Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ í DAG Aframhaldandi landvinn- ingar íslendingasagna Utgáfa Islendingasagna í enskri þýðingu er væntan- ----------------------------------7------------------ leg hjá Penguin Press í London. Utgáfustjóri þessa risafyrirtækis, Alastair Rolfe, er staddur hér á landi vegna gerðar samninga við Bókaútgáfuna Leif Eiríksson sem reið á vaðið. Jóhann Hjálmarsson spurði hann um tildrög þessa verkefnis og innti hann eftir eigin áhuga og annarra Breta á sögunum. ALASTAIR Rolfe, útgáfustjóri hjá The Penguin Press í London, er staddur hér á landi vegna fyrir- hugaðrar útgáfu íslendingasagna hjá forlaginu. Það er hin nýja enska þýðing á vegum Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar sem koma mun út í áföngum hjá Penguin, í flokki sem kallast Penguin-Classics. Rolfe er í upphafi beðinn um að rifja upp forsögu íslendingasagnaútgáfu hjá Penguin og telur það bæði Ijúft og skylt. Hann minn- ir á að Njáls saga hafí komið fyrst 1960 í þýðingu Magnúsar Magnússonar, síðan hafí komið út að minnsta kosti fimm eða sex sög- ur. „Útgáfa Islendingasagna hefur ekki verið regluleg," segir Rolfe. „Hún hefur gengið mjög vel og sögurnar hafa verið margút- gefnar, jafnvel að um þrjátíu endurprentan- ir hafí verið að ræða. Egils saga hefur verið prentuð sextán sinnum." Hvað er Penguin-Classics ífáum orðum? „Þessi flokkur hóf göngu 1947. Áhersla hefur verið lögð á klassíska texta. Bækurnar voru upphaflega ekki síst fyrir fólk sem ekki kann latínu eða grísku. Persónulega er ég unnandi miðaldabókmennta, ekki síst Chaucers. Ég hef áhuga á miðöldum en verð að viðurkenna að þekking mín á Islendinga- sögum er takmörkuð." Eyrbyggja uppáhaldssagan Áttu þér uppáhaldssögu? „Já, Eyrbyggja sögu, síðan koma ýmsir þættir." Þegar ég spyr Rolfe hvort hann geti skýrt sinn eigin áhuga og fleiri Breta á Eyr- byggju, til dæmis Sir Walters Scotts sem samdi skáldsögu upp úr Eyrbyggju og málarans Collingwoods og fleiri, leitar hann að orðum en með hjálp Bernards Scudders, eins þýðenda nýju útgáfunnar, skýtur upp orðum eins og sálfræði og fróðleikur. Þegar Alastair Rolfe hitti Robert Riger, Morgunblaðið/Ásdís ALASTAIR Rolfe er útgáfustjóri eins stærsta bókaforlags í heimi. einn af starfsmönnum Penguin í New York, barst talið að Islendingasögum og benti Riger þá Rolfe á hinar nýju þýðingar. Þetta var hvatning sem dugði. Það er Penguin keppikefli að sögn Rolfes að klassískar bók- menntir komi stöðugt í nýjum og nýjum þýðingum sem hæfa hverjum tíma, helst hverri nýrri kynslóð. Tækifærið var hér komið að fylgja eftir þeirri stefnu og vænta forsvarsmenn Penguins sér mikils af útgáf- unni. „Við teljum þetta gott tækifæri til að koma sögunum á framfæri við lesendur út um allan heim,“ segir Rolfe. „Aðeins Pengu- in með útbreiðslu sinni gæti tekið að sér svona verkefni með öruggum árangri. Við rekum öflug forlög 1 öllum enskumælandi löndum - vitaskuld í Bretlandi, Bandaríkjun- um og Kanada, en líka til dæmis á Nýja- Sjálandi, Indlandi og víðar. Höfuðstöðvarn- ar eru í London.“ Þýðingar þarf að endurnýja Hann minnti á að þýðingar þyrfti að end- urnýja. Það gæti þó orðið vandamál yrði ein- hver ein þýðing klassísk. Um leið og hann fagnaði framtaki Bókaútgáfu Leifs Eiríks- sonar að láta marga þýðendur vinna saman og samræma þannig þýðinguna minnti hann á að Penguin hefði ekki getað unnið að þessu verkefni á eigin vegum nema sem langtíma- verkefni. Ný þýðing væri í anda útgáfunnar. Nú ynnu til að mynda sex þýðendur að því að þýða Proust upp á nýtt. Gæti þessi nýja útgáfa endun'akið áhuga á sögunum? „Fordæmi Williams Monis og fleiri Breta er ekki búið að vera. Menn hafa til dæmis á ný lesið Islandsdagbækur hans af miklum áhuga. Miklir rithöfundar, lífs og hðnir, hafa orðið fyrir áhrifum frá Islendingasögunum." Rolfe sagði að Penguin myndi vinna áfram að kynningu sagnanna, jafnvel taka þær eða brot þeirra inn í Puffin-barnabóka- flokkinn og að öðru leyti laga sögurnar að nýjum lesendum, nýjum markaði. Spenn- andi verkeftii biðu og margar leiðir væru í athugun. Útgáfan á ensku gæti tengst aldamótum og Leifi Eiríkssyni og landa- fundum hans sérstaklega. íslendingasögurnar verða væntanlega kynntar sem íslenskar bókmenntir, ekki norskar? ,Aiveg örugglega. Það er enginn vafi,“ sagði Alastair Rolfe. Hann var ákveðinn á svip, síðan færðist örlítið bros yfir andlitið. jmiip Átt þú mynd sem þú vilt selja? jquip Listakaup hf. vill kaupa málverk, sérstaklega eftir Jón Stefánsson, Kjarval eða Þórarin Þorláksson. Myndir eftir aðra myndlistamenn koma einnig vel til greina. Upplýsingar og veitir Olafur Stefán Sveinsson ísíma 564 2000 milli kl. 13 til 18. hans, Margréti Indriðadóttur. Þetta er í tíunda sinn sem verð- launin eru afhent. I lokadómnefnd sátu Sigríður Á. Snævarr, Guðrún Pétursdóttir og Dagný Kristjáns- dóttir sem var formaður. Forseti sagði í ræðu við athöfnina að erfltt hefði verið fyrir dónmefndina að velja úr þeim bókum sem lagðar voru fram til verðlaunanna en bókaútgáfa síðasta árs hefði verið einstaklega fjölbreytileg og litrík. Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, tók einnig til máls og sagði að verð- launin hefðu valdið deilum eins og oft áður, einkum tilnefningarnar í desember en hjá því yrði aldrei komist. Sigurður minntist Valdi- mars Jóhannessonar, bókaútgef- anda í Iðunni, sem lést fyrir skömmu. Verðlaunin nema fimm hundruð þúsund krónum á mann auk þess sem verðlaunahöfum voru aflient: verðlaunaskjöl og verðlaunagripir. FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Islensku bókmenntaverðlaunin 1998 á Bessastöðum síðdegis í gær. Thor Vilhjálmsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Morgunþula ístráum og Hörður Ágústsson hlaut þau í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir ritið, Islensk byggingar- arfleifð I. Er þetta í annað sinn sem Hörður hlýtur verðlaunin en bók hans Skálholt II - Kirkjur var verð- launuð árið 1991. Hörður sagði í þakkarræðu að bók eins og íslensk byggingararf- leifð I væri ekki eins manns verk. Færði hann útgefanda sinum, Húsa- friðunarnefnd, kærar þakkir fyrir velvild og áhuga og öllum þeim sem aðstoðað hefðu við verkið. Thor ræddi um stöðu æskunnar og náttúrunnar í heimi markaðs- hyggju og hagnaðarsjónarmiða og lagði áherslu á að mann- og fegurð- argildi fengju að ráða ferð. Hann þakkaði sonum sínum, Ornólfi og Guðmundi Andra, fyrir stuðning við að setja saman bók sína en að umfram allt bæri þó að þakka konu Morgunblaðið/Kristiim HÖRÐUR Ágústsson og Thor Vilhjálmsson á Bessastöðum í gær þar sem þeir tóku við Islensku bókmenntaverðlaununum úr hendi forseta Islands. __ S Thor og Hörður hlutu Is- lensku bókmenntaverðlaunin Blekking er allt sem þarf LEIKLIST Mögulcikhúsið Huglcikur NÓBELSDRAUMAR eftir Árna Hjartarson. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Söngsljóri: Þórunn Guðmundsdóttir. Helstu leik- endur: Jóhann Snorrason, Arnar Hrólfsson, Berglind Steinsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Jóhann Hauksson, Einar Einarsson, Unnar Unnarsson, Ylfa Helgadóttir, Sesselja Traustadóttir, Hrefna Friðriksdóttir. Sunnudagur 31. janúar. HÉR er allt til staðar sem ein- kennir góðan Hugleik: ádeila, orðaleikir, vísanir til fornra at- burða og nýrra, leikur að tuggum, skopleg sýn á náttúru mannsins, hégómagirni hans og breyskleika en umfram allt sá augljósi ásetn- ingur áhugaleikarans að virkja sjálfan sig og skemmta sér og öðr- um kappsamlega. Okkur er boðið að skoða gang- virkið í leikhúsi sem er í kröggum. Viðskiptafræðingur er fenginn til að bæta sætanýtinguna og honum til aðstoðar (!) leikstjóraglæsipía sem sótt hefur frama sinn til útlanda, svo og skáld sem er búið að vera fullt svo lengi að það er orðið tómt. Meðal leikara hússins er ekki alit sem sýnist (skárra væri það nú) og stundum stangast á ímyndun og veruleiki. Nóbelsdraumar ber sterk ein- kenni lykilsögu og verður forvitni- legri fyrir bragðið: ég stóð mig einatt að því að bera saman svið- spersónur og raunverulegt fólk eins og það birtist í (slúður)frétt- um, en slíkt er saklaus iðja hér því sviðstilbúningur níðir aldrei skóinn niður af fólki á sama hátt og fréttir. í holdtekningunni á sviði birtast nefnilega einstak- lingsafglöp í því samhengi sem þeim ber: sem einn lítill partur af manninum en ekki hann allur. Sýningin sem ég sá hrökk ekki strax í gang, en sótti mjög í sig veðrið er á leið og eftir hlé, þegar gamanið kárnar fyrir alvöru, þétt- ist lopinn og raktist snurðulaust til endaloka, en þá sýndi Hrefna Friðriksdóttir frábæran leik sem forseti lýðveldisins. Reyndar stóðu sig allir vel á sviðinu, ekki síst þeir sem mest á mæddi: Jóhann Snorrason sem skáldið sem er sælast er það sefur, Arnar Hrólfsson sem prósentuvísi viðskiptafræðingurinn, Berglind Steinsdóttir sem tildurrófuleg leikstýrusnótin, Þórunn Guð- mundsdóttir sem prímadonnan og Jóhann Hauksson sem meðreiðar- sveinn hennar um eyðilönd hvers- dagsins. Einar Þór Einarsson lék traustan leikara traustlega, og Sesselja Traustadóttir hafði góð tök á hlutverki hjúkrunar- fræðingsins, einkar elskulegri og kiljanskri persónu. Þá voru þau Unnar Geir Unnarsson og Ylfa Mist Helgadóttir alltaf vel til stað- ar og áttu góða spretti þegar þurfti. Söngur, bæði lög og textar, eru á ýmsan hátt burðarvirki Nóbelsdrauma. í þeim safnast í brennipunkt sannleikur verksins og ástríða. Hugleikarar sýna sumir hverjir sínar bestu hliðar hér, ekki síst þær Ylfa Mist og Þórunn, báð- ar prýðilegar söngkonur, hvor á sinn hátt. Þetta verk er vel samið, af skýrri tilfinningu fyrir blæbrigða- auðgi málsins og þanþoli þess, upphöfnu orðfæri jafnt sem alþýð- legu. Leikhópurinn, undir stjórn Sigrúnar Valbergsdóttur, sér áhorfandanum fyrir góðri skemmt- un með næmu skopskyni og skýrri framsögn. Farið og sannfærist. Guðbrandur Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.