Morgunblaðið - 23.12.1998, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
10.00-
loarlaksmessu
stemmmng
* * *
hvernig
sem viðrar!
Opi& í dag
23.00
KRINGWN
Gleðilega hátíð
Eldurí
sorpeyðing-
arstöð
ELDUR kom upp í gömlu sorpeyð-
ingarstöðinni við Skarfasker á Isa-
firði í gærmorgun klukkan tíu.
Slökkviliðið á ísafirði fór á vettvang
og slökkti eldinn á skömmum tíma.
Að sögn lögreglunnar komst eld-
ur upp úr olíuofni stöðvarinnar í
rusl sem lá á gólfi stöðvarinnar og
þaðan í veggi og loft húsnæðisins.
Ný og háþróuð sorpeyðingarstöð
er starfrækt á ísafirði, en þar sem
verið er að sinna viðhaldi á henni
var gefið út bráðabirgðaleyfi fyrir
gömiu stöðinni á meðan.
---------------
Bflaþjófur hand-
tekinn á Selfossi
LÖGREGLAN á Selfossi handtók
35 ára gamlan karlmann í gær-
morgun nærri Selfossi.
Maðurinn hafði brotist inn í bíla-
sölu í Reykjavík aðfaranótt þriðju-
dags, stolið þar lyklum og bfl og ek-
ið á honum austur fyrir fjall. Hann
var grunaður um ölvun og var rétt-
indalaus.
Málið var fyrst til rannsóknar hjá
lögreglunni á Selfossi þar sem mað-
urinn var geymdur í fangageymslu
hennar, en lögreglan í Reykjavík
mun taka við málinu.
Orkumet slegið hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur
NÝTT met var slegið mánudag-
inn 14. desember hjá Raf-
magsveitu Reykjavíkur þegar
álag náði 143,4 MW. Fyrra met
var frá 9. janúar, sl., 135,6 MW.
Að sögn Gunnars Aðalsteinsson-
ar rekstrarsjóra er ólíklegt að
orkunotkun milli 18 og 19 á að-
fangadag slái út nýja metið.
„Álag á veituna hefur verið að
stíga allt þetta ár þegar góðærið
skilar sér í aukinni þörf fyrir-
tækjanna fyrir orku,“ sagði
Gunnar.
Sem fyrr má búast við mikilli
orkunotkun á aðfangadag milli
kl. 18 og 19 þegar Reykvíkingar
og aðrir landsmenn leggja síð-
ustu hönd á jólamatinn. „Sú notk-
un hagar sér öðruvísi þegar þörf-
in beinist inn á sömu klukku-
stundina,“ sagði Gunnar. „Á
venjulegum degi dreifist orku-
notkunin einnig út til fyrirtækj-
anna en þennan dag er það heim-
ilisnotkunin sem kemur snöggt
inn á sömu klukkustund.“
Hjá Rafmagnsveitunni er mikill
viðbúnaður vegna aðfangadags
og eru vinnuflokkar í viðbragðs-
stöu í hverfum borgarinnar til-
búnir að leita uppi bilanir auk
þess sem mönnuð vakt er í stjórn-
stöðinni. „Þannig að þegar hringt
er ef eitthvað kemur upp á erum
við fljótir að bregðast við,“ sagði
hann. „Það er talsvert í lagt til að
hægt sé að veita sem mesta þjón-
ustu á þessum degi. Tíminn milli
18 og 19 hefur oft verið hæsti
toppur ársins en ég efast um að
nýja metið verði slegið í ár.“
Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar gengur betur en í fyrra
Yfir 12 milljónir
króna hafa safnast
RÚMLEGA tólf milljónir króna
höfðu í gær safnast í jólasöfnun
Hjálparstarfs kirkjunnar sem nú
stendur sem hæst og mun ljúka í
næsta mánuði. Þá hafa um 800 um-
sóknir borist vegna þurfandi Islend-
inga og lætur nærri að hátt í þúsund
manns njóti góðs af framlagi frá
matarbúrinu sem rekið er í sam-
vinnu við Reykjavíkurdeild Rauða
krossins.
Jónas Þórisson, framkvæmda-
stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, seg-
ir söfnunina í ár hafa gengið betur
en tvö síðustu ár. Fleiri virðist taka
þátt og nýta sér annaðhvort söfnun-
arbaukana, heimsenda gíróseðla eða
þá sem liggja frammi í bönkum og
sparisjóðum til að koma framlögum
sínum til skila. Þá söfnuðust rúm-
lega þrjár milljónir króna á Rás 2 í
byrjun mánaðarins og verður því fé
ráðstafað til hjálparstarfs í Mið-Am-
eríku.
Auk framlaganna úr útvai-pssöfn-
uninni sem fara til Mið-Ameríku
verður bætt við þau af fé úr jóla-
söfnun, en henni verður að öðru
leyti ráðstafað til verkefna í Ind-
landi og til annarra neyðarverkefna
auk þess sem aðstoð er veitt bág-
stöddum íslendingum. Alls hafa nú
um 800 umsóknir borist vegna að-
stoðar innanlands, sem er svipaður
fjöldi og í fyrra. Eru að meðaltali
þrír að baki hverri umsókn, sem
þýðir að hátt í þrjú þúsund einstak-
lingar njóta þessarar aðstoðar. Mjög
vel hefur gengið að fá stuðning fyr-
irtækja, sem lagt hafa matarbúrinu
til matvæli.
Þá verða seld friðarljós Hjálpar-
starfs kirkjunnar í dag og á morgun í
kirkjugörðunum í Reykjavík, en það
er ein aðaltekjulindin á hverju ári.
Stjórnir læknaráða Landspítala og SHR ræða saman
Keiko fær
jólakort frá
útlöndum
LÍÐAN Keikos er með ágætum,
hann eyðir miklum tíma neðan-
sjávar og er í fínu formi, að sögn
Steve Clausen, eins af þjálfurum
hans.
Keiko fær sfld í jólamatinn og
hann hefur fengið nokkur jóla-
kort, að sögn Clausens. Kortin
hafa borist frá Noregi og Finn-
landi, en kort hafa hvorki borist
frá Bandaríkjunum né frá íslend-
ingum.
Undirbúa samráð við
starfsmannaráðin
STJÓRNIR læknaráða Landspítal-
ans og Sjúkrahúss Reykjavíkur hitt-
ust í gær til að bera saman bækur
sínar varðandi samning rfldsins og
Reykjavíkurborgar um yfirtöku rík-
isins á rekstri SHR um næstu ára-
mót. Formenn læknaráðanna sögðu
menn hafa fyrst og fremst verið að
gera sér grein fyrir stöðu mála en
ekki væri ætlunin að gefa út álykt-
anir um gjörninginn að svo stöddu.
Tryggvi Ásmundsson, formaður
læknaráðs Landspítala, sagði frek-
ari fundahöld læknaráðanna ekki
fyrirhuguð. „Við ætlum að hugsa
okkar gang vel og ræða við starfs-
mannaráðin og hafa samflot,“ sagði
Tryggvi og sagði engar yfirlýsingar
gefnar út að svo stöddu.
Ekki bugaðir
Gestur Þorgeirsson, formaður
læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
á fundinum í gær hefðu fulltrúar
læknaráðanna farið yfir málin og
væri ætlunin að þau hefðu samráð
sín í milli svo og við starfsmannaráð
spítalanna. Gestur sagði að lækna-
ráð SHR hefði farið yfir samninginn
til að átta sig á hvað það þýddi að við
spítalana myndi starfa einn forstjóri
og tvær stjórnir fyrst í stað en síðan
ein í lok næsta árs.
„Við höfum verið að gera okkur
grein fyrir málunum og viljum ekki
að svo stöddu koma fram með nein-
ar ályktanir,“ sagði Gestur. „A þess-
um málum eru bæði kostir og gallar
en við stöndum frammi fyrir orðnum
hlut. Okkur líst vel á forstjórann og
væntum þess að hann hjálpi okkur í
þessu máli,“ sagði formaðurinn
einnig. Hann sagði aðspurður að
sumir kynnu að bera þann ótta í
brjósti að SHR yrði fremur litli
bróðirinn í málinu en sagði menn
ekkert bugaða yfir því.
Morgunblaðið/Þorkell
STJORNIR læknaráða Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur ræddu málin í gær. Frá vinstri: Halldór Kol-
beinsson SHR, Jón Gunnlaugur Jónasson og Tryggvi Ásmundsson á Landspítala, Gestur Þorgeirsson og
Eiríkur Jónsson frá SHR en auk þeirra sat fundinn Oddur Fjalldal frá Landspítala.
Bilun í Múlastöð Landssimans
5-6.000 síma-
númer sam-
bandslaus
HLUTI af tölvubúnaði Múla-
stöðvar Landssímans hefur verið
tekinn úr umferð og notast verð-
ur við varabúnað meðan kannað-
ar eru ástæður bilunar sem varð
seint á mánudagskvöld og leiddi
til þess að 5-6.000 símanúmer
urðu sambandslaus í um þrjá
stundarfjórðunga. Bilanir urðu
einnig í símstöðvarkei-fi Lands-
símans árið 1993, en ekki er talið
að tengsl séu á milli þeirra og nú-
verandi erfiðleika.
„Tvær undirstjórntölvur sem
stýra um það bil einum þriðja
þeirra númera sem tengd eru
Múlastöð hættu að virka,“ segir
Ólafur Stephensen, talsmaður
Landssímans. „Kerfið er þannig
að önnur á að taka sjálfkrafa við
ef hin bilar og hún gerði það til
að byrja með en svo kom upp
sama bilun í henni.“
Að sögn Ólafs kom bilunin upp
fimm mínútum fyrir ellefu, en
númerin voru aftur komin í sam-
band upp úr hálftólf.
Sérfræðingar yfírfara
búnaðinn
Búnaðurinn sem bilaði er frá
sænska símafyrirtækinu Erics-
son og munu sérfræðingar frá
fyrirtækinu yfirfara hann á
næstunni. Ólafur segir að Lands-
síminn taki bilun af þessu tagi
mjög alvarlega og að búnaðurinn
verði ekki tekinn aftur í notkun
fyrr en komist hefur verið að því
hvað olli henni.
Ekki var hægt að hringja í
neyðarlínuna, 112, fremur en
aðra síma úr þeim númerum sem
sambandslaus urðu. Ólafur bend-
ir mönnum á að reyna að komast
í farsíma ef þessar aðstæður
koma upp, því bilun sem þessi
hafi engin áhrif á þá.