Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 19
LANDIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
SAFNNEFND Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi ásamt starfsmönnum
safnsins þegar ný og öflug tölva var tekin í notkun.
Amtsbókasafnið í Stykkis-
hólmi eykur þjónustu sína
Stykkishólmi - Tekin var í notk-
un ný tölva á Amtsbókasafninu í
Stykkishólmi þriðjudaginn 26.
janúar sl. Styrkur til kaupanna
fékkst frá menntamálaráðuneyt-
inu og á þann hátt vill ráðuneytið
stuðla að því að almenningsbóka-
söfn verði fær um að bjóða þjón-
ustu sem styðst við nútíma upp-
lýsingatækni.
Notendur hafa aðgang að Neti,
ritvinnslu og töflureikni. Fyrstu
mánuðina verður aðgangur
ókeypis að tölvunni fyrir 15 ára
og eldri. Yngri notendur geta
fengið aðgang í fylgd með full-
orðnum. Amtsbókasafnið stefnir
að því að stofna ættfræði- og átt-
hagadeild, eins konar Breiða-
fjarðardeild. Áhugi hefur aukist
mjög á ættfræði og vill safnið
koma til móts við hann. Ætlunin
er að safna heimildum og göng-
um bæði með bókakaupum og
öflun á tölvutækum gögnum á
sviði ættfræði og náttúruvísinda.
Amtsbókasafnið verður þá
miðstöð fyrir þá sem leita að
heimildum á þessu sviði og teng-
ist Breiðafirði. Nýi tölvukostur-
inn auðveldar mjög að koma
þessum áformum í framkvæmd.
Hjá Amtsbókasafninu í Stykk-
ishólmi voru útlán árið 1998
11.759, eða u.þ.b. 9,5 bækur á
íbúa. Utlánstölur hækka nokkuð
á milli ára. Þá hefur önnur starf-
semi safnsins aukist á undanförn-
um árum eins og upplýs-
ingaþjónusta og heimildaleit.
ormn rvr
3 ára ábyrgð
DAIHATSU
fínn í rekstri
Ánægja á ferðinni
Þúsundir Islendinga þekkja hagkvæman rekstur, góða
endingu og auðvelda endursölu bílanna frá Daihatsu.
Applause er fágaður bíll sem gerir allan akstur auðveldan
og ánægjulegan. Vélin er 100 hestöfl, með beinni innspýtingu
og 16 ventlum. Sjálfstæð MacPherson fjöðrun á öllum
hjólum gefur mjög góða aksturseiginleika. Applause er auk
þess fimm dyra og farangursrýmið má stækka í 764 lítra
með því að fella niður aftursætin.
Búnaður í himnalagi
Staðalbúnaður Applause stenst samaburð við stærri
og dýrari bíla. Nefna má ABS hemlabúnað, tvo loftpúða,
álfelgur, vökvastýri, rafdrifnar rúður og spegla, samlæsingu,
hæðarstillingu aðalljósa, snúningshraðamæli, útvarp og
segulband, höfuðpúða í aftursæti, og styrktarbita í hurðum.
Allir bílarfrá Daihatsu eru með þriggja ára almenna ábyrgð
og sex ára ryðvarnarábyrgð á yfirbyggingu.
Brimborg-Þórshamar
Tryggvabraut 5 • Akureyri
Sími 462 2700
Bíley
Búðareyri 33 • Reyðarfirði
Sími 4741453
Betri bilasalan
Hrísmýri 2a • Selfossi
Sími 482 3100
Tvisturinn
Faxastíg 36 • Vestmannaeyjum
Sfmi 481 3141
Beinskiptur 1.348.000 kr.
Sjálfskiptur 1.468.000 kr.
BRIMBORG
Faxafeni 8 • Sími 51 5 7010
HÉR & NÚ / SÍA -Ijósm Kristján Logason