Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 74

Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 74
74 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR GLUGGAGÆGIR og Hurðaskellir afhentu fjölskyldunni að Lynghæð 2 jólatré en þau eru Björn Hilmarsson, Guðrún B. Gunnarsdóttir, Gunn- ar Bjarki Bjömsson, 3ja ára, og Davíð Bjarni Björnsson, 7 ára. Vakti heimsókn þeirra greinilega mikinn fögnuð fjölskyldunnar, þótt börn- unum hafi verið örlítið bmgðið. Jólasveinar dreifa jólatrjám fyrir skáta Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Athugasemd frá Landssímanum EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist Morgunblaðinu frá Landssímanum: „I grein Morgunblaðsins um samkeppni í millilandasímtölum, sem birtist síðastliðinn fimmtu- dag, eru tvö atriði, sem þarfnast leiðréttingar. I fyrsta lagi er haft eftir Þórólfl Árnasyni, forstjóra Tals, að í gangi sé „ákveðið ferli til þess að semja um aðgang fyrirtækisins að dreifikerfi Landssímans, þ.e. símalínunum sem liggja inn á heimili og fyrirtæki í landinu." Jafnframt er haft eftir Þórólfi að ágreiningur sé milli Tals og Landssímans um hve mikið þessi aðgangur eigi að kosta, en málið sé á viðræðustigi milli fyrirtækj- anna og ekki hafi verið leitað til samkeppnisyfirvalda. HJÁLPARSVEIT skáta í Garða- bæ hefur fengið vaska jólasveina til liðs við sig til að dreifa jóla- trjám heim til viðskiptavina sinna á tröllauknum hjálparsveitarbíl- um. I fréttatilkynningu segir að Hjálparsveit skáta í Garðabæ fjármagni starfsemi sína með sölu á jólatrjám og flugeldum. Jólasveinarnir rauðklæddu taka ekkert aukagjald fyrir að keyra út jólatrén innan Garðabæjar og vægt gjald fyrir að aka trjám til viðskiptavina í öðrum bæjarfélög- um innan höfuðborgarsvæðisins. Hellir með átak í kvennaskák TAFLFÉLAGIÐ Hellir mun á næstunni standa fyrir sérstöku átaki tO að efla skákþátttöku stúlkna og kvenna. Átakið hefst á Jólapakkamóti Hellis, sem haldið verður sunnudaginn 20. desem- ber kl. 14 í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1. Þar verður tekið á móti skrán- ingu stúlkna og kvenna í félagið. Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í mótinu til að skrá sig til þátt- töku í þessari nýju starfsemi. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hell- irÉsimnet.is. Verði viðbrögð við þessu átaki góð mun félagið stofna sérstaka skákdeild fyrir konur. Þar verður boðið boðið upp á skákkennslu, skákæfingar og skákmót. Auk þess er boðið upp á fjölda ann- arra skákviðburða á vegum félagsins, þar sem þátttaka er öll- um heimil, segir í fréttatilkynn- ingu. Landssíminn hefur ekkert er- indi fengið frá Tali um aðgang að hinu almenna símkerfi, símalín- um til heimila og fyrirtækja. Engar viðræður hafa þar af leiðandi farið fram um slíkan að- gang og ekkert verð verið rætt. Hins vegar hefur verið samið við Tal um samtengingu GSM-kerfis fyrirtækisins við farsímakerfi og almennt símkerfi Landssímans. Framkvæmd þeirra samninga hefur gengið vel og ekki þurft að koma til atbeina opinberra eftir- litsaðila. I öðru lagi segir í grein Morg- unblaðsins: „Þrátt fyrir að samn- ingar um aðgang að dreifikerfinu hafi ekki tekist milli Lands- símans annars vegar og Tals og Islandssíma hins vegar hafa samningar tekist milli Lands- símans og Skímu, sem er að öllu leyti í eigu Landssímans, eins og fyrr sagði.“ Hér er ekki alls kostar rétt með farið. Þegar fjarskiptafyrir- tæki hefur fengið úthlutað fjög- urra stafa símanúmeri hjá Póst- og fjarskiptastofnun ber Lands- símanum skylda til að vísa hring- ingum úr almenna símakerfinu í það númer til viðkomandi fyrir- tækis, án þess að nokkra sérstaka samninga þurfi að gera. Þannig vísar Landssíminn símtölum, sem berast í útlandanúmer Skímu, 1100, inn á línur fyrirtækisins. Nákvæmlega sama þjónusta stendur Tali til boða og hefur fyr- irtækið fengið tilkynningu um slíkt. Það sama á við um aðra, sem vilja fá sömu þjónustu." — Q Ármúli 27 og Landssimahúsið Mán. 21. desmber 9.00 -18.00 Þri. 22. desember 9.00 -20.00 AAið. 23. desember 9.00 - 23.00 Fim. 24. desember 9.00 -12.00 C Síminn Intemet ) Mán. 21. desember 10.00 -19.00 Þri. 22. desember 10.00-20.00 Mið. 23. desember 10.00 - 23.00 Fim. 24. desember 9.00-12.00 c Kringlan ) Sun. 20. desember 10.00 - 22.00 Mán. 21. desember 10.00 - 22.00 Þri. 22. desember 10.00 - 22.00 Mið. 23. desember 10.00 - 23.00 Fim. 24. desember 9.00-12.00 c Sauðárkróknr ) Mán. 21. desember 9.00-18.00 Þri. 22. desember 9.00-18.00 Mið. 23. desember 9.00-18.00 Fim. 24. desember 9.00 -12.00 C Akureyri ~) Sun. 20. desember 13.00 -18.00 Mán. 21. desember 9.00 - 22.00 Þri. 22. desember 9.00 - 22.00 Mið. 23. desember 9.00 - 23.00 Fim. 24. desember 9.00-12.00 C Selfoss ) Mán. 21. desember 9.00-18.00 Þri. 22. desember 9.00-18.00 Mið. 23. desember 9.00 - 23.00 Fim. 24. desember 9.00 -12.00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.