirgefningu. Andleg bók um Ijós og engla, þar sem höfundur lýsir leit sinni að kœrleika og trú á sjálfan sig. Höfundur miðlar leiðbeinanda sínum Dívu. Elías Hauktir Snorrason „Hið Ijósa og skýra mál bókarinnar og stórbrotnar lýsingarnar á verun- um innra með höfundinum gera bókina vel þess virði að lesa hana. “ Útdráttur úr Morgunblaðinu Bókin er komin í búðir www.hagkaup.uisir.is Dreifing; Ævar s: 892 3334 Ég er skínandi sól Soffía Sæmundsdóttir . * I* ■./kBÉfifcfcsk' , . . sá ART CALLERY Listin göfgar manninn Rauðarárstíg 14, sími 551 0400, Kringlunni, sími 568 0400. fold@artgalleryfold.com
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.