Morgunblaðið - 28.01.1999, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
é
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BARATTAN GEGN
TÓBAKSREYKINGUM
BARÁTTAN gegn tóbaksreykingum er nú háð af vax-
andi hörku um heim allan. Þar fer fremst í flokki
ríkisstjórn Clintons, Bandaríkjaforseta, sem á undanförn-
um árum hefur hvað eftir annað tekið nýtt frumkvæði í
þeirri baráttu. Tóbaksframleiðendur hafa brugðizt hart
við og oft náð umtalsverðum árangri eins og t.d. á síðasta
ári, þegar þeim tókst að koma í veg fyrir, að sett yrði
tímamótalöggjöf á Bandaríkjaþingi. Þeir Clinton og Gore,
en varaforseti Bandaríkjanna hefur haft ákveðna forystu í
þessu máli vestan hafs, hafa þó ekki látið deigan síga og í
stefnuræðu sinni í þinginu fyrir skömmu vék forsetinn
enn einu sinni að tóbaksreykingum og taldi sjálfsagt, að
tóbaksframleiðendur greiddu þann kostnað, sem heil-
brigðiskerfið hefði af framleiðslu þeirra. Framlag band-
arískra stjórnvalda til baráttunnar gegn tóbaksreyking-
um er það mikilvægasta, sem gerzt hefur á þessum vett-
vangi á þessum áratug og hefur haft hvetjandi áhrif á fólk
um víða veröld.
Hér á Islandi hefur orðið gjörbreyting á viðhorfi manna
til reykinga og þar hafa margir lagt hönd á plóginn. I
ræðu, sem forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti
sl. föstudag á ráðstefnu Tannlæknafélags íslands, gerði
hann baráttuna gegn tóbaksreykingum að umtalsefni á
þann veg, að eftir var tekið og sagði m.a.: „Islendingar
sýndu fyrr á öldinni hvaða árangri var hægt að ná í
baráttunni gegn berklum, sem áður fyrr orsökuðu dauða
þúsunda landsmanna... Sams konar vakning þarf að
verða gagnvart reykingum, helzta sjúkdómavaldi sam-
tímans, sem árlega leggur að velli hundruð Islendinga og
milljónir manna um heim allan.“
Og forsetinn sagði ennfremur: „Hvernig stendur þá á
því, að í þessum gróðursæla ræktunargarði skynsemi, vís-
inda og rökhyggju skuli reykingar, afleiðingar tóbaks-
notkunar á unga og aldraða, áhrif þeirra á börn í móður-
kviði, á aukna eiturlyfjaneyzlu unglinga og útbreiðslu
krabbameins og hjartasjúkdóma vera nánust vernduð fyr-
ir herskárri gagnrýni og fordæmingu?“ Þessa afstöðu
staðfestu forsetinn og Guðrún heitin Katrín í verki, þegar
þau, að hennar frumkvæði, gerðu Bessastaði að reyklaus-
um stað.
Skaðsemi reykinga hefur verið sönnuð með svo
ótvíræðum og afdráttarlausum hætti, að ekki þarf um að
deila. Reykingum fylgir líka óþrifnaður, sem á að heyra
sögunni til. Öll rök standa því til þess, að baráttan gegn
reykingum verði hert svo um munar. Óhikað má fullyrða,
að ræða forsetans sl. föstudag verður til þess að hleypa
nýju lífi í þá baráttu.
I þessum efnum eins og á svo mörgum öðrum sviðum er
fámennið hér á íslandi kostur. Við eigum tiltölulega
auðvelt með að ná til hvers einasta Islendings, sem rey-
kir, með rök, upplýsingar og aðstoð við að hætta að
reykja. Þótt sjálfsagt finnist mörgum fráleitt í dag að
staðhæfa, að við gætum orðið reyklaus þjóð er það ekki
eins fjarstæðukennt og það kannski hljómar.
Við eigum að gera nýtt átak, með skipulegum upplýs-
ingum um skaðsemi reykinga og skipulegri aðstoð við alla
þá, sem vilja hætta að reykja. Það er líka tímabært að
hefjast handa um að útrýma reykingum á vinnustöðum.
Umburðarlyndi á ekki lengur við að þessu leyti.
Þessa baráttu er hægt að taka upp víða annars staðar
en á heimilum og vinnustöðum. Veitingahús hljóta að gera
kröfu til þess, að ekki sé reykt vegna þess, að það veldur
öðrum gestum óþægindum. Hótel eru byrjuð að leigja út
reyklaus herbergi enda ættu gestir að eiga kröfu á af-
slætti, ef þeim er ætlað að búa í herbergjum, þar sem
reykt hefur verið. Reykingalykt getur setzt með þeim
hætti í bíla, sem mikið hefur verið reykt í, að þeir hljóta
að falla enn meira í verði í endursölu. Þeir, sem vilja
reykja í bílum annarra, ættu að hafa hugfast, að með því
eru þeir að verðfella bílana. Eru þeir hinir sömu tilbúnir
að greiða kostnaðinn af því?
Þeir, sem enn reykja, eiga ekki að líta á baráttu sem
þessa í því ljósi, að þar séu öfgamenn á ferð. Þeir eiga
þvert á móti að taka opnum örmum tilboði um aðstoð við
að losna úr þeirri ánauð, sem reykingar eru.
Mjög hörð barátta er
milli manna um efsta
sætið í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar í Reykja-
vík sem fram fer um
helgina. Verulegar líkur
eru taldar á því að
Alþýðuflokkurinn fái
flest atkvæði í prófkjör-
inu og þar með fyrsta
sæti listans. Innan
Alþýðubandalagsins ótt-
ast menn að þetta raski
jafnvæginu innan Sam-
fylkingarinnar og hafi
áhrif á gengi hennar í
kosningunum. Egill
--7--------------------
Olafsson fylgdist með
baráttu Samfylkingar-
innar 1 borginni.
FLESTIR viðmælendur
Morgunblaðsins eru
þeirrai' skoðunar að
Alþýðuflokkurinn fái
fleiri atkvæði í prófkjöri
Samfylkingar í Reykjavík
en Alþýðubandalagið og það verði því
alþýðuflokksmaður sem verði í forystu-
sæti í prófkjörinu. Gangi þetta eftir
verður Alþýðuflokkurinn í forystu í
báðum stærstu kjördæmum landsins,
en gengið er út frá því að alþýðuflokks-
maður skipi efsta sæti framboðslista
Samfylkingar á Reykjanesi. Að auki
eru talsverðar líkur á að alþýðuflokks-
maður verði í forystu lista Samfylking-
ar á Norðmlandi eystra, þriðja fjöl-
mennasta kjördæmi landsins.
Sem kunnugt er urðu harðar deilur
um fyrii'komulag prófkjörsins í
Reykjavík, en niðurstaðan varð sú að
halda svokallað ílokkaprófkjör með
girðingum við fjórða og áttunda sætið.
Með öðrum orðum geta kjósendur ein-
ungis kosið frambjóðendur eins flokks
öfugt við það sem var í prófkjöri R-lisU
ans, sem haldið var fyrir borgarstjórn-
ai'kosningaimar í vor.
Tekist á um ,jafnvægi“
í Samfylkingunni
Alþýðubandalagið fékk fleiri atkvæði
í Reykjavík en Alþýðuflokkurinn í síð-
ustu alþingiskosningum og fram-
bjóðendur Alþýðubandalagsins komu
sömuleiðis mun betur út úr prófkjöri
R-listans en frambjóðendur Alþýðu-
flokksins. Engu að síður ei-u flestir
viðmælendur blaðsins á þeirri skoðun
að Alþýðuflokkurinn muni koma betur
út úr væntanlegu prófkjöri en Alþýðu-
bandalagið. Meginskýiingin á þessu er
sú að baráttan milli frambjóðenda
Alþýðuflokksins virðist vekja meiri
áhuga kjósenda en keppnin milli fram-
bjóðenda Alþýðubandalagsins.
Undir merkjum Alþýðuflokksins
bjóða sig fram þrír þekktir og áberandi
þingmenn, Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Öss-
ur Skarphéðinsson. Einnig eru í fram-
boði Magnús Ámi Magnússon, sem ný-
lega tók sæti á Alþingi, Stefán Bene-
diktsson, fyrrverandi alþingismaður,
og tveir velþekktir menn, Mörður
Arnason varaþingmaður og Jakob Frí-
mann Magnússon tónlistarmaður.
Undh’ merkjum Alþýðubandalagsins
býður sig fram einungis einn núver-
andi þingmaður, Bryndís Hlöðvers-
dóttir, og svo einn fyi-rverandi borgar-
fulltrúi, Árni Þór Sigurðsson. Aðrh-
frambjóðendur flokksins eru minna
þekktir eða hafa starfað í pólitík í
fremur skamman tíma.
Auk þess virðast frambjóðendur
Alþýðuflokksins leggja talsvert meiri
fjármuni í prófkjörsbaráttuna en fram-
bjóðendur Alþýðubandalagsins. Sömu-
leiðis er fullyrt að frambjóðendur
Alþýðuflokksins séu mun duglegri að
hafa samband við kjósendur. Utan-
kjörfundaatkvæðagreiðslan er sögð
einkennast af smölun af hálfu Alþýðu-
flokksins. Þá má ekki gleyma því að
sterk hefð er íýrir prófkjörum hjá
Alþýðuflokknum, en Alþýðubandalagið
SLAGURINN um fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík stendur
dóttir og Össur Skarphéðinsson á fyrsta sætið og af hálfu Alþýðubandalags
FRÁ fundinum þegar þau Guðni
A-flokkari
hart um fy
hefur aldrei viðhaft prófkjör í Reykja-
vík.
Greinilegt er að innan Alþýðubanda-
lagsins hafa menn nokki'ar áhyggjur af
sterkri stöðu Alþýðuflokksins í próf-
kjörinu. Þannig skrifar Svavar Gests-
son alþingismaðm' pistil á heimasíðu
sinni þar sem hann leggur mikla
áherslu á að Alþýðubandalagið verði að
sigra í prófkjörinu í Reykja- ______
vík. Ef flokkurinn tapar
verði Samfylkingin „ekki
lengur í jafnvægi11. Hann
rökstyður þá hættu sem
hann sér fyrir Samfylking-
una í þessu jafnvægisleysi .......—
og segir síðan: „Við kjó-
sendur og stuðningsmenn Alþýðu-
bandalagsins munum taka mark á
þeim skilaboðum sem við sjáum í próf-
kjörinu."
Prófkjörsregl-
urnar koma
illa við suma
frambjóðendur
í Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík.
Bryndís fær öflugan stuðning frá Birt-
ingu-Framsýn, sem er eitt af alþýðu-
bandalagsfélögunum í Reykjavík.
Bryndís treystir ekki síst á að hún fái
stuðning frá óflokksbundnu fólki sem
stutt hefur Alþýðubandalagið, en Árni
er sagður eiga meiri stuðning ft-á
flokksbundnum alþýðubandalagsmönn-
_________ um. Þó ber að hafa í huga
að allstór hópur úr Alþýðu-
bandalagsfélaginu í Reykja-
vík sagði sig úr flokknum á
síðasta ári vegna óánægju
með ákvörðun flokksins um
.. að efna til sameiginlegs
framboðs með Alþýðu-
flokknum og Kvennalista og gekk til
liðs við framboð Steingríms J. Sigfús-
sonar. Þetta fólk studdi flest Svavar
Gestsson og hefði sjálfsagt stutt Árna
Hörð barátta Árna Þórs
og Bryndísar
Reiknað er með að baráttan milli
Árna Þórs og Bryndísar verði mjög
hörð. Þau eru fulltrúar andstæðra fylk-
inga innan Alþýðubandalagsins sem
hafa eldað saman grátt silfur í mörg ár.
Árni Þór er náinn samstarfsmaður
Svavars Gestssonai' og sækir stuðning
Þór í prófkjörinu. Þetta veikir framboð
hans því eitthvað.
Bryndís er eini núverandi þingmaður
Alþýðubandalagsins sem tekur þátt í
prófkjörinu og hefur því nokkuð sterka
stöðu. Hún er auk þess einn af fáum
þingmönnum flokksins sem hafa ein-
dregið stutt sameiginlegt framboð.
Vandi Bryndísar er sá að hún sækir
ekki síst stuðning til óflokksbundins