Morgunblaðið - 23.12.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 11
Islandsheimsókn landkönnuðarins Thors Heyerdahls
Kominn
hingað til
að læra
Morgunblaðið/Þorkell
THOR Heyerdahl stundar enn rannsóknir þótt kominn sé á níræðisaldur. Hann sótti forseta íslands,
Olaf Ragnar Grímsson, heim á Bessastaði í gær.
„ÉG ER hingað kominn til að læra,
ekki kenna,“ segir norski landkönn-
uðurinn Thor Heyerdahl sem mun
dvelja hér á landi yfír jólin. Kom
Heyerdahl til að kynna sér Islend-
ingasögumar og ræða við íslenska
fræðimenn en hann hefur unnið að
rannsóknum á siglingum norrænna
manna og hvítra löngu fyrir landa-
fundina miklu. Hefur hann einnig
rætt við forseta Islands, Olaf Ragn-
ar Grímsson, um undirbúning há-
tíðahaldanna um næstu aldamót í
tilefni landafunda víkinga í Vestur-
heimi fyrir þúsund árum. Heyer-
dahl mun dvelja hér í viku.
Tilefni komu Heyerdahls tii Is-
lands má rekja til sýningar í tengsl-
um við nomæna landkönnuði sem
var sett upp víða í Evrópu, m.a. í
Haag, þar sem
Olafur Ragnar
hitti Heyerdahl.
Sýndi Heyerdahl
þá áhuga á ís-
lenskri sögu og
menningararfi og
siglingum þeirra
vestur á bóginn.
Ekki spilltþ iyrir
að þar hitti Olafur
mestu hetju æsku
sinnar, en Heyer-
dahl öðlaðist
heimsfrægð árið
1947 er hann
sigldi við sjötta
mann frá Suður-
Ameríku yfír
Kyrrahaf á flek-
anum Kon-Tiki til
að sanna að íbúar
Kyrrahafseyja
hefðu getað kom-
ið frá Suður-Am-
eríku. Það varð úr
að forsetinn bauð
Heyerdahl og eig-
inkonu hans,
Jacqueline, að
koma hingað um
jólin og gaf hon-
um enska útgáfu
íslendingasagn-
anna við komuna.
Heyerdahl er
orðinn 84 ára en
stundar enn
rannsóknir af
fullum krafti. Hann hefur hitt ís-
lenska fræðimenn að máli en held-
ur í dag í Hrunamannahrepp þar
sem þau hjónin dvelja yfu- jólin.
Næstkomandi mánudag heldur
Heyerdahl svo fyrirlestur í Há-
skóla Islands um rannsóknir sínar.
Er hann að vinna að bók um ferðir
og uppruna hvítra manna og
hyggst flétta efni úr Islendinga-
sögunum og öðru sem kann að reka
á fjörur hans hér á landi, í bókina.
Tengsl Kólumbusar og
norrænna manna
Heyerdahl segist vera kominn til
Islands til að læra en ekki kenna
en ekki þarf að hlýða lengi á land-
könnuðinn til að heyra að hann hef-
ur jafnmikið að segja Islendingum
og þeir honum.
Heyerdahl segir að fomleifaupp-
gröftur og ferðh’ á borð við þá sem
hann fór á Kon-Tiki hafi fært mönn-
um heim sanninn um að endur-
hugsa þurfí margt sem menn tejji
sig vita um landafundi. T.d. hafi
DNA-rannsóknh’ nú staðfest tengsl
fólks í Suður-Ameríku og á Kyrra-
hafseyjunum, eins og Kon-Tiki ferð-
in var farin til að sýna fram á.
Nú segist Heyerdahl m.a. vera
að velta fyrir sér landafundum
Kristófers Kólumbusar, sem hann
telur fullvíst að hafi vitað af landa-
fundum norrænna manna í vestri.
Hann hafi tekið stefnuna suðvest-
ur á bóginn í leit sinni að Asíu sem
hann taldi sig á leið til, svo að
hann kæmist fyrir landið í vestri.
„Ég tel ísland hafa leikið stórt
hlutverk í sögu heimsins og þá ekki
aðeins vegna þess að Grænland var
numið héðan. Ég er sannfærður
um að framlag ykkar Islendinga er
mun meira en stendur í sögunni og
ég vonast til að komast að ein-
hverju um það með því að lesa sög-
urnar og ræða við fræðimenn á
þessu sviði. Mér leikur til dæmis
foi’vitni á að vita hvort einhver
tengsl eru á milli ferða Kólumbus-
ar sem fann Ameríku árið 1492 og
eyðingar byggðar norrænna
manna á Grænlandi sem varð um
svipað leyti. í bréfum íbúanna til
íslendinga segir það frá ránsferð-
um til Grænlands í leit að þrælum.“
Leifur heppni
kom frá íslandi
Heyerdahl segist viðm’kenna að
Leifur heppni hafi komið frá íslandi
en að foreldrar hans og aðrir sem
settust að á íslandi hafi komið frá
Noregi þaðan sem þeir voru að flýja
ofríki konungs. „Það gleður mig að
heyra að forsetinn skuli hafa fengið
menn í Vesturheimi og hér til að
kanna landafundina betur, kanna
raunveruleikann að baki Islendinga-
sögunum. Eru þær sannar? Þær
segja fallega sögu en segja þær
sannleikann? Hins vegar má ekki
gleyma í umfjöll-
un um Leif að
geta þess að
hann var kaþ-
ólskur trúboði,
hafði með sér
prest tU að boða
kristna trú. Hér
og á Norðurlönd-
um var mikU
menning, víking-
amir voru ekki
bara grimmir
ruddai’, heldur
kristin menning-
arþjóð.“
Heyerdahl
segir vangavelt-
ur um frekari
landafundi og
ferðir norrænna
manna forvitni-
legar en að fara
verði varlega í að
draga ályktanir
af vísbendingum
sem vissulega
veki undnm. T.d.
hafi fundist
múmíui’ í norð-
urhluta Kína af
fólki sem hafi
verið uppi tæp-
um 2.000 árum
fyrir Krist og
hafi verið ljós-
hært og bláeygt.
Myndir af vík-
ingaskipum séu
til í Aserbaídsjan og ýmislegt bendi
tii þess að víkingar hafi siglt til
Kanaríeyja, þar séu grafir og húsa-
rústir sem minni mun meira á vík-
ingabyggð en spænsk hús.
En ekki megi hrapa að niður-
stöðum, þetta verði að rannsaka
betur og velta fyrir sér spurning-
um um hvaðan við komum. „Svona
vísbendingar eru hins vegar sönn-
un þess að hvítir menn bjuggu yfir
mun meiri þekkingu á umheimin-
um, fyrr en menn höfðu talið. Sjáið
til dæmis Heimskringlu Snorra St-
urlusonar þar sem er fjallað um
Miðjarðarhaf og Svartahaf. Þetta
eru landfræðilegar lýsingar, ekki
skáldskapur.“
Börn hafi framvegis
sérstök vegabréf
Vestfírðir
Sr. Karl í
annað sætið
UPPSTILLINGARNEFND
Alþýðubandalagsins á Vest-
fjörðum hefur samþykkt að
gera tillögu um að séra Karl V.
Matthíasson, prestur í Grund-
arfírði, verði fiilltrúi flokksins í
2. sæti samfylkingar vestra.
Þegar er afráðið að Sighvatur
Björgvinsson, formaður Al-
þýðuflokksins, skipi 1. sætið.
Séra Karl hefur verið prest-
ur í Grundarfirði undanfarin
ári, en hann var áður prestur á
Vestfjörðum í níu ár.
Samþykkt var í haust að Al-
þýðuflokkurinn fengi 1. sæti
samfylkingarinnar, Alþýðu-
bandalagið 2. sætið og
Kvennalistinn þriðja. Ekki er
ákveðið hver skipar það sæti.
ALÞINGI samþykkti um helgina
ný lög um vegabréf sem kveða
m.a. á um að vegabréf skuli fram-
vegis einungis gilda fyrir einn ein-
stakling. Eftir gildistöku laganna
hinn 1. júní nk. verður því ekki
hægt að skrá barn yngra en 15 ára
í vegabréf náins aðstandanda held-
ur verður hvert barn að hafa sér-
stakt vegabréf með mynd.
Þá er í lögunum kveðið á um að
útgáfa vegabréfa verði í höndum
ríkislögreglustjóra sem skuli meta
hvort umsækjandi uppfylli skilyrði
til að fá útgefið vegabréf. Áfram
verður þó unnt að sækja um vega-
bréf hjá öllum lögreglustjórum sem
senda umsóknirnar áfram til ríkis-
lögreglustjóra. Markmið laganna
er m.a. að gera útgáfu vegabréf-
anna öruggari og íslensku vega-
bréfin þar með tryggari. Þá er með
þeim reynt að fyrii’byggja að böm
verði numin á brott úr landi ásamt
foreldri sem ekki hefur forsjá bams
en hefur nafn þess í vegabréfi sínu.
Með samþykkt laganna hefur
jafnframt verið ákveðið að dóms-
málaráðuneytið láti hanna nýja
gerð véllesanlegra vegabréfa. Slík
vegabréf eiga m.a. að auka öryggi
vegabréfanna almennt en einnig að
stuðla að greiðari afgreiðslu far-
þega við vegabréfaskoðun. „Þá
býður þetta upp á ýmsar tæknileg-
ar lausnir á öðmm sviðum, svo sem
við skráningu farþega í flug,“ segh’
m.a. í athugasemdum laganna.
Að sögn Kolbeins Arnasonar,
deildarstjóra hjá dómsmálaráðu-
neytinu, verða nýju vegabréfin,
áþekk þeim sem nú eru í gildi,
nema hvað við þau bætist tölvules-
anleg rönd sem geymir þær upp-
lýsingar sem nauðsynlegar eru í
hverju vegabréfi. Aðspurður segir
Kolbeinn að ekki sé ástæða til þess
að sækja um nýtt vegabréf fyrr en
gildistími þess „gamla“ rennur út.
„Það ætti því enginn að taka eftir
þessum breytingum yfir í véllesan-
leg vegabréf nema þegar hann
sækir um nýtt vegabréf,“ segir
Kolbeinn.
Framsóknarflokk-
urinn í Reykjavík
Alfreð
sækist
eftir öðru
sæti
ALFREÐ Þorsteinsson borg-
arfulltrúi R-listans hefur
ákveðið að gefa kost á sér í
prófkjöri Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík sem fram fer
um miðjan næsta mánuð
vegna alþingiskosninganna
næsta vor.
Alfreð sækist eftir kjöri í 2.
sæti á lista Framsóknar-
flokksins en Ólafur Örn Har-
aldsson alþingismaður hefur
einnig lýst því yfir að hann
sækist eftir 2. sætinu sem
hann skipaði á listanum við
síðustu kosningar.
Alfreð sagði í samtali við
Morgunblaðið að á fundi
flokksbundinna framsóknar-
manna sem haldinn var síð-
astliðinn sunnudag hefði verið
skorað á hann að gefa kost á
sér í prófkjörinu og hefði
hann tekið þeirri áskorun og
lýst því yfir að hann sæktist
eftir 2. sæti á framboðslistan-
um.
Aðspurður sagði Alfreð að
hann myndi áfram gegna
störfum sínum sem borgar-
fulltrúi ef hann næði kjöri á
Alþingi.
Sex ára dreng-
ur fyrir olíu-
flutningabil
SEX ára gamall drengur slas-
aðist töluvert er hann varð
fyrir olíuflutningabíl á Aust-
urvegi á Reyðarfirði í gær-
morgun klukkan 11.
Drengurinn var fluttur á
sjúkrahúsið í Neskaupstað
með sjúkrabifreið, en þaðan
var hann fluttur með flugvél
Landhelgisgæslunnar á
Landspítalann.
Slysið vildi til með þeim
hætti að drengurinn, sem var
að renna sér á sleða ásamt
öðrum bömum í brekku norð-
an megin götunnar, renndi sér
út á götuna þar sem olíuflutn-
ingabíll kom aðvífandi. Flug-
hált var á veginum, svo öku-
manni bifreiðarinnar tókst
ekki að afstýra slysinu þótt
hann hefði verið á hægri ferð
og vel útbúinn til vetrarakst-
m's.
Hross felld í
Skagafirði
vegna van-
fóðrunar
FJÖGUR hross frá bæ í
Skagafirði voru nýlega felld
vegna vanfóðrunar.
Er þetta í fyrsta skipti sem
beita hefur þurft viðbótai’á-
kvæði frá síðastliðnu vori við
lög um búfjárhald sem heimil-
ar tafarlausai’ aðgerðir ef
ástæður þykja til að taka búfé
úr vörslu umsjónarmanns og
ráðstafa því með þeim hætti
sem nauðsynlegt þykir. Áður
þurfti að leita til dómstóla í
slíkum tilvikum.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins á málið í
Skagafírði sér nokkurn að-
draganda, en ástand hross-
anna sem um ræðir var orðið
mjög slæmt vegna vanfóðrun-
ar og því þótti ekki hægt ann-
að en að fella þau.