Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 46
^6 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNUS ÓSKARSSON **-g tók veikindum sínum með karl- mennsku. Hann vissi vel hvert stefndi og gekk frá málum eins vel og hann gat. Síðustu mánuðina naut hann atlætis eiginkonu og barnanna ,og kvaddi þennan heim sáttur. Við Jóhanna kveðjum Magnús Oskars- son með söknuði og þökkum honum alla vináttu. Ragnheiði og fjölskyld- unni allri sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Ólafur B. Thors. Andlát Magnúsar kom vinum hans *ekki í opna skjöldu. Dauðadómur var honum upp kveðinn á liðnu vori. Þeim, sem nærri stóðu, duldist ekki að hverju fór, þótt hann væri þar um fátalaður. Þegar á leið vonlausa bar- áttu kann að vera að Magnús hafi verið sáttur við brottkvaðningu og undir lokin jafnvel feginn vopnataki, en hann var löngum ekki sáttur við að deyja, svo lífgjarn eldhugi sem hann var. Að honum er hinn mesti sjónarsviptir, enda manna liðtækast- ur til allra verka og ókvalráðastur. Það er undarlegt og ótrúlegt að eiga aldrei íramar eftir að samneyta Magnúsi Óskarssyni. Eftir hálfrar aldar samfylgd og nána vináttu, sem aldrei bar skugga á. Aldrei eftir að ■ysetjast með honum að spilaborði, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og hugarflugsmaðui’ meiri en menn vita dæmi, og hugljómunar um það sem skemmtilegt var og hugfangið. Magnús lagði rækt við vináttu af meiri vandvirkni og alúð en aðrir menn. Hann var bæði vinhallur og vinfastur svo af bar. Vináttuband var honum heilagt vé, sem hann leysti aldrei, á hverju sem gekk. I sama máta gat hann verið andstæðingum þungur í skauti og óvæginn, sér í lagi pólitískum andstæðingum, en Magn- ús var alla ævi Sjálfstæðisflokks- maður. Varð þar engu um þokað. Magnús var hvassgreindur og rök- vís, enda fundvís á glompur í þrætu- bók annarra. Umfram allt léku þó á tungu hans fyndinyrði og glaðværð og aldrei var hann gróm-tekinn í tali. Nema þá kannski í pólitískri orra- hríð að hann galt líku líkt, því honum var ógjarnt að sveigja á bakborða fyrir öðrum mönnum og því síður að láta í minni pokann. Skoplegu hlið- amar blöstu þó ævinlega við honum, enda þjóðþekktur skaupmaður. Safnaði hann saman á bækur mörgu bitastæðu af því tagi og gaf út. Magnús var vinsæll af félögum sínum hvar í sveit sem hann skipaði sér. Hann var ekki atkvæðamikill í skólalífi Menntaskólans á Akureyri á sinni tíð, en er fram í sótti mun hann hafa verið manna vinsælastur meðal samstúdenta, enda atkvæðamaður um samheldni þeiira. Hann nam lög í Háskólanum, og á vettvangi lög- fræðinnar var ævistarf hans. Á há- skólaárum var Magnús á stundum harðsækinn skemmtanamaður og djarftækur minnilega. Saup hann marga fjöruna og við ýmsir með hon- um og var þá lítt af setningi slegið. Úr þeim rammaslag sluppu menn þó lítt sárir, misjafnlega móðir, en ókalnir á hjarta. Magnús hefði orðið góður og skemmtilegur stjórnmálamaður hefði hann lagt það fyrir sig. Að minnsta kosti hefði hann haft leysandi áhrif á margan harðlffis- manninn í þeim röðum. En Magnús kaus sér að feta ævi- leið embættismannsins. Reykjavík- urborg vann hann lengst og bezt. Framan af sem vinnumálafulltrúi og eignaðist á þeim vettvangi vináttu ýmissa fremstu verkalýðsforingja, og helzt þeirra sem fyrir hina smæstu bræður börðust. Nægir í því sambandi að nefna vináttu þeirra Guðmundar J. Guðmundssonar í Dagsbrún. Lýsir sú tryggð og trú- mennska báðum mönnunum vel, og hjartalagi þeiira. Síðar tók Magnús við embætti borgarlögmanns og end- aði þar starfsævi sína með miklum sóma. Þau Ragnheiður áttu miklu barna- láni að fagna, enda duldist engum stolt Magnúsar þegar minnzt var á dótturina Hildi og synina Þorbjörn, Óskar og Hauk. Eins og gengur og ■ gerist hjá flestum á langri leið er líf- ið ekki alltaf dans á rósum. En fleyi sínu sigldu þau Ragnheiður saman í höfn, sem góðum og göfugum mann- eskjum sæmir. Menn þrætast á um tilveru annars heims. Við það verður engum orðum aukið nú, en ég^ neita alveg að trúa því að Magnús Óskarsson sé aldauð- ur. Að sinni verður við það að una að hann sé bráðlifandi í brjóstum okkar vina hans. Guð gefi honum raun lofi betri. Sverrir Herniannsson. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Þrótti Það kom í sjálfu sér ekki á óvart þegar mér var tilkynnt andlát Magnúsar. Hann hafði fengið þann dóm um mitt sl. ár að ekki tækist að lækna hann af krabbameini sem hann var haldinn. Hann sagði mér þegar ég heimsótti hann að hann væri búinn að sætta sig við þau ör- lög sem mæta okkur öllum að lok- um, þó þau væru í raun tímasett og það var æðruleysi hans, sem enn sannfærði mig hvern mann hann hafði að geyma. Kynni mín af Magn- úsi ná aftur til ársins 1975, þegar ég þjálfaði Hauk son hans í 5. flokki í knattspyrnu. Eg tók eftir þvi að hann mætti á alla leiki og hvatti strákana óspart og það var glaður faðir sem fagnaði syni sínum um haustið þegar hann hampaði ís- landsmeistaratitli. Á þessu sama ári varð Magnús formaður Þróttar og hann lét fljótt að sér kveða. I þann tíma var félagið illa statt hvað að- stöðu varðar, en Magnús lagði strax grunn að því að ráðast í byggingu félagshúss inn við Holtaveg. Það hús var vígt í nóvember 1979 og hafði þá verið í byggingu í 2 ár. Mér er minn- isstæður frá þessum tíma sá brenn- andi áhugi sem Magnús hafði fyrir þessari byggingu. Hann hætti sem formaður 1980, en var ætíð síðan veigamikill hlekkur í starfi félagsins og það hafa verið ófá samtölin milli okkar, því þegar einhver álitamál komu upp, þá var leitað til hans. Magnús hafði alltaf lausnir og var fljótur til ef þurfti að ganga í að leysa vandamál. Hann var reyndur félagsmálamaður og gat miðlað af reynslunni. Mér er minnisstætt á þeim tíma sem ég var formaður knattspyrnudeildar félagsins og Magnús formaður, þá hafði einn leikmaður okkar ákveðið að ganga yfir í annað félag og allir töldu að þar við stæði, þó engir peningar hafi verið í spilinu á þeim tíma. Þá var síðasta hálmstráið að fá Magnús með sér að ræða við leikmanninn. Sannfæringarkraftur hans varð til þess að leikmaðurinn hætti snarlega við félagaskiptin. Þegar Þróttur ákvað að fara í við- ræður við Reykjavíkurborg um hugsanlegan flutning félagsins niður í Laugardal var það sjálfgefið að leita til Magnúsar sem ráðgjafa í þeirri samningagerð. Hann brást ekki kalli þá frekar en fyrri daginn og var okkur ómetanleg hjálpar- hella. Það var ekki síst sigur hans þegar samningar voru undirritaðir í lok árs 1996. Það féll vel inn í hvatn- ingarorð hans til félagsmanna sem hann hafði oft á orði í ræðustól á að- alfundum: „Það á að gera Þrótt að stórveldi." Það er okkar sem eftir erum að vinna að því markmiði Magnúsar. Magnús var ekki allra, því hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, sagði meiningu sína umbúðalaust. Þeir sem komust inn fyrir skelina kynntust einstökum manni. Við Þróttarar söknum nú vinar í stað, en um leið þökkum við störfin þín miklu fyrir þetta félag okkar, sem þér vai- svo kært. Minningu þinni verður best haldið á lofti með því að allii' leggi enn harðar að sér í félagsstarfi Þróttar. Eg vil fyrir hönd allra Þróttara þakka þér, Magnús, ómetanleg störf fyrir félagið. Þá vil ég sjálfur og sem formaður Þróttar þakka alla hjálp- ina. Minningin um einstakan félags- mann mun lifa með okkur. Fyrir hönd Þróttara, mín og fjöl- skyldu minnar sendum við Ragn- heiði eiginkonu Magnúsar, börnum og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Tryggvi E. Geirsson, formaður Þróttar. Fallinn er í valinn öldungur mikill. Fundum okkar Magnúsar bar fyrst saman fyrir hálfum fimmta áratug er við báðir stunduðum nám við Há- skóla Islands. Við bundumst fljótt vináttuböndum sem aldrei slitnuðu. Hann var fremur lágvaxinn en samsvaraði sér vel. Hann var ein- arður í framgöngu og óvílinn. Af honum stafaði hressileiki og sópaði að honum hvar sem hann fór. Magn- ús var skarpgreindur, rökvís og góð- um gáfum gæddur. Ein af gáfum hans var kímnigáfan og óbrigðult skopskyn, sem bækur hans bera vott um og við vinir hans nutum og þoldum. Ungur gekk hann til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn og starfaði með hon- um æ síðan, heill og óskiptur. Það munaði um hann þar sem hann lagð- ist á árar. Eg hygg hann hefði getað tekið undir með Jóni heitnum Páls- syni dýralækni er hann leit yfir far- inn veg á 95 ára afmælishófi sínu og kvaðst vera reiðubúinn til að yfir- gefa þennan heim sáttur, en mundi sakna þess, að geta ekki kosið Sjálf- stæðisflokkinn í framtíðinni. Magnús var maður trölltryggur og vinafastur með afbrigðum og alltaf reiðubúinn að rétta vinum sín- um hjálparhönd, ekki einungis í orði heldur á borði. Þannig átti við hann orð skáldsins: „Það tekur tryggðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt.“ Far vel, kæri vinur. Þorvaldur Lúðvíksson. • Fleirí minningargrein&r um Magnús Óskarsson bíila biríingar og munii biríast í blaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓN F. ARNDAL fyrrv. svæðisstjóri hjá Vátryggingafélagi íslands, Hafnarfirði, Naustahlein 3, Garðabæ, andaðist á sjúkradeild Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 30. janúar síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Margrét Jóhannsdóttir, Hlynur Jónsson Arndal, Auður G. Eyjólfsdóttir, ívar Jónsson Arndal, Elín Helga Káradóttir, Margrét Helga ívarsdóttir, Karen Lísa Hlynsdóttir, Jóhann Kári ívarsson, Finnbogi F. Arndal, Kristjana F. Arndal. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRfN B. SÓLBJARTSDÓTTIR, Fannafold 158, Reykjavík, áður húsmóðir Síialæk, Aðaldal, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardagskvöld- ið 30. janúar. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 8. febrúar kl. 15.00. Þórunn Friðjónsdóttir, Björn Ingi Þorvaldsson, Falur Friðjónsson, Sigríður F. Pollock, Francis Lee Pollock, Halldór Friðjónsson og aðrir vandamenn. + Ástkær dóttir mín og systir okkar, GUÐBJÖRG SIGMUNDSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 29. janúar. Brynhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Stefán Sigmundsson, Kristján Sigfús Sigmundsson, Sigmundur Sigmundsson og fjölskyldur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SIGURÐSSON, dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, áður til heimilis i Birkihlíð, lést sunnudaginn 31. janúar, Helga Bjarnadóttir, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Jóhannes Ellertsson, Þorsteinn Bjarnason, Ósk Bragadóttir, Guðný Bjarnadóttir, Sigurður Ástráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN BENEDIKTSSON, Melhaga 7, Reykjavík, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 31. janúar. Auður Guðmundsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Þóra Harðardóttir, Haraldur Jóhannsson, Margrét Jóhannesdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Anna Magnúsdóttir og barnabörn. + Faðir okkar og tengdafaðir, STEFÁN BJÖRGVIN GUNNARSSON frá Kirkjubæ í Hróarstungu, Austurvegi 40, Selfossi, lést á Ljósheimum, Selfossi, sunnudaginn 31. janúar. Gestur Stefánsson, Ingibjörg Hjálmarsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Karl Stefánsson, Auður Helga Hafsteinsdóttir, ína Sigurborg Stefánsdóttir, Guðjón Ásmundsson, Valborg ísleifsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Vitastíg 23, Bolungarvík, lést sunnudaginn 31. janúar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.