Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEI, nei, þér verðið að fara úr öllu, fröken Monica, líka vindlinum. Hafnar viðhorfum Herdísar Drafnar GRÉTAR Þorstcinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, hafnar al- farið viðhorfum sem fram koma í viðtali við Herdísi Dröfn Baldvins- dóttur í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag. Þar segir Herdís Dröfn m.a. að sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir fé- lagsmenn sína. Herdís Dröfn segir að samvinna milli leiðtoga ASÍ og atvinnurek- enda hafi stöðugt farið vaxandi frá 1960 sem endurspeglist m.a. í sam- vinnu í margvíslegum nefndum. Stöðugt meiri samþjöppun hafi einnig orðið í almenna lífeyrissjóða- kerfinu og sjóðunum hafi fækkað og þeir stækkað. I stjórnum almennu lífeyrissjóðanna eigi sæti sömu menn og sitji einnig í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. „Mér sýnist að þessi þróun teng- ist láglaunastefnunni margumtöl- uðu. Til þess að fá sem mestan arð af fyrirtækjum sem lífeyrissjóðir hafa fjárfest í er algeng leið að halda kaupgjaldi niðri. Eignarhald hinna almennu lífeyrissjóða í fyrir- tækjum gæti því leitt óbeint til þess að ASÍ sé tilleiðanlegra að halda launum niðri til þess að sjóðir geti vaxið þeim mun meira,“ sagði Her- dís Dröfn. „Tel þetta ranga niðurstöðu" „Þetta er viðhorf sem ég hafna al- farið. Ég tel þetta ranga niður- stöðu,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASI. „Við gerum samkomulag um líf- eyrissjóðina við atvinnurekendur árið 1969. Það hefur verið sæmilega góð sátt milli Alþýðusambands og atvinnurekendasamtakanna í gegn- um tíðina varðandi sjóðina. Við eig- um þessari þokkalegu sátt það kannski að þakka hvað sjóðirnir eru sterkir í dag. Auðvitað er lífeyris- rétturinn gríðarlega mikið kjaralegt atriði fyrir okkar fólk. Það að staða lífeyrissjóðanna er sterk byggist meðal annars á því að fjármunir líf- eyrissjóðanna hafa verið ávaxtaðir með viðunandi hætti. I stjórnum líf- eyrissjóðanna eru fulltrúar okkar og atvinnurekenda sem bera þá ábyrgð gagnvart þeim sem greiða í sjóðina að ávaxta féð með viðunandi hætti. Hún [Herdís Dröfn innsk. Morgunblaðið] beinir spjótum sín- um að tengslum okkar við stórfyrir- tæki. Það er auðvitað vandséð hvemig hægt er að vera á fjármála- markaði í dag og leiða hjá sér stór- fyrirtækin alfarið þegar verið er að reyna að tryggja viðunandi ávöxtun. Ég held að það sé ekkert óhreint mjöl í pokahominu þama. Hún er fráleit sú ályktun að með þessum hætti hafi kjömm verið haldið niðri gagnvart okkar fólki. Þessi eign gerist í gegnum lífeyrissjóðina. Þeir sem halda á málum fyrir okkur í stjómum lífeyrissjóðanna em að reyna að tryggja viðunandi ávöxtun miðað við það sem gerist í okkar samfélagi til þess að tryggja lífeyr- isréttindin sem best fyrir okkar fólk sem er gríðarlega mikið kjaraatriði. Ég get því alveg haldið því fram að það sé þversögn í fullyrðingu þess- arar ágætu konu. Menn hafa verið að sinna þeim viðfangsefnum sem þeim hefur verið trúað fyrir og um það er ekkert meira að segja,“ sagði Grétar. Tjón vegna gáleysisaksturs Endurkröfum á hendur ökumönnum fjölgar Á SÍÐASTLIÐNU ári þurftu 132 ökumenn að endurgreiða trygg- ingafélagi tjón sem þeir höfðu vald- ið af ásetningi eða stórkostlegu gá- leysi, þar af var endurkrafan í 114 tilvikum tilkomin vegna ölvunar ökumanns. Árið 1997 vom endur- kröfur tryggingafélaga á hendur 81 ökumanni samþykktar og hefur þeim því fjölgað vemlega milli ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá svonefndri endurkröfu- nefnd sem tekur ákvörðun um end- urgreiðslu ökumanna í þessum til- vikum. Samtals bámst nefndinni 144 mál í fyrra en 91 mál árið 1997. Samþykktar kröfur árið 1998 námu rúmum 27 milljónum króna en rúmum 20 milljónum árið áður. Hæsta endurkrafan í fyrra nam 1,4 milljónum króna. Átta endurkröfur vom 750 þúsund krónur eða hærri en 27 kröfur námu þrjú hundrað þúsundum króna eða hærri upp- hæð. Sautján sinnum var var réttinda- leysi ökumanns ástæða endurkröfu, þar af var í sjö tilvikum ökumaður- inn einnig ölvaður. Tveir ökumann- anna vom krafðir um greiðslu vegna lyfjaneyslu. Karlmenn em fjölmennastir í hópi þeirra ökumanna sem krafðir era um greiðslu til tryggingafélags vegna tjóns en konum fer þó hlut- fallslega fjölgandi. Árið 1992 vom konur 14% ökumanna í þessum hópi en árið 1998 voru þær orðnar 26%. Tæpur helmingurinn, eða 45%, af samþykktum endurkröfum var á hendur ökumönnum sem vom 25 ára eða yngri. Fyrirtækja- og stofnanastyrkir Nemendur kynn- ast atvinnulífí í g’egnum námið FYRIRTÆKI og stofnanir bjóða svokallaða F.S.- styrki til rannsóknatengds framhaldsnáms í samvinnu við Rannsóknanámssjóð og Rann- sóknarráð Islands. Anne Marie Haga er deildar- sérfræðingur vísindasviðs hjá Rannsóknarráði Islands. „Þessir styrkir sem era veittir til meistara- eða doktorsnáms era samfjármagnaðir af fyrirtæki eða stofnun og Rannsóknanáms- sjóði. Rannsóknarráð Islands sér um rekstur Rannsóknanáms- sjóðs í umboði stjórnar hans en í stjóm sitja Helgi Valdimarsson, Anna Soffía Hauksdóttir og Sig- rún Aðalbjarnardóttir. Þetta er í þriðja skipti sem F.S.-styrkir era í boði og hafa alls 19 fyrirtæki og stofnanir tekið þátt í styrkveit- ingunni frá upphafi." - Hvert er markmiðið með þessum styrkveitingum? „Að efla rannsóknatengt fram- haldsnám með aukinni samvinnu í íslensku atvinnulífi milli fyrir- tækja, stofnana og háskóla. Fyr- irtæki og stofnanir skilgreina fyriríram þau rannsóknarsvið sem til greina kemur að styrkja og geta þannig unnið markvisst að uppbyggingu innri þekkingar á sviðum sem þau telja mikil- væg.“ Anne Marie segir að nemend- ur fái tækifæri til að tengjast at- vinnulífinu í gegnum námið. „Slík tengsl geta orðið nemendum og fyrirtækjum verðmæt í framtíð- inni. Ætla má að rannsóknir há- skóla eflist með aukinni þátttöku fyrirtækja og stofnana í fjár- mögnun þeirra. Aukið samstarf milli stofnana, fyrirtækja og há- skóla er æskilegt og ef rétt er staðið að málum, er það til góðs fyrir alla sem að því standa.“ Hún segir að menntamálaráð- herra hafi sýnt þessu nýja styrkjaformi áhuga og á fjárlög- um ríkissjóðs fyrir árið 1999 er gert ráð fyrir hækkun framlags tii Rannsóknanámssjóðs. Öll fyr- irtæki og allar stofnanir sem stunda rannsóknir að einhverju leyti geta verið þátttakendur. - Hvaða hag hafa fyrirtæki af þátttöku? „Kostimir era ýmsir. Mörg fyrirtæki hafa þegar notfært sér þekkingu háskólanemenda við úrlausn rannsóknarverkefna og gerð útttekta, án þess þó að nem- endur hafi þurft að gera ná- kvæma rannsóknaráætlun fyrir- fram. Fyrirtæki sem auglýsa F.S.-styrki fá aðstoð Rannsókna- námssjóðs við að velja nemendur út frá faglegum viðmiðum. Um- sóknir um F.S.-styrki fara í sama faglega matsferli og aðrar um- sóknir til Rannsóknanámssjóðs. Þær kröfur sem há- skólar gera til rann- sóknarverkefna, sem era hluti af meistara- eða dokt- orsnámi, ættu á sama hátt að tryggja gæði verk- efna eftir að styrkurinn hefur verið veittur." Anne Marie segir algengt að verkefnið sé að ein- hverju leyti unnið hjá fyrirtæki eða stofnun og að starfsmaður þar taki þátt í að leiðbeina nem- andanum. „Einn leiðbeinanda hans þarf að vera starfsmaður við háskóla og bera ábyrgð á að rannsóknarvinna nemandans standist gæðakröfur viðkomandi háskóla. Þannig þurfa starfs- menn háskóla og starfsmenn fyr- irtækis eða stofnunar að vinna saman að því að leiðbeina nem- Anne Marie Haga ►Anne Marie Haga fæddist í Bergen í Noregi árið 1967 og fluttist hingað til lands árið 1995. Hun lauk þverfaglegu meistaranámi í félagsvfsindum frá háskólanum í Tromso árið 1996. Anne Marie hóf störf hjá Rannsóknarráði Islands árið 1997. en hefur áður starfað m.a. hjá rannsóknastofnuninni NORUT í Tromso. Eiginmaður hennar er Snorri Rúnar Pálmason, deild- arstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu og eiga þau einn son. andanum." Anne Marie segir vonir bundn- ar við að slíkt samstarf geti myndað tengsl milli fyrirtækja og háskóla sem muni nýtast báð- um aðilum í framtíðinni. - Um hve marga styrki er að ræða að þessu sinni? „Reynt er að fá fyrirtæki og stofnanir á sem flestum sviðum til liðs við Rannsóknanámssjóð hverju sinni. I þetta skipti eru níu þátttakendur sem bjóða tíu styrki. Umsóknir geta verið á ýmsum sviðum s.s. sagnfræði, mannfræði, félagsfræði, stjóm- málafræði, sálfræði, viðskipta- og hagfræði, veðurfræði og verk- fræði. Styrkimir sem í boði era nú ná bæði til grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna. Verkefn- in geta t.d. fjallað um ljósmyndir, áhrif landslags á veður, atvinnu- þróun, einkaleyfi, skógrækt, til- færslu geislavirkra efna í íslensk- um vistkerfum og notkun á geisl- um í læknisfræði." Anne Marie bendir á að fjöl- breytnin sé mikil en bætir við að gaman hefði verið að fá fleiri fyr- irtæki til samstarfs, t.d. innan heilbrigðisgeirans. - Hverjir geta sótt um styrk? „Allir nemendur sem skráðir era í meistara- og dokt- orsnám geta sótt um styrk að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um lengd rannsókn- arverkefnis og lág- markstengsl við ísland. Rann- sóknarverkefnið þarf ennfremur að falla undir eitt af þeim sviðum sem skilgreind eru í auglýsingu hverju sinni. Nemendur og leið- beinendur senda inn sameigin- lega umsókn um styrk, þar sem fram kemur hvaða fyrirtæki eða stofnun umsóknin beinist að.“ Umsóknareyðublað og leið- beiningai- fyrir umsækjendur er að finna á heimasíðu RANNIS (http-y/vvww.ranni.s.is) og frekari upplýsingar um styrkina fást hjá RANNÍS. Rannsóknatengt framhaldsnám eflt með aukinni samvinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.