Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 79 f' BREF TIL BLAÐSINS Afskræming Mannréttinda- yfírlýsingar SÞ Frá Ástþóri Magnússyni: Á FIMMTÍU ára afmæli Mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna hinn 10. des. var haldinn stofn- fundur Félags til varnar mannrétt- indum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hvatamenn þessa voru Gréta Gunn- arsdóttir, lögfræðingur í utanríkis- ráðuneytinu, og Bjöm Friðfinnsson, fv. ráðuneytisstjóri, en markmið fé- lagsins er m.a. að vinna að jafnrétti og stuðla að umburðarlyndi manna á meðal. Hins vegar var stofnfundur þessa félags í engu samræmi við stefnu- skrána. Undirbúningsaðilar félags- ins ætluðu almennum borgurum fá- einar mínútur til að ganga frá stofn- un félagsins, lögum þess og kosn- ingu félagsstjórnar. Eftir örstutta framsögu Björns Friðfinnssonar um tilgang félagsins, las hann lög félagsins (sem fundarmenn fengu eintak aí') og bað um athugasemdir. Það kom hins vegar í ljós að fundar- gestum var alls ekki ætlað að koma með athugasemdir. Þegar einn fundargesta, Elías Davíðsson, bað um orðið og vildi koma á framfæri tveimur efnislegum athugasemdum, synjaði fundarstjóri Elíasi um mál- frelsi til að bera fram athugasemd- irnar. Það er aðeins eftir að aðrir fundarmenn lýstu furðu sinni á þessum fundarsköpum, og eftir töluvert þjark, sem Elíasi var loks veitt málfrelsi. Elías bað fundarstjóra að biðjast afsökunar en því var neitað. Elíasi var gefið örstutt tækifæri til að lesa upp tillögu sína en frekari rökstuðn- ingur var ekki leyfður af fundar- stjóra. Fundarstjóri las ekki upp breytingartillögurnar heldur bar þær strax, áður en nokkur maður áttaði sig á þeim, til atkvæða með þeim hætti að fólk rétti upp hendur eins og sjálfvirkar vélar sem unnu eftir skipun fundarstjóra. Minnti óþyrmilega á sovéskt þing. Þegar gengið var til kosninga um stjórn félagsins, voru lesin upp nöfn stjórnarmanna sem undirbúnings- nefndin „hafði skipað". Listinn var borinn til atkvæða án þess að kynna þetta fólk eða leita eftir öðrum frambjóðendum. Það var aðeins eft- ir margítrekuð mótmæli fjölda fundargesta, að samþykkt var að stjórnarmennirnir stæðu upp og kynntu sig. Að lokum var lagt til að Björn Friðfinnsson og Gréta Gunn- arsdóttir yrðu endurskoðendur fé- lagsins, og vai- það eins og annað samþykkt að sovéskum sið. Stofnun félags um mannréttindi með þessum hætti er raunverulegri 5j ávardýr feykirófa Skólavörðustíg 1a mannréttindabaráttu til háborinnar skammar. Hér var gerð tilraun til að sýsla með fólk, hugmyndir og hugsjónir eins og peð á skákborði. Það er mjög óviðeigandi að utan- ríkisráðuneytið reyni að slá sig til riddara í samvinnu við ýmis félaga- samtök og breiða þannig yfir mann- réttindabrot ráðuneytisins með há- tíðardagskrá á 50 ára afmæli Mann- réttindaryfirlýsingar SÞ. Eftir hina „sovésku“ stofnun mannréttindafé- lagsins, setti Halldór Ásgrímsson málþing um mannréttindi með makalausum fagurgala, en það kom glögglega í ljós í svörum hans við fyiirspurnum úr sal, að engin alvara býr að baki hinum fögru orðum um mannréttindi. Af hverju heldur ráðherrann áfram að lýsa yfir stuðningi við ein- hverja ómannúðlegustu og grimmi- legustu aðför þessarar aldar gegn saklausum börnum? Þorir ráðherr- ann ekki að hafa sjálfstæðar skoð- anir? Um ein milljón barna hefur þegar látist á sársaukafullan hátt úr hungri og sjúkdómum af völdum viðskiptabannsins á írak sem ís- lenska utanríkisráðuneytið heldur áfram að styðja, eftir að öllum eru ljósar afleiðingarnar. Yfirmaður mannúðarhjálpar Sameinuðu þjóð- anna hætti nýlega störfum í mót- mælaskyni og hefur lýst því yfír að viðskiptabannið sé að murka lífið úr saklausum almenningi en hafi lítil áhrif á stjórnarlið og fjölskyldu Saddam Hussein sem lifa í vellyst- ingum. Það vakti athygli að Mannrétt- indaskrifstofa Islands lét nota sig í því lágkúrulega hlutverki að hylja tvískinnungshátt ráðuneytisins og tók við peningum frá utanríkisráðu- neytinu til að standa fyrir þessari uppákomu í samvinnu við ýmis fé- lagasamtök sem kenna sig við mannúð og mannréttindi. Meðal þeirra samtaka sem létu glepjast eru íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Hjálpar- starf kirkjunnar, Rauði kross ís- lands, Öryrkjabandalagið, Félag heyrnarlausra, Þroskahjálp, Lög- mannafélag Islands og Bahai sam- félagið á Islandi. Rétt er að geta þess að alþjóða Rauði krossinn hef- ur mótmælt viðskiptabanninu. Þessir aðilar létu sem vind um eyru þjóta áskoranir Friðar 2000 að þeir krefjast þess að ísland aflýsi umsvifalaust viðskiptabanni á írak, þrátt fyrir að viðskiptabannið í nú- verandi mynd sé alvarlegt brot á þeirri Mannréttindayfirlýsingu SÞ sem hátíðin snerist um. Trúverðug- leiki Amnesty og annarra þeirra sem að þessu stóðu hefur beðið verulegt álitshnekki við þetta. Vel á þriðja hundrað íslendingar hafa ki-afist þess að Halldór As- grímsson verði ákærður fyrir aðild að stríðsglæp og þjóðarmorði gegn óbreyttum borgurum í Irak. Friður 2000 hefur ítrekað skorað á ráð- herrann að hætta stuðningi við við- skiptabannið. Þar sem enn er skellt skollaeyrum við slíkum áskorunum mun Friður 2000 nú leggja þeim kröfu lið að íslenskir ráðamenn svari til saka fyrir aðild að þjóðar- morði. Það dó lítið barn í dag, og fleiri deyja á morgun. Sólin er svört í Bagdad í dag, á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Barnið átti sér líf og von um glæsta framtíð, sem nú er frá því tekin. Engill Ijóss og friðar kom þú oss til. Berðu á örmum þínum hina litlu sál. Tökum höndum saman og stöðvum þessa vá, vargar vilja ráða, og raska heimsins ró. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðar 2000. ANTIK Nýkomið frá Danmörku úrval af húsgögnum og gömlum munum. Tilvalið til jólagjafa. Bókamarkaður Úrval af nýjum og gömlum bókum. Hverfisgötu 39 sími 869 1669 - Opið frá kl. 12.00 til 18.00 IIOYII SKÓR FYRIR KARLMENN Litir: Svarfir og vínrauðir • Stærðir: 40-46 Tegund: Padua • Verð kr. 12.990 Mikið úrval af glæsilegum Lloyd-skóm Lloyd-beltum og Lloyd-sokkum DOMUS MEDICA við Snofiobrout • Reykjovík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 • Reykjovík Sími 5689212 PÓST5ENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi. Stjörnuspá á Netinu igimbl.is Þorláksmessuskata^^J Hjá okkur færöu góöa vestfirska skötu og hákarl frá Óskari í Hnífsdal Einnig stór humar, rækja og hörpuskel Tilboð: Laxaflök kr. 740 Graflax kr. 980 Reyktur lax kr. 1.080 Hafberg fiskbúð Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 Opið í dag frá kl. 9-18 w Betri veitingahús borgarinnar bjóða skötu frá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.