Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 25 ERLENT Viðskiptaráðherra Bretlands fékk lánað stórfé hjá samráðherra sem sætir rannsókn Mandelson segir hagsmuni ekki rekast á London. Reuters. PETER Mandelson, einn af valda- mestu ráðamönnum í ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi, reyndi í gær að verjast árásum fjölmiðla eftir að því hafði verið ljóstrað upp að fyrir tveimur áram fékk Mandelson stóra fjárhæð að láni frá samráðherra sínum, Geof- frey Robinson. Viðskipti Robin- sons hafa undanfarið verið til rannsóknar í viðskiptaráðuneyt- inu. Neyddist Mandelson, sem jafn- an er nefndur sem einn af for- sprökkum „nýja Verkamanna- flokksins" sem komst aftur til valda í Bretlandi á síðasta ári eftir átján ára stjórnarandstöðu, í gær til að viðurkenna að fyrir tveimur áram fékk hann 373.000 pund, um 45 milljónir íslenskra króna, að láni hjá milljónamær- ingnum Geoffrey Robin- son til húsakaupa, en Robinson er aðstoðar- ráðherra í fjármálaráðu- neytinu. Það flækir hins vegar málið að Robinson sætir __________ nú rannsókn viðskipta- ráðuneytisins vegha hugsanlegra árekstra á milli pólitískra og við- skiptalegra hagsmuna hans en Mandelson er einmitt ráðherra viðskipta- og iðnaðarmála. „Hér var um að ræða algerlega ópólitískt einkamál tveggja vina,“ sagði Mandelson í gær. Neitar Mandelson, sem er einn af helstu bandamönnum forsætisráðherrans Tonys Blairs, því að um augljósan hagsmunaárekstur sé að ræða nú þegar viðskiptaráðuneytið rann- sakar lánveitanda Mandelsons. „Þetta var ekki gjöf. Ég þarf að borga vexti af láninu. Hann vildi rétta mér hjálparhönd [...] Ég held ekki að hjálpfysi Robinsons hafi átt sér einhverjar pólitískar for- sendur. Hann er mjög auðugur maður. Það var engin ástæða þá, né nokkurn tíma síðan, fyrir mig að finnast rangt að fá lánað fé hjá honum.“ Sá til þess að málinu væri ekki vísað inn á sitt borð Kveðst Mandelson engan þátt eiga í rannsókn ráðuneytis síns á málum Robinsons því opinberir starfsmenn þess sjái alfarið um hana. Akvað Mandelson sam- kvæmt ráðleggingum lögmanna að hafa engin afskipti af rannsókninni og segist hann hafa tryggt að málinu yrði ekki vísað til sín. Uppljóstranir þessar era engu að síður hið mesta vandræðamál fyrir ríkisstjóm Blairs _________ því Verkamannaflokk- urinn hefur reynt að láta svo líta út sem stjórn hans sé mun „siðpráðari“ en ríkisstjóm íhaldsflokksins, sem tapaði völd- um í maí í fyrra eftir að hafa lent í hverju hneykslismálinu á fætur öðra. Krafðist John Redwood, ráð- herra viðskiptamála í skuggaráðu- neyti íhaldsmanna, þess í gær að vita hvers vegna Mandelson hefði ekki greint frá því að hann hefði þegið „svo ótrúlega háa fjárhæð“ frá Robinson. „Hvemig getur Hið mesta vandræðamál fyrir ríkisstjórn Verkamanna- fiokksins herra hefur einnig verið nefndur sem líklegur frambjóðandi gegn Netanyahu. Mordechai er. hlynntur friðarsamningunum við Palestínu- menn og kvaðst í gær ætla að ræða við Netanyahu til að reyna að tryggja að kosningabaráttan skað- aði ekki friðarumleitanirnar. Á meðal annarra hugsanlegra frambjóðenda eru harðlínumenn eins og Benjamin Begin, sonur Menachems Begins fyrrverandi forsætisráðherra, og Uzi Landau, formaður utanríkis- og varnar- málanefndar þingsins. Þá er líklegt að Limor Livnat fjarskiptaráð- herra verði fyrsta konan í Likud- flokknum til að bjóða sig fram gegn Netanyahu. „Tveggjaflokkakerfíð að leysast upp“ Sérfræðingar í stjórnmálum ísraels sögðu að flokkakerfið í Isr- ael væri nú að taka meiri breyting- um en nokkru sinni fyrr. „Gamla tveggjaflokkakerfið er að leysast upp og ástandið getur aðeins orðið enn öfgakenndara,“ sagði Chemi Shalev, stjórnmálaskýrandi ísra- elska dagblaðsins Maariv. Fréttaskýrendur sögðu að hægrimenn jafnt sem vinstrimenn kepptust nú við að höfða til miðju- manna, sem hafa oft ráðið úrslitum í kosningum í Israel. Gerald Steinberg, virtur stjórn- málafræðingur, sagði þó að kjarni flokkakerfisins myndi haldast óbreyttur og spáði því að flokkar heittrúaðra gyðinga héldu áhrifum sínum að mestu eftir kosningarnar. Shalev sagði hins vegar að ef nýr miðflokkur, hvort sem hann væri undir stjórn Meridors eða Shahaks, fengi mikið fylgi yrði hægt að mynda samsteypustjórn sem þyrfti ekki að reiða sig á stuðning flokka heittrúargyðinga. Of snemmt að afskrifa Netanyahu Þótt ekki blási byrlega fyrir Net- anyahu er of snemmt að afskrifa for- sætisráðherrann því hann stendur að ýmsu leyti betur að vígi en Shahak og aðrir keppinautar hans. Netanyahu verður áfram við völd fram að kosningunum og getur not- að þann tíma til að snúa vöm í sókn. Hann gegnir til að mynda embætti fjármálaráðherra, sem þýðir að hann ræður yfir sjóðum ríkisins síðustu mánuðina fyrir kosningamar. Framboð Shahaks er einnig lík- legt til að kljúfa kjósendur vinstri- og miðflokkanna og það gæti komið forsætisráðherranum til góða þótt hann standi frammi fyrir keppinaut- um á hægrivængnum. Netanyahu sýndi einnig í síðustu kosningum að fáir standast honum snúning þegar barist er um atkvæði kjósenda. Fæstir bjuggust við því að hann yrði kjörinn forsætisráðherra í nóvember 1995 þegar hægrisinnaður gyðingur myrti Yitzhak Rabin. Shimon Peres, eftimaður Rabins sem forsætisráðhema og leiðtogi Verkamannaflokksins, var þá álitinn nánast öruggur um sigur og sam- kvæmt skoðanakönnunum var fylgi hans 54% en Netanyahus aðeins 23%. Herskáir Palestínumenn hófu þá sprengjutilræði, sem kostuðu 57 Israela lífið, og hálfu ári eftir morðið á Rabin var Netanyahu kjörinn for- sætisráðherra. „Þótt Netanyahu hafl ekki haldið velli út kjörtímabilið er hann engum líkur í kosningabaráttu," skiifaði Nahum Bamea, stjómmálaskýrandi ísraelska dagblaðsins Yedioth Ahar- onoth. „Það væru mikil mistök að gera lítið úr sigurlíkum hans. Reuters Peter Mandelson Mandelson verið æðsti ráðamaður Bretlands í málefnum verslunar og viðskipta þegar hann á svona náin tengsl við fólk sem nú sætir rann- sókn ráðuneytis hans?“ Blair trúir ekki á hagsmunaárekstur Gaf Tony Blair frá sér yfhiýsingu í gær þar sem lýst var stuðningi við Mandelson. Kvaðst forsætis- ráðherrann þess fullviss að Mand- elson hefði séð til þess að ekki væri um hagsmunaárekstur að ræða. Bresk dagblöð gáfu Mandelson þó engin grið í gær og The Sun sagði málið allt saman „lykta, lykta, lykta“. Gena- meðferð gegn elli NÝ genameðferð sem hamlar gegn því að tilraunamýs hrörni með aldri gæti hugsan- lega hjálpað mannfólki að vinna gegn hrörnunareinkenn- um öldrunar, að því er vísinda- menn við Pennsylvaníuháskóla greindu frá á dögunum. Munu eldri mýs, sem gengust undir meðferðina, hafa bætt með því vöðvastyrk sinn um 27%. Pakkaðu inn þinni eigin hátíðardagskrá. Þú getur valið úr 21 sjónvarpsstöð og 17 útvarpsrásum Þú færð hvergi betra yfirlit yfir dagskrá sjónvarps og útvarps nú um jólin en í sérblaði Morgunblaðsins, Dagskrá. Þar getur þú á auðveldan hátt raðað saman þinni hátíðar-og skemmtidagskrá. f blaðinu eru einnig fréttir, myndir og umfjöllun um þættina, kvikmyndirnar og fólkið sem kemur við sögu. Hafðu Dagskrána við hendina um hátíðarnar. /' allri sinni mynd! GOTT fólK • SlA • 3931
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.