Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 1
26. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lewinsky yfírheyrð í 23. skipti Lögfræðingar Bills Clintons spurðu einskis Washington. Reuters. SAKSÓKNARAR fulltrúadendar Bandaríkjaþings og lögmenn Bills Clintons Bandaríkjaforseta yfir- heyrðu Monicu Lewinsky, fyrrver- andi lærling í Hvíta húsinu, i fimm klukkustundir í gær. Yfirheyrslum- ar fóru fram á Mayflower-hótelinu í Washington íyrir luktum dyrum en öldungadeildarþingmenn munu horfa á upptökur af þeim í dag. Ónafngreindir heimildarmenn sögðu í gærkvöldi að lögfræðingar forset- ans hefðu einskis spurt. Petta var í 23. sinn sem Lewinsky segir frá ástarsambandi sinu við for- setann en jafnframt í fyrsta sinn sem lögfræðingum hans gafst kostur á því að leggja spumingar fyrh- hana. Yfir- heyrslan var tekin upp á myndband en öldungadeildarþingmenn munu síðar taka ákvörðun um hvort þeir vilji að Lewinsky beri vitni í þingsal frammi fyrir öldungadeildarþing- mönnunum 100 sem rétta nú yfir for- setanum en fulltrúadeildin hefur höfðað mál á hendur honum til emb- ættismissis vegna meinsæris og fyrir að hindi’a framgang réttvísinnar. Vera kann að yfirheyrslan yfir Lewinsky og Vernon Jordan og Sidney Blumenthal, vinum og ráð- gjöfum forsetans, sem verða yfir- heyrðir í dag og á morgun, marki endalok málsins á hendur Clinton en nær útilokað er talið að nægur fjöldi þingmanna greiði atkvæði með því að víkja honum frá. Þingmenn reyna hins vegar enn að ná samkomulagi um vítur. Saka Starr um leka Hvíta húsið brást í gær hart við frétt stórblaðsins New York Times þess efnis að Kenneth Starr, sér- skipaður saksóknari í málum Clint- ons, teldi að samkvæmt stjómar- skránni hefði hann umboð til að ákæra Clinton á meðan hann sæti í embætti. Var haft eftir aðstoðar- mönnum Starrs að hann hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hann léti verða af málsókn. Lögmenn Clintons brugðust æfir við þessum fréttum í gær og kváðust myndu höfða mál á hendur Starr fyr- ir að leka upplýsingunum. Sagði David Kendall, sem fer fyrir lög- mönnum forsetans, að málið væri enn eitt dæmið um „óviðurkvæmi- legt brot á þagnarskyldu rannsókn- ardóms“ sem Starr sýndi. Starr neitaði í gær að tjá sig um frétt blaðsins og talsmaður hans, George Bakaly, þvertók fyrir það að menn Starrs hefðu lekið þessum upp- lýsingum enda kæmi það þeim alls ekki til góða á þessu stigi málsins. Reuter Reuters Tyrkir segja Ocalan í Aþenu Ankara, Aþenu. Reuters. Rætt um Kýótó og sjávarútveg OPINBER heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og konu hans, Astríðar Thoraren- sen, til Mexíkó hófst í gær. Davíð ræddi meðal annars við Ernesto Zedillo, forseta landsins, um af- stöðu íslendinga til Kýótó-bókun- arinnar um losun gróðurhúsa- lofttegunda. Zedillo lýsti skiln- ingi á því að íslendingar vildu nýta náttúniauðlindir landsins. Davíð hitti einnig að máli Juliu Carabias, sjávarútvegs- og um- hverfisráðherra, og ræddu þau meðal annars möguleika á aukn- um samskiptum íslenskra og mexíkóskra stjórnvalda í tengsl- um við fiskveiðisfjórnunarmál og rannsóknir á fiskistofnum. ■ Glæsilegar móttökur/14 TYRKNESK stjómvöld sökuðu í gær nágrannaríldð Grikkland um að hafa tekið við Abdullah Öcalan, leið- toga skæruliðahreyfingar Kúrda, en þessu harðneitar gi’íska stjómin. Ócalan hefur ekki átt sér fast at- hvarf frá því honum var vísað frá Sýrlandi vegna mikils þrýstings frá Tyrkjum í nóvember sl. Ócalan var handtekinn í Róm skömmu síðar en fór frá Ítalíu frjáls maður 16. janúar eftir að Tyrkjum mistókst að fá hann framseldan. Háttsettur tyrkneskur embættis- maður hélt því fram í gær að Öcalan hefði flogið til Grikklands eftir að honum var meinað að lenda í Hollandi í gærmorgun. „Við vitum að hann er á flugvellinum í Aþenu og bíður ákvörðunar grískra stjóm- valda,“ var haft eftir Korkmaz Haktanir, aðstoðarutanríkisráð- herra Tyrkja. Grísk yfírvöld ítrekuðu fyrri full- yrðingar um að Öcalan væri ekki á grískri grand en Tyrkir og Grikkir hafa lengi eldað grátt silfur saman og hafa Tyrkir sakað Grikki um að styðja frelsisbaráttu Kúrda. I gærmorgun sagði hollenzk út- varpsstöð frá því að Öealan hefði æskt lendingarleyfis á Rotterdam- flugvelli, en einkaflugvél hans hafi verið meinað að lenda nema til að fylla á eldsneyti. Það boð var af- þakkað. Fullyrti útvarpsstöðin að þá hefði flugvél Öcalans verið stefnt til Aþenu. Snjór í suðri Schröder vongóður um að friðarviðræður um Kosovo hefjist á tilsettum tíma SNJÓKOMA hefur sett allt úr skorðum í Suður-Evrópu síðustu daga. Sólarstrendur, t.d. á Mall- orca, hafa verið snævi þaktar í fyrsta skipti í fjórtán ár og inn til lands, t.d. á Spáni, hefur verið talsvert frost. Snjó kyngdi niður á Suður-ftalíu og fór hitastigið nið- ur fyrir frostmark þar. Þá náði vetur konungur að teygja klær sínar til Norður-Afríku en blind- byl gerði í Alsír í gær. ---------------- Sprenging í Ford-verksmiðju Dearborn. Reuters. AÐ minnsta kosti einn maður lét lífið og 23 slösuðust í öflugri sprengingu sem varð í Ford-bílaverksmiðjunum í Dearbom í Michigan í gær. Nokkr- ir hinna slösuðu eru í lífshættu en mikill eldur gaus upp í kjölfarið. Ekki er vitað um afdrif þriggja starfsmanna. Ekki er vitað hvað olli sprenging- unni sem varð um miðjan dag í Rouge-verksmiðjunni, elsta hluta Ford-verksmiðjanna. Um 7.000 manns vinna í byggingunni. Draskovic telur að Mtlos- evic fallist á viðræður Bonn, Pristina. Reuters. HVÓRKI Serbar né Albanar í Kosovo hafa svarað því hvort þeir muni mæta til friðarviðræðna sem boðað hefur verið til í París á laugardag en aðstoð- arforsætisráðherra Júgóslavíu sagðist í gær telja að forsetinn, Slobodan Milosevic, myndi fallast á það. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kvaðst í gær vongóður um að hótanir Vesturlanda um hemaðarafskipti og sáttaumleitanir Rússa myndu verða til þess að friðsamleg lausn fengist á átökunum í Kosovo. Schröder átti í gær fund með Javier Solana, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, NATO, og Igor ívanov, utanríkis- ráðherra Rússa, um friðarviðræðurnai’, sem tengslahópurinn svokallaði hefur boðað til. Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að þótt hann væri vongóður um að af viðræðunum yrði á tilsettum tíma væru tilraunir til að fá stríðandi fylkingar að samningaborðinu „afar vandasamar“. Solana fékk um helgina umboð aðildarþjóða NATO til að gera árásir á herstöðvar Serba yrðu þeir ekki við kröfum Vesturlanda um friðsamlega lausn en skiptar skoðanir era á meðal aðildarríkj- anna um með hve skömmum fyrirvara Solana geti fyrirskipað árásir og hversu mildl samráð hann þurfi að hafa við ríkin. Solana sagðist í gær að sjálfsögðu myndu ráðgast við NATO-ríkin um árásir en ekki væri þörf á formlegu samþykki. Eftir fund Solana, Schröders og ívanovs í gær vildi sá síðastnefndi ekki tjá sig beint um möguleg hernaðarafskipti NATO en lagði áherslu á mikil- vægi alþjóðlegrar samvinnu og þá ekki aðeins í Kosovo. Sagði Ivanov Rússa vera reiðubúna að leggja sitt af mörkum til samstarfs. Rugova til Parísar Viðbrögð við úrslitakostum tengslahópsins, sem settir voru á fóstudag, eru óljós. I gær lýsti serbneski sósíalistaflokkurinn því yfir að þjóðir heims ættu að „fordæma hryðjuverkahópa Albana og þvinga þá tO að hefja viðræður“. Þá hafa júgóslavnesk stjómvöld krafist þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til að koma í veg fyrir yfirvofandi árásir NATO. Hvorki serbnesk stjórnvöld né talsmenn Frels- ishers Kosovo, KLA, hafa hins vegar svarað því hvort þeir muni taka þátt í friðarviðræðunum í París á laugardag. Hefur fjöldi erlendra stjórnar- erindreka, fulltrúar Evrópusambandsins, banda- rískra stjórnvalda og Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu, sagst munu reyna að telja stríðandi fylldngar á að hefja viðræður. í gær lýsti Vuk Draskovic, aðstoðarforsætisráð- herra Júgóslavíu, því raunar yfir að hann teldi að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, myndi mæta til viðræðna en Milosevic sagðist um helgina þeirrar skoðunai’ að leysa ætti málefni Kosovo innan Serbíu en óljóst er hvort hann talar fyrir hönd forsetans. Þá hafa Ibrahim Rugova, einn vin- sælasti leiðtogi Kosovo-Albana, sem styður frið- samlega lausn, og Veton Surroi, ritstjóri stærsta dagblaðs Kosovo-Albana, boðað komu sína til Parísar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.