Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Opin kerfí og Landssíminn standa sameiginlega að stofnun nýs hátæknifyrirtækis Sérhæfír sig í heildar- lausnum fyrir fyrirtæki Morgunblaðið/Árni Sæberg BJORN Jónsson, framkvæmdastjóri Grunns-Gagnalausna ehf., sést hér við merki hins njrja félags. NÝTT hátækniíyrirtæki, Grunnur- Gagnalausnir ehf., hefur verið stofnað af Opnum kerfum hf. og Landssíma Islands hf. Móðurfélög- in munu eiga jafnan hlut í hinu nýja félagi en hlutafé þess nemur 50 milljónum króna. Grunni-Gagna- lausnum ehf. er ætlað að veita heild- arlausnir á sviði síma-, tölvu- og netbúnaðar ásamt viðeigandi hug- búnaðarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Félagið mun jafnframt annast endursölu búnaðar frá Landssímanum og Opnum kerfum, að því er segir í fréttatilkynningu. Forsvarsmenn Grunns-Gagna- lausna benda á að nýir möguleikar í gagnasamskiptum séu að opnast. I stað þess að hafa aðskildar síma- og tölvulagnir er nú tal, tölvugögn og jafnvel sjónvarpsmerki í auknum mæli send eftir sama miðlinum og er sú breyting talin munu hafa mikil áhrif á mótun og rekstur fjarskipta- kei'fa fyrirtækja á næstu misserum. Markmið nýja félagsins er að geta veitt fyrirtækjum sérsniðnar jafnt sem heildarlausnir á öllum þessum sviðum. Björn Jónsson, tölvuverkfræðing- ur, sem ráðinn hefur verið fram- kvæmdastjóri nýja félagsins, telur engan vafa leika á því að vaxandi þörf sé fyrir fyrirtæki af þessum toga hér á landi, ekki síst í ljósi þeirra miklu breytinga sem hafa verið að eiga sér stað á fjarskipta- mörkuðum. Þar vísar hann bæði til örra tækniframfara sem og þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á ís- lenskum fjarskiptamarkaði með til- komu nýn’a fjarskiptalaga á síðasta ári. Hann segir starfsemi Lands- símans og Opinna kerfa falla vel saman í þessu tilliti þar sem sam- eiginlega nái þau til allra ofan- greindra þátta án þess að um skör- un sé að ræða. Hann bendir jafn- framt á að þróun þeirra lausna sem hér um ræðir séu tímafrekar í vinnslu og því mikilvægt að hið nýja fyrirtæki eigi sterka bakhjarla líkt og Opin kerfi og Landssímann. Samstarf við fleiri aðila I fréttatilkynningu kemur fram að Grunnur-Gagnalausnir verður starfrækt sem samstarfsvettvangur Landssímans og Opinna kerfa og mun nýta sér tækniþekkingu og mannafla beggja fyrirtækjanna eft- ir þörfum. Auk þess mun fyrirtækið eiga samstarf á sviði heildarlausna við Teymi hf., Verkfræðistofuna Hnit og Hugvit hf. Stjóm hins nýja fyrirtækis sam- anstendur af tveimur aðilum frá Landssímanum og tveimur frá Opn- um kerfum. Þór Jes Þórisson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölu- sviðs Landssímans, verður stjórnar- formaður en Frosti Bergsson, fram- kvæmdastjóri Opinna kerfa, verður varaformaður. Verðbréfaþing Islands Opin kerfi hækka RÚMLEGA 120 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf á Verðbréfaþingi Is- lands í gær. Mest viðskipti voru með hlutabréf Pharmaco fyrir 36 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 9,9%. 17 milljóna króna við- skipti vom með hlutabréf í Is- landsbanka og lækkaði gengi þeirra um 3,3%. í dag er von á ársuppgjöri bankans en aðilar á markaði hafa verið að spá því að hagnaður bankans nemi á bilinu 1.100 til 1.300 milljónum króna. Viðskipti með hlutabréf Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins námu 13 milljónum króna og lækkaði gengi bréf- anna um 5,5% á fyrsta við- skiptadegi eftir að bankinn birti ái’suppgjör sitt á föstu- dag. Verð hlutabréfa Opinna kerfa hækkaði mest í gær eða um 10,6%. Einungis vom við- skipti með bréf félagsins fyrir hádegi þar sem lokað var fyrir viðskipti með bréf í félaginu um hádegisbilið í gær en síð- degis kynntu Opin kerfi og Landssíminn stofnun nýs há- tæknifyrirtækis. Kælismiðjan Frost og Landssmiðjan ganga frá sameiningu Öfugt útboð Lánasýslunnar Samanlögð velta um 700 milljónir króna Verður að vera í samræmi við markaðinn KÆLISMIÐJAN Frost hf. og Landssmiðjan hf. hafa gengið frá samkomulagi um sameiningu félag- anna. Sameiginlegt félag hefur hlotið nafnið Landssmiðjan-Frost hf. Gert er ráð fyrir að starfsemi Kælismiðjunnar á höfuðborgar- svæðinu verði flutt í húsnæði Landssmiðjunnar á næstu vikum. Landssmiðjan sérhæfir sig í framleiðslu á tækjum úr ryðfríu stáli fyrir matvæla- og sjávarút- vegsfyrirtæki og Kælismiðjan framleiðir kælikerfi og frystibúnað. Sameining félaganna miðast við 1. janúar síðastliðinn. Sett hefur verið á fót framkvæmdastjórn, sem í eru framkvæmdastjórar og stjórnarfor- menn beggja félaga, sem starfar á meðan á sameiningu félaganna stendur yfir. Stefnt er að því að halda hluthafafundi sem fyrst þar sem gengið verður frá formlegri sameiningu félaganna. Fram- kvæmdastjóri Landssmiðjunnar- Frosts hf. verður Oskar Þórðarson, en hann hefur verið framkvæmda- stjóri Kælismiðjunnar í tæp tvö ár. Sóknarfæri erlendis Stjórnir félaganna eru sammála um að sameining styrki markaðs- lega og fjái'hagslega stöðu rekst- ursins og skapi sóknarfæri jafnt á innanlandsmarkaði sem og í út- flutningi. Telja stjórnir félaganna að sameinuð geti fyrirtækin hag- rætt verulega í föstum kostnaði og markaðsstarfi og boðið fram sam- ræmdar heildai'lausnir til fyrir- tækja í matvælaiðnaði og sjávarút- vegi. Gylfi Arnbjörnsson, stjórnarfor- maður Kælismiðjunnar Frosts, segir að félögin hafi sterka mark- aðsstöðu hvort á sínu sviði sem komi til að nýtast vel í útflutningi. „Kælismiðjan hefur átt í nánu sam- starfi við danska fyrirtækið Sa- broe+Söby um markaðssetningu á kælilausnum. Sameinað félag getur boðið heildarlausnir í framleiðslu tækjabúnaðar og þjónustu og getur nýtt markaðsnet Sabroe vítt og breitt um heiminn. Samstarfíð býð- ur upp á útrás án þess að byggja allt þjónustukerfi á sjálfstæðum einingum," segir Gylfi. Samlegðaráhrif sameiningar Valgeir Hallvarðsson, stjórnar- formaður Landssmiðjunnar, segii' að starfsemi fyrirtækjanna falli vel hvor að annarri og að sameining hafi samlegðaráhrif á flestum svið- um. „Verulegt rekstrarhagræði felist í að öll starfsemi Kælismiðj- unnar Frosts rúmist í 2.200 fm hús- næði Landssmiðjunnar í Garðabæ. Gert er ráð fyrir að Landssmiðjan- Frost geti boðið heildarlausnir fyrir sjávarútvegs- og matvælafyriræki. Þá er nauðsynlegt að fyrirtæki, sem sækja á erlendan markað, búi yfir öflugu starfsliði og hafi yfir verulegu fjármagni að ráða.“ 17 starfsmenn starfa hjá Kæl- ismiðjunni Frosti á Akureyri. Gylfi Arnbjörnsson segir að ekki sé gert ráð fyrir neinum breytingum á starfseminni fyrir norðan. I heild starfa 75 manns hjá báðum fyrir- tækjum. Samanlögð velta Kæl- ismiðjunnar Frosts og Landssmiðj- unnar nam um 700 milljónum króna á síðasta ári. Við sameiningu fá eigendur Kælismiðjunnar Frosts hf. 59% hlut í hinu sameinaða félagi en eig- endur Landssmiðjunnar 41% og er stefnt að því að skrá félagið á Vaxt- arlista Verðbréfaþings íslands eins fljótt og auðið er. Eftir sameiningu verða stærstu eigendur Lands- smiðjunnar- Frosts hf. eftirtaldir: Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. 39%, Stálsmiðjan hf. 19%, Ail- vaki hf. 12% og Sabroe+Söby A/S 11%. Annar hlutur er í dreifðri eignaraðild. „TILGANGUR með þessu öfuga útboði, sem Lánasýslu ríkisins var falið að annast, er ákveðin tilrauna- starfsemi. En tilboðin verða þá að vera í eðlilegu samræmi við mark- aðinn ef það á að vera hægt að taka þeim,“ sagði Geir H. Haarde fjár- málaráðherra um þá ákvörðun Lánasýslunnar að taka engu tilboði verðbréfafyrirtækja um sölu á verðtryggðum spariskírteinum í síðustu viku. Fjánnálaráðherra sagði þetta er hann var spurður um þá gagnrýni fulltrúa nokkurra verðbréfafyrir- tækja í Morgunblaðinu fyrir helg- ina að Lánasýslan skyldi ekki taka neinu tilboði þeirra en um var að ræða skírteini í flokknum 95/1D10. Fjármálaráðherra kvaðst ekki vilja slá neinu föstu um frekara út- boð en ekki væri útilokað að grundvöllur yrði fyrir því síðar. „Eg held að það sé að mörgu leyti æskilegt en við verðum að sjá hvernig málin þróast. Þegar við erum nú að kaupa upp mikið af bréfum og endurgreiða með því lán verðum við að gæta hagsmuna ríkisins, við getum ekki keypt á hvaða verði sem er,“ sagði ráð- herra. I fréttabréfi Búnaðarbankans, Verðbréfa í síðustu viku segir að af- staða Lánasýslunnar hafi verið skynsamleg þar sem ávöxtunar- krafa í þessum spariskírteinaflokki hafi verið lægri en raunkrafa mark- aðarins. Andri Sveinsson hjá Bún- aðarbankanum Verðbréfum segir að boð verðbréfafyrirtækjanna hafi ekki verið nógu góð og telur að for- sendur Lánasýslunnar hafi verið réttmætar. Telur hann verðbréfa- fyrirtæki hafa keypt mikið af um- ræddum bréfum að undanförnu í þeim tilgangi að selja þau ríkinu á hærra verði. Áhrif evrunnar á fj ármagnsviðskipti ÁHRIF gildistöku evrunnar á fjármagnsviðskipti sem heyra undir reglur Alþjóða verslunar- ráðsins (ICC) er heiti bæklings sem gefinn hefur verið út af landsnefnd ráðsins. Bæklingurinn er ætlaður fyrir- tækjum og einstaklingum sem eiga í viðskiptum sem heyra und- ir samræmdar reglur ICC um fjármagns- og bankaviðskipti. Frá stofnun ICC, árið 1919, hef- ur ráðið unnið að því að auka veg frjálsrar verslunar fyrir gagn- kvæmum réttindum og skyldum og gefa út samræmdar vinnu- reglur eða skilmála fyrir flest svið alþjóðaviðskipta, þar á með- al samræmdar vinnureglur á sviði fjármagns- og bankavið- skipta, að því er kemur fram í til- kynningu. Bæklinginn er hægt að nálgast á skrifstofu landsnefndar og hjá ábyrgðardeildum viðskipta- banka. Sparisjóður Norðlendinga Kaupir 66% í Kaup- þingi Norðurlands SPARISJÓÐUR Norðlendinga hef- ur keypt allan eignarhlut Kaup- þings hf. í Reykjavík í Kaupþingi Norðurlands hf. og er nú stærsti einstaki hluthafinn í félaginu með um 70% eignarhlut en átti fyrir kaupin tæplega 4%. Kaupverð er ekki gefið upp. Jón Björnsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, segir engra breytinga að vænta á rekstri Kaupþings nyrðra í kjölfar kaupanna sem miði fyrst og fremst að því að auka tekjuleiðir Spari- sjóðsins og stækka markaðssvæði hans. „Þannig hyggjumst við áfram einbeita okkur að bankastarfsemi á svæðinu í rekstri sparisjóðsins samhliða almennum verðbréfavið- skiptum á landsvísu í gegnum starf- semi Kaupþings Norðurlands sem hefur verið vaxandi fyrirtæki á ís- lenskum verðbréfamarkaði," segir Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.