Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.12.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 594.” EKKI var blaðamaður þungstígur eftir sýningu mynd- arinnar Lúlú á brúnni. Þessi draumkennda mynd í fjólubláu ljósi með heimspekilegum und- irtónum snart hann djúpt og hann beinlínis sveif alsæll út úr kvikmyndahúsinu. Það var því með dálítilli forvitni að hann fór að hitta höfund sögunnar og leikstjóra myndarinnar. Og hann byrjaði á að spyrja með stjörnur í augunum: Var þetta kannski bara draumur? „Var þetta draumur?“ svarar Paul Auster ineð spurnarsvip. „Seg þú mér,“ bætir hann við og hlær. - Fyrir mér var þetta draumur, svara ég og ákveð að lækka aðeins flugið. Skrifað- irðu handritið með Harvey Keitel í huga? „Þegar ég var kominn áleið- is með handritið fór ég að að sjá andlitið á Harvey Keitel fyrir mér,“ svarar Auster. „Og mér varð ljóst að hann væri rétti maðurinn í hlutverkið. Þegar ég var búinn með hand- ritið gat ég ekki hugsað mér neinn annan. Hann var sá fyrsti sem ég sendi handritið." - Hvað um Miru Sorvino? „Eg hafði enga hugmynd um hvem ég vildi í það hlutverk. Ég hafði unnið með Mim áður að Blue i'n the Face og vissi hversu einbeitt hún var og hæfileikarík. Eftir nokkrar vikur datt mér í hug að það gæti verið gaman að vinna með henni vegna þess að ég þekkti til hennar.“ Haim tek- ur sér kúnstpásu eins og góðum rithöfundi sæmir og heldur áfram: „Ég vissi að hún yrði góð en hún reyndist alveg frábær - jafnvel enn betri en ég bjóst við.“ Gæða ímyndaðar verur lífi - Hvernig var að leikstýra sinni fyrstu mynd með öllum þessum stjörnuleikurum? „Ég var ekki algjör nýgræð- ingur. I hinum tveimur mynd- unum vann ég mikið með leik- urunum. Æfíngar fyrir Smoke stóðu yfír í marga mánuði áður en tökur hófust og ég fylgdist með á hverjum degi. Það var þá sem ég komst að því að mér fyndist gaman að vinna með leikurum. Það var nýtt fyrir mér og ég velti því mikið fyrir mér hvernig á því stæði. Ég komst að því að þrátt fyrir að margt sé ólíkt með ritsmíðum og leiklist eru báðar greinar svipaðar í eðli sínu. Leikarar og rithöfundar eiga það sameiginlegt að gæða nnyndaðar verur lífi; annar með líkamanum en hinn með pennanum. Og í raun eru menn að gæða eitthvað lífí sem er ekki til. Svo komst ég að því að ég bjó yfír ýmsu sem ég gat miðlað til leikaranna og fékk hljómgrunn hjá þeim; að ég talaði sama tungumál og þeir.“ - Hvaðan kom hugmyndin að sögunni? „Ég veit það ekki,“ svarar Auster hreinskilnislega. „Ætli það sama gildi ekki um þetta og allt annað sem ég hef skrif- að. Einn daginn vaknar maður með hugmynd í kollinum sem var ekki þar daginn áður. Svo degi síðar, viku síðar, ári síðar bætist eitthvað við sem tengist upphaflegu hugmyndinni. Smátt og smátt byrjar eitthvað að vaxa og hreiðra um sig í hjartanu og höfðinu og á end- anum verður það svo fyrirferð- armikið að maður getur ekki leitt það hjá sér. Maður verður að ná því út. Þannig verða sög- ur til. En maður veit aldrei hvernig eða hvers vegna.“ Sannkallað ævintýri - Af hverju skrifaðirðu ekki bók um Lúlú á brúnni? FOLK I FRÉTTUM Forvitnilegar bækur sluppu meinin út en vonin varð eftir á botni öskjunnar.] „Fyrst velti ég því fyrir mér hvað gerðist ef listamaður gæti ekki unnið að list sinni,“ svarar Auster. „Hvað gerist ef maður er rændur því sem heillar mann mest í Iífinu, því sem maður skilgreinir sig út frá? Það næsta sem gerðist var að ég fór í kvöldgöngu með hund- inn minn. Það var drungalegt kvöld og kveikt á götuljósun- um. Það rigndi ekki þrátt fyrir mistur. Er mér verður litið á gangstéttina sé ég bláan stein. Eg hélt að það væri eyrnalokk- ur eða hringur og hugsaði með mér: „Ah, fallegur steinn. Ég tek hann með mér og gef dótt- ur minni.“ Hún heldur upp á skartgripi. Ég beygði mig niður til að ná í steininn og þegar ég snerti hann kom í ljós að þetta var aðeins hráki sem hafði bólgnað í rigningunni. Og það lágu margir taumar út frá honum og Ijósið hafði lýst hann upp þannig að hann virtist vera blár. Þetta var hráki! Þessi upplifun hafði mjög truflandi áhrif á mig og blái steinninn varð til upp úr þessu.“ Enn tekur hann sér kúnstpásu og bætir svo við: „Skrýtin saga en sönn.“ Lítil saga um hund - Hvað tekur við núna? „Ég ætla aftur upp á her- bergi að ljúka við skáldsöguna sem ég er í bígerð. Það er lítil saga sem ég hef unnið að í nokkur ár. Hún fjallar um hund,“ segir Auster eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Hund- urinn er aðalpersónan; þenkj- andi hundur.“ - Lúlú á brúnni er heim- spekileg, á svörtu nótunum og afar lágstemmd. Var það vilj- andi gert að hafa hana svona hæga? „Sagan er dökk,“ svarar Au- ster. „Þetta er ekki gamanleik- ur. Þess vegna vildi ég ekki hafa hana of hraða. Mér er illa við þannig myndir. Það liggur öllum svo mikið á. Fólk ætti að hægja aðeins á sér og hlusta, fylgjast með því sem er að ger- ast. Vinur minn, leikstjórinn John Boorman, sagði einu sinni við mig um nýárið: „Myndir frá Hollywood eru búnar að gegn- umsýra kvikmyndaheiminn. Al- menningur um allan heim horf- ir á þær og er orðinn svo vanur svona hasarhraðatæknibrellu- vélum að þegar maður sýnir honum annars konar myndir veit hann ekki hvernig hann á að bregðast við. Það er eins og einhver sé að tala kínversku.“ Hann veltir vöngum. „Kannski hefur hann rétt fyrir sér. Ég veit það ekki.“ - Mér hefur verið sagt að þú sért á leiðinni að heimsækja Is- land? „Mér þætti það gaman,“ svarar Auster hlýlega. „Mér hefur verið boðið en ég hef ekki komist ennþá. Ég vonast til að koinast einhvern dag- inn.“ RITHÖFUNDURINN OG LEIKSTJÓRINN PAUL AUSTER Morgunblaðið/Halldór Kolbeins RITHÖFUNDURINN Paul Auster. Hrákinn sem varð að sögu ✓ I öskju Paul Austers eru margar gersem- ar. Hann hefur skrifað bækur, handrit og leikstýrt kvikmyndum, nú síðast Lúlú á brúnni. Pétur Blöndal talaði við hann Þegar allt gekk á aft- urfótunum um drauma og veruleika og það hvernig sögur verða til. Hand to Mouth - A Chronicle of Ear- ly Failure, eftir Paul Auster, Henry Holt, New York, 1997 464 bls. Fæst í Bókabúð Mál & menning. 2295 kr. (- innbundin. 1315 kr. í kilju. NÝJASTA bók Paul Austers er sjálfævisöguleg. I fyrri hluta henn- ar fjallar höfundur um ákveðið tímabil í ævi sinni þegar allt gekk á afturfótunum. Hjónabandið leystist upp, staðfastui' vilji til að skrifa leiddi aðeins til listrænna vonbrigða og stöðugur óttinn við að eiga ekki pening hafði óbærileg áhrif á lífið. Hand to Mouth er eiginlega rangsnúið „curriculum vitae“. Höf-y undurinn telur upp allt sem hefur gengið illa og mistekist á ferli sín- úm. Hann lýsir því hvemig hann þvældist úr einu smástarfí í annað um margra ára skeið, staðráðinn í að lifa á engu og þurfa sem minnst að vinna fyrir sér. Hann ræður sig á olíuflutningaskip, reynir fyrir sér sem fornbókasérfræðingur og tekur að sér undarleg þýðingarstörf. M.a. að þýða norður-víetnömsku stjórn- arskránna á ensku og skrifa handrit fyrir skuggalegan franskan kvik- myndaframleiðanda. Seinni hluti bókarinnar inniheldur fyrstu verk höfundarins: Þau eru þrír furðuleg- ir einþáttungar. Sá besti er yfir- gengilega módernískt stykki, Laurel and Hardy Go to Heaven. f’ miðri bókinni er hafnarboltaspil og leiðbeiningar sem höfundurinn hannaði einu sinni í von um skjótan gróða. Og að lokum er glæpasagan Squeeze Play, önnur misheppnuð tilraun til að sigrast á fjárhagsörð- ugleikunum. Til að hafa gaman af þessari bók þarf lesandinn helst að vera vel inni í skáldsögum Austers. Hér er að finna karaktera og hug- myndir sem dúkka aftur og aftur upp í verkum hans. Bókin er skemmtileg lesning í ljósi þess hver skrifar hana, en færi örugglega hljótt ef hún væri eftir óþekktan höfund. Ulfur Eldjárn „Það eru svo mörg sjónræn atriði í myndinni eins og með bláa steininum. Ég er ekki viss um að mér tækist að koma því til skila á pappír; að það yrði nógu áhugavert. Annar veiga- mikill þáttur í myndinni er tón- listin. Þegar askja Pandóru opnast og raddirnar heyrast; dramatíkin og stemmningin héldi sér ekki á blaði. Myndin er eins og ópera fyrir mér og mér fínnst hún þjóna betur sögunni heldur en bók. Mér datt aldrei í hug að skrifa bók eftir sögunni.“ - Ætlarðu að gera handrit eftir einhverri af bókum þín- um? „Nei,“ svarar Auster ákveð- ið. - Þú vilt þá heldur skrifa söguna beint í handrit eða gefa hana út í bók. Ekki vinna upp úr öðru hvoru. „Já, það er hárrétt." - Ætlarðu að gera fleiri kvikmyndir? „Ég hef ekki hugmynd um það,“ svarar Auster. „Þetta er nýtt tjáningarform þótt kjarn- inn sé frásögn. Ég lét teyma mig út í þetta, er ánægður með afraksturinn og þetta hefur verið sannkallað ævintýri." - Hvenær ákvaðstu að gerast rithöfundur? „Ég var nokkuð viss um að ég ætlaði leggja þetta fyrir mig þegar ég var fimmtán, sextán ára.“ Reuters WILLEM Dafoe, Mira Sorvino og Paul Auster við frumsýningu Lúlú á brúnni í Cannes. - Hafðirðu fengist við skrift- ir? „Já, ég skrifaði alltaf, jafn- vel sem krakki,“ svarar Aust- er. „Það voru sögur og ljóð og vitaskuld er þetta alveg hræði- legt aflestrar. En ég hafði gaman af þessu.“ - Þér hefur ekki dottið í hug að gerast leikari? „Nei, það mun aldrei ger- ast.“ - Hefurðu hent fullkláraðri skáldsögu? „Nei, en ég hef hent fjórð- ungi úr skáldsögu, hálfri skáld- sögu.“ - Hvernig tilfinning var það? „Hræðileg," svarar Auster með hryllingi. „Það var eins og barn hefði dáið.“ Listamaður rændur list sinni - Vaknaðirðu kannski með hugmyndina að öskju Pandóru þarna um morguninn? [Myndin kemur mikið inn á öskju Pan- dóru fyrstu konu mannkyns í grískum goðsögnum. Seifur fól henni öskju með meinum mannanna og bað hana að gæta hennar. Hún opnaði hana af forvitni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.