Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 82

Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 82
^ 82 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ íii ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Sýnt á Stóra sóiði kl. 20.00: BRÚÐUHEIMILI — Henrik Ibsen Frumsýning 26/12 kl. 20 uppselt — 2. sýn. 27/12 uppselt — 3. sýn. sun. 3/1 uppselt — 4. sýn. fim. 7/1 örfá sæti laus — 5. sýn. sun. 10/1 nokkur sæti laus. TVEIR TVÖFALDIR — RayCooney 9. sýn. mið. 30/12 uppselt — 10. sýn. lau. 2/1 nokkur sæti laus — 11. sýn. lau. 9/1. SOLVEIG — Ragnar Arnalds Fös. 8/1 - fös. 15/1. BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA — Astrid Lindgren Þri. 29/12 kl. 17 nokkur sæti laus — sun. 3/1 kl. 14 — sun. 10/1 kl. 14. Sýnt á Litla sáiði: ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric Emmanuel-Schmitt Mið. 30/12 kl. 20 uppselt — lau. 2/1 — fös. 8/1 — lau. 9/1. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst Sýnt á SmíðaUerkstceði kt. 20.30: MAÐUR í MISLITUM SOKKUM Þri. 29/12 uppselt — ,mið. 30/12 uppselt — lau. 2/1 uppselt — sun. 3/1 — fim. 7/1 -fös. 8/1 — sun. 10/1. Mlðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá fd. 10 virka daga. Sími 551 1200. Gjafakort i Þjóðteikhúsið — gjöfin sem tifnar Við! tS LEIKFÉLAG K REYKJAVÍKURJ® ' ' 181)7- 1997 BORGARLEIKHÚSIÐ GJAFAKORT LEIKFELAGSINS KÆRKOMIN JÓLAGJÖF Ath. gjafakortasala einnig í Kringlunni 1. hæð A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið: eftir Sir J.M. Barrie Frimsýning 26. des. kl. 14.00, uppselt, sun. 27/12, kl. 14.00, uppselt, lau. 2/1, kl. 13.00, sun. 3/1, kl. 13.00, lau. 9/1, kl. 13.00, sun. 10/1, kl. 13.00, nokkursæti laus. ATH: PÉTUR PAN GJAFAKORT TILVAUN JÓLAGJÖF TIL ALLRA KRAKKA Stóra svið kl. 20.00: , MAVAHLATUR eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í leikgerð Jóns J. Hjartarsonar Lau. 9/1. Stóra svið: eftir Jim Jacobs og Warren Casey. Aukasýning sun. 27/12, kl. 20.00, örfá sæti laus. Lokasýn. þri. 29/12, kl. 20.00, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. Stóra svið kl. 20.00 u í sven eftir Marc Camoletti. 60. sýning mið. 30/12, örfá sæti iaus, fös. 8/1, laus sæti. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13—18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383. /esturgotu iffi RUSSIBANA- ÖANSLEIKUR! GAMLÁRSKVÖLD KL. 00.30 Sata hafinU MIÐAPANTANIR ALLAN SOLAR- HRINGINN I SÍMA 551 9055. ISLENSKA OPERAN |£WI Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar mán. 28/12 kl. 20 uppselt þri. 29/12 kl. 20 uppselt mið. 30/12 kl. 20 uppselt Miðaverð kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur (pjtváxtaJkjtr/ai? ^ JLEikr»t fvrir * sun. 27/12 kl. 14 örfá sæti laus sun. 10/1 kl. 14,-sun 17/1 kl. 14 Leikhúsmiði í jólapakkann! Ósóttar pantanir seldar í dag! Georgfélagar fá 30% afslátt Miðasala alla daga frá kl 15-19, s. 551 1475 Gjafakort á allar sýningar Miðasala opin kl. 12-18 og Iram að sýningu sýningardaga Ösóttar pantanlr seldar daglega Sími: 5 30 30 30 Gjafakort í leikhúsið Tih/alin jólaqjöf! KL. 20.30 sun 27/12 (3. dag jóla) örfá sæti laus sun 3/1 (1999) laus sæti ÞJONN í s t p u Mn í þri 29/12 kl. 20 síðasta sýning ársins lau 2/1 1999, kl. 20 mÁRSbANSLEIKm Uppselt - Ósóttar pantanir í sölu! Tónleikaröð Iðnó í kvöld 19/12 kl. 21 Súkkat mið 23/12 kl. 23 Magga Stína Tílboð til leikhúsgesta 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnú Borðapöntun í síma 562 9700 Titbod 30% afsláttur mán.-mið. kl. 9-13 Andlitsbal L.980 Litun oq plokkun 1.690 Handsnyrting 2.690 Samt. 9.160 30% afsl. 6.612 SNYRTI & NUDDSTOFA Hönnu Kristínðr Didriksrn Laugavegi 40, sími 561 8677 FÓLK í FRÉTTUM BJÖRN Baldvinsson með félögum sínum í Lux. F.v.: Sheperd Stevenson, Björn, Brian Snall og Eric Troop. Tónlistin togar SNEMMA á þessum áratug var mikið að gerast í íslensku rokki. Meðal þeirra hljómsveita sem duglegastar voru við tónleikahald var rokksveit úr Reykjavík sem kallaðist Bleiku bastarnir og þótti söngspíra sveitarinnar, Björn Baldvinsson, venju fremur spræk á sviði og lífleg. Eftir að sveitin lagði upp laupana voru liðsmenn hennar áberandi í tónlistarlífinu áður en þeir hurfu til annarra starfa; sumir fluttu úr landi og þar á meðal Björn, sem fluttist búferlum til Bandaríkjanna. Fyrir skemmstu bárust svo fréttir af því að hann væri byrjaður í tónlist- inni aftur vestan hafs. Björn Baldvinsson fór utan á sínum tíma til að leita fyrir sér í kvikmyndaiðnaðinum vestan hafs og segir að það hafi gengið bæri- lega, hann hefur meðal annars gert eina kvikmynd sjálfur og unnið við margar, en tónlistin hafi alltaf togað í hann. „Mér fór að leiðast að vera í kvikmyndastúss- inu og langa að fást við tónlist aft- ur,“ segir hann en Bleiku bastarn- ir fengu á sínum tíma heldur snubbóttan endi, því trymbill sveitarinnar hellti kóki yfir frum- eintak breiðskífu sem sveitin hafði rétt lokið við er þeir félagar voru þá að fagna því að platan væri tilbúin. Upp úr þessu nenntu þeir félagar ekki að halda áfram og Björn segir að þetta hafi setið í honum að segja síðan. „Eg kynntist síðan náunga úti, Eric Troop, og við urðum perlu- vinir með það sama. Hann er tónlistarmaður, gítarleikari og lagasmiður, og bað mig um að syngja nokkur lög sem hann hafði samið inn á band. Eg þrá- aðist við en lét loks undan, enda þdttu mér lögin frábær. Þar með var ég kominn af stað og eftir þriggja daga æfingar fórum við í hljóðver og tókum upp prufur undir nafninu Lux. Með þær prufur í farteskinu fórum við síðan að leita okkur að trommara og bassaleikara og kynntumst gítarleikara og söngvara í hljómsveitinni Hang- man, Brian Snall, sem var á samningi hjá Geffen. Honum leist svo bráðvel á upptökurnar að hann krafðist þess að fá að leika á trommur og benti okkur á bassaleikara, Sheperd Steven- son. Með bandið þannig skipað höfum við síðan spilað á nokkr- um tónleikum." Björn segir að þeir félagar hafi fengið góðar viðtökur og ýmis fyr- irtæki sýnt þeim áhuga, en ekki segir hann tímabært að leggja of mikla vinnu í kynningu á sveitinni sem stendur. „Það má segja að það sé allt í upplausn hjá útgáfufyrir- tækjum á vesturströndinni, því það er búið að reka nánast alla stjóra fyrirtækjanna og við bíðum nú eft- ir að nýir taki við. Þannig höfum við bókað okkur í tónleikahald á einum helsta staðnum í Los Angel- es í febrúar og það verður fyrsta skrefið.11 Björg segir að nokkuð séu skiptar skoðanir innan sveitarinn- ar hvaða Ieið eigi að fara, þeir Troop vilji byrja á spilamennsku af fullum kraftí en hinir liðsmenn sveitarinnar séu svo sjóaðir í tón- listarheiminum vestan hafs að þeir vilji helst ekkert gera fyrr en sveitin sé komin á samning sem þeir teljá víst að verði. Björn seg- ist þó taka hlutunum með ró, hann sé fyrst og fremst kominn í músíkina aftur vegna þess að hann hafi gaman af henni, en ekki til að slá í gegn. Draumurinn rætist TÓNLIST Geisladiskur ÞAÐ SEM MÉR ER KÆRAST Gúndi Gunnarsson syngur eigin lög við texta eftir sig og föður sinn, Gunnar B. Jónsson. Gúndi syngur. Vilhjálmur Guðjónsson sá um útsetn- ingar, upptöku, upptökustjórn og hljóðblöndun, lék á gítar, hljómborð, klarinett, Dobro-gítar, buzuki, forrit- aði bassa og trommur og söng bak- raddir. Aðrir sem koma við sögu eru: Ásgeir Óskarsson trommur og slag- verk, Bergur Birgisson og Finnbogi Kjartansson léku á bassa, Magnús Kjartansson á píanó og rafpíanó, Dan Cassidy á fiðlur, Sigurður Sigurðsson á munnhörpu en bakraddir sungu Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason. GG gefur út. Japís dreifir. DRAUMAR eru mönnum nauð- synlegir og ávallt er ánægjulegt þegar þeir rætast. Gúndi Gunnars- son, óþekktur tónlistarmaður sem mun hafa verið búsettur í Vestur- heimi um árabil, hefur nú bæst í hóp þeirra sem láta drauma sína rætast og hefur sent frá sér sína fyrstu hljómplötu „Það sem mér er kærast" en á ensku nefnist hún „What I Hold Dear“. Á hljómdiski þessum er að finna 14 lög og eru tíu þeirra sungin á íslensku en íjögur á ensku. Lögin á þessum diski Gúnda eru mörg hver í „country“-stíl og platan hefst einmitt á einu slíku sem er í hressari kantinum og nefnist „Mar- ía“. Onnur stílbrigði má raunar finna á þessum diski enda hefur Vil- hjálmur Guðjónsson flestar ef ekki allar teg- undir Jónlistar á valdi sínu. Útsetningar hans eru yfirleitt smekklegar og nær hann að lyfta lögum Gúnda Gunnars- sonar verulega. Gott dæmi um það er lagið „Krummi“ þar sem fiðl- ur og klarinett leika grípandi stef. Nokkuð langt er seilst í laginu „Huldukarl" þar sem Vilhjálmur Guðjónsson leikur á buzuki og dimmar karlaraddir skapa draugalegar stemmningar. Rokkútsetning megnar á hinn bóg- inn ekki að gera lagið „Hangover" áhugavert. Best tekst þeim Vil- hjálmi og Gúnda upp í „country"- lögunum og sá stíll virðist henta tónlistannanninum einna best. Lög Gúnda eru misjöfn að gæð- um. Þau eru einföld og hljómaskipt- ingar jafnan prýðilega „fyrir-heyr- anlegar". Gúndi getur samið dæg- urlög og sum þessara laga eru vel frambærileg, má þar nefna „María“, „Horfinn dagur“ og „Af hverju“, sem er besta lag plötunnar að mati undirritaðs, vel samið lag og smekk- lega útsett. „What I Hold Dear“ líð- ur fyrir óhóflega væmni en laglínan er ágæt. Almennt eru lögin úr hófi fram keimlík og ris skortir víða. Gúndi Gunnarsson er sömuleiðis frambærilegur söngvari. Hann hef- ur ágæta rödd en takmarkaða og raddbeitingu er ábótavant á köflum. „Country“-söngur er honum greini- lega ekki framandi og þeirri tegund tónlistar virðist rödd hans best koma til skila. Textar við sex lag- anna eru eftir föður tónlistarmannsins en honum er diskurinn tileinkaður. Textar Gunnars B. Jónssonar eru flestir mjög þokka- lega ortir og lausir við rembing. Textar Gúnda eru síðri og víða hefði meiri sjálfs- gagnrýni komið í góð- ar þarfir. Á þetta m.a. við um lögin „F-ið“, „Hangover" sem hefðu þarfnast nánari skoðun- ar. Gúndi þakkar Vilhjálmi Guðjóns- syni samstarfið á plötunni og er það ekki að ástæðulausu. Vilhjálmur sér í raun um alla vinnslu disksins og ber uppi hljóðfæraleik. Án framlags hans hefðu lög Gúnda Gunnarsson- ar ekki náð því risi sem þau þó gera. Vilhjálmur skilar hér prýðilegu verki eins og vænta mátti. Á umslagi getur Gúndi Gunnars- son þess að með því að gera þennan disk hafi draumur hans orðið að veruleika. Þannig ber að taka þessu verki og Gúndi getur verið ánægður með þessa frumraun sína. Ávallt er virðingarvert þegar tónlistarmenn láta drauma sína um útgáfu rætast og láta ekki áhyggjur af viðbrögð- um umhverfisins, markaðar og mis- viturra gagni'ýnenda stöðva sig. Ásgeir Sverrisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.