Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 49

Morgunblaðið - 23.12.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 49 ^ AÐAUGLVSIMGA ATVINNU- AUGLÝSINGAR FLUGFÉLAG ÍSLANDS Air Iceland Starfsmaður í tekjustýringu Flugfélag íslands hf. óskar eftir að ráða starfsmann í tekjustýringardeild Starfiðfelst í uppsetningu og viðhaldi áætlun- ar í birgða- og dreifikerfi félagsins, uppsetn- ingu aukaflugs og leiguflugs, eftirliti með far- gjöldum, biðlistum og nýtingu véla, upplýs- ingagjöf vegna flugáætlunar og ýmis önnur verkefni sem undir deildina heyra. Vinnutími: Fullt starf unnið er frá kl. 9.00— 17.00 alla virka daga auktilfallandi yfirvinnu sé þess þörf. Hæfniskröfur: Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð, góð tölvu- og tungumálakunnátta (enska skilyrði). Auk þess þarf viðkomandi að vera lipur í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur: Skriflegar umsóknir send- ist starfsmannastjóra félagsins á Reykjavíkur- flugvelli fyrir 6. janúar 1999 á eyðublöðum sem þarfást. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Ingi Hauksson, deildarstjóri tekjustýringar, s. 570 3611 og Ingigerður Þórðardóttir, starfsmanna- stjóri, s. 570 3206. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál sé þess óskað. LANDSPITALINN .../' þágu mannúðar og visinda... Deildarlæknir (reyndur aðstoðarlæknir), óskast á lungnadeild Vífilsstaðaspítala. Um er að ræða fjölbreytt starf, þar sem fengist er við greiningu og með- ferð sjúklinga með lungnasjúkdóma og einnig svefnháðar öndunartruflanir. Möguleiki er á þátttöku í rannsóknarverkefnum. Starfið veitir tækifæri til undirbúnings sérnáms og er einnig tilvalið við endurmenntun, t.d. heilsugæslu- lækna. Ráðningartími 3—6 mánuðir eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir yfirlæknir lungnaskorar, Þórarinn Gíslason, sími 560 2800. --------------------------— > Laun samkv. gildandi samningi vidkomandi stéttarfélags og fjórmólarádherra. Umsóknareydublöd fóst hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarad þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. ______________________________________/ Sjúkraþjálfar Sjúkraþjálfari óskast til starfa sem fyrst í Keflavík. Hér er um 100% stöðuhlutfall að ræða. Næg verkefni og uppbygging góðrar aðstöðu í undirbúningi. Allar nánari upplýsingar veitir Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir, í síma 422 0500 og undirritaður í síma 422 0580. Umsóknum sé skilað til undirritaðs fyrir 10. janúar 1999. Keflavík, 21. desember 1998. Framkvæmdastjóri. Menntamálaráðuneytið Auglýst eftir lögfræðingi Menntamálaráðuneytið auglýsir laust til um- sóknar starf lögfræðings á skrifstofu lögfræði- og stjórnsýslusviðs menntamálaráðuneytis. Á lögfræði- og stjórnsýslusviði eru m.a. undir- búnar ákvarðanir og veitt ráðgjöf um lögfræði- leg og stjórnsýsluleg málefni innan ráðuneytis- ins. Um er að ræða fullt starf. Umsækjendur skulu hafa lokið kandidatsprófi í lögfræði við Háskóla íslands. Þekking á opinberri stjórn- sýslu er æskileg. Laun greiðast samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf hið fyrsta. Nánari upplýsingar um starfið veitir skrifstofu- stjóri lögfræði- og stjórnsýslusviðs mennta- málaráðuneytisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 13. janúar 1999. Menntamálaráðuneytið, 21. desember 1998. TILKYNNINGAR Hringvegur Mislæg gatnamót Vesturlandsvegar, Suðurlandsvegar og Nesbrautar og tvö- földun Vesturlandsvegar frá Nesbraut að Víkurvegi, Reykjavík. Mat á umhverfisáhrifum — frumathugun Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningarfrá 23. desembertil 27. janúar 1999 á eftirtöldum stöðum: Hjá Borg- arskipulagi Reykjavíkur, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Allir hafa rétttil að kynna sérframkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 27. janúar 1999 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166,150 Reykjavík. Þarfást ennfremur nán- ari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. Menntaskólinn á Egilsstöðum Laus kennslustörf á vorönn 1999 Franska, 100% starf vegna forfalla. Efnafræði, 100% staða. Ennfremur vantar stundakennara í ferðaþjónustugreinar: FER103 6 vikust. HOV102 4 vikust. Umsóknarfrestur er til 30. desember. Laun samkvæmt kjarasamningi RÍK/KÍ og ríkis- ins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, sem einnig veitir nánari upplýsingar í s. 471 2501 og 471 3820. Netfang: hob@ismennt.is Skólameistari. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn í veitingahúsinu Sexbaujunni við Eiðistorg, Seltjarnarnesi, 30. desember kl. 17.00. Fundarefhi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin. TIL. SÖLU Fjárfestar athugið Til sölu glæsileg 1800fmfasteign í Reykjavík, meðtryggri langtímaleigu. Söluverð kr. 85.000.000.- Húsaleiga á ári kr. 9.000.000.- Húsið er byggt 1987 og er hið vandaðasta að allri gerð og allt ný standsett. Nánari upplýs- ingar í símum 698 3711 og 893 1121. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, 105 Rvík, s. 563 2340, myndsendir 562 3219. Gautavík 28—30, breytt skipulag í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningartillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Gautavík 28—30. Skilmálar breytast þannig að íbúðir verða 10 í stað 8. Tillagan verðurtil sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10.00 —16.15 frá 23. des. 1998 til 20. jan. 1999. Ábendingum og athugasemd- um vegna ofangreindrar kynningar skal skila skriflegatil Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 3. febrúar 1999. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkja tillögurnar. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ® Í5LAND5 MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Áramótaferðin í Þórsmörk 30/12-2/1. Áramót sem enginn gleymir. Pantið og takið miða strax á skrifstofu, Mörkinni 6, simi 568 2522, netfang: fi@fi.is. Brottför frá BSÍ, austanmegin miðviku- daginn 30/12 kl. 8.00. Góð gisting í Skagfjörðsskála. Blysför frá Mörkinni 6 ■ Ell- iðaárdal verður þriðjudaginn 29. desember ki. 18. Glæsi- leg flugeldasýning Hjálpar- sveitar skáta í lokin. Gleðileg jól! Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Fréttagetraun á Netinu mbl.is —ALLTAF eiTTHVAÐ NÝTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.