Morgunblaðið - 28.01.1999, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Páfí
gegn
St. Louis. Reuters.
JÓHANNES Páll páfi ávarpaði
þúsundir bandarískra ungmenna í
St. Louis í Missouri í fyrrakvöld og
hvatti þau til að nota trúna á Kiist
til að berjast gegn því sem hann
kallaði „dauðamenningu“. Hann
brýndi einnig fyrir Bandaríkja-
mönnum að spoma við ofbeldi, kyn-
þáttahatri og skorti á virðingu fyrir
mannslífinu.
Páfi ræddi við Bill Clinton
Bandaríkjaforseta skömmu eftir
komuna til St. Louis í fyrrakvöld
eftir fjögurra daga ferð til Mexíkó
þar sem hundruð þúsunda manna
Páfagarður
Fyrsta sær-
ingabókin
frá 1614
Páfagarði. Reuters.
PÁFAGARÐUR hefur gefið út
fyrstu helgisiðabókina um
andasæringar frá árinu 1614
og varað við því að djöfullinn
hafi ekki enn lagt upp laupana.
Jorge Arturo Medina
Estevez kardináli sagði þegar
hann kynnti bókina í fyrradag
að þótt til væru kaþólikkar sem
efuðust um tilvist djöfulsins
væru aldagamlar kenningar
kirkjunnar enn í fullu gildi og
enginn vafi léki á því að djöfull-
inn væri til.
Bókin er 84 síður og á latínu.
Textanum frá 1614 hefur verið
breytt með tilliti til nútímavís-
inda og særingamönnum kirkj-
unnar er þar nú sagt í fyrsta
sinn að ráðfæra sig við lækna
áður en þeir hefja særingar ef
vafi leikur á því að menn séu
haldnir illum öndum.
Sagt er að Jóhannes Páll
páfi hafi eitt sinn sært burt ill-
an anda úr manni í Páfagarði
og hann hefur sagt nokkrum
sinnum að hann trúi á tilvist
djöfulsins. Hann sagði t.a.m. í
Þýskalandi árið 1987 að hryll-
ingur síðari heimsstyrjaldar-
innar, m.a. útrýmingarbúðir
nasista, væri sönnun þess að
djöfullinn væri enn til.
Gott hiilukerfi tryggir hámarks nýtingu á
plássi hvort sem er í bílskúr eða vörugeymslu.
Bjóðum allskonar lager- og hillukerii sem
henta þinum þöríum.
Mjög gott verð!
Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur.
Lagerlausnir eru okkar sérgrein
MECALUX
- gæði fyrir gott verð
. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
gail
SUNDABORG 1 • SÍMI568-3300
hvetur til baráttu
„dauðamenning-u “
Reuters
JÓHANNES Páll páfi ávarpar 20.000 banda-
rísk ungmenni í St. Louis.
komu saman til að fagna honum.
Clinton lauk lofsorði á páfa fyrir
trúarlega og andlega leiðsögn hans
ó þeim 20 árum sem liðin eru frá því
hann varð æðsti maður kaþólsku
kirkjunnar. „Fólk þarf enn að heyra
boðskap þinn, að allir séu börn
guðs ... að allt óréttlæti fortíðar-
innar réttlæti aldrei óréttlæti sam-
tímans," sagði forsetinn.
Páfi ávarpaði um 500 fjölskyldur
sem tóku á móti honum í St. Louis
og sagði að Bandaríkjamenn þyrftu
að spoma við skorti á virðingu fyrir
mannslífinu, hvort sem hann birtist
í fóstureyðingum, líknardrápum eða
hernaði. „Baráttan stendur núna
milli menningar, sem virðir, hlúir að
og fagnar gjöf lífsins, og menningar
sem leitast við að lýsa því yfir að
hópar manna - hinir ófæddu, þeir
sem eru haldnir ólæknandi sjúk-
dómum, lama menn og aðrir sem
taldir eru „gagnslausir" - njóti ekki
lagalegrar verndar."
Páfi hvatti Bandaríkjamenn til að
berjast gegn „dauðamenningunni“
og nefndi sem dæmi fátækt og
hungur, vopnuð átök, eiturlyfja-
smygl og kynþáttahatur. „Aðeins
háleitari siðferðishugsýn getur örv-
að menn til að velja lífið.“
Páfi ávarpaði einnig um 20.000
ungmenni á íþróttaleikvangi í St.
Louis og sagði að þau þyrftu að
nota ljós trúarinnar til að sjá í gegn-
um myrkrið, sem einkenndist oft af
ofbeldi glæpaflokka, kynferðislegri
misnotkun, eiturlyfjum, vonleysi og
örvæntingu.
Páfi flutti síðan ávarp
við messu í St. Louis í
gær þar sem hvatti
Bandaríkjamenn til þess
að binda enda á dauða-
refsingar, sem hann
sagði bæði grimmdar-
legar og ónauðsynlegar.
Um 100.000 manns
sóttu messuna.
Rætt um Irak
og Kúbu
Clinton og páfi rædd-
ust við í 20 mínútur í
flugskýli Bandaríkja-
hers íyrir orrustuþotur
af gerðinni F-15 á flug-
vellinum í St. Louis.
Talsmaður páfa, Joaquin
Navarro-Valls, sagði að
þeir hefðu meðal annars
rætt íraksmálið og bætti
við að afstaða þeirra
beggja til þess væri þeg-
ar kunn. Páfagarður hef-
ur gagnrýnt loftárásir
Bandaríkjamanna á írak
og sagt að hernaðarað-
gerðir leysi ekki vanda-
málin, heldur torveldi
úrlausn þeirra.
Þeir ræddu einnig þá
ákvörðun Bandaríkja-
stjórnar að slaka á viðskiptabann-
inu á Kúbu tæpu ári eftir að páfí
gagnrýndi bannið í sögulegri heim-
sókn til landsins. „Það hafa orðið
nokkrar breytingar en meira þarf
til,“ sagði Navarro-Valls.
Clinton sagði að páfi, sem er 78
ára, hefði verið „skýr, kröftugur og
skarpur" á fundinum. „Heilsa hans
er góð, þótt hreyfingarnar gefi það
ekki til kynna. Hann er undraverð-
ur maður."
fhaldsmenn reiðast vegna fréttar um „hreinsanir“
Haffue seerir enera upp-
stokkun á döfínni
London. The Daily Telcgraph, Reuters.
WILLIAM Hague, leiðtogi íhalds-
flokksins breska, sagði í fyrrakvöld
ekkert hæft í þeim fréttum að hann
hygðist „hreinsa til“ í skuggaráðu-
neyti sínu. „Það eru allir öruggir í
sínu starfi í skuggaráðuneyti mínu,“
sagði Hague í samtali við frétta-
mann BBC. „Það er engin upp-
stokkun íyrirsjáanleg í nánustu
framtíð.“
Mun Gillian Shephard, talsmaður
flokksins í umhverfismálum, hafa
gengið á fund Hagues allt annað en
kát í bragði og krafið hann skýringa
á frétt dagblaðsins The Daily Tel-
egi-aph á þriðjudag þar sem hún var
sögð eiga á hættu að verða rekin,
auk nokkurra annarra af reyndustu
liðsmönnum skuggaráðuneytisins.
Mun Hague hafa fullvissað hana um
að hún þyrfti engu að kvíða en að
sögn vina Shepards hefði hún sagt
af sér ella.
Á þriðjudag hafði því verið hald-
ið fram að ráðgjöfum Hagues þætti
sýnt að flokknum hefði ekki tekist
að bæta stöðu sína svo nokkru
næmi undanfarnar vikur þrátt fyr-
ir að ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins hefði lent í hverju
hneykslismálinu á fætur öðru.
Fyndist mörgum ráðgjöfum Hagu-
es því nauðsynlet að hreinsa til í
framvarðarsveit flokksins en þar
er enn að finna marga þeirra sem
aðild áttu að síðustu ríkisstjórn
íhaldsmanna.
Auk Shephards voru nefndir þeir
Michael Howard og John Redwood.
Þá var Norman Fowler, talsmaður í
innanríkismálum, einnig sagður
valtur í sessi.
Mun Hague vera allt annað en
ánægður því þetta tjaðrafok nú
bindur í raun hendur hans, hafi
hann á annað borð hugleitt upp-
stokkun, þar sem hann hefur orðið
að fullvissa þá sem helst voru
nefndir til sögunnar um að þeir séu
ekki á förum.
Þá er bent á að of snemmt sé að
ræða uppstokkun því Hague hefði
hvort eð er aldrei látið til skarar
skríða fyrr en að afloknum kosning-
um til nýrra þjóðþinga í Skotlandi
og Wales í maí og Evrópuþings-
kosninga í júní. Er ekki heldur talið
alveg víst að Hague hefði látið allt
„gamla liðið“ fjúka á einu bretti, lík-
legra væri að hann hefði reynt að
framkvæma breytingarnar í tveim-
ur skrefum á þeim tíma sem eftir
lifir fram að næstu þingkosningum,
árið 2002.
Vilja taka upp „mýkri“
íhaldssemi
Mesta athygli vöktu á þriðjudag
þær staðhæfingar að John Redwood
og Michael Howard yrðu látnir
fjúka. Redwood, sem verið hefur
talsmaður flokksins í viðskipta- og
iðnaðarmálum, þykir hafa skotið
föstum skotum á ríkisstjórnina og
Howard, fyrrverandi innanríkisráð-
herra sem nú sinnir utanríkismálum
í skuggaráðuneyti Hagues, er sagð-
ur samviskusamur og tryggur
flokksformanninum. Þrátt fyrir að
kunnugir segi þá hafa unnið gott
starf í stjórnarandstöðu eru þeir
hins vegar umdeildir og þykja ekki
höfða til almennings.
Ráðgjafar Hagues vilja nefnilega
að hann reyni að skapa flokknum al-
veg nýja og mannlegri ímynd, helst
í anda þeirrar „mjúku íhaldssemi"
sem repúblikaninn George Bush
yngri hefur kynnt í ríkisstjóratíð
sinni í Texas í Bandaríkjunum. Mun
Hague einmitt hitta Bush að máli í
næsta mánuði er hann fer vestur
um haf.
Leigubílstjórar óttaslegnir
Ósló. Reuters.
Sárefnisvörur
Karin Herzog
Kynning
í dag kl. 15-18 í
Fjarðarkaups Apóteki
09 R<ma Apóteki.
NORSKIR leigubílstjórar lögðu í
gær niður vinnu til að minnast fé-
laga síns sem myrtur var í fyrri-
nótt. Er þetta í annað sinn á tveim-
ur mánuðum sem leigubílstjóri er
skotinn í bíl sínum og eru bifreiða-
stjórarnir afar slegnir vegna þessa.
Talsmenn þeirra segja hættu á
ófremdarástandi, þar sem hætta sé
á að enginn vilji keyra að nætur-
lagi.
Umræðan um ofbeldi hefur tekið
á sig nýja mynd á undanförnum
mánuðum í Noregi vegna aukning-
ar ofbeldisverka, mikilli fjölgun
dauðsfalla vegna eiturlyfjaneyslu
og árása á leigubílstjóra. Á þriðju-
dag réðist ungur farþegi á bílstjóra
með hníf en sá slapp lítið meiddur.
Ekki er vitað hver ástæða morð-
anna á leigubílstjórunum er en
báðir voru skotnir undir stýri.
Fleiri
mannrán
í Jemen
ÞRÍR Þjóðverjar eru lentir í
höndum mannræningja í
Jemen, eftir því sem talsmaður
stjómvalda greindi frá í gær.
Sagði hann þýzka konu, bróður
hennar og móður hafa verið
numin á brott í Amran-héraði í
norðurhluta landsins, senni-
lega síðdegis á þriðjudag. Á
sama svæði hafa brezk hjón og
fjögurra manna hollenzk fjöl-
skylda verið í haldi mannræn-
ingja frá 17. janúar. Einnig var
greint frá því í gær að fimm
menn hefðu verið handteknir
sem sagðir eru tengjast fimm
Bretum og manni með franskt
vegabréf sem réttarhöld hófust
yfir í Jemen í gær, ákærðir um
að hafa áformað morð og
hermdarverk.
Bardagar
í Angóla
TALSMAÐUR uppreisnar-
hreyfingarinnar UNITA í
Angóla sagði í gær að borgin
Mbanza Congo hefði fallið í
hendur hennar, en sá sem hef-
ur borgina á valdi sínu mun
geta stýrt samgöngum til og
fró olíubænum Soyo. Þá sagði
talsmaðurinn UNITA-skæru-
liða einnig hafa hrundið sókn
stjómarhermanna við borgina
Malanje í norðurhluta landsins.
Lahnstein tek-
ur við olíu-
málunum
ANNE Enger Lahnstein,
menningarmálaráðherra Nor-
egs, mun taka við ráðuneyti
Marit Arnstad olíumálaráð-
herra þegar hún fer í barneign-
arleyfí frá marzlokum, að því
er Aftenposten greindi frá í
gær. Búizt er við að Lahnstein
segi af sér formennsku í Mið-
flokknum í marz til að gefast
tími til að sinna báðum ráðu-
neytum.
Línuþjófar
í Kasakstan
SKIPULAGÐIR hópar þjófa í
Kasakstan stunda það nú að
stela rafmagnslínum út um allt
hið risavaxna fyrrum sovétlýð-
veldi til að selja í brotajárn.
Talsmaður orkuveitu landsins,
KEGOC, skýrði frá þessu í
gær. KEGOC hefur lagt inn
kæru gegn mönnum sem voru
gripnir við að hlaða leiðslum á
vörubíl og stjórn veitunnar er
að íhuga að ráða menn til að
gæta hinna verðmætu orku-
leiðslna.
Georgía í Evr-
ópuráðið
UMSÓKN Kákasuslýðveldis-
ins Georgíu um aðild að Evr-
ópuráðinu, sem m.a. hefur eft-
irlit með mannréttindum og
lýðræði í Evrópu, fékk í gær
skilyrta blessun Ewópuráðs-
þingsins. Heimildarmenn inn-
an þingsins sögðu í gær að lík-
ur bentu til að hið fyrrverandi
sovétlýðveldi gæti orðið 41. að-
ildarríkið á næstu þremur til
sex mánuðum.