Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 6

Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR h % m km . 'H «•< GÁTTAÞEFUR heiisaði upp á börnin í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra. Morgunblaðið/Ásdís JÓLASVEINNINN heilsaði upp á börnin í Kringlunni í SYSTURNAR Björg og Stefanía gátu ekki gert það upp í PÉTURSBÚÐ við Ránargötuna eru seld íslensk jólatré, gær við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinnar. við sig hvaða tegund af Barbie þær langaði mest í. sem nágrannarnir geta gengið með heim. Jólastemmning í JÓLIN nálgast og bærinn ber þess merki. Götur og hús eru vel skreytt með ljósum og greinum, og jólalögin hljóma í útvarpinu. Að mörgu er að huga íyrir jólin; jóla- tré, jólagjafir og jólaföt þarf að kaupa svo menn fari ekki í jóla- köttinn. Og jólamaturinn er ekki síst mikilvægur, og voru margir að kaupa siðustu vörurnar til matar- gerðar í gær. Á Laugaveginum var jólalegt um að Iitast þegar Morgunblaðs- menn áttu leið þar um í gær. Börn skoðuðu í búðarglugga og skimuðu eftir jólasveinum, á meðan aðrir fengu jólaklippinguna eða kíktu í jólabækurnar. Andrúmsloftið var afslappað og flestir að komast í hátíðarskap. Þó voru menn sam- mála um að snjórinn myndi kynda undir jólastemmninguna og vonuð- ust eftir hvítum jólum. Kaupmenn sögðu að viðskiptin væru góð en mannQöldinn dreifð- ist jafnt og þétt yfir daginn sökum rýmri afgreiðslutíma verslana. Því væri ekki eins mikil ös og oft vildi verða skömmu áður en stórhátíðin skellur á. En hámark jólastemmn- ingarinnar var að finna í Ráðhús- inu. Þar var fjökli barna saman- kominn til þess að hitta Gáttaþef, sem kom til byggða í gær og sungu með honum nokkur lög. Þótt flestir væru að hitta Gáttaþef í fyrsta sinn, var eins og sumir borginni væru að hitta gamlan vin. í miðri setningu var gripið fram í fyrir Gáttaþefí: „Gáttaþefur, á ég að segja þér svolítið," heyrðjst í mjóróma rödd úti í sal. „Ég er búin að kaupa jólatré," sagði röddin sigri hrósandi og Gáttaþefur gladdist með henni. Jólatréssalan er í fullum gangi, og mikið keypt af jólatrjám eins og önnur ár. Við Ránargötuna í Vesturbæ Reykja- víkur er heldur óveiijuleg jólatrés- sala. I kjörbúðinni Pétursbúð eru seld íslensk jólatré og þangað koma nágrannarnir að kaupa sín tré. Ekki amalegt að geta keypt jólatré úti í næstu búð. En á meðan flestir spóka sig í bænum og kaupa jólagjafir eða undirbúa komu hátfðarinnar heima fyrir eru aðrir f óða önn að koma jólapóstinum á áfangastað. Á pósthúsinu við Austurstræti var nóg að gera og verið að koma síð- ustu bögglunum og kortunum áleiðis fyrir hátíðirnar. HOLTACARÐAR ONt f DAG KL. 10-23 BÓNUS FRÁ 12-23 NÚ ERU síðustu forvöð að fá sér jólaklippingu. Það var jólastemmning hjá Jolla á hársnyrtistof- unni Amadeus á Laugavegi, þar sem Friðþjófur fékk sina hefðbundnu jólaklippingu. HJÁ póstinum er unnið hörðum höndum við að koma síðustu jólapökkunum og -kortunum í hendur viðtakenda sinna, áður en hátfðin gengur í garð. Hafrún Ásta lét sitt ekki eftir liggja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.