Morgunblaðið - 28.01.1999, Side 6

Morgunblaðið - 28.01.1999, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Formaður YR Sveitarfélög ógna stöðug- leikanum HÆKKANIR á gjaldskrá sveitarfé- laga eru alvarleg ögrun við launþega og stx)fna stöðugleikanum í alvarlega hættu, að mati Magnúsar L. Sveins- sonai’, formanns Vei’zlunarmannafé- lags Reyirjavíkur. Þetta kemur fi-am í leiðara sem Magnús ritar í nýjasta hefti VR-blaðsins, sem kemm- út í dag. Magnús minnir á að við gerð síð- ustu kjarasamninga hafi verið geng- ið út frá þeim grundvallai-forsend- um, að launahækkanir sem samið var um, væru innan þeirra marka, að þær myndu ekki stofna í hættu stöð- ugleikanum í efnahagsmálum og skiluðu sér í auknum kaupmætti. Þetta hafi gengið eftir auk þess sem ríkisvaldið ákvað í mars 1997 að lækka tekjuskattinn um 4 prósentu- stig í tengslum við gerð kjarasamn- inganna. Skattalækkunin hafí tryggt hluta af þeim kaupmætti, sem orðið hafi frá gerð kjarasamninganna. Um síðustu áramót hafi hins vegar nokk- ur sveitarfélög gengið fram fyrir skjöldu og hrint af stað skriðu hækk- ana á útsvari og ýmsum gjaldskrám og þjónustugjöldum, sem í sumum tilvikum nemi tugum prósenta. „Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, hækkaði útsvai-ið um tæp 7%, eða nærri einn milljarð króna, sem er næstum sama upphæð og ríkisvaldið lækkaði tekjuskattinn um um síðustu áramót, og gerði með því að engu þann kaupmáttarauka sem launþegar voru í góðri trú um að kæmi í þeirra hlut vegna skatta- lækkunar ríkisvaldsins. Hækkanir á ýmsum gjaldskrám og þjónustu- gjöldum nemur í sumum tilfellum tugum prósenta. Slíkar hækkanir hafa ekki sést síðan á verðbólgutíma- bilinu, sem eyddi öllum kaupmætti launa jafnóðum,“ segir Magnús í leiðaranum. ---------------- Sjö bæjar- stjóraefni á Hornafírði SJÖ umsóknir bárust um stöðu bæj- arstjóra Hornafjarðar, en umsóknar- frestur rann út í upphafi vikunnar. Umsækjendur eru: Bjöm Bald- ursson, lögfræðingur, Reykjavík; Erlingur Ai’narson, sjávarútvegs- fræðingur, Vogum; Garðar Jónsson, deildarstjóri, Reykjavík, Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri, Raufarhöfn; Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri, Ólafsfirði; Helga Leifsdóttir, lög- maður, Reykjavík, Jón Ingi Jónsson, fangavörður, Selfossi. Stui’laugur Þorsteinsson, bæjar- stjóri á Homafirði, hefur sagt starfinu lausu. Búist er við þvi að ákvörðun um ráðningu nýs bæjarstjóra verði tekin á næsta bæjarstjómarfundi, sem haldinn verður í upphafi febrúai’. Mesta aukning meðalafurða frá upphafí skýrsluhalds nautgriparæktarfélaganna Jörfabúið setur nýtt Islandsmet í meðalnyt EINDÆMA heyskapartíð á Suð- urlandi í sumar og loforð afurða- stöðva um að kaupa umframmjólk við 75% verði hefur leitt til mikillar aukningar mjólkurframleiðslu í vetur. Þetta er einnig talin megin- skýringin á því að meðalnyt í kúm á búum sem taka þátt í skýrslu- haldi nautgriparæktarfélaganna jókst á síðasta ári um tæp 160 kfló, meira en nokkra sinni áður. Jörfa- búið í Kolbeinsstaðahreppi er af- urðahæsta kúabú landsins, með 6.910 kg eftir hverja árskú, og er það nýtt Islandsmet. Meðalnytin var á síðasta ári 4.392 kg mjólkur en var 4.233 kg árið áður og nemur aukningin því 159 kg mjólkur eða tæpum 4% á milli ára. Að sögn Jóns Viðars Jónmundsson- ar, nautgriparæktaiTáðunauts Bændasamtaka Islands, er þetta mesta aukning í meðalnyt sem sést hefur síðan skýrsluhaldið var tekið upp. Kjamfóðumotkun hefur aukist á sama tima um tæp 100 kfló og nam að meðaltali 699 kfló á hverja árskú. Svara vel hvatningu Jón Viðar telur að tvennt valdi þessari miklu aukningu. Bændur hafi augljóslega svarað mjög vel til- boði afurðastöðvanna um að auka mjólkurframleiðslu gegn því að fá fullt verð fyrir alla mjólk umfram gi’eiðslumark, eða að minnsta kosti fyrir próteinhluta hennar. Þá segir hann að gott árferði hafi sín áhrif, sérstaklega á Suðurlandi, en í haust hafí bændur þar átt meiri og betri hey en oftast áður. „Það kemur í ljós að bændur hafa getað nýtt sér vel vannýtta afkastagetu kúa- stofnsins til að auka mjólkurfram- leiðsluna. Gripimir hafa svarað því þegar þeim hefur verið boðið að framleiða meira,“ segir Jón Viðar. Mesta aukning meðalafurða hef- ur verið á Suðurlandi. Meðalafurð- ir þar era nú tæplega 4.450 kfló mjólkur eftir hverja ái’skú. Er það umfram meðaltal, sem er nýtt, því meðalnytin á Suðurlandi hefur venjulega verið undir meðallagi. Munar veralega um þetta í heildar- tölum því Suðurland í heild er mesta mjólkurframleiðslusvæði landsins. Mesta meðalnyt var þó, eins og á síðasta ári, í Skagafirði, 4.638 kg. Jörfabúið afurðahæst Listi yfir afurðamestu kýmar og afurðahæstu kúabúin er birtur í Velferð fólks - verndun umhverfis Afurðahæstu kýrnar 1998 Mjólk, kg Kýr Bær 1. Nína 149 11.171 Leirulækjarsel, Mýrum 2. Ljóma 064 10.633 Akbraut, Holtum 3. Skauta 300 10.182 Sigtún, Eyjafjarðarsveit 4. Orka 248 9.984 Skipholt III, Hrunamannahreppi 5. Kóróna 130 9.240 Berustaðir, Ásahreppi 6. Skotta 116 9.162 Leirulækjarsel, Mýrum 7. Gola 139 9.125 Guttormshagi, Holtum 8. Gæfa 167 9.055 Berustaðir, Ásahreppi 9. Skauta 102 9.002 Jörfi, Kolbeinsstaðahreppi Afurðahæstu kúabúin 1998 Bær og bú 1. Jörfi, Kolbeinsstaðahreppi, Jörfabúið 2. Akbraut, Holtum, Daníel Magnússon 3. Búrfell, Miöfirði, Jón og Sigurbjörg 4. Baldursheimur, Mývatnssveit, Félagsbúíð 5. Brakandi, Hörgárdal, Viöar Þorsteinsson 6. Leirulækjarsel, Mýrum, Reynir Gunnarsson 7. Dýrastaðir, Norðurárdal, Ragnheiður og Klemens 8. Voðmúlastaðir, A-Landeyjum, Hlynur og Guðlaug 9. Kirkjulækur II, Fljótshlíð, Eggert og Páll 10. M-Hattardalur, ísafjarðardj., Magnús Jónsson 11. Daufá, Skagafirði, Efemía og Egill_______________ Samkvæmt skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna, bú með 10 árskýr eða fleiri Árskýr Mjólk/ árskú kg Kjarn- foður, kg 15,4 6.910 946 16,0 6.821 1.121 23,4 6.615 1.365 15,4 6.463 1.207 24,7 6.359 903 23,1 6.356 954 17,0 6.185 1.034 20,4 6.076 905 35,3 6.046 664 11,2 6.025 1.096 34,2 6.019 1.290 meðfylgjandi töflu. Nína 149 í Leiralækjarseli í Mýrasýslu skilaði mestum afurðum á árinu, 11.171 kg mjólkur. Sú kýr sem er í níunda sæti í ár mjólkaði svipað og afurða- mesta kýrin á árinu á undan og sýnir það ljóslega hversu mikil aukningin er á milli ára. Nína er þó enn tæpum þúsund kílóum frá Is- landsmeti Snúllu á Efri-Branná, sem mjólkaði 12.153 kg á árinu 1994. Jörfabúið í Kolbeirisstaðahreppi á Snæfellsnesi var með mestu meðalafurðir búa sem þátt taka í skýrsluhaldi nautgriparæktarfé- laganna, 6.910 kíló mjólkur. Eru það mestu afurðir sem þekkst hafa hjá kúabúi hér á landi. Fyrra Islandsmet áttu fýrri ábúendur Efri-Brunnár í Dölum, 6.594 kg, og var það sett árið 1994. Þrjú efstu kúabúin nu eru yfir gamla íslandsmetinu. í öðru sæti varð Daníel Magnússon á Akbraut í Holtum og Jón og Sigurbjörg á Búrfelli í Miðfirði, sem voru með mestu meðalafurðir á árinu 1997, urðu nú í þriðja sæti. Hvorki búið á Jörfa né Akbraut voru inni á „topp 10“ listanum fyrir tveimur árum. Bæði era þau undir meðal- stærð. Hins vegar vekur athygli að tvö tiltölulega stór bú, Kirkju- lækur II í Fljótshlíð og Daufá í Skagafirði, eru nú á lista yfir af- urðahæstu búin. Að fara úr böndunum Jón Viðar Jónmundsson segir að vegna þess að framleiðsluaukning- in hafi byrjað að koma fram á síð- ari hluta síðasta árs megi búast við að hún haldi áfram út verðlagsárið. Að því gefnu að afurðastöðvarnar bjóði áfram fullt verð fyrir um- frammjólkina megi búast við enn meiri mjólkurframleiðslu á nýbyrj- uðu ári en því síðasta. Til Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi hefur frá því í september borist 12-14% meiri mjólk en á sama tíma á síðasta ári og segir Birgir Guðmundsson mjólkurbús- stjóri að svipuð aukning sé á land- inu í heild. Hann segir að þetta stafi af afspymugóðum heyforða á Suðurlandi og góðum árangi’i bænda við að ná niður framutöl- unni í mjólkinni en þó enn frekar af hvatningu afurðastöðvanna til bænda um að framleiða meira. Að mati foiráðamanna mjólkur- iðnaðarins vora birgðir osta orðnar of litlar í haust og hætta á að fýrir- tækin gætu ekki þjónað markaðn- um nægilega vel. Töldu þeir æski- legt að auka mjólkurframleiðsluna um eina til eina og hálfa milljón lítra umfram greiðslumark. Var farin sú leið að hvetja mjólkursam- lögin til að greiða bændum fullt verð fýrir próteinhluta mjólkurinn- ar á verðlagsárinu, það er 75% af- urðastöðvaverðs. Það hafa samlög- in gert og einhver þeirra einnig greitt fullt verð fyrir fituna og þar með sama verð fýrir mjólk innan og utan gi-eiðslumarks. Verðlags- árið stendur til 31. ágúst næstkom- andi. Birgir Guðmundsson telur að með þessum aðgerðum hafi verið gengið of langt í hvatningu til auk- innar framleiðslu og að hún sé að fara út böndunum. Spáir hann því að með sama áframhaldi nemi framleiðslan á verðlagsárinu 5-8 milljón lítram umfram greiðslu- mark. Það leiðir til þess að mjólk- urdufts- og smjörfjall fer að mynd- ast á nýjan leik hér á landi. „Með því myndu þessar aðgerðir snúast upp í andhverfu sína. Birgðir safn- ast upp og íþyngja rekstri afurða- stöðvanna sem gæti skert mögu- leika þeirra til að greiða arð og að á næstu áram verði vart hægt að greiða krónu fyrir umframmjólk,“ segir Birgir. Partafélagið sf. ekki sjálfstæður skattaðili Eini tilgangnrinn með stofnun að lækka tekjuskatt eigenda HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Partafélagsins sf., Jóns Helga Guðmundssonar og Jóns Þórs Hjaltasonar, gegn íslenska ríkinu. Féllst Hæstiréttur á með héraðs- dómi að eini tilgangurinn með stofnun Partafélagsins sf. árið 1992 hefði verið sá að færa persónulegar tekjur eigenda þess inn í sameign- arfélagið í því skyni að þeii’ greiddu lægri tekjuskatt. Var ríkið sýknað af kröfu málshöfðenda um ógildingu úrskurða skattstjóra í kæramálum þeirra og endurá- kvörðun opinberra gjalda fyrir gjaldárin 1993 til 1996. Málavextir vora þeir að með stofnsamningi dagsettum 20. maí 1992 stofnuðu Jón Helgi og Jón Þór Partafélagið sf. en þeir vora þá eig- endur stærsta hluta hlutafjár í BYKO hf. og Jónum hf. Tilgangur félagsins var sagður eignaumsýsla, rekstur fasteigna og skyldur rekst- ur. Vai’ félagið skráð hjá firmaskrá Kópavogs hinn 17. september 1992. Svo var um samið milli eigenda að sameignarfélagið skyldi verða eig- andi alls hlutafjár þeirra í BYKO hf. og Jónum hf. og rekið sem sjálf- stæður skattaðili og vora kaup- samningar gerðfr um kaup sameign- arfélagsins á hlutabréfum eigenda í BYKO hf. hinn 20. maí 1992 og hinn 27. október 1992 um hlutabréfin í Jónum hf. Hvor um sig seldi Parta- félaginu sf. hlutabréf í BYKO hf. að nafnvirði 40.513.000 kr. og hlutabréf í Jónum hf. að nafnvirði 29.199.000 kr. Taldi sameignarfélagið fram sem sjálfsteeður skattaðili, fýrst íýrir tekjuárið 1992 og síðan upp frá því. 25% álag Eftir athugun á bókhaldi Parta- félagsins sf. ákvað skattstjórinn í Reykjanesumdæmi árið 1996 að falla frá allri skattlagningu á sam- eignarfélagið og skattleggja tekj- ur og eignir félagsins með tekjum og eignum eigendanna. Jafnframt var bætt 25% álagi við skattstofna eigenda. Taldi skattstjóri að Partafélagið hefði verið stofnað til málamynda. Félagið hefði ekki haft atvinnustarfsemi með hönd- um á árinu 1992 né síðar og gæti því ekki verið sjálfstæður skattað- ili. Tiltók skattstjóri meðal annars þau rök að engin gögn væru meðal bókhaldsgagna félagsins sem staðfestu móttöku á arði frá BYKO hf. eða greiðslu á vöxtum til eigenda þess. Hlutabréfin hefðu verið seld félaginu á nafn- virði þó að Ijóst væri að það verð væri fjarri sannvirði. Ekki væri tekið fram í samningnum um kaup á hlutabréfunum með hvaða hætti andvirði þeirra skyldi greitt. Málið fluttu Helgi V. Jónsson hrl. fyrir hönd málshöfðenda og Jón G. Tómasson hrl. ríkislögmað- ur af hálfu íslenska ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.