Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 83

Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 8S» FÓLK í FRÉTTUM Læt stemmn- inguna ráða Breski tónlistarmaðurinn Edward Upton sem gengur einnig undir nafninu DMX Krew hyggst troða upp á Akureyri í kvöld, en annað kvöld verð- ur hann fyrir sunnan. Gagnrýnendur hafa lofað hann í hástert fyrir tónlist hans, en hann segist koma hingað til að spila uppáhaldstónlist sína. agni'ýnendui- víða um heim eru þegar farnir að tína saman markverð- ustu plötur ársins að þeirra mati og þá er oft nefnd til sögunnar Nu Romantix með breska tónlistarmanninum Ed- ward Upton. Lista- mannsnafn hans, sem er meðal annars notað á plötunni, er DMX Krew og undir því nafni treð- ur hann upp á Akureyri í kvöld og Kaffi Thom- sen í Reykjavík annað kvöld. Þrátt fyrir nafnið er DMX Krew eins manns hljómsveit ef svo má segja, aðeins skipuð Upton, en hann hefur einnig troðið upp við annan mann undh- nafninu, síðast á Benicasim-tónlistarhátíðinni á Spáni í sumar. í samtali við blaðamann seg- ist Upton hafa reynt það fjónim sinn- um að leika á tónleikum með gítar- leikara sem hann segir vera með- leigjanda sinn sem heitir Matt. „Það var gaman að prófa það en ég held að ég eigi ekki eftir að gera það aftur í bráð. Það er svo mikið umstang að vera að troða upp með öðrum; mér finnst miklu betra að vera einn á ferð og þurfa ekki að hugsa um annað en tölvur og segulbönd. Þannig hef ég líka oftast troðið upp, með undir- leikinn á bandi og sung- ið með.“ Upton kemur hingað til lands sem plötusnúð- m- og segist eins leika eigin tónlist þegar svo ber við, það fari allt eftir stemmningunni. „Ég hef yfírleitt ekki hug- mynd um það hvemig tónlist ég eigi eftir að spila hvert kvöld, læt það bara ráðast af stemmningunni. Þannig er ég ekk- ert farinn að spá í hvaða tónlist ég muni leika á íslandi, það verður ef- laust blanda af hörðu techno og raf- poppi - hmmm,“ segir hann og heyra má að hann er að róta í plötubunka - „ætli ég tíni ekki eitthvað saman rétt áður en ég fer að heiman." Á það til að sofa í hljóðverinu Eins og getið er hefur plötu Uptons undir nafninu DMX Krew Edward Upton verið afskaplega vel tekið, en það var þriðja plata hans. ,Á plötunni á undan var ég að pæla í raftónlist, en svo fóru allir að gera það líka og þá langaði mig til að gera eitthvað ann- að og fór út í popp. Mér finnst það síðan svo gaman að á næstu plötu sem ég er að fara að taka upp eftir áramót, ætla ég að fara enn lengra í þá átt og er búinn að semja lög í þá veru. Á plötunum mínum má heyra að ég er að læra á hljóðverið smám saman,“ segir hann og kímir, „enda eyði ég öllum stundum í það þegar ég er ekki á ferðinni. Reyndar á ég það til að sofa í hljóðverinu, ekki síst nú um stundir því ég hef ekki lengur almennilega aðstöðu heima, var að flytja í nýja íbúð.“ DMX Krew er eins manns sveit og Upton segist kunna því best að vera einn. „Eg hef kjmnst því að vera í hljómsveit, lék einu sinni á hljómborð fyrir félaga minn en mér fannst það ekki gaman, ég vil helst ráða öllu,“ segir hann og hlær við. „Ég gæti hugsað mér að ráða ein- hverja til að flytja mína tónlist, að koma mér upp hljómsveit til að spila á tónleikum, en það er svo dýrt að ég hef ekki viljað fara út í það enn sem komið er, kannski síðar. Hvað varðar að vinna með öðrum hef ég líka reynt það en mér fannst það ekki skila neinu af viti. Ég hef aftur á móti gert nokkuð af því að hljóðblanda fyrir aðra og það getur verið gaman. Best er ef lögin eru lé- leg því þá get ég fundið eitthvað smálegt í þeim sem hljómar þokka- lega, hent öllu öðru og síðan gert það sem mér sýnist. Það er verra ef lagið er gott og þannig þótti mér til að mynda erfitt að hljóðblanda Her- bie Hancock lag sem ég var að vinna um daginn." Upton segist hafa gaman af að leika á tónleikum, en finnst líka gaman að troða upp sem plötusnúð- ur. „Það er alltaf gaman að fá borg- að fyrir að spila skemmtilega tón- list.“ Verslunin Nína, Akranesi Jón og Gunna, ísafirði Skagfirðingabúð, Sauðárkróki Style, Akureyri KÞ. Esar, Húsavík Sentrum, Egilsstöðum Flamingó, Vestmannaeyjum Töff, Keflavík i I Stones í stað Streisand? ►BARBRA Streisand ætlar ekki að hætta á neitt um áramótin. New York Daily News greinir frá því að hún hafi ákveðið að troða ekki upp í Madison Square Garden á gamlárskvöld, að hluta til vegna þess að hún hefur áhyggjur af því hvernig tölvur muni pluma sig þegar ný öld gengur í garð. Emj- fremur segir að hún muni líklega koma fram á aldamótatónleikum á MGM Grand í Las Vegas þar sem liún kom tvisvar fram árið 1994 vegna þess að „salurinn er kunn- uglegri og nær heimili hennar í Los Angeles". Hefur New York Daily News eftir heimildarmanni nákomnum Streisand að hún vilji ferðast sem minnst um aldamótin „af ótta við hvaða áhrif það hefur á tölvur þegar ný öld gengur í garð“. Þá segir að Rolling Stones >'— muni nú ef til vill leika í Madison Square Garden um aldamótin. Ef rokkaramir grjóthörðu verða þá ekki Islandi? SKERJABRAUT 1 útifatnaði fleecepeysur verð frá kr. 5.490 öndunarja kkar verð frá kr. 7.990 öndunarbuxur verð frá kr. 3.490 Skerjabraut 1 Iðunnarhúsinu við Nesveg • Sími 551 5020 Opið laugardag 10-22 sunnudag 13-17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.