Morgunblaðið - 28.01.1999, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Milljóna-
þjófnaður í
rafeinda-
tækjaverslun
BROTIST var inn í rafeindatækja-
verslunina Rafeindatæki í Suður-
veri í fyrrinótt og þaðan stolið
verðmætum munum, auk þess sem
talsverðar skemmdir voru unnar.
Jón Sen eigandi verslunarinnar
segir erfitt að meta tjónið en það
sé að minnsta kosti vel á aðra millj-
ón króna.
Uppvíst varð um þjófnaðinn þeg-
ar starfsmenn komu til vinnu í
gærmorgun og kom þá í ljós að
þjófarnir höfðu haft á brott með
sér talsvert magn af talstöðvum,
eða um fimmtíu stykki, og fjölda
svokallaðra skanna. Málið er í
rannsókn.
--------------
• •
Olvaður
á kostnað
vákorts
LÖGREGLAN í Reykjavík hand-
tók ölvaðan ökumann í gærmorg-
un, eftir að ábendingar höfðu
borist um að ekki væri allt með
felldu varðandi manninn.
Gerðu víðreist
Hann reyndist hafa gert víðreist
um höfuðborgarsvæðið og greitt
fyrir ýmsar veitingar með vákorti,
auk þess að greiða gistingu á hóteli
og leigu á bílaleigubíl sem hann var
á þegar lögreglan stöðvaði hann.
Árvökulir starfsmenn hótelsins til-
kynntu lögreglu að maðurinn væri
ekki með traustan gjaldmiðil í fór-
um sínum.
Maðurinn hafði engar skýringar
á þessu athæfi sínu að sögn lög-
reglu, en hann mun ekki hafa kom-
ið áður við sögu lögreglu
Kostnaður vegna rúðubrota í grunnskólum tæpar 20 milljónir
Kannað hvort koma eigi
upp eftirlitsmyndavélum
HJÁ Fræðsluráði Reykjavíkur er verið að kanna
hvort koma eigi upp eftirlitsmyndavélum við
grunnskóla borgarinnar til að fyrirbyggja rúðu-
brot og önnur skemmdarverk, en á síðasta ári
var kostnaður vegna ráðubrota í skólum tæpar
20 milljónir. Að sögn Ólafs Darra Andrasonar,
forstöðumanns fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur, var síðasta ár óvenju slæmt, en
eldri dæmi væru um rúðubrot fyrir 800-900 þús-
und í einum skóla yfir eina helgi. Eftirlitsmynda-
vélar hafa verið settar upp við tvo skóla í til-
raunaskyni og segir Sigrán Magnúsdóttir, for-
maðui’ Fræðsluráðs, að myndavélarnar sem sett-
ar voru upp við Rimaskóla hafi gefið góða raun.
Sigrán segir að skemmdarverk og ráðubrot í
skólum hafi átt sér stað svo lengi sem elstu menn
muna og ástandið að undanfómu sé ekki verra en
oft áður. „Þar sem öryggismyndavélar hafa verið
settar upp eins og í Rimaskóla hefur ástandið
stórlagast,“ sagði hún. „Skólinn er nýr og fjöl-
mennur og eftir að myndavélar voru settar upp á
síðasta ári kom nánast ekkert fyrir. Það styður
ákvörðun um að öryggismyndavélum verði komið
upp, en við höfum verið feimin við það vegna um-
ræðna sem spunnust í kjölfar myndavélanna sem
settar voru upp í miðbænum. Reynslan sýnii- þó að
þetta er nokkuð sem á að setja upp við skólana."
f eftirlit á nýársnótt
Sigrún sagði að skólastjóri Foldaskóla hefði
greint frá reynslu sinni á fundi Fræðsluráðs, en á
nýársnótt hefði hann, eins og reyndar margir
aðrir skólastjórar í Reykjavík, farið eftirlitsferðir
um skólann. Síðast kom hann þar klukkan tvö að
nóttu án þess að verða var við umgang en starfs-
maður skólans, sem átti leið um undir morgun,
náði að mynda eldri unglinga og nemendur skól-
ans, sem stóðu fyrir ráðubroti af ásetningi með
því að hengja sprengjur á rúðurnar. „Það var því
strax vitað hverjir voru skemmdarvargarnir í
Foldaskóla og það mál er í rannsókn," sagði hún.
„Það var því ekki eingöngu í Hagaskóla sem
nemendur voru teknir með sprenejur. Sem for-
manni Fræðsluráðs fannst mér þtetta erfitt, því
það var eins og mál Hagaskóla væri sértækt -
eins og svona gerðist ekki - en þetta er það sem
skólastjórar hafa verið vakandi yfir undanfarin
ár frá áramótum og fram yfir þrettándann en síð-
an dregur úr skemmdarverkunum á öðrum árs-
tíma.“
Sóun á fé
Ólafur Darri sagði að kostnaður vegna ráðu-
brota í grunnskólum á síðasta ári hefði verðið tæp-
ar 20 milljónir. Sagði hann að það ár hefði verið
óvenju slæmt og líklega það versta sem starfs-
menn Fræðslumiðstöðvarinnar þekktu til. Nefndi
hann dæmi sem að vísu væri eldra um að á einni
helgi hefðu ráður verið brotnar fju-ir 800-900 þús.
í einum skólanna. Sagði hann erfitt að segja til um
hvaða árstími væri verstur. „Við viljum leggja
áherslu á að skoða hvort við getum með fyrir-
byggjandi hætti komið í veg fyrir skemmdar-
verk,“ sagði hann. „Þetta er gífurleg sóun á fé og
við sjáum fram á hvað við gætum gert margt fyrir
þessar fjárhæðir, sem eru tugir milljóna."
VÍÐA urðu ökumenn á höfuðborgarsvæðinu að leita ásjár lijálpfúsra
samborgara til að bjarga sér af stað í snjónum í gærmorgun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BYRJAÐ var að ryðja snjó af helstu leiðum snemma morguns og var
þessi mynd tekin í Árbæjarhverfi.
Miklar tafir en engin slys
Vörubíll ók á
dráttarvél
ÖKUMAÐUR dráttarvélar sem
var við snjómokstur á Austurvegi
um miðjan dag í gær var fluttur
með lítilsháttar meiðsli á heilsu-
gæslustöðina á Selfossi eftir að
vörubíll ók á dráttarvélina. Öku-
maður vörabílsins slapp ómeidd-
ur._
Ágætt veður var þegar slysið
varð en talið er að hraðinn á vöra-
bílnum hafi verið of mikill eða
hálka með þeim hætti að erfiðlega
hafi gengið að stöðva farartækið,
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Selfossi.
TALSVERÐAR tafir urðu í um-
ferðinni á höfuðborgarsvæðinu í
gærmorgun eftir að snjóað hafði
fyrr um morguninn en hvassviðri
með snjókomu gekk niður þegar
leið að birtingu. Lögreglan sagði
umferð hafa gengið hægt, sér-
staklega úr Grafarvogs-, Árbæjar
og Breiðholtshverfum en ekki var
vitað um slys og óhöpp voru að-
eins minni háttar.
Snjóruðningstæki Reykjavíkur-
borgar voru gerð út af örkinni í
býtið og náðu þau að ryðja flestar
aðalleiðir þegar umferðarþunginn
tók að aukast uppúr 7. Umferð
gekk hægt og mynduðust langar
bflaraðir til dæmis á Kringlumýr-
arbraut og Miklubraut og fóru
þær ekki nema fetið þegar hæg-
ast gekk. Urn 10 leytið var um-
ferðin að miklu leyti komin í samt
lag og þá voru snjóruðningsmenn
einnig farnir að sinna úthverfum
og íbúðahverfum víðast hvar í
borginni.
Vilberg Ágústsson, yfirverk-
stjóri hjá gatnamálastjóra, sagði
síðdegis að þokkalega hefði geng-
ið að ryðja húsagötur en kvað
ljóst að verkinu lyki ekki fyrr en
fyrri partinn í dag. Hann sagði
borgarstarfsmenn jafnan hefja
ruðning og saitburð á sjö bflum
klukkan 4 að morgni og væri unn-
ið á tvískiptri vakt. Stendur seinni
vaktin frá 12.30 til 23. Auk þess
væru síðan kallaðir út verktakar
með margs konar gröfur og snjó-
ruðningstæki til viðbótar. Voru 16
slíkir á ferð í gær frá 4 í 19 í gær-
kvöld.
Andlát
VALDIMAR
JÓHANNSSON
Verk að vinna
í dag, fimmtudag, kl. 17:00
Fundur um málefni heyrnarlausra
og heyrnardaufra í Hafnarstræti 1.
Táknmálstúlkur verður á fundinum.
Á morgun, föstudag
Opið í prófkjörsmiðstöðinni, Hafnarstræti 1,
kl. 10-22. Heitt á könnunni.
Prófkjörsmiöstöð Ástu R.
Hafnarstræti 1-3
stmi 552 4333 Góðœtið til cillra!
Ásta R. Jóhannesdóttir
þingmaður Reykvíkinga
VALDIMAR Jóhanns-
son bókaútgefandi er
látinn, 83 ára að aldri.
Valdimai' fæddist 28.
júní 1915 að Skriðu-
landi í Arnameshreppi
í Eyjafirði. Hann var
sonur hjónanna Jó-
hanns Páls Jónssonar
bónda að Skriðulandi
og Önnu Jónsdóttur
húsfreyju.
Valdimar lauk kenn-
araprófi frá Kennara-
skóla íslands árið 1937
og starfaði sem kennari
við Samvinnuskólann næstu þrjú ár-
in, en jafnframt blaðamaður á Nýja
dagblaðinu. Auk þess sótti hann fýr-
irlestra um íslenskar bókmenntir í
Háskóla íslands í tvo vetur. Hann
var ritstjóri tímaritsins Vöku frá
1938-39 og tók við starfi ritstjóra
vikublaðsins Þjóðólfs árið 1940. Árið
1943-44 var hann blaðamaður við Al-
þýðublaðið og árið 1945 stofnaði
hann bókaútgáfuna Iðunni sem síðar
varð stærsta útgáfufyr-
irtæki landsins undir
hans stjórn. Var hann
forstjóri Iðunnar frá
1945-1988.
Valdimai' var formað-
ur Félags íslenskra
bókaútgefenda um
margra ára bil. Hann
var einnig formaður
Þjóðvarnarflokksins
þegar hann var stofnað-
ur árið 1953 og gegndi
því embætti til 1960.
Auk þess átti hann sæti
í Fræðsluráði Reykja-
víkur frá 1954-58.
Gylfi Gröndal skráði endurminn-
ingar Valdimars og komu þær út ár-
ið 1997.
Valdimar kvæntist Ingunni Ás-
geirsdóttur og eignuðust þau þrjú
börn: Ásgeir Má, Önnu og Jóhann
Pál.
Útför Valdimars verður gerð frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 3.
febrúar klukkan 15.
Samkeppni um
íbúðir á Grænlandi
íslenskir
arkitektar
taka þátt
TVEIMUR hópum íslenski'a
arkitekta hefur nýlega verið
boðið að taka þátt í norrænni
samkeppni á vegum Grpn-
landsbankens Erhevsfond um
skipulag og hönnun íbúða á
Grænlandi. Auk þeirra er boð-
ið til þátttöku hópum arkitekta
frá Grænlandi, Danmörku,
Svíþóð, Færeyjum og Noregi.
Islensku hóparnir eru:
Batteríið ehf. - arkitektar. I
þessum hópi era m.a. arki-
tektarnir Arnór Skúlason,
Gunnar Ottósson, Jón Ólafur
Ólafsson, Kári Eiríksson og
Sigurður Einarsson.
Framkvæmdastjóri Batter-
ísins er Sigurður Einarsson
arkitekt.
Skipulags,- arkitekta- og
verkfrfræðistofan ehf. í sam-
vinnu við Architecten en In-
genieursburau Kristinsson
B.v.
í þessum hópi era m.a. arki-
tektarnir Alena Anderlova,
Gestur Ólafsson, Haukur
Viktorsson, Guðrún Jónsdótt-
ir, Jón Kristinsson, Knútur
Jeppesen og Pétur Örn
Björnsson.
Áætlað er að á næstu árum
sé nauðsynlegt að byggja
1.500 íbúðir á Grænlandi og
þar af 1.200 íbúðir í höfuðborg
Grænlands, Nuuk.