Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 86
86 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ > FÓLK í FRÉTTUM Lewinsky með sambönd ►MONICA Lewinsky hefur sambönd í kvikmyndaiðnað- inum ef marka má jólahátíð sem kvikmyndafyrirtækið Shooting Gallei-y hélt í New York. Þar mætti hún í fylgd Jonathans Marshalls lög- fræðings fyrirtækisins sem framleiddi m.a. myndina „Sl- ing Blade“. „Hún er ljúfasta og vingjarnlegasta mann- eskja í heiminum," sagði hann í samtali við New York Daily News, „og hún er mik- ill stuðningsmaður fyrirtæk- isins.“ Þegar hún var spurð hvernig henni liði svaraði lærlingurinn fyrrverandi í Hvíta húsinu: „Mjög vel.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg LIÐSMENN Botnleðju, Kristinn Gunnar Blöndal orgelleikari, Heiðar Örn Kristjánsson gítarleikari og söngvari, Haraldur Freyr Gíslason trymbill, Ragnar Páll Steinsson bassaleikari. gnnan BIIHlllHHii m 1 s«i Fordrykkur Bragðyndi Smásnittur með völdu ofanáleggi i Jf + Forréttur * Rjúpa og kalkúnareitir með þúrtvínshlaupi Aðalrettur czkPéii'-' Nautaturn og humarhali með "Bordelaise o; Bearnaisesosum Eftirréttur ~ Glóðaðir kanilflautir"Créme Brulée" Hljómsveitin ,, * 'iL Vp œ Kaffi et sætmdi " iillll \* ** * sér um fjörið. Veislustjóri (r** * Ósóttir miðar verða seldir 28 des.'98 Magnað samansafn TONLIST Geisladiskur MAGNYL Magnyl, breiðskífa rokksveitarinnar Botnleðju. Botnleðju skipa þeir Heiðar Örn Kristjánsson gítarleikari og söngvari, Haraldur Freyr Gfslason trymbill, Ragnar Páll Steinsson bassa- leikari og Kristinn Gunnar Blöndal orgelleikari. Lög og textar eftir þá fé- laga. Rafn Jónsson stýrði upptökum, Ken Thomas sá um upptökur að öðru leyti og hljóðblöndun. Strengjaútsetn- ingar eru eftir Ólaf Gauk. Error Music gefur út. 53,47 mín. HLJÓMSVEITIN Botnleðja sendi fyrir skemmstu frá sér sína þriðju breiðskífu og með henni skipar sveitin sér í fremstu röð ís- lenskra rokksveita; platan er magn- að samansafn gn'pandi kraftmikilla rokklaga sem eru vel til þess fallin að koma blóðinu á hreyfíngu og heilanum í gang; til þess að hrista upp gruggið í rokkpollinum ís- lenska. Á fyrri skífum Botnleðju hefur ungæðislegur krafturinn verið að- al sveitarinnar, galgopahátturinn á stundum keyrt úr hófi, en á Magnyli er allt aftur á móti á sín- um stað til þess fallið að miða lög- unum áfram og þeir drengir hætt- ir að vera eins og galsafengið trippastóð. Ekki má þó skilja þessi orð sem svo að þeir hafi týnt niður gamanseminni, hún er á sínum stað, en einnig er meiri alvara á ferðum, ekki síst í textum. Upphaf plötunnar, hrár bjögun- arhljómur, gefur góð fyrirheit um það sem framundan er og upphaf- slagið allt, Rassgata 51, er einmitt dæmi um það sem Botnleðja gerir best, hráslagaleg keyrsla þar sem þeir félagar Ragnar og Haraldur fara á kostum í mögnuðum samleik. Eitt af helstu einkennum Botnleðju er einmitt hrynparið horska og sér- staklega á Ragnar stjörnuleik á plötunni, heyr til að mynda frábær- ar bassafléttur hans í upphafslagi plötunnar, Rassgötu 51, og laginu Ég drukkna hér. Heiðar er og alltaf jafn hugmyndaríkur gítarfrasa- smiður en leggur nú ekki bara áherslu á hamagang og hávaða. Þannig má heyra frá honum ný- bylgjulega rómantík, til að mynda í Ólyst, Rophynoli, sem er „botn- leðjulegasta" lag sem sveitin hefur sent frá sér, og laginu frábæra Sónn, þó þar sé fljótlega gefið í. Magnyl er sannkölluð gítarveisla, ekki að verið sé að eyða tíma í skalaæfingar og fléttur, heldur er viðfangið hamraður bitur gítar, sem glefsar og geltir. Á skífunni má reyndar heyra að sveitin er í örri þróun, sum laganna flokkast undir það sem kallast myndu hefðbundin Botnleðjulög, en önnur eru nýstár- legri, sem gefur góð fyrirheit um næstu skref. Botnleðju hefur bæst nýr með- limur, Kristinn Gunnar Blöndal orgelleikari, sem gefur tónlistinni nýja dýpt og gefur ýmsa möguleika sem þeir félagar nýta sér af kappi. Kristinn sýnir ekki af sér mikla fingrafimi á plötunni, en fer þess betur með hljóð og hljóma og kem- ur iðulega á óvart, til að mynda í Rassgötu 51, svo dæmi sé tekið. Heiðar Örn hefur yfirleitt samið texta sveitarinnar og þar hefur naumhyggjan ráðið ríkjum. Þó enn séu textarnir gangorðir og hnitmið- aðir eru einnig inn á milli lengri textar og flóknari og ádeilubroddur víða, til að mynda í Flugi 666, sem fer sem leið liggur til niflheims með viðlaginu Ég fæ allt sem að ég vil / samt vil ég fá meira til. Óhætt er fyrir rokkunendur að dusta af skífunum í safninu, henda þeim kannski flestum, og rýma til fyrir Magnyli Botnleðju sem lækn- ar, skammdegisþunglyndi og rokk- skort; Magnyl sýnir á sér nýjar hliðar við hverja hlustun, óhemju fjölbreytt og skemmtileg rokkskífa hljómsveitar sem er á hátindi ferils síns hingað til og á örugglega eftir að ná lengra. Einfaldlega besta plata ársins. Árni Matthíasson Landsins mesta úrval af „original" Manchester United- vörum beint frá Old Trafford. Manchester United-búningar m.a. nýi svarti búningurinn og Schmeichel-markmannstreyjur. Einnig mikið úrval af Liverpool-, Arsenal- Leeds-, Derby- og Bolton-vörum. fatnaður fótboltaskór SPORTVORUVERSLUN Háaleitisbraut 68 • Austurver • sími 568 4240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.