Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 11 FRETTIR Færður inn í lögreglubfl við fréttaöflun á vettvangi Reynt að koma í veg fyrir myndatökur verðar og jafnvel róttækar hug- myndir eins og þessi væri. Hún kvaðst með þessu hvorki vera tjá sig meðmælta né andsnúna hug- myndinni. Hún var jafnframt spurð hvort hún myndi bjóða sig fram til kjörs varaformanns og sagðist hún ekki hafa tekið um það ákvörðun. Stuðningsmenn sínir hefðu nefnt það við sig en ennþá væri nokkur tími til stefnu í því máli. Friðrik Sophusson Þarf að fá frekari og ítarlegri umræðu „ÞETTA eru athyglisverð sjónar- mið sem Björn Bjarnason setur fram um nýja skipan á forystusveit flokksins. Eg tel að þessi hug- mynd þurfi að fá frekari og ítar- legri umræðu,“ sagði Friðrik Sophusson, vara- formaður Sjálf- stæðisflokksins, um þá hugmynd Björns Bjarnasonar að fimm manna framkvæmdastjórn komi í stað embættis varaformanns. Friðrik segir liggja ljóst fyrir að í tengslum við fyrirhugaða kjör- dæmabreytingu, sem eigi að koma til framkvæmda eftir þarnæstu þingkosningar, þurfí að breyta skipulagsreglum flokksins. „Kjör- dæmabreytingin krefst þess að skipulagsreglurnar séu endur- skoðaðar og þá fínnst mér fullt til- efni til að ræða þessar hugmyndir og um leið aðrar hugmyndir sem tengjast breyttri skipan á forystu- sveitinni. Eg tel hins vegar eðlilegt að varaformaður sé kjörinn á næsta landsfundi í stað þess sem nú hverfur úr því embætti. Það er nokkur veikleiki í tillögum Björns að formaður þingflokks sé ætíð staðgengill formannsins vegna þess að það útilokar aðra en þing- menn frá því að vera varaformenn jafnvel þótt þeir hafi ætíð verið úr þeirra hópi. Það er kannski ekki skynsamlegt að binda það með þessum hætti.“ Kjartan Gunnarsson Sjálfsagt að ræða eins og aðrar hugmyndir KJARTAN Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í gær að hann teldi sjálf- sagt að ræða hugmynd Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra um að leggja niður embætti vara- formanns flokks- ins og kjósa þess í stað fimm manna framkvæmdanefnd eins og aðrar hugmyndir um breytingar á skipulagi Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að í reglum flokks- ins væri ekkert, sem kæmi í veg fyrir það að breyting af þessu tagi tæki gildi á næsta landsfundi. í ræðu á fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Norður- landi eystra sagði Björn að ný kjördæmaskipan kallaði á breytt vinnubrögð og skipulag Sjálfstæð- isflokksins yrði að taka mið af því að flokkaskipan, sem í stórum dráttum hefði haldist síðan 1916, væri að riðlast. Kjartan sagði að það ákvæði í skipulagsreglunum að þær væru ætíð á dagskrá landsfundar bæri því vitni að Sjálfstæðisflokkurinn teldi nauðsynlegt að skipulag flokksins væri ávallt til skoðunar: „Flokkurinn hefur fyrir löngu tek- ið þá afstöðu að það sé rétt og eðli- legt að skipulag sé ávallt á dag- skrá. Það liggur nú nánast fyrir og hefur þegar verið mikið rætt að vegna fyrirhugaðrar kjördæma- breytingar hljóti flokkurinn að taka skipulag sitt hvað þann þátt snertir til endurskoðunar á næstu árum.“ LOGI Bergmann Eiðsson, frétta- maður á Ríkissjónvarpinu, var færður inn í lögreglubíl er hann var við fréttaöflun ásamt kvikmynda- tökumanni á vettvangi vegna brun- ans í málningarverksmiðju Hörpu á sunnudagskvöld. Þá var einnig reynt að koma í veg fyrir að kvik- myndatökumaðurinn gæti tekið myndir af handtökunni með því að gripið var í myndavélina. Logi sagði að lögregla hefði girt af svæði í kringum brunann þar sem almenningi og fjölmiðlum var ekki hleypt inn á. Þegar nokkuð var um liðið hafi fjölmiðlum verið hleypt inn á svæðið af lögreglu. Hann og kvikmyndatökumaðurinn hafi farið víða um vettvanginn í fylgd með slökkviliðsmönnum og tekið þar mikið af myndum, meðal annars inni í húsinu þar sem bruninn hafi verið. Þeir hafi síðan farið út úr húsinu og ætlað aftur inn á þetta svæði, en þá hafi hann verið stöðv- aður af lögreglumanni í hliðinu, sem hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að loka svæðinu á nýjan leik. Það hafi hann ekki getað sætt sig við, enda búið að opna svæðið og hann verið búinn að fá leyfi til að vera þarna að störfum. Hann hafi deilt um þetta við lögreglumanninn góða stund, þegar viðkomandi maður hafi tekið í hann og tilkynnt honum að hann væri handtekinn. „Hann tekur mig svona fruntataki og dregur mig í átt að löggubílnum. Ég streittist ekki á móti og gekk með honum að bílnum. A leiðinni myndar kvik- myndatökumaðurinn, Jón Þór Víglundsson, okkur. Lögreglumað- urinn reynir hins vegar að slá myndavélina og tekst það reyndar. Hann sem sagt grípur í linsuna á myndavélinni og beinir henni frá sér og bannaði okkur þar með að mynda þetta. Hann fékk reyndar aðra lögreglumenn til þess að hjálpa sér sem héldu um kvik- myndatökuvélina þannig að Jón Þór gæti ekki myndað," sagði Logi. Hann sagði að síðan hefði hann verið settur inn í lögreglubílinn og þar hefði honum verið neitað um vitneskju um af hverju hann hefði verið handtekinn. Eftir nokki’a stund hefði honum síðan verið sleppt. „Við erum auðvitað giíðar- lega ósáttir við þetta. Það að vera handtekinn fyrir það að vera í vinn- unni sinni er auðvitað svolítið pirr- andi, en það að lögreglumaður skuli reyna að stjórna því hvað við mynd- um er algjörlega óþolandi, bara vegna tjáningarfrelsisins þó ekld væri annað,“ sagði Logi. Hann sagði að samskipti frétta- stofunnar við lögregluna væru mikil og venjulega afskaplega góð. Hins vegar hefði fréttastofa sjónvarps lent í því í þrí- eða fjórgang að und- anförnu að lögreglan hefði afskipti af störfum starfsmanna hennar á vettvangi, meðal annars með því að reyna að stöðva tökur. Ofangreind- ur lögreglumaður hefði átt aðild að þremur tilvikum af þessum fjórum og hann teldi að þarna væri fremur um að ræða persónulegt vandamál en yfirlýsta stefnu lögreglunnar í þessum efnum. Nánast óskiljanlegt Bogi Ágústsson, fréttastjóri Rík- issjónvarpsins, sagði aðspurður að afskipti lögi-eglunnar í þessu tilfelli væru nánast óskiljanleg og það væri alveg ljóst að það þyrfti að funda með lögreglunni til þess að finna al- mennilegan máta á að haga þessum samskiptum. Bogi sagði að fréttastofan ætti mikil samskipti við lögregluna og þau gengju yfirleitt algjörlega snurðulaust fyrir sig. „Ég fæ ekki séð samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef af þessum atburði í gær [fyrradag] að það hafi verið nokkurt minnsta tilefni til þess að færa Loga inn í lögreglubílinn eins og var gert,“ sagði Bogi. Aðspurður hvort fréttastofan myndi með formlegum hætti óska eftir skýringum á þessum atburði sagði Bogi að ákvörðun hefði ekki verið tekin um það. Engin vandkvæði að túlka umræður ENGIN vandkvæði eru á því af hálfu táknmálstúlka að túlka stjórnmálaumræður í sjónvarpi fyrir heyrnarlausa, að sögn Ár- nýjar Guðmundsdóttur, deildar- stjóra túlkaþjónustu Samskipta- miðstöðvar heyrnarlausra. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hyggst lögfræð- ingur Félags heyrnarlausra kanna málsókn á hendur RQdsút- varpinu vegna þess að það hefur hafnað ósk félagsins um að stjórn- málaumræður fyrir kjördag vegna alþingiskosninganna í vor verði táknmálstúlkaðar. Sagði Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, að ekki hefði verið hægt að verða við beiðni félagsins þar sem að tækni- lega og ,í framkvæmd væri mjög erfitt að túlka umræður í beinni útsendingu. „Þetta er gert víða erlendis. Við erum alla daga að túlka umræður með frammíköllum og þetta á að vera hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það hafa áður verið túlkaðir opnir stjórnmálafundir og við vorum t.d. í síðustu viku að túlka á opn- um fundi eins frambjóðendanna hjá jafnaðarmönnum og á þeim fundi voru bæði heyrnarlausir og heyrandi," sagði Árný. Sængurföt Latexdýnur Yfirdýnur Heilsukoddai^^^^^ Undirdívan pP Svefnherbergishúsgögn Springdýnur Eggjabakkadýnur Rafmagnsrúmbotnar VERSLUNIM LYSTADÚN ■• SNÆLAND Skútuvogi 11 • Sími 568 5588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.