Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 45fc MINNINGAR Með Guðmundi J. Guðmundssyni. við væri ólæknandi og sennilega ætti hann skammt eftir ólifað. Kvíðinn fyrir að tala við hann hvarf strax og við hittumst. Hann var rólegur og yfirvegaður og stutt í húmorinn sem hann var frægur fyrir. Við áttum saman eftirminnilega og mjög persónulega stund sem ég mun ætíð geyma með sjálfum mér. I samtali okkar nefndi ég möguleikann á því að útvega honum nýtt lyf sem ef til vill gæti hjálpað þó ekki væri nema tímabundið. Svar hans var dæmigert: „Það hefur ennþá enginn unnið sitt dauðastríð, en þar með er ekki sagt að ég sé að gefast upp, síður en svo, ég ætla að berjast." Magnús var ekki gefinn fyrir að lúta í lægra haldi. Þegar ég yfirgaf hann var mér ljóst hversu samkvæmur hann var sjálfum sér og þeirri lífsspeki sem hann ætíð fylgdi, ekki einu sinni dauðinn gat haggað honum. Það yrðu æði löng skrif ef ég ætlaði að reyna að lýsa afar sérstæðum persónuleika frænda míns, því hann var engum líkur. Þótt hann væri oft manna skemmtilegastur á mannamótum gat viðmót hans stundum verið nokkuð hrjúft, en þeir mörgu sem áttu þvl láni að fagna að kynnast honum náið fundu fljótt hversu göfugt og stórmannlegt hjarta bærðist með honum. Það eru margir sem áttu ekkert inni hjá honum en hann lagði sig samt í framkróka um að hjálpa. Fyrir rúmu ári stóðum við saman að útgáfu ljóðabókar með áður óbirtum ljóðum eftir Karl Isfeld. Þá kynntist ég vel þeim eiginleikum Magnúsai- að láta ekkert fara frá sér nema það væri rétt og nánast fullkomið. Hann hafði ímigust á hálfkáki og óvönduðum vinnubrögðum. Þetta átti ekki síst við þegar íslenskt mál var annars vegar. Eg held til dæmis að það sé ekki ennþá búið að fmna svo mikið sem eina prentvillu í síðustu bók hans „Með bros í bland“. Magnúsi þótti afar mikið til ömmu okkar, Sigríðar Ólafsdóttur, koma. Hún var stórmerk kona og ein af alþýðuhetjunum sem háðu harða lífsbaráttu um og eftir síðustu aldamót. Til hennar sótti hann fyrirmynd í lífinu. Henni verður ekki lýst hér en megineinkenni hennar voru að hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og kenndi ekki öðrum um erfiðleika er mættu henni. Hún sótti mál sín af festu og sanngirni og hafði skömm á fólki sem ætlaði að leysa vandamál heimsins með slagorðum og heimtufrekju. Kannski einkenndu hana mest greiðasemi og hjálpfýsi við þá sem áttu um sárt að binda, þótt slíku flíkaði hún aldrei. Magnús frændi minn var landsþekktur fyrír stuttar en beinskeyttar rammagreinar í Morgunblaðinu, í anda hans ætla ég ekki að hafa þessi skrif lengri. Daglegur heimur minn er nú fátæklegri, því ég hef misst einstæðan frænda og vin. Guð blessi minningu Magnúsar Óskarssonar. Guðmundur Hallgrímsson. Eg lá á gólfinu inni í suðaustur- herbergi og var að mála ofninn þeg- ar hann birtist í dökkum frakka með hatt. Hann var kominn í sína fyrstu heimsókn á nýju lögmannsstofuna okkar Óskars og ekki þá síðustu. Að- ur en hann náði að hirða af mér pensilinn og bía út fötin sín náðum við að segja honum að þetta væri næstum alveg búið í dag og nú ætti málningin að fá að þorna. Frá og með þessari fyrstu viðkynningu varð Magnús sérstakur eftirlitsmaður stofunnar. Fyrstu árin fór eftirlitið fram á kaffistofunni og Magnús sagði sögur. Hann hafði einnig leiðbeiningar- skyldum að gegna við okkur í þraut- um lögmennskunnar og okkur leidd- ist það ekki, enda fór allt eftirlit fram með bros í bland. Best þótti mér að leita ráða hjá honum í erfið- um og flóknum málum vegna þess að hann hafði þann eiginleika að geta greint meginatriðin frá aukaatriðun- um. Magnús veitti mér þannig ómet- anlega aðstoð vegna prófrauna minna til þess að öðlast réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Það var gott að leita í smiðju til hans og bera undir hann ýmis álitamál sem upp komu við undirbúning þeirra og hafa vissu fyrh' því að ráðleggingar hans væru réttar. Magnús lét af störfum hjá borg- inni þegar hún féll vorið 1994. Hon- um var ekki að skapi að þjóna hinum nýju herrum, enda mundi hann vel ástandið á kjörtímabilinu 1978 til 82. Kom hann sér þá fyrir í einu horninu á lögmannsstofu minni og sinnti það- an ýmsum störfum næstu misserin. Yar mikill fengur í því að fá nú sjálf- an eftirlitsmanninn á stofuna. Varð mér þá fyrst ljóst hversu mikla alúð hann lagði í hvert verkefni sem hon- um var trúað fyrir, enda voru við- skiptavinir hans undantekningar- laust mjög ánægðir með hans störf. Magnús var ákaflega bóngóður og vildi greiða götu allra manna sem til hans leituðu. Var mér kunnugt um að ekki var alltaf tekin þóknun fyrir, enda sum verkefnin unnin fyrir fólk sem minna mátti sín í þjóðfélaginu og hafði hvarvetna annarsstaðar komið að lokuðum dyrum. Nú er eftirlitsmaðurinn fallinn en ég vona að eftirlitið hafi fært mig til nokkurs þroska í lögfræði. Fjöl- skyldu hans færi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ásgeir Þór Árnason. Fundum okkai' Magnúsar bar fyrst saman á Hótel Loftleiðum fyrir um það bil 30 árum. Það var komið kvöld og hlé gert á einni af þessum erfiðu samningalotum ASÍ og VSÍ. Menn drógu því andann léttar um stund og Magnús fann leið tfl að dreifa huganum, vatt sér að mér, ráðvilltum fréttamanninum, með þeim orðum, að óþarft væri að út- varpa fleiri hléum en kæmu af sjálfu sér hjá Ríkisútvarpinu. Ávarpið féll í góðan jarðveg og af spratt tilefni til ánægjulegrar samverustundar með völdum fulltrúum úr hópi viðstaddra. Hvorugan gat grunað, að við yrðum síðar samstarfsmenn hjá borginni í meira en 20 ár og nánir vinir á með- an báðir lifðu. Magnús var skarpgreindur, víðles- inn tilfinningamaður og kom víða við, en skrúðmælgi og tilfinningasemi, eða öllu heldur væmni, voru honum lítt að skapi. Hann reyndist vinum sínum einstaklega tryggur og holl- ráður og lagði oft ótrúlega mikið á sig við- að greiða götu fólks í vanda, án þess að ætlast til nokkurs í stað- inn. Minni hans og athyglisgáfu var við brugðið og hann var fljótur að greina hismið frá kjarnanum í stór- um málum sem smáum. Ætla má, að býsna margir sakni nú vinar í stað, en sjálfur gekk hann veginn á enda „með bros í bland“. Sú trúarvissa er huggun harmi gegn, að guð gefi honum raun lofi betri. Eggert Jónsson. Fyrir mér var Magnús Óskarsson vestfirskui- sævíkingur, eins og hann átti uppruna til. Hann vai' hugdjarf- ur, sóknharður, einai'ður og óvílinn. Mér er sem ég sjái hann í Flóabar- daga með Þórði kakala. Ekki hefði hann viljað láta undan reiðast, held- ur láta sverfa til stáls. Hann gæti hafa haft að kjörorði gamalt orð úr Spörtu: Ef sverð þitt er stutt, gakktu þá feti framar í orustunni. Magnús var mikill málafylgjumað- ur og hver sá betur kominn sem átti hann að baráttubróður. Hann var hreinskiptinn og fór aldrei með veggjum, villti ekki á sér heimfldir. I málafærslustarfinu nutu sín til fulls margra kynja hæfileikar hans. Hann var harðskeyttur, vel máli farinn, skopskyggn og fundvís á veilur í málflutningi andstæðinga. Magnús var þvílíkur Sjálfstæðis- maður, að ég hef ekki kynnst öðrum slíkum. Flokknum vann hann allt sem hann mátti og ætlaðist aldrei til umbunar eða frama. Hann kunni vel að meta ágæta foringja, en hann spurði: Hvað mega generálar og ofurstar, ef ekkert er fótgönguliðið? Honum var ljúft að vera í fótgöngu- liðinu, og hans vegna varð það fjöl- mennara og harðsnúnara en ella. Hann fór fús fyrir verkalýðsarmi Sjálfstæðisflokksins. Marga hildi háði hann á vettvangi vinnu- og verkalýðsmála, og þótt hann væri hinn harðskeyttasti mótherji, var hann einskis manns óvinur. Hann átti vini í öndverðum fylkingum. Hollusta Magnúsar var einstök. Þegar borgin féll, hvarflaði ekki ann- að að honum en falla með henni, og hann baðst lausnar frá starfi borgai'- lögmanns. Magnús hafði brennandi áhuga á íþróttum og þá af því sæmdir vegna ágætra verka. Hann var KA-maður á Akureyri og Þróttari í Reykjavík, og honum stóð aldrei á sama um gengi félaga sinna. Hlutlaus eða huglaus gat Magnús aldrei verið. Magnúsi var gefin náðargjöf móð- urmálsins, enda þoldi hann ekki am- bögur. Alkunnar voru greinar hans hér í Morgunblaðinu, stuttar, hnit- miðaðar og markhæfnar. Þá var hann sögumaður með afbrigðum, svo í mæltu máli sem rituðu, og ágæta vel hagmæltur. Hann komst í fremstu röð limrusmiða, m.a. með þessum frábæra orðaleik: Menn sem að meyjum hyggja mest þegar fer að skyggja og hafa þann metnað að hindra ekki getnað, meðlögum landið byggja. Kappgirni, orðsnilld, hollusta, tryggð og fyndni eru þær einkunnir sem við vinir Magnúsar gefum hon- um að leiðarlokum. Fallinn er félagi okkar, þar sem skarðið er vandfyllt. Gísli Jónsson. Sumum mönnum kynnist maður fljótt og er jafn fljótur að gleyma þeim aftur. Því var ekki þannig farið með Magnús Óskarsson. Að vísu var ekki ýkja erfitt að ná við hann góðu jarðsambandi því hann var mann- blendinn, glaður í lund og hafði gam- an af fólki. Aftur á móti var hann maður sem enginn gleymdi sem eitt sinn hafði kynnst honum. Þar fauk ekki í sporin. Sjaldan hefi ég kynnst nokki'um sem átti eins auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á lífinu og gæða allt umhverfi sitt gáska, gleði og óborganlegri gamansemi. I raun- inni fannst mér sól hans alltaf vera í hádegisstað. Hér áður fyrr var alltaf veisla þegai' hann bar að garði og það breyttist furðu lítið með árun- um. Fyi-st man ég eftir honum handan stríðs, þar sem hann stóð innan við búðarborðið í Esju við Ráðhústorgið á Akureyri og hjálpaði Óskari fóður sínum að sjá til þess að við jafnaldr- ar hans yrðum aldrei uppiskroppa með sælgæti. Síðar settumst við sama árið í Menntaskólann á Akur- eyri með þeim afleiðingum að kenn- ararnir þar þurftu að leggja sig enn meira fram en áður ef kennsla þeirra átti að bera einhvem árangur. Við urðum reyndar sammála um það síð- ar á ævinni að þar hafi farið flokkur einstakra lærifeðra með Sigurð skólameistara í fararbroddi, mjörg sólár frá þeirri flatneskju og agaleysi sem nú einkennii' marga skóla þessa lands. Eftir sex ár fyrir norðan tóku við önnur sex ár í lagadeildinni og á Gai'ði og voru báðar þær stofnanir nokkuð lengi að ná sér eftir það tímabfl. Þar hittum við fyrir hressa og káta menn úr öllum landsfjórð- ungum sem einhverra hluta vegna töldu það ómaksins vert að taka embættispróf í lögfræði eða læknis- fræði, en ekki síður í því hvernig ætti að fagna hverjum degi og ganga með söng á gleðinnar fund. Magnús varð strax hvers manns hugljúfi og hrók- ur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Skjótt var hann líka kosinn til for- ystu í Vöku og Félagi stúdenta, en það hafði aðeins eitt hlutverk á þess- um árum: að gangast fyrir Rússa- gildi, enda ákvað Magnús, með at- kvæðum allra vina sinna, að sú veisla skyldi standa í viku að fornum sið. Var þar lítt af setningi slegið. Eins og hér má lesa gættum við Magnús og aðrir Garðbúai' þess vandlega á þessum árum að láta ekki námið tefja okkur frá öðrum mikil- vægari hlutum. Við vorum reyndar ekki einh' um það því í einni veisl- unni hjá snillingnum Sigurði Ólasyni hrl. vék Tómas Guðmundsson sér að Magnúsi og sagði: Húmor táknai' ekki afsal neinnar alvöru! En öðru hvoru gægðist alvara lífs- ins inn um gluggann á Garði og próf- in tóku við. Báðir féllum við fyrsta ái'ið í bókfærslu því það fag þótti svo ómerkilegt í MA að engum datt í hug að kenna þar svo andlaus fræði. Síð- an gekk allt eins og í sögu enda pró- fessorarnir í lagadeild þá miklu betri en þeir eru í dag og báðir útskrifuð- umst við með fyrstu einkunn. Að loknu prófi skildi leiðir um stund. Magnús fór fyrst á sjóinn en fyrir atbeina Gunnars Thoroddsen borgai'stjóra fékk hann fljótlega stöðu hjá Reykjavíkurborg. Þar varð hann senn vinnumálastjóri borgar- innar sem á tímum atvinnuleysis var þar eitt erfiðasta starfið. Þar átti Magnús þó eftir að staldra lengi við og þeim árum lýsir hann svo í Minn- ingabrotum sem út komu fyrir rúmu ári: „Mér fannst aldaríjórðungur lang- ur tími í kjarasamningum og vinnu- deilum, en sem betur fór vissi ég ekki að ég var á Kleppi fyrr en ég slapp út.“ Þessi ummæli sýna hve hnittinn Magnús gat verið og hve vel hann hitti jafnan naglann á höfuðið. Sú bók sem hann kallaði „Með bros í bland“ er ein óborganleg saga frá upphafi til enda þótt hann slái þann varnagla í formálanum að „ekki þurfi að óttast að þetta sé sjálfsævisaga". „En betur sjá augu en eyru“ sagði karlinn, bætir hann við! Vitanlega er bókin svo skemmtileg vegna þess að Magnús átti skemmti- lega ævi, þótt á skiptust skin og skúrir, eins og ávallt vill verða. Ekki spillir að þar segir hann frá þeim mörgu merku og sérstæðu mönnum sem hann kynntist um ævina. Þau kynni voru engin tilviljun því þar áttu í hlut margir valdamestu menn þjóðarinnar sem skjótt sáu hvern mann Magnús hafði að geyma. Áhugi á pólitík entist honum alla ævi, allt frá því að hann byrjaði sem sendill á kosningaskrifstofunni á Akureyri í lýðveldiskosningunum 1944. Hinn eitilharði sjálfstæðismað- ur átti þó vini í öllum flokkum því hann kunni að meta mannkosti þar sem hann hitti þá fyrir. Einn af hans perluvinum var Guðmundur jaki, maður sem var einn hans mesti and- stæðingur í vinnudeilum, en bar Magnúsi betra orð en flestum öðrum fyrir lipurmennsku, sáttfýsi og skiln- ing á kjörum þeirra sem lakast eru settir á lífsleiðinni. Að leiðarlokum hrannast minning- arnar upp í hugann um góðan dreng sem átti hlýtt og gott hjarta. Hann er horfinn úr hópnum og það er gróf- lega dapurlegt eins og hann hefði sjálfur getað komist að orði. Hann gekk til móts við örlög sín eftir að hann vissi um sitt skapadægur með óvenjulegri reisn og hugrekki. I hug- um okkar vina hans verður ævinlega bjart um minningu hans og sjálful«* myndi hann ekki vilja að við hættum að brosa að því sem eitt sinn var. Um fáa má með jafn miklum sanni segja: Hann setti lit á lífið. Gunnar G. Schram. Magnús Óskarsson hæstaréttar- lögmaður þorði að hafa skoðanir og standa við þær. Mér fannst afstaða hans jafnan mótast af heilbrigðri og heilsteyptri lífsskoðun. Þá skipti ekki máli hvort afstaða var til vin- sælda fallin. Hann hafði einstakt auga fyrir því* sem skondið var og sérkennilegt í umhverfinu. Kímnigáfan var ríkur þáttur í fari hans. Eg held reyndar, að þar hafi farið sami eiginleiki og gerði honum svo oft létt að sjá með skörpum augum gegnum hismi hlut- anna og beint inn að kjamanum. Þekktar urðu stuttar rammagreinar hans í Morgunblaðinu, þar sem hann með knöppum en markvissum hætti dró fram aðalatriði máls, sem flest- um hafði dulist í yfirborðskenndri meðferð á opinberum vettvangi. Þessi stíll Magnúsar var eiturbeittur og hafði oft meiri áhrif en margan grunaði. Eg varð þess heiðurs aðnjótandi fyrir nokkrum misserum, að Magnús 4 bað mig lesa yfir handrit að nokkrum köflum í bók, sem hann velti fyrir sér hvort hann ætti að gefa út. Þá/annst mér hann birtast í nýju ljósi. í bókinni Bros í bland er að finna nokkur myndbrot af mönn- um sem Magnús hafði átt samleið með á ævinni um lengri eða skemmri tíma. Sumir þeirra höfðu, eins og gengur, átt erfitt uppdráttar í lífinu, m.a. voru nokkrir sem ekki höfðu alltaf hitt á meðalhófið, eins og Magnús komst að orði. Það var aðdá- unarvert, hvernig Magnúsi tókst í * bókinni að lýsa þessum vinum sínum af miklum hlýhug, án þess þó að þar væri neitt undan dregið af því sem vert var frásagnar að hætti Magnús- ar. Þessi efnistök voru á köflum snilldarleg. Eg kveð Magnús Óskarsson vin ? minn með söknuði. Fjölskyldu hans > sendi ég hlýjar kveðjur. Eftir lifir j minning um mann, sem hitti á að j skilja mikið eftir sig hjá okkur hin- | um. Jón Steinar Gunnlaugsson. i Með Magnúsi Óskarssyni er geng- l inn maður sem mun verða samferða- f mönnum sínum minnisstæður. Sam-«^ an fóru góðar gáfur, mikið starfs- f þrek og gott hjartalag. Þegar ég hóf | fyrst störf í Sjálfstæðisflokknum var , Magnús á meðal forystumanna í f samtökum ungra sjálfstæðismanna £ og áberandi á þeim vettvangi. Ég f kynntist honum hins vegar fyrst svo t heitið gæti á þeim árum sem ég sat í : borgarstjóm. Magnús var þá vinnu- í málastjóri borgarinnai' og stýrði öll- | um kjarasamningum hennar. Við i áttum samvinnu í kjaramálunum um | skeið en líka í ýmsum öðrum málum þar sem Magnúsi var falið að vinna að úrlausn flókinna mála og móta til- lögur fyrir borgarstjórn. í þessum störfum nutu hæfileikar hans sín vel og samvinnan við Magnús var ung- um manni lærdómsrík og mótaði um margt vinnubrögð og viðhorf á var- anlegan hátt. Seinna lágu leiðir okk- ar saman á öðrum og óskyldum vett- vangi og þar þróaðist kunningsskap- ur okkar í vináttu sem ég mat mikfls. Þar kynntist ég lífsreyndum manni sem hafði margt að miðla öðrum og fyrir þau kynni verð ég ævinlega þakklátur. Þá unnum við m.a. saman við stjórnarstörf þar sem glögg- skyggni Magnúsar og sá eiginleiki að geta metið stöðu hvers máls á hlut- lægan hátt nýttist vel. Þessum stjómarstörfum fylgdu fundir í út-^J löndum og þá kynntist ég því hversu f gaman var að ferðast með Magnúsi. < Hann var manna fróðastur um menn ' og málefni hvar sem komið var og hafði auk þess þann eiginleika, sem hann reyndar var þjóðfrægur fyrir, að sjá ævinlega það sem spaugilegt var. Magnús veiktist fyrir rúmu ári -SJÁ NÆSTU SÍÐÖ*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.