Morgunblaðið - 23.12.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.12.1998, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR h % m km . 'H «•< GÁTTAÞEFUR heiisaði upp á börnin í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra. Morgunblaðið/Ásdís JÓLASVEINNINN heilsaði upp á börnin í Kringlunni í SYSTURNAR Björg og Stefanía gátu ekki gert það upp í PÉTURSBÚÐ við Ránargötuna eru seld íslensk jólatré, gær við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinnar. við sig hvaða tegund af Barbie þær langaði mest í. sem nágrannarnir geta gengið með heim. Jólastemmning í JÓLIN nálgast og bærinn ber þess merki. Götur og hús eru vel skreytt með ljósum og greinum, og jólalögin hljóma í útvarpinu. Að mörgu er að huga íyrir jólin; jóla- tré, jólagjafir og jólaföt þarf að kaupa svo menn fari ekki í jóla- köttinn. Og jólamaturinn er ekki síst mikilvægur, og voru margir að kaupa siðustu vörurnar til matar- gerðar í gær. Á Laugaveginum var jólalegt um að Iitast þegar Morgunblaðs- menn áttu leið þar um í gær. Börn skoðuðu í búðarglugga og skimuðu eftir jólasveinum, á meðan aðrir fengu jólaklippinguna eða kíktu í jólabækurnar. Andrúmsloftið var afslappað og flestir að komast í hátíðarskap. Þó voru menn sam- mála um að snjórinn myndi kynda undir jólastemmninguna og vonuð- ust eftir hvítum jólum. Kaupmenn sögðu að viðskiptin væru góð en mannQöldinn dreifð- ist jafnt og þétt yfir daginn sökum rýmri afgreiðslutíma verslana. Því væri ekki eins mikil ös og oft vildi verða skömmu áður en stórhátíðin skellur á. En hámark jólastemmn- ingarinnar var að finna í Ráðhús- inu. Þar var fjökli barna saman- kominn til þess að hitta Gáttaþef, sem kom til byggða í gær og sungu með honum nokkur lög. Þótt flestir væru að hitta Gáttaþef í fyrsta sinn, var eins og sumir borginni væru að hitta gamlan vin. í miðri setningu var gripið fram í fyrir Gáttaþefí: „Gáttaþefur, á ég að segja þér svolítið," heyrðjst í mjóróma rödd úti í sal. „Ég er búin að kaupa jólatré," sagði röddin sigri hrósandi og Gáttaþefur gladdist með henni. Jólatréssalan er í fullum gangi, og mikið keypt af jólatrjám eins og önnur ár. Við Ránargötuna í Vesturbæ Reykja- víkur er heldur óveiijuleg jólatrés- sala. I kjörbúðinni Pétursbúð eru seld íslensk jólatré og þangað koma nágrannarnir að kaupa sín tré. Ekki amalegt að geta keypt jólatré úti í næstu búð. En á meðan flestir spóka sig í bænum og kaupa jólagjafir eða undirbúa komu hátfðarinnar heima fyrir eru aðrir f óða önn að koma jólapóstinum á áfangastað. Á pósthúsinu við Austurstræti var nóg að gera og verið að koma síð- ustu bögglunum og kortunum áleiðis fyrir hátíðirnar. HOLTACARÐAR ONt f DAG KL. 10-23 BÓNUS FRÁ 12-23 NÚ ERU síðustu forvöð að fá sér jólaklippingu. Það var jólastemmning hjá Jolla á hársnyrtistof- unni Amadeus á Laugavegi, þar sem Friðþjófur fékk sina hefðbundnu jólaklippingu. HJÁ póstinum er unnið hörðum höndum við að koma síðustu jólapökkunum og -kortunum í hendur viðtakenda sinna, áður en hátfðin gengur í garð. Hafrún Ásta lét sitt ekki eftir liggja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.