Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Röskva fagnar lengd-
um afgreiðslutíma
FIMMTUDAGINN
19. nóvember sl. ritaði
ég grein í Morgunblað-
ið og gerði grein fyrir
aðstöðuvanda stúdenta
við Háskóla Islands og
hvernig mætti leysa
hann með lengri
afgreiðslutíma Þjóðai--
bókhlöðu. í desember-
Vnánuði sá fjárlaga-
nefnd loks aumur á
stúdentum og starfs-
fólki Háskóla Islands
og færði okkur nokk-
urs konar jólagjöf,
ákveðið var að veita
þeim fjármunum sem
til þarf til að halda úti
bókaverði bréf þar reittir borðað nestið sitt innan
eðlilegum afgreiðslutíma bókhlöð-
unnar til kl. 10 öll virk kvöld og
bæta jafnframt við sunnudagaopn-
un. Við í Röskvu fógnum því að ára-
löng barátta hafi nú skilað árangri.
Fjögurra ára barátta
Nú þegar Landsbókavörður hef-
ur sagt að frá og með 1. febrúar nk.
sem hann mótmælti of
stuttum afgreiðslutíma
Þjóðarbókhlöðu. Þar
með var baráttan haf-
in, en henni lauk nú,
fjórum árum seinna,
skömmu fyrir jól með
fjárveitingu til leng-
ingar afgreiðslutíma
safnsins. Vilji stúdenta
og okkar í Röskvu hef-
ur allan þennan tíma
verið mjög skýi*; litið
hefur verið á
kvöldopnun Þjóðar-
Pétur Maack bókhlöðu sem algert
Þorsteinsson forgangsmál. Framan
af daufheyrðust yfir-
völd algerlega við kröfum stúd-
enta, en'í framhaldi af tilboði Stúd-
'muni afgreiðslutími Þjóðarbók-
hlöðu verða eins og segir hér að
framan er við hæfi að líta yfir far-
inn veg í baráttu stúdenta fyrir
eðlilegum afgreiðslutíma Þjóðar-
bókhlöðu. Allt frá byrjun hefur það
verið forgangsmál hjá Röskvu að
afgreiðslutími yrði lengdur. Bar-
áttan hófst strax daginn eftir opn-
un bókhlöðunnar, eða 2. desember
1994. Þá ritaði þáverandi formaður
Stúdentaráðs, Dagur B. Eggerts-
son, Einari Sigurðssyni Lands-
Námsaðstaða
Röskva þakkar öllum
stúdentum við Háskóla
7
Islands, segir Pétur
Maack Þorsteinsson,
og öðrum þeim sem
studdu kröfur um
lengingu afgreiðslu-
tíma bókhlöðunnar.
Eyrnalokkagöt
Nú einnig
100 gerðir af eyrnalokkum
3 starðir
■£
árgreiðslustofan
apparstíg (stmissi 3010)
-t tílnr » inioLJ
entaráðs í janúai* 1996 um að
standa straum af hluta af kostnaði
við lengingu afgreiðslutíma með
fjársöfnunum, virtist yfirvöldum
verða ljós alvara stúdenta í málinu.
I framhaldi af þessu tilboði - sem
var hafnað - hófust þó umræður á
milli Háskólans, stúdenta og
stjórnar Landsbókasafns um
mögulegar leiðir til lausnar vand-
ans.
Það er kannski helst til marks
um það hvernig aðilar að málinu
hafa dregið lappirnar að þrátt fyrir
að stúdentar vektu strax á því at-
hygli að ekki væri nein nestisað-
staða í safninu (það er bannað að
vera með nesti í veitingasölu safns-
ins), tók tæp 3 ár að fá í gegn að-
stöðu þar sem stúdentar gætu óá-
Vantar þi
veggja safnsins.
Stúdentar stóðu saman
Árið 1997 tókst stúdentum að
vekja athygli hins háa Alþingis á
vandanum og skilaði það sér í
tveggja milljóna króna framlagi
sem var nýtt til að lengja
afgreiðslutíma safnsins á prófa-
tíma. Það var svo síðastliðið haust
að Stúdentaráð réðst í undir-
skriftasöfnun innan Háskólans til
að pressa á um lengingu
afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðu.
Aðstaða stúdenta versnaði til muna
á árinu 1998, þar sem nokkrum les-
stofum var lokað vegna mikillar
húsnæðiseklu Háskólans. Sett var
á laggirnar samráðsnefnd Háskól-
ans, stúdenta og stjórnar Lands-
bókasafns sem skyldi ganga á fund
fjárlaganefndar og tala fyrir leng-
ingu afgreiðslutíma safnsins. Jafn-
framt gengu formaður stúdenta-
ráðs, Asdís Magnúsdóttir og undir-
ritaður á fund nefndarinnar og
þrýstu á um úrbætur.
Þegar enn leit út fyrir að yfir-
völd myndu skella skollaeyrum við
óskum stúdenta má segja að við
höfum gefist upp á hefðbundnum
leiðum stjórnkerfisins og 19. nóv-
ember sl. lögðu stúdentar bók-
hlöðuna undir sig og lásu til 10
það kvöld, eins og nauðsynlegt er
að hafa aðstöðu til öll kvöld. Safn-
ið var fullsetið svo að alvara og
samstaða stúdenta var augljós. I
framhaldi af þessu rönkuðu yfir-
völd við sér og eins og áður segir
bárust af því fréttir um miðjan
desember að málið væri í höfn og
fjármagn hefði fengist til að lengja
afgreiðslutímann.
Það var mjög ánægjulegt að
taka þátt í þessari vel heppnuðu að-
gerð stúdenta, þar sem okkur tókst
svo sannarlega að hafa áhrif á okk-
ar námsaðstöðu. Röskva þakkar
öllum stúdentum við Háskólann og
öðrum þeim sem studdu kröfur um
lengingu afgreiðslutíma bókhlöð-
unnar. Jafnft*amt vil ég fyrir hönd
félaga minna í Röskvu óska stúd-
entum til hamingju með sigurinn.
Höfundur situr í Stúdentaráði Há-
skóla íslands fyrir hönd Röskvu.
Klúðrið í skatt
lagningu at-
vinnubifreiða
BREYTINGAR á
þungaskatti og bif-
reiðagjöldum og þá
sérstaklega þær breyt-
ingai* sem Alþingi
gerði sl. vor á þeim
sköttum hafa verið til
umræðu að undan-
förnu. Meðal annars
gerði Sveinn Hannes-
son, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnað-
arins, þær að sérstöku
umræðuefni í svari
sínu til Vilhjálms
Egilssonar, formanns
efnahags- og við- Pétur
skiptanefndar, sem Jóhannsson
birtist í Morgunblað-
inu 6. janúar sl. og sagði þar rétti-
lega að sú lagasetning væri efni í
Þungaskattur
Það er óþolandi að búa
við rekstrarumhverfí,
segir Pétur Jdhanns-
son, þar sem fyrirvara-
laust er fleygt framan
í mann skattahækkun
upp á tugi og
hundruð prósenta.
sérstaka grein. Mig langar að
leggja orð í belg í þessari umræðu,
því þessar breytingar voru að mínu
mati hreint slys og eru lýsandi
dæmi um það hvaða afleiðingar það
getur haft þegar Alþingi hleypur
til og setur lög án samráðs og án
þess að dæmið hafi verið reiknað
til enda.
Fram á vor 1998 var ekki annað
vitað en að olíugjald væri að taka
hér við af þungaskatti líkt og
tíðkast í öllum öðrum löndum á
EES-svæðinu. Tekist hafði sam-
komulag við hagsmunaaðila og
fundin hafði veiið viðunandi lausn
á málum þeirra sem reka þung
tæki á borð við kranabifreiðir, sem
Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með
aðeins einu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með
ert þú komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Skráðu íbúðina núna
áður en hún losnar og komdu í veg fyrir að hún standi auð og arðlaus.
Skráning í síma 511-1600
L
BlEIGULISTINN
LEIGUMIÐLUN
Skipholti 50B. ■ 105 Reykjavfk
standa langtímum
saman við vinnu sína
en er tiltölulega lítið
ekið. Slík tæki áttu
einfaldlega að falla í
flokk með vinnuvélum
en greiða þungaskatt
með gamla laginu af
þeim takmarkaða
akstri sem um er að
ræða. Megináhersla
var lögð á að skatt-
leggja notkun tækj-
anna en ekki inn-
kaupsverð þeirra eða
þyngd, enda hefur sú
stefna leitt okkur í
þær ógöngur að Island
er orðið að hálfgerðu
fornbflasafni í Evrópu vegna þess
að fornbílar eru undanþegnir vöru-
gjöldum og bifreiðagjöldum.
Af einhverjum dularfullum
ástæðum missti fjármálaráðuneyt-
ið allan áhuga á málinu þegar það
kom til umfjöllunar á Alþingi sl.
vor. Olíugjaldinu var fleygt, vænt-
anlega fyrir þrýsting frá einhverj-
um sem ekki vilja draga úr olíu-
notkun. Niðurstaðan varð hins veg-
ar sú að lækkun á vörugjöldunum
var mætt með því að breyta bif-
reiðagjöldum (sem reiknast af
heildarþyngd bifreiða) og afnema
þak sem verið hafði á þeim. Þeir
sem þegar hafa greitt vörugjald af
sínum tækjum eiga sem sagt að
greiða öðm sinni til þess að bæta
ríkissjóði tekjutapið! Þungaskatt-
inum var einnig breytt stórlega,
tekið upp fast 100.000 kr. gjald og
afsláttur afnuminn til þeirra sem
mikið aka. Fyrir mitt fyrirtæki
(GP-krana ehf.) þýddi þessi breyt-
ing að skattheimta af okkar krana-
bifreiðum hækkaði samtals um
nærri 218%, úr 840 þús. kr. í 2.670
þús kr. á ári. Bifreiðagjöldin (kg-
gjöldin) hækkuðu um rúm 310% en
þungaskatturinn um rúm 140%.
Sem dæmi má nefna að við þetta
fór skattheimta af þyngstu krönum
hjá mínu fyrirtæki vel yfir 500 kr. á
hvern ekinn km!
Núna í vikunni fyrir jól var enn
ákveðið að hækka þungaskattinn
um 3,5% og önnur 2,0% á miðju
þessu ári. Um leið var á ný sett þak
á bifreiðagjöldin, sem þýðir að
þessi skattheimta verður hjá mínu
fyrirtæki ekki 218% hærri en áður
heldur einungis 94% hærri. Mis-
muninn eigum við að fá endur-
greiddan. Enginn veit hverju
þungaskattsbreytingin sl. vor mun
skila í ríkissjóð. Samt er ákveðið að
hækka skattinn enn og boðað hefur
verið að einhverjar breytingar
verði gerðar á Alþingi í vor. Lög-
unum er breytt svo ört að við fáum
aldrei að vita hvort þessi hækkun
var nauðsynleg eða ekki til þess að
mæta forsendum fjárlaga um fé til
vegagerðar.
Það er gersamlega óþolandi að
búa við það rekstrarumhverfi að
fyi-irvaralaust sé fleygt framan í
mann skattahækkun upp á tugi eða
jafnvel hundrað prósenta. Eg get
ómögulega tekið undii* það með
Vilhjálmi Egilssyni, að hann og fé-
lagar hans í efnahags- og við-
skiptanefnd eigi skilið sérstakt
hrós fyrir frammistöðuna í þessum
málum hvorki fyrr né síðar. Þeir
voru nú fyrir jólin að leiðrétta eigin
mistök frá því í vor en gerðu það
ekki nema að hálfu leyti.
Höfundur er fromkvæmda-
stjóri GP-krnna ehf.
^mb l.is
/\LLTAf= £/TTH\#\£> A/ÝT7