Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 10

Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Síðast gerðar veigamiklar skipulagsbreytingar á forustu Sjálfstæðisflokksins 1978 Margvísleg- ar tillögur komið fram á 20 árum TILLÖGUR um breytt skipulag á forustu Sjálfstæðisflokksins eru ekki nýjar af nálinni og síðast voru gerðar veigamiklar breytingar árið 1978 þegar ákveðið var að stofna til framkvæmdastjórnar flokksins. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að uppbygging á stjóm flokksins væri nú með þeim hætti að formaður og varaformaður mið- stjómar flokksins væru kjömir á landsfundi í beinni og óhlutbundinni kosningu og yrðu þar með formaður og varaformaður flokksins. ,AJlir landsfundarfulltrúar em í framboði og menn fá afhentan at- kvæðaseðil og rita á hann nafn þess, sem þeir vilja kjósa,“ sagði Kjartan. „Það er í raun enginn í framboði, en menn lýsa því gjaman yfir að þeir sækist eftir embættinu eða í öðram tilvikum að þeir sækist ekki eftir því.“ Miðstjóm Sjálfstæðisflokksins fer með framkvæmdavaldið og sagði Kjartan að hana mætti kalla æðstu stjóm hans. Formaður og varafor- maður hennar era formaður og varaformaður flokksins. Síðan sitja í henni 11 menn, sem kosnir eru á landsfundi úr hópi annarra en al- þingismanna flokksins, fimm alþing- ismenn flokksins, sem kjörnir era af þingflokknum, formenn landssam- taka flokksins, sem eru sjálfkjömir, og formenn kjördæmisráða. Að auki eiga formaður þingflokks, fjármála- ráðs og fræðslu- og útbreiðslunefnd- ar Sjálfstæðisflokksins seturétt á miðstjómarfundum og hafa mál- frelsi og tillögurétt. Framkvæmdastjórn nú að mestu sjálfkjörin Miðstjórnin skipar sérstaka framkvæmdastjórn. í henni eiga sæti formaður flokksins, sem er jafnframt formaður hennar, vara- formaður flokksins og formaður þingflokksins, sem era sjálfkjörnir, og tveir, sem miðstjórn kýs úr sín- um hópi. „Hún er sem sagt að mestu sjálf- kjörin," sagði Kjartan um fram- kvæmdastjórnina. „Nú hef ég að- eins séð það, sem Björn setti fram i ræðu sinni fyrir norðan, en ég myndi gera ráð fýrir því að hans til- laga gangi út á það að kjöri fram- kvæmdastjórnarinnar verði breytt þannig að hún verði kosin á lands- fundinum eins og formaður og vara- formaður nú.“ Kjartan sagði að á undanförnum 20 áram hefðu nokkrum sinnum komið fram hugmyndir um breyt- ingar á íyrirkomulagi æðstu forustu flokksins. Þær hefðu verið með ýmsu móti. VALHÖLL, hús Sjálfstæðisflokksins. „Það hafa til dæmis verið settar fram hugmyndir um að kjörinn væri formaður og varaformaður flokksins og síðan sérstakur for- maður og varaformaður miðstjórn- ar á landsfundi og sérstakur vara- formaður og formaður þingflokks væra kosnir af þingflokknum," sagði hann. „Ymis tilbrigði hafa komið fram við þessar hugmyndir, til dæmis að kosinn væri sérstakur ritari í flokknum, sem til dæmis væri formaður framkvæmdastjórn- ar. Lagt hefur verið til að auk vara- formanns og ritara verði kosinn gjaldkeri og auk formanns verði kosnir tveir til þrír varaformenn." Hann sagði að slík hugmynd hefði síðast komið fram 1995 þegar Landssamband sjálfstæðiskvenna hefði lagt til að kosnir yrðu tveir varaformenn. „í umræðum um þessar tillögur og yfirferð á skipulagsreglum Sjálf- stæðisflokksins eftir alþingiskosn- ingarnar 1978 og 1987 var einnig kastað fram mai'gvíslegum hug- myndum um breytingar á skipu- lagsmálum, meðal annars um að framkvæmdastjórnin skyldi hljóta umboð sitt beint frá landsfundi, en ekki frá miðstjórn flokksins,“ sagði Kjartan. „Gegnum tíðina hafa menn því velt fyrir sér ýmsum að- ferðum við að skipa þessum mál- um.“ Varaformannsstaða frá 1937 Hann sagði að 1978 hefði verið ákveðið að stofna sérstaka fram- kvæmdastjórn og á þeim tíma hefði það verið heilmikil breyting: „Upp- haflega var hún kjörin þannig að miðstjórn skipaði alla, bæði for- menn og fjóra menn að auki. Síðan breyttist skipan hennar og það fyr- irkomulag, sem nú er tók við.“ Hann sagði að tillögur af þessu tagi hefðu yfirleitt verið ræddai’ í sérstaklega skipuðum nefndum, sem ætlað hefur verið að endur- skoða skipulag flokksins. Þessar nefndir hefðu síðan skilað tillögum til miðstjórnar flokksins, sem síðan hefði lagt tillögur fyrir landsfund- ina hafi hún yfirleitt orðið sammála um að leggja til breytingar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft varaformann frá 1937. Fyrsti vara- formaður flokksins var Pétur Magnússon. Síðan hafa sjö menn gegnt embættinu, þar af tveir tvisvar. Friðrik Sophusson, fráfar- andi varaformaður, settist fyrst í embættið árið 1981. Árið 1989 vék hann fyrir Davíð Oddssyni, en varð varaformaður á ný 1991 þegar Da- víð varð formaður flokksins. Geir H. Haarde Býður sig fram til varafor- manns „ÞAÐ hefur legið í loftinu um nokkurt skeið að ég myndi bjóða mig fram í embætti varaformanns og ég greindi formanni flokks- ins frá því áður en hann fór til Mexíkó fyrir 10 dögum að ég hygðist gera það,“ sagði Geir H. Haarde fjár- málaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær en hann er nú staddur í Finnlandi þar sem hann er fulltrúi ríkisstjórnar- innar á 10 ára afmæli Norræna þróunarsjóðsins. Geir H. Haarde sagði ekki hafa verið ástæðu til að skýra frá þess- ari ákvörðun sinni opinberlega strax þótt hún hefði verið tekin fyr- ir nokkra þar sem hann vildi ekki hafa áhrif á kjör fulltrúa á lands- fund Sjálfstæðisflokksins sem hefj- ast á 11. mars næstkomandi. „En eins og mál hafa þróast tel ég ekki ástæðu tíl að bíða með að tilkynna þessa ákvörðun um að vera í fram- boði. Það er síðan landsfundarfull- trúa að velja milli þeirra sem kunna að bjóða sig fram,“ sagði hann ennfremur. Geir var einnig spurður álits á þeini hugmynd Björns Bjamason- ar að fimm manna framkvæmda- stjórn verði kjörin í stað varafor- manns. Framkvæmdastjórn starfar „Ég hef ekki heyrt um þessa hugmynd áður og kannast ekki við hana frá fyrri tíð en það liggur í augum uppi að ég myndi ekki gefa kost á mér í þetta starf ef ég teldi það óþarft eða störf þeirra manna sem hafa sinnt varaformannsemb- ættinu til þessa. Ég bendi á að í flokknum starfar í dag fimm manna framkvæmdastjórn og virkni hennar fer eftir því sem flokksforystan á hverjum tíma ákveður. Ég var sjálfur þingflokks- formaður í sjö ár en þingflokksfor- maður hefur allt annars konar um- boð en varaformaður sem er kjör- inn af landsfundi flokksins. Ég tel það ekki framkvæmanlegt í raun að þingflokksformaðurinn verði staðgengill formannsins. Ég held að það sé mun sterkara að varafor- maður kjörinn á landsfundi sé stað- gengill formanns eins og verið hef- ur í áratugi. Þannig er það í flest- um félögum og samtökum." Geir sagði hins vegar nauðsyn- legt að taka skipulagsmál flokksins til skoðunar, ekki síst vegna fyrir- hugaðrar kjördæmabreytingar. Það hlyti að verða eitt af verkefn- um flokksforystunnar, þar með talið varaformanns, næstu mánuði og misseri að taka þau til rækilegr- ar skoðunar. Sólveig Pétursdóttir Of veigamik- il breyting SÓLVEIG Pétursdóttir, varafor- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, lýsti í gær yfir því að hún hefði ákveð- ið að gefa kost á sér til varafor- manns á lands- fundinum, sem haldinn verður 11. til 14. mars og bætti við að hún teldi tæpast raunhæft að ætla að jafn viðamildl breyting og til- laga Björns Bjamasonar mennta- málaráðherra um að leggja niður embætti varaformanns flokksins og skipa þess í stað fimm manna framkvæmdastjóm tæki gildi á landsfundi eftir rúman mánuð. „Nú er það svo að á landsfundi tíðkast ekki að menn bjóði sig sér- staklega fram til ákveðinna emb- ætta, en ég hef ákveðið að láta þau boð berast til landsfundarfulltrúa að ég sækist eftir embætti varafor- manns Sjálfstæðisflokksins," sagði Sólveig í gær. „Fyrir þessari ákvörðun minni liggja nokkrar ástæður, en kannski þessar helst- ar: ég hef á undanförnum mánuð- um og vikum fengið fjölmargar áskoranir og tilmæli frá samtökum, hópum og einstaklingum innan Sjálfstæðisflokksins, sem hafa lagt að mér að gefa kost á mér til þessa starfs. Mér þykir auðvitað afar vænt um þetta og þann hug, sem að baki býr. Þess vegna hef ég nú ákveðið að verða við þessum til- mælum.“ Sólveig vísaði til reynslu sinnar í stjórnmálum þegar hún ræddi ákvörðun sína. „Ég hef verið alþingismaður fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í átta ár og var áður fyrsti varaþing- maður hans í fjögur ár og í borgar- stjórnarflokknum jafn lengi,“ sagði hún. „Því tel ég mig hafa töluverða pólitíska reynslu. Ég hef áður lýst því yfír að ég er reiðubúin til að takast á við ný og stærri verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn og með þessari ákvörðun vil ég ítreka þennan vilja minn og metnað til að vinna fyrir flokkinn." Nauðsynlegt að flokkurinn kalli eftir konum í ríkisstjórn Sólveig sagði að nauðsynlegt væri að huga betur að framgangi kvenna innan flokksins: „Ég tel það fyllilega tímabært og raunar nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkur- inn kalli eftir konum til að gegna æðstu störfum á vegum flokksins og til þátttöku í ríkisstjórn. Ég tel að þessi skoðun hafi mikið fylgi hjá hinum almenna flokksmanni." Björn Bjarnason sagði í ræðu á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra um helgina að hann hygðist ekki sækjast eftir varafonnennsku í flokknum og lagði um leið til að embættið yrði lagt niður og í stað þess yrði kjörin fimm manna fram- kvæmdastjórn, meðal annars til að tryggja einingu. „Fram hefur komið í fjölmiðlum „að hörð átök og blokkamyndanir vegna varaformannskjörs þjóni ekki hagsmunum sjálfstæðis- manna“,“ sagði Sólveig og vitnaði til orða Björns. „Undir þetta vil ég heils hugar taka. Hins vegai- er gert ráð fyrir því að landsfundur velji flokknum varaformann og nú háttar svo til að núverandi vara- formaður er að láta af embætti. Þess vegna tel ég afar eðlilegt að landsfundarfulltrúar fái tækifæri til að velja hvern þeir vilja. Ég hef þegar ákveðið að vinna mínu fram- boði brautargengi eftir því, sem mér er fært, einungis með mál- efnalegum hætti og af fyllsta drengskap." Hún kvaðst ekki hafa kynnt sér efni hugmynda Björns til hlítar umfram það, sem hún hefði lesið í Morgunblaðinu og heyrt í útvarpi, en hún teldi bæði sjálfsagt og eðli- legt að skipulagsstarf innan flokksins væri rætt á landsfundi, enda væri ráð fyrir því gert. „Hér virðist hins vegar um svo veigamiklar breytingar á skipulagi flokksins að ræða að óviturlegt væri annað en að gera ráð fyrir ít- arlegri umræðu um þau mál bæði á landsfundi og síðan í framhaldi af því heima í héraðum'hvarvetna á landinu," sagði hún. „Hugmynd um að svo viðamikil breyting á skipulagsmálum, sem hér virðist um að ræða, taki gildi á landsfundi eftir liðlega mánuð er tæpast raunhæf." Sigríður Anna Þórðardóttir Athyglisverð hugmynd „ÞETTA er hugmynd sem þarf að ræða og hún er athyglisvert inn- legg í umræðuna,“ sagði Sigríður Anna Þórðar- dóttir, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, um þá hugmynd Björns Bjarna- sonar mennta- málaráðherra að kjörin verði fimm manna framkvæmdastjórn sem komi í stað varaformanns flokksins. Sigríður Anna Þórðardóttir sagði sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þessa hugmynd á vettvangi flokksins eins og allar athyglis-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.