Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Meðferðarheimili fyrir unglinga hefur tekið til starfa á Hvítárbakka í Borgarfírði Áhersla lögð á venju- legan heimilisbrag Reykholti - Barnaverndarstofa opn- aði sl. fóstudag meðferðarheimili fyrir unglinga á Hvítárbakka í Borg- arfirði með viðhöfn og lýsti Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra heimOið formlega tekið til starfa. Hjónin Inga Stefánsdóttir og Sigurður Ragnarsson hafa tekið við rekstri heimilisins og búa þar með fjöl- skyldu og starfsmönnum ásamt sex unglingum sem eru í meðferð. Páll taldi sig muna það rétt að hugsjóna- andi hefði svifíð yfír alþýðuskólan- um á Hvítárbakka sem þarna var starfræktur fyrstu þrjá áratugi ald- arinnar og að vonandi fengju þessir ki-aftar líf á ný. Hvítárbakkaskóli starfaði frá 1905 til 1931 og bauð upp á tveggja vetra nám. Þar var öflugt menningarlíf og félagsstarf- semi. Inga og Sigurður eru sálfræðing- ar að mennt og hafa langa reynslu af meðferðarheimilum með langtíma- meðferð íyrir unglinga, en þau voru meðal stofnenda heimilisins í Smáratúni í Fljótshlíð, sem var fyrsta hliðstæða meðferðarheimilið á Islandi. Auk þeirra hafa fimm aðr- ir starfsmenn verið ráðnir og eru þeir búsettir á staðnum. Mikil áhersla er lögð á að halda yfii-bragði venjulegs heimilis, sem gerir miklar kröfur til starfshópsins. Sú stefna var mörkuð fyrir um þremur ái-um, við stofnun Barna- verndarstofu, að flytja meðferðar- heimili með langtímameðferð út á Sérstök fyrirtæki 1. Heildverslun með innfl. á sérstökum fatnaði og er einnig með þrjár fallegar verslanir. Mikil söluaukning er á öllum stöðum enda um vandaðan fatnað að ræða. Gott tækifæri fyrir unglegt fólk sem vill eignast arðvænlegt, skemmtilegt og gróið fyrirtæki til framtíðar. 2. Framleiðslufyrirtæki sem flytur inn sitt hráefni og framleiðir úr því og er með námskeiðahald og smásölu. Rótgróið fyrirtæki sem hefur verið í eigu sömu aðila frá upphafi. Skemmtilegt og fjölbreytilegt fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk. 3. Áratugagamalt heildsölufyrirtæki sem að mestu hefur verið í eigu sömu aðila frá upphafi. Mikið af frábærum umboðum sem eru löngu orðin landsþekkt og sérstaklega vel kynnt. 4. Ein þekktasta fataverslun borgarinnar til sölu sem einnig er á besta stað. Eiginn innflutningur og sala, sérstaklega miðuð við þá aldursflokka sem mest versla, ungt fólk og gamla táninga. Svona fyrirtæki eru ekki oft á söluskrá. Fyrirtæki Höfum mikið úrval af öllum tegundum af fyrirtækjum, litlum sem stórum. Komið og hafið samband og lítið á skrána hjá okkur. Það gæti borgað sig. Framleiðslufyrirtæki, litlar heildsölur og önnur smáfyrirtæki fyrir hvern sem er. Kaupendur Höfum sterka kaupendur að arðbærum fyrirtækjum, litlum sem stór- um á margvíslegum sviðum. Hafið samband, öll okkar mál eru trún- aðarmál. Sérstaklega vantar meðalstórar og stærri heildverslanir. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni F.YRIRTÆKIASALAIM SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. LÍFIÐI TÍU SKREF TIL BETRI LÍKAMA OG BETRA LÍFS rwS? ^REENE OG OPRAH WINFREY Bókin er nauösynleg þeim, sem vilja stuöla aö bættri líðan, betra útliti og heilbrigðara líferni. Oprah lýsir í bókinni þeim erfiöleikum sem tengjast því aö ná kjörþyngd og viðhalda henni. Bob Greene lýsir á nákvæman hátt þeim atriðum sem þarf til aö ná settu marki, svo sem gildi hreyfingar, efnaskiptum líkamans og heilbrigðu líferni. FORLAG Ármúla 29, sími/fax 568 7054 gsm 898 7054 landsbyggðina og er þetta sjötta heimilið sem opnað er. I móðurstöð- inni Stuðlum, sem starfrækt er í Reykjavík, fer fram greining og frummeðferð. Samhliða þessari stefnu voru gerðar breytingar á rekstrarformi heimilanna. Þau eru einkavædd, eða fjölskylduvædd eins og sagt var í léttum tóni, sem felur í sér að gerður er þjónustusamningur við einkaaðila um rekstur, fjölda plássa og starfsmannafjölda. Heim- ilin úti á landi taka unglingana í framhaldsmeðferð frá um níu mán- uðum til tveggja ára og eru sex ein- staklingar á hverju heimili. Hið gamla hús Hvítárbakkaskóla er nú að mestu horfíð, en hið nýja sameinaða sveitarfélag í Borgarfírði keypti húsnæði á staðnum og var samningur undirritaður sl. vor um leigu á því undir starfsemina. Hús- næðið, sem um nokkurra ára bil var orlofshús, hefur verið standsett og gert mjög notalegt. Athöfnin fór fram í bjartri og hlýlegri sólstofu sem byggð hefur verið við húsið og blasti fjallahringurinn við gestum. Við þetta tækifæri afhenti Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri vináttuvott Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir AFHENDING listaverks til Barnaverndarstofu. Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri afhendir Barnaverndarstofu vináttuvott frá sveitarfélag- inu. Aðrir eru Bragi Guðbrandsson, Sigurður Ragnarsson og Inga Stefánsdóttir sálfræðingar. frá sveitarfélaginu til Barnavernd- arstofu, listaverkið „Fjallahring11 eftir Elísabetu Haraldsdóttur, lista- konu á Hvanneyri, en verkið mynd- ar hring sem táknar lífsins gang. Hún fagnaði nýrri starfsemi í nýju sameinuðu sveitarfélagi og bauð nýja íbúa velkomna í sveitina. Fyrir hönd starfsmanna á vegum Barnaverndarstofu þakkaði Bragi Guðbrandsson það jákvæða viðmót og samstarfsvilja sem þeir hafa mætt við alla undirbúningsvinnu frá öllum þeim sem komið hafa að þessu máli í sveitinni og var fjarstöddum Ríkharði Brynjólfssyni oddvita sér- staklega þakkað. Málið hefur einnig landsbyggðarpólitískan meðbyr eins og fleiri bentu á, en svona starfsemi skapar störf, bæði bein og óbein, og eykur væntanlega á margbreytileika í atvinnulífinu. Aðrir sem töluðu voru Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, fyrir hönd þingmanna Vesturlands, Guðlaugur Oskarsson, skólastjóri Kleppjái-nsreykjaskóla, og Sigurður Ragnarsson. Landssíminn styrkir tölvu- kennslu þingeyskra kvenna Laxamýri - Landssími Islands hf. afhenti Kvenfélagssambandi Suð- ur-Þingeyjarsýslu nýlega tölvu- búnað að gjöf sem nota á til að efla tölvukennslu í sveitum, ekki síst á meðal kvenna. Athöfnin fór fram í gamla skólahúsi Hús- mæðraskólans á Laugum. Um er að ræða fimm notaðar Pentium-tölvur og skjái úr eigu Landssímans auk prentara, net- þjóns og annars vélbúnaðar. Kvenfélagssambandið hyggst ganga fyrir námskeiðum í tölvu- notkun og nýtingu Netsins þar sem það er mat stjórnar að ný upplýsingatækni veiti íbúum dreifíbýlisins ný tækifæri til að brúa fjarlægðir, afla sér þekk- ingar og efla atvinnustarfsemi. Landssíminn hefur litið svo á að fyrirtækið gegni lykilhlut- verki við að opna þjóðinni dyr að upplýsingasamfélagi nútímans og leggur þar með sérstaka áherslu á menntamál. Þar skipta möguleikar í nýtingu fjarskipta- tækninnar í endur- og símenntun mjög miklu og getur skipt sköp- um fyrir þróun og samkeppnis- stöðu íslensks atvinnulífs. Styrk- ur Landssímans nemur samtals Morgunblaðið/Atli Vigfússon ÓLAFUR Þ. Stephensen, for- stöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, leiðbeinir Söru Hólm, formanni Kvenfélagssambands S-Þing., við eina af tölvunum. rúmlega einni miHjón króna og er liður í þessari stefnu fyrirtæk- isins. í tilefni af gjöf þessari boðaði Kvenfélagssambandið til veislu- kaffis í Húsmæðraskólanum en fulltrúar Landssímans komu norður og settu tölvurnar upp og sýndu gestum notkunarmögu- leika þeirra. Af því tilefni ávarp- aði Sara Hólm, formaður Kvenfé- lagssambands S-Þingeyjarsýslu gesti og þakkaði þessa rausnar- legu gjöf sem ætti eftir að efla og bæta menntun og menningu. Ólafur Þ. Stephensen, for- stöðumaður upplýsinga- og kynn- ingarmála Landssímans, sagði það sérstakt fagnaðarefni að geta lagt þessu máli lið. Gaman væri að afhenda tölvurnar í þessu gamla skólaliúsnæði þar sem allir veggir væru fullir af veflistaverkum og nú gætu konur ofið enn meir á veraldarvefnum. Að þessu loknu tók Halldóra Jónsdóttir, formaður Kaupfélags Þingeyinga, til máls og afhenti sex skrifstofustóla frá félaginu til þess að nota við tölvurnar. Sagði hún verkefnið sér einkar kært og fagnaði framtakinu. f lokin af- henti Sara Hólm gefendum prjónaðar bniður frá handverks- konum í þakklætisskyni fyrir höfðinglegar gjafir. Aukið við húsa- kost lög- reglunnar Ólafsvík - Dómsmálaráðuneytið hefur keypt efri hæð hússins á Ólafsbraut 34 í Ólafsvík af Snæ- fellsbæ til nota fyrir lögreglustöð og umboðsskrifstofu sýslumanns. Verða gerðar breytingar og endur- bætur á húsinu eftir að það verður afhent hinn 15. ágúst nk. Samkvæmt vinnutillögun verður aðalinngangur á götuhæð með lyftu til efri hæðar. A jarðhæð verður einnig bflageymsla, fangaklefar og yfirheyrslustofa. Á efri hæð verður almenn afgreiðsla lögreglu, skrif- stofa lögregluvarðstjóra, afgreiðsla sýslumannsembættisins og skrif- stofa fyrir sýslumann eða fulltrúa Morgunblaðið/Helgi Krisyánsson ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra kom til Ólafsvíkur ásamt að- stoðarmanni sínum og sýslumanni. Þá handsalaði hann kaupin við Kristin Jónasson, bæjarstjóra og bæjarstjórnarmenn. hans auk kaffistofu og annarra þæginda. Verður gjörbylting á að- stöðu allri hjá lögreglu og umboðs- skrifstofu því fram til þessa hefur neðri hæð hússins hýst alla starf- semi á 120 fm gólffleti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.