Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 57
Silfurteinar
Frá Arngrími Arngiimssyni:
MAÐUR hefur komið að máli við
mig og fundið að Morgunblaðs-
gi’einum mínum. Hann segir mig
hafa lýst bæjarstjórnum sem stöðn-
uðum stofnunum sem standi undir
sér en ekki miklu meira. Þá hafí ég
algjörlega sneitt hjá þeirri hug-
myndasköpun sem fari fram í bæj-
arstjómunum. Sem dæmi um þetta
sagði hann mér frá tveimur tillögum
ungra bæjarfulltrúa. Til að gæta
allrar sanngirni í málflutnin'gi vil ég
nú koma þessum hugmyndum á
framfæri, en ég tel að þær hafi ekki
notið þeirrar athygli sem þær verð-
skulda þá er þær komu fyrst fram.
Segir sig sjálft, hugmyndirnar
skipta meginmáli, fyrri tillagan mun
ættuð frá ungri konu í Grundarfirði,
að ég held, en þar sem hugmynda-
smiðirnir eru aukaatriði, tók ég ekki
alltof vel eftir þeim í frásögn
mannsins. Hin tillagan er frá ung-
um bæjar- eða hreppsfulltrúa á
Djúpavogi, eða Höfn í Hornafírði.
Hátíð íslensks matar
Unga frúin í Grundarfírði setti
fram þá hugmynd að í ágústmánuði
yrði þar haldin Hátíð íslensks mat-
ar. Þar ætti að fara fram hin fjöl-
breyttasta keppni: hver kæmi með
bragðbesta hákarlinn, saltfískinn,
steinbítinn, rauðmagann, rækjuna,
kúfiskinn. Eins af landinu: hver ætti
bragðbesta hangikjötið, svínakjötið,
geitakjötið, fuglakjötið. Svona upp-
talningar eru án enda, en hún vildi
líka að konur kæmu með sitt besta
brauð, kökur, flatbrauð, lagkökur,
kleinur, pönnukökur. En síðast en
ekki síst yrði þó keppni í kaffilögun.
Allir mættu vera með, aðeins þyrfti
að koma með frambærilegt kaffi.
í ferðabók eftir ferðabók lofa út-
lendingarnir íslenska kaffið og ekki
að ástæðulausu. Sjálfur man ég eft-
ir frásögn ungs manns af gamalli
konu en bæði unnu hjá Metcalfe
Hamilton á Keflavíkurflugvelli. Á
kvöldin eftir matinn var rólegt í
eldhúsinu, þá kom gamla konan
með lófafylli af baunum og lagði á
eldavélarhorn. Enginn asi, smátt
og smátt urðu baunirnar allar jafn-
brúnar, kannski bætti hún þær
með smjörklípu. Hún hefði getað
fengið fulla könnu af kvöldkaffi úr
kaffívélinni, en því kaffi leit hún
ekki við. Þessar góðu konur, sem
þannig kunnu til verka, liggja nú í
gröf sinni og engar koma í þeirra
stað. Því sannast er sagna að þrátt
fyrir miklar framfarir í kaffimenn-
ingu landans hin síðari ár, hafa
engir listamenn komið fram á
þessu sviði. Hátíð íslensks matar
gæti bætt úr öllu þessu, reyktur
rauðmagi hætti þá að vera nær
óætur fyrir salti, síldin hætti að
vekja klígju sakir sykurs og stein-
bíturinn yrði aftur gullinn af lýsi,
þvi góða lýsi sem gefur karlmönn-
um krafta í köggla en konum það
blik í auga sem svo mjög eykur að-
dráttarafl þeirra. Ég læt hér fljóta
með gamla skiptingu á kaffi eftir
því hvort það er veikt eða sterkt,
gott eða vont: hlandskólp, skólp,
kaffi, gott kaffl, jurt, náðarjurt.
Óþarft er að geta þess að engin,
mér vitanlega, getur nú lagað kaffi
í tveimur efstu flokkunum.
Þakka skal það
sem vel er gert
Frá Rristjáni Heiðari Baldurssyni:
NOKKRAR umræður hafa verið
um þá samþykkt Alþingis að
breyta tengingu bóta almanna-
trygginga og
tekna maka.
Hefur Ingibjörg
Pálmadóttir ver-
ið ásökuð um
svik í þessu
sambandi og
hún sögð ósann-
indamanneskja.
Þetta finnst mér
bæði ósann-
gjarnt og rangt.
Hingað til hef-
ur það verið
þannig að ég hef ekki komist inn á
tekjutrygginguna og því hefur
tenging tekna maka við bótaréttinn
verið mér mikill þyrnir í augum.
Nú hefur þessu verið breytt að
hluta. Frítekjumarkið hefur verið
hækkað og nú er ég kominn á
tekjutryggingu, sem ég var ekki
áður. Mig munar verulega um
þetta enda skiptir hver þúsundkall-
inn máli.
Af þessum sökum get ég ekki
tekið undir með þeim sem ásaka
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
heira um svik og að ganga á bak
orða sinna, það er ekki rétt. Ég hef
fylgst með því sem hún hefur sagt
og sé ekki betur en það sem gert
var sé í samræmi við það sem Ingi-
björg Pálmadóttir lofaði.
Það ber að þakka það sem vel er
gert. Ég vildi auðvitað að tenging
bóta og tekna maka yrði afnumin
að fullu, en ég get ekki skrifað und-
ir að sá ráðherra sé svikari og
gangi á bak orða sinna sem tók
IJTSALAN
hefst f dag kl. 8.00
Litir: Bláir, grænir ofl.
Stærðir: 27-35
Tegund: ADI
Verð 1.295
Mikið úrval á útsölunni
T
Póstsendum samdægurs
oppskórinn
VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552.1 21 2
Regatta Transatlantica
Hin hugmyndin frá unga mannin-
um á Höfn, eða var það á Djúpavogi,
var að stofna til kappsiglingar milli
Hendaye, á landamærum Frakk-
lands og Spánar, og Djúpavogs eða
Hafnar. Þetta er auðvitað ekki
keppni þar sem margar skútur sigla
saman, heldur sigla menn einskipa
og íþróttin er sú að komast þessa
ei*fiðu siglingaleið á sem stystum
tíma, að hætta sér í hendurnar á
höfuðskepnunni og lifa af. Þegar
hingað er komið fá menn í verðlaun
áritað skjal og hina eftirsóttu þrí-
hyrnu með drekanum að tákni.
Grunnur hennar á að vera gullinn en
drekinn sjálfur moldarbrúnn,
kannski með örlitlu rauðu ívafi. Fyr-
ir þá sem standa sig sérstaklega vel
skal smíðaður silfurhringur með
ígreyptri mynd Búlandstinds, sem,
eins og allir vita, sómir sér meðal
tignarlegustu fjalla. Þetta, segir
þessi ungi maður, er allt og sumt,
fyrir utan hafnaraðstöðu og skútu-
þjónustu sem Austfirðingar gætu
auðvitað sett upp í hvelli, myndi
duga til að lokka til landsins fjár-
sterka siglara á stóram skútum, því
þeirra á meðal er mikil upphefð að
því að hafa siglt til Islands.
En af hverju Hendaye? Eitt er nú
það að staðurinn er sögufrægur af
kóngamótum sem þar fóru fram, en
þó miklu merkilegra hitt að Henda-
ye og ísland eru tengd ákveðnu
bandi, sem ég þó hirði ekki um að
festa á blað, en þeir sem skilninginn
hafa munu skilja.
Komist nú þessar tvær hugmynd-
ir á koppinn ætti þess ekki að vera
langt að bíða að, ef ekki silfurstang-
ir koma í kassann, þá að minnsta
kosti silfurteinar.
ARNGRÍMUR ARNGRÍMSSON,
Baldursgötu 23, Reykjavík.
íyrsta skrefið til að bæta hag okkar
öryrkja.
Ég er flogaveikur og nýkominn
úr aðgerð frá Bandaríkjunum, en
Tryggingastofnun ríkisins greiðir
kostnað við ferðir, dvöl og aðgerðir
flogaveikra í Bandaríkjunum. Ég
nefni þetta vegna þess að ég er
ekki viss um að menn geri sér al-
mennt grein fyrir öllu því góða sem
gert er. Þetta eru kostnaðarsamar
aðgerðir mælt í peningum, en það
eru til aðrir mælikvarðar en pen-
ingar.
Aðgerðin í Bandaríkjunum þýðir
það fyrir mig að í stað þess að fá
100 flogaköst á tveimur mánuðum
hef ég aðeins fengið eitt sl. þrjá
mánuði. Það er full ástæða til að
þakka það sem vel er gert.
KRISTJÁN HEIÐAR
BALDURSSON,
öryi'ki,
Jörundarholti 3, Akranesi.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN, Kringlunni 8-12 - Reykjavík
verður lokuð
í nokkra daga
vegna breytinga
Meðan á breytingunum stendur
verður opið frá kl. 9.00-18.30 í
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
D0MUS MEDICA
við Snorrabraut - Reykjavík, sími 551 8519
Útsalan
er í fullum gangi
Góður afsláttur við kassann
Tískuverslun»Kringlunni 8-12«Sími 5533300
Fréttir á Netinu ^mbl.is
Al.L.TAf= e/TTH\SAÐ NÝTl
ARCADIA
HANSSON | ^Uf^EVA
<$>CWliX)FTOa ruiter
^ FRA VAN Glis
TILBOÐSDAGAR
2.-6. FEB.
20-60%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM
LEÐURIÐJAN
LAUGAVEGI 15,
SÍMI 561 3060
*