Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN, vefur aðsendra
greina og prófkjörsgreina.
FASTEIGN AVEFUR
Morgunblaðsins.
VEFUR vegna Heimsmeistara-
keppninnar í fótboita 1998.
, ivtvx
. »«rrtrr 3M Mm KX h** jg|| ;
crr |
ru htfnr/* »* Ti» lír íilit íÍnSS
mt .isiír**
jtel itr rrrr*W v,* ->«, ,r* Æ
i&utáÉM É É í 1 >"r' /'v- r- sm 3*jai£ss&i&
VEFUR helgaður
DHL-deildinni í körfubolta.
VEFUR um landsleik íslendinga
og heimsmeistara Frakka.
BÓKAVEFUR með upplýsingum
um íslenskar bækur.
GULA línan á mbl.is.
ENSKI boltavefurinn á mbl.is
með uppl. um lið og leikmenn.
PLÖTUVEFUR um
íslenskar plötur.
SVIPMYNDIR ársins 1997.
NETFANGASKRÁ
Miðlunar á mbl.is.
KOSNINGAVEFUR í tilefni af
sveitarstjórnarkosningum.
KVIKMYNDIR.IS á mbl.is.
FRÉTTAANNÁLL ársins 1998.
SVIPMYNDIR ársins 1998.
25.000 heim-
sóknir á dag
Fréttavefur Morgunblaðsins á mbl.is á árs
afmæli í dag. A fi'órða tug vefja hefur verið
sett upp í tengslum við Fréttavefínn á árinu
sem liðið er og aðsókn hefur verið meiri og
aukning hraðari en búist var við í upphafí.
Má ætla að að minnsta kosti 20-25.000
manns heimsæki vefínn dag hvern.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞESSIR starfsmenn koma með einum eða öðrum hætti að útgáfu mbl.is
FYRSTA forsíðan; forsíða Fréttavefjarins frá 2. febrúar fyrir ári.
MORGUNBLAÐIÐ hóf
útgáfu á efni blaðsins á
Netinu fyrst íslenskra
fjölmiðla í árslok 1994.
Útgáfan var í samvinnu við hugbún-
aðarfyrirtækið Streng, sem tók við
efni blaðsins yfir nettengingu og las
inn 1 gagnagrunn sem síðan birti efn-
ið eftir því sem óskað var eftir. Efnið
var eins og það birtist á prenti, nema
engar myndir fylgdu. A sama tíma
var einnig boðið upp á áskrift að
gagnasafni blaðsins sem hefur að
geyma greinar frá árinu 1987 tii
dagsins í dag.
Eftir því sem notkun Netsins varð
almennari var ákveðið að nýta betur
möguleikana sem hinn nýi miðill
gæfí. í því skyni var komið á fót sér-
stakri NetdeÚd innan Morgunblaðs-
ins vorið 1997 og hafíst handa við að
móta útgáfu á vefnum. Keyptur var
nýr gagnagrunnur frá Informix-fyr-
irtækinu, en hann þykir henta sér-
staklega vel til netútgáfu. Fyrsta út-
gáfan var vefur um keppni í úrvals-
deildinni í 1997 og var vel tekið.
í upphafí árs 1998 var tekin
ákvörðun um að stofna sérstaka net-
fréttadeild sem skrifa myndi fréttir
sérstaklega fyrir netútgáfuna í stað
þess að birta aðeins fréttir úr
Morgunblaðinu. Ráðinn var sérstak-
ur fréttastjóri netfrétta, Guðmundur
Sv. Hermannsson, og tveir blaða-
menn. Þeim hefur síðan fjölgað eftir
því sem umfang Fréttavefjarins hef-
ur aukist.
Formleg opnun Fréttavefjarins
var svo mánudaginn 2. febrúar til að
undirstrika að Fréttavefur mbl.is
„kæmi út“ alla daga vikunnar alla
daga ársins. Fréttavakt er vegna
vefjarins frá kl. sex að morgni
virkra daga, en hefst seinna á frí-
dögum. Þannig voru fréttir skrifað-
ar á vefinn á páskadag, jóladag og
nýársdag svo dæmi séu tekin.
Meiri aðsókn en búist
var við í upphafi
Aðsókn að Fréttavefnum var þeg-
ar mjög góð, mun meiri reyndar en
búist var við í upphafi og þurfti að
grípa til ýmissa tæknilegra ráðstaf-
ana til að anna eftirspurninni, meðal
annars að tvöfalda vinnslugetu þeirr-
ar tölvu sem sér um að skila upplýs-
ingum til notenda. Enn jókst aðsókn-
in þegar Fasteignavefur Morgun-
blaðsins var opnaður og hefur aukist
jafnt og þétt með stökkum þegar
nýjungar hafa verið kynntar.
Framan af var áberandi að lesend-
ur vefjarins komu inn á hann á
vinnutíma, þ.e. mikil og ör aukning
sást á línuritum um kl. níu á morgn-
ana, og síðan uppsveiflur kl. tólf og
eitt og síðan aftur rétt fyrir fimm,
þegar vinnudegi var að ljúka hjá
flestum. Síðan fjölgaði heimsóknum
aftur eftir kvöldmat, en mun minna.
Eftir því sem liðið hefír á árið hefur
þetta mynstur breyst að því leyti að
notendum á kvöldin hefur fjölgað
hraðar en notendum yfir daginn.
Þetta helst í hendur við stóraukinn
aðgang heimila að Netinu og á ef-
laust enn eftir að aukast. Gestir á
Fréttavefinn eru nú um stundir að
minnsta kosti um 20-25.000 á dag.
30% lesenda eru búsett erlendis og
hafa þeir lýst mikilli ánægju með
Fréttavefinn. Borist hafa bréf til
blaðsins úr öllum heimsálfum þar
sem fólk lýsir mikilli ánægju með að
geta lesið fréttir að heiman nánast
jafnharðan og atburðirnir gerast.
Mbl.is hélt upp á að milljón gestir
höfðu heimsótt vefinn í ágúst sl. en
heimsóknum hefur fjölgað æ hraðar
og gestir eru komnir nokkuð á þriðju
milljón þegar þetta er skrifað.
Engin takmörk á lengd
Meðal þeirra möguleika sem Netið
gefur er að þar eru engin takmörk á
lengd skjala og því hægt að birta á
vefnum efni sem ekki hefði rúmast í
blaðinu. Gott dæmi um þetta var
þegar deilt var um risnukostnað í
Landsbanka, en þá var sett saman
sérstakt fréttaknippi þar sem lesa
mátti um allar hliðar málsins,
skýrslu Ríkisendurskoðunar, svör
bankastjóra, fréttir, greinar og
fréttaskýringar í tímaröð. Frá
Bandaríkjunum barst tölvupóstur
frá lesanda sem sagði að með því
væri brotið blað í íslenskri fjölmiðl-
un, því ekki hefði áður verið sett
saman svo ítarlegt fréttayfirlit og að-
gengilegt. Upp frá því hafa fjölmörg
slík fréttaknippi verið sett upp á
vefnum, meðal annars um kvenna-
mál Clintons Bandaríkjaforseta þar
sem lesa mátti meðal annars alla
skýrslu Kenneths Starrs og svör
Clintons við henni, fréttaknippi um
loftárásir bandamanna á írak, átökin
í Kosovo, sagt frá heimkomu há-
hymingsins Keikos með miklu af
myndum og svo má telja.
Sé skoðað hvemig heimsóknir
skiptast fer ekki milli mála að fólk
nýtir sér til hins ýtrasta þá mögu-
leika sem Netið gefur sem fréttamið-
ill, þ.e. að geta nálgast nýjustu frétt-
ir af atburðum um leið og þeir gerast
og geta síðan aflað sér nánari upp-
lýsinga um viðburði þegar henta
þykir. Þannig var því til að mynda
farið þegar fréttir bámst um það að
gos væri hafið í Grímsvötnum. Að-
sókn jókst gríðarlega í kjölfar frétta
í útvarpi og varð meiri en áður hafði
sést, um þrjú þúsund heimsóknir á
mínútu þegar mest lét. Aðsókn
þennan dag hélst mjög mikil allan
daginn ekki síst þegar myndir af
gosinu vora settar á Netið. Til gam-
ans má geta þess að franskt tímarit
sem hugðist kaupa eina mynd af gos-
inu hreifst svo af myndunum sem
það sá á vefnum að það keypti mynd-
ir á þrjár opnur í blaðinu.
Leikir og sérvefír
Leikir hafa verið vinsælt efni á
vefjum mbl.is og á fjórða tug slíkra
leikja verið sett upp, lesendum vefj-
arins til skemmtunar. Alls hafa 61
þúsund manns sent inn rétt svör
vegna leikja og vel á annað hundrað
þúsund tekið þátt í þeim í von um að
hreppa vinning, en þeir hafa meðal
annars verið tölvubúnaður, GSM-
símar, Nettengingar, ferðir til út-
landa, sjónvörp, fatnaður, bíómiðar,
leikhúsmiðar og svo má telja. I
hverri viku er svo sérstök fréttaget-
raun um atburði liðinnar viku og
verðlaun í boði fyrir rétt svör.
Skömmu eftir að Fréttavefurinn
fór af stað var opnaður á mbl.is fast-
eignavefur eins og getið er, sem hef-
ur að geyma auglýsingar frá öllum
helstu fasteignasölum landsins.
Eignir þar era á þriðja þúsund og
hægt að leita eftir ýmsum skilyrðum,