Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 29

Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 29 LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson MYNDVERK eftir nemendur úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands eru til sýnis í nokkrum fyrirtækjum í Reykja- vík. Verkin eru margvísleg að efni og gerð og verða flest þeirra til sýnis á viðkomandi stöðum á afgreiðslutíma fyrir- tækjanna sem taka þátt í verk- efninu. Þau eru: Tal hf., Fálk- inn hf., Islenska útvarpsfélagið, Málningarverksmiðjan Harpa, Vegagerðin, Tæknival hf., Hrafnista, Teitur Jónasson, Skúlptúr í fyrir- tækjum Sundhöll Reykjavíkur, Almenn- ingsvagnar hf., Borgarbóka- safnið við Þingholtsstræti, Radíómiðlun hf. og Hallveigar- staðir. Sýningarnar standa í mislangan tíma og sumar allt fram á vor. Nokkur verkanna eru unnin í samvinnu við fyrirtækin og starfsfólk þeirra, en önnur eru hugsuð og unnin fyrir ákveðið rými. Á myndinni er verk eftir Olöfu Helgu Guðmundsdóttur í Málningaverksmiðjunni Hörpu, sem unnið var samvinnu við starfsfólkið. Kennari myndlist- arnemanna og umsjónarmaður með sýningunum er Halldór Ás- geirsson. ALLT ER LIFANDI BÆKUR Itarnalil jóðbók KATA MANNSBARN OG STELPA SEM EKKI SÉST Eftir Kjartan Árnason. Hljóðbóka- klúbburinn 1998 - um 4 og 2/3 klst. ÞAÐ er óvenjuleg leið í frumút- gáfu texta að gefa þá út á hljóðsnældu. Kjartan Árnason sendir frá sér um þessar mundir frumútgáfu á hljóðbók barnasögu sem hann nefnir Kötu mannsbarn og stelpa sem ekki sést. Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikkona, les söguna á skýran og aðlaðandi hátt. Þetta er skemmtileg saga af tíu ára stelpu, Kötu að nafni, sem flyst úr Kópavogi með foreldrum sínum út á land og verður að takast á við nýjan veruleika. Hún mætir honum í fyrstu með nokkrum kvíða en hægt og hægt lifnar landið og náttúran fyrir henni, ekki síst þeg- ar hún finnur töfrahring sem kem- ur henni í samband við huldufólk. Upp úr þeim fundi spretta mörg ævintýri. Hér er á ferðinni lipurlega skrifuð barnabók uppfull af kímni og ást á landinu og lífinu. Persónur eru dregnar skýrum dráttum og skoðaðar brosandi augum höfund- Nýjar hljómplötur • Pétur Pan í Borgarleik- húsinu er með lögum úr sýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur á Pétri Pan sem frumsýnt verð- ur á Stóra sviði Borgarleik- hússins 2. í jólum. Tónlist er eftir Kjartan Ólafsson og söngverk Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. Útgefandi er Erkitónlist. Japis sér um dreifingu. Leiðbeinandi verð 1.990 kr. ar. Kjartan beitir þeirri aðferð að gefa aðalpersónu sinni djúpa innsýn í hugar- heim og athafnir full- orðna fólksins og af- hjúpa það á sinn átt. Kata sér nefnilega mannlegan breyskleika jafnvel og hver annar. Þessi sýn hennar gerir það að verkum að bók Kjartans höfðar ágæt- lega jafnt til full- orðinna og barna. Jafnframt hefur Kata tveggja heima sýn. Hún kynnist huldufólki, ekki síst vinkonu sinni Huldu, en þær stöllur bralla ýmislegt saman. I því sam- hengi notar Kjartan ýmis þjóð- sagnaminni, jafnt úr sveit og þétt- býli. Sagan berst m.a. til Kópavogs þar sem reynt er að kanna álfa- byggð þar. Kjartan fer hins vegar þannig höndum um þessi þjóð- sagnaminni að saga hans er ótvírætt nútímasaga. Huldu- fólkið spilar rokktón- list á þrettándakvöld og ferðast um landið í neðanjarðarlestum. En umfram allt er þetta þó saga um vináttu og gildi lífsins og blæbrigði. Töfrar hringsins valda því að aðalpersónan fær þá sýn á heiminn að allt sé lifandi. Ef til vill er helgi lífsins og náttúrunnar megin- boðskapur þessa verks. Meginstyrkur þess er hins vegar ískrandi kímni og sposk innsýn inn í mannlegt eðli. Þetta er barnabók sem höfðar jafnt til barna og full- orðinna sem varðveita ennþá barn- ið í brjósti sér. Skafti Þ. Halldórsson Kjartan Árnason Mannkynbætur |SÍQUT®UR 5AMÚEtS50N"' Siffþntður Gunnnrsdúttir BÓKUCNKTArHÆSIITOPNUN HÁSKðlA ISlANOb náskOlaotoacan Pöli Skulason B(J/ J?AU\ OG WRÐIiR l'OIUÁKSSON lýlSKUf' I SKÁIUOI'f I I l.ll I K AStUllKSSON Miiiniii^arrii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.