Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra og Ernesto Zedillo, forseti Mexíkó, könnuðu heiðursvörð í garði Þjóðarhallarinnar í Mexíkóborg
og heilsuðu hundruðum skólabarna sem fögnuðu þeim veifandi þjóðfánum landanna.
Morgunblaðið/Golli
Glæsilegar
móttökur í
Mexíkóborg
Mexíkóborg. Morgunblaðið.
DAVIÐ og Ernesto Zcdillo, forseti Mexíkó, áttu hálftíma viðræður í gær
þar sem meðal annars bar á góma samstarf í sjávarútvegsmálum og
möguleika á fríverslunarsamningi milli EFTA og Mexíkó.
TEKIÐ var á móti Davíð Oddssyni
forsætisráðherra og eiginkonu hans,
Astríði Thorarensen, með mikilli við-
höfn í Mexíkóborg en opinber heim-
sókn þeirra til landsins hófst í gær-
morgun. A laugardag heimsótti for-
sætisráðherra íslensk fyrirtæki í
borginni Mazatlan og átti viðræður
við ráðamenn í borginni.
A mánudagsmorgun tóku forseti
Mexíkó, Ernesto Zedillo, og eigin-
kona hans, Nilda Patricio Velasco, á
móti ráðherrahjónunum og föruneyti
þeirra í Þjóðarhöllinni, sem er í elsta
hluta borgarinnar.
Lúðrasveit lék þjóðsöngva beggja
landanna í hallargarðinum og ráða-
mennirnir tveir fluttu stutt ávörp.
Sagði Zedillo m.a. að báðar þjóðirnar
ættu það sameiginlegt að vera
hreyknar af uppruna sínum og hon-
um væri það mikill heiður að taka á
móti gestunum frá Islandi, ári eftir
að hafa hitt Ólaf Ragnar Grímsson
forseta í Mexíkó. A íslandi væri
menntunarstig hátt og lífskjör afar
góð, þjóðin væri vinnusöm og vax-
andi alþjóðavæðing færði þjóðirnar
sífellt nær hvor annarri. Þær ættu
þegar samvinnu um hafrannsóknir
og jarðhitarannsóknir, athyglisvert
væri hvernig Islendingar nýttu auð-
lindir sínar og hann væri sannfærður
um að hægt væri að styrkja böndin
enn frekar.
Davíð sagðist í svari sínu vera
stoltur af því að vera fyrsti íslenski
forsætisráðherrann sem heimsækti
Mexíkó. Hann minntist á hraðan
vöxt í útflutningi frá Mexíkó.
„Við fyrstu sýn skyldi maður ætla
að fleira væri ólíkt með þjóðunum en
sameiginlegt og vissulega er það svo
hvað varðar mannfjölda, stærð og
landfræðilega. En við erum, báðar
þjóðirnar, staðráðnar í að verða þátt-
takendur í alþjóðavæðingu í stað
þess að fela okkur bak við lokaðar
dyr.“ Hann sagði Mexíkóa jafnt sem
íslendinga þurfa að berjast fyrir því
að fá að nýta náttúruauðlindir sínar.
Samstarf væri nú hafíð í atvinnumál-
um, það væri enn lítið að vöxtum en
löng ferð hæfíst á einu skrefi.
Spurði um líðan Keikós
Er forsetarnir settust niður til
einkaviðræðna sagðist Zedillo forseti
ætla að byrja á því að koma gestin-
um í vanda. „Eg verð að spyrja,
hvernig Keiko hafí það,“ sagði for-
setinn glettnislega. Keikó dvaldi sem
kunnugt er í Mexíkó áður en hann
var fluttur til Bandaríkjanna.
A blaðamannafundi og í samtali
við Morgunblaðið sagði forsætisráð-
heira að viðræðurnar hefðu farið-
ákaflega vel fram, forsetinn væri af-
ar vel að sér í efnahagsmálum og
hefði sýnt áhuga á framhaldi sam-
starfsins sem hafið væri milli ís-
lenskra og mexíkóskra fyrirtækja í
Guaymas og Mazatlan. Einnig
ræddu þeir möguleikann á viðræðum
milli Fríverslunarsamtaka Evrópu,
EFTA, og Mexíkó um fríverslun sem
yrði á svipuðum nótum og samning-
arnir við Kanada.
„Landfræðileg lega Mexíkó er eitt
af því sem gerir það eftirsóknarvert
fyrir Islendinga að eiga samstarf við
mexíkósk fyrirtæki með aukin um-
svif í allri Ameríku í huga,“ sagði
Davíð. Islendingar styddu þá hug-
mynd að Mexíkó og EFTA gerðu
með sér friverslunarsamning og
myndu beita sér í því máli, slíkur
samningur gæti orðið til hagsbóta
fyrir báða aðila.
Tugir hermanna voru á verði í og
við höllina og þjóðfánar landanna
tveggja settu mikinn svip á umhverf-
ið. Fjöldi fréttamanna var á staðnum
og sjónvarpsstöðvar tóku myndir.
Fram kom á blaðamannafundinum að
fréttamennimir höfðu kynnt sér vel
sameiginlega hagsmuni landanna
sem ræddir hafa verið í heimsókninni.
Forsætisráðherra kannaði heið-
ursvörð og síðan heilsuðu leiðtogam-
ir tveir nokkur hundrað grunnskóla-
börnum í litskrúðugum skólabúning-
um og urðu þá mikil fagnaðarlæti,
fánum Mexíkó og íslands var ákaft
veifað og bömin hrópuðu kveðjur;
hópar þeirra vora einnig uppi á svöl-
um hússins. Síðan hófust annars veg-
ar einkaviðræður hans og forsetans
en einnig fundur embættismanna
ráðherrans og forsetans. Forsetafrú-
in bauð á meðan Ástríði Thorarensen
að skoða málverkin í höllinni sögu-
frægu. Green utanríkisráðherra og
sendiherra Mexíkó á Islandi vora
viðstödd viðræður Zedillos og Davíðs
en þær stóðu í um 30 mínútur.
A blaðamannafundi að viðræðun-
um loknum lagði forsætisráðherra
blómsveig að minnismerki er nefnist
Altari ættjarðarinnar og er til minn-
MEÐAN á viðræðum Davíðs og
forseta Mexíkó stóð skoðuðu
Ástríður Thorarensen og Nilda
Patricio Velasco forsetafrú mál-
verkasafti í Þjóðarhöllinni, sem
er ein af sögufrægustu og merk-
ustu byggingum Mexíkóborgar.
ingar um Mexíkóa sem féilu í stríði
við Bandaríkjamenn um miðbik 19.
aldar. Heiðursvörður var viðstaddur
og þjóðsöngvar vora leiknir á ný.
Ráðherrahjónin héldu síðan tO
gestabústaðarins klukkan liðlega 12.
Samstarf íslenskra og
mexíkóskra fyrirtækja rætt
Umhverfís- og sjávarútvegsráð-
herra Mexíkó, Julia Carabias, og Da-
víð ræddust við um klukkan átta að
íslenskum tíma. Að sögn Davíðs
ræddu þau fyrst og fremst samstarf
íslenskra og mexíkóskra fyrirtækja í
sjávarútvegsmálun og með hvaða
hætti væri hægt að stuðla að aukn-
ingu þess. „Við ræddum einnig um
að komið yrði á aukinni samvinnu
milli stjórnvalda í sambandi við físk-
veiðistjómunarkerfi og rannsóknir á
fískistofnum," sagði Davíð í samtali
við Morgunblaðið.
Um kvöldið var opinbert viðhafn-
arboð hjá forsetahjónunum í Þjóðar-
höllinni á dagskránni.