Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær faðir okkar, GARÐAR LOFTSSON, Hverfisgötu 91, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 30. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Hrafnhildur Garðarsdóttir, Skírnir Garðarsson, Baldur Garðarsson. t Uppeldisbróðir minn og frændi okkar, GUNNLAUGUR PÉTURSSON, Skiphoiti 47, áður til heimilis á Ásvegi 10, lést aðfaranótt sunnudagsins 31. janúar. Lára Þórðardóttir, Þórður, Þórarinn og Pétur Tyrfingssynir. + Eiginmaður minn og faðir okkar, AXEL KAABER, Snekkjuvogi 19, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið vikudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Kristín Ólafsdóttir Kaaber, Svanhildur Kaaber, Lúðvík Kaaber. + INGVAR BJÖRGVIN JÓNSSON, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 10.30. Elna Thomsen, Svala Sigríður Thomsen. + Ástkær móðir okkar, AÐALHEIÐUR B. RAFNAR, Miðleiti 7, Reykjavík, lést að kvöldi sunnudagsins 31. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Halldóra J. Rafnar, Ingibjörg Þ. Rafnar, Ásdís J. Rafnar. + Hjartkær eiginmaður minn, HILMAR ÞORBJÖRNSSON aðstoðaryfirlögregluþjónn, Engjateigi 17, lést á heimili sínu föstudaginn 29. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Ágústa Ósk Guðbjartsdóttir. + Móðir mín og tengdamóðir, DAGMAR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Goðalandi, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugardaginn 30. janúar. Útförin auglýst síðar. Garðar Björgvinsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir. GUÐMUNDURINGI ÞÓRARINSSON Guðmundur Ingi Þórarins- son fæddist í Kols- holti í Villingaholts- hreppi í Árnessýslu 29. maí 1929. Hann andaðist á hjarta- deild Sjúkrahúss Reykjavikur 22. janúar siðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórarinn Sig- urðsson, bóndi á Vatnsenda í Vill- ingaholtshreppi, og Guðbjörg Árnadótt- ir húsmóðir frá Hurðarbaki í Villingaholts- hreppi. Guðmundur Ingi var næstyngstur sjö systkina. Hin era: Árni, Guðrún, látin, Helga, Unnur, látin, Gishna og Ásta. Hinn 29. mars 1958 kvæntist Guðmundur Ingi Helgu Þórðar- dóttur, f. í Reykjavík 30. mars 1935. Börn þeirra eru: 1) Kristján Þór, f. 6.2. 1958, maki Sigrún Birna Dag- bjartsdóttir, þau eiga tvö börn, Ingv- ar Helga og Kol- brúnu Evu. 2) Þór- arinn Björn, f. 1.4. 1959, maki Guð- munda Ingimundar- dóttir, hennar börn eru Rakel Osp og Rúnar Orn. 3) Björgvin Már, maki Ásrún Þóra Sigurð- ardóttir, þau eiga þrjú börn: Maríu Ósk, Sigurð Þór og Inga Má. Síðastliðin 25 ár starfaði Guð- mundur Ingi hjá Glerskálanum hf. í Kópavogi. Útför Guðmundar Inga fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13,30. Elsku Ingi minn. Mig langar að þakka þér fyrir öll yndislegu árin okkar saman. Fyrir alla þína ást og gæði við mig. Það er sárara en tárum taki að þú skyldir vera kallaður svona snemma frá okk- ur. Við áttum eftir að gera svo margt saman. Eg bið góðan Guð að gæta þín þar til ég kem til þín. Kærasti vinurinn minn, mig langar til að kveðja þig með þessum orðum séra Sveins Vík- ings: Óttast ei, sú hönd er mild og hlý sem hvarmi þreyttum lokar hinzta sinn. Pá nóttin dvínar dagur rís við ský og dauðinn, lífsins þjónn, er vinur þinn. Já, dauðinn, hann er Drottins hinzta gjöf til dauðlegra manna sem ferðast hér á jörð og fegra líf þín bíður bak við gröf, því ber að kveðja hér með þakkargjörð. Helga. Það eru alltaf þung spor að fara að skrifa minningarorð um þá sem mað- ur elskar. Þegar ég sest niður og skrifa þetta þjóta minningar síðast- liðinna 22ja ára sem ég hef þekkt hann Inga tengdaföður minn um hugann. Eg var aðeins 15 ára þegar ég kom til Inga og Helgu, og var mér tekið sem dóttur og hafa þau verið mér yndislegir foreldrar öll þessi ár. Elsku Ingi, þegar ég kom til þín á fóstudaginn bjóst ég ekki við að það væri í hinsta sinn sem ég sæi þig í lifanda lífí. Aðeins fjórum tímum seinna komum við til að kveðja þig í hinsta sinn. Manni finnst þetta svo óréttlátt, þú áttir í vændum svo góð ár með henni Helgu þinni. Þið ætluð- uð svo sannarlega að fara að njóta lífsins, ferðast og vera mikið í sum- arbústaðnum í sumar. Þú varst mjög glaður yfir því að við Kristján ætlum að kaupa húsið ykkar og sárast finnst okkur að þú sjáir ekki þá framkvæmd í verki. Og fallegu litlu grindverkin sem þú varst rétt búinn að klára að smíða og mála og ætlaðir sjálfur að setja í kringum blómabeðin í garðinum í sumar. Það kemur víst núna í hlut Kristjáns að setja þau niður. Og svo hafðir þú á orði að þér hefði nú ekki tekist að klára að mála bílskúrinn, því að þú vildir að Kristján fengi hann nýmálaðan. Ogleymanleg var ferðin okkar saman í Þórsmörk í hittifyrra en þá höfðuð þið Helga ekki komið þangað í 30 ár. Við tjölduðum á góðri flöt inni í Básum, fórum í gönguferðir og sungum og skemmtum okkur vel við varðeldinn á laugardagskvöldið. Oft bar þessa ferð á góma síðar í spjalli á Löngubrekkunni. Þú varst aldrei aðgerðalaus, varst alltaf eitthvað að dunda þér. Lista- smiður varstu og sést það best á sumarbústaðnum okkar sem var þinn sælureitur, göngustígunum og litla húsinu (krakkakoti) sem þú smíðaðir fyrir barnabömin. Þú hjálpaðir mér að smíða ramma utan um myndirnar mínai' og ein- hvern tímann hafði ég á orði að gott væri nú að eiga góðar trönur. Eins og þér var einum lagið komstu einn daginn með þessar fínu trönur handa mér og hefði ég ekki fengið þær betri þótt ég hefði keypt þær dýru verði. Þú varst alltaf boðinn og búinn til að hjálpa til hvenær sem á þurfti að halda. Betri afa hefðu barnabörnin ekki getað fengið. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá þeim öllum, þolinmóð- ur varstu að spila við þau og kenna þeim kapla sem var mjög vinsælt hjá þeim. Elsku Ingi minn, ég þakka fyrir allt og allt og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af henni Helgu þinni, við munum öll hugsa vel um hana og veita henni styrk á þessum erfiðu stundum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn siim látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín elskandi tengdadóttir, Sigrún. Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdaföður míns Guðmundar Inga Þórarinssonar eða Ingas eins og hann var alltaf kallaður. Eg kom fyrst á Löngubrekkuna til Helgu og Inga fyrir rúmum 15 árum. Það var tekið vel á móti mér með ástúð og umhyggju, og alltaf átti maður sitt annað heimili þar. Elsku Ingi, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, hérlendis og erlendis, og stuðn- ing á liðnum árum. Við sjáumst síð- ar. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem.) Ásrún. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgbh'ð vögguþóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. Elsku tengdapabbi, ekki bjóst ég við því sunnudaginn 17. janúar sl. þegar við Þórarinn ætluðum að kíkja til ykkar Helgu í kaffi, en þá var sjúkrabíllinn að koma að sækja þig því þú hafðir fengið frekar slæmt hjartakast, að ég myndi ekki sjá þig aftur á meðal okkar. Eg er nú búin að þekkja þig í 25 ár, alveg síðan ég var unglingur þeg- ar ég var að koma í heimsókn á smurstöðina þar sem þú og pabbi unnuð, en ég kom inn í fjölskylduna fyrir fimm árum, þegar við Þórarinn fórum að vera saman. Það var ekki erfitt að koma til ykkar Helgu sem tengdadóttir, bæði það að þið þekkt- uð mig síðan í gamla daga og svo að- allega það að þið tókuð svo vel á móti mér. Þú varst svo barnelskur, Ingi. Eg veit ekki það barnabarn eða önnur börn sem ekki hændust að þér, það var það sama með mín börn, þú tókst þeim svo vel, það var bara eins og þau væru þín barnabörn, enda þótt þau væru nú varla börn lengur, orðin hálffullorðin, en þeim þótti mjög vænt um þig. Svo var það líka annað sem ég minnist og það er stríðnin, hún var stundum lúmsk, en þú hafðir gaman af því að gera svo- lítið at í manni, þó fórstu mjög fínt í það. Enda þótt þú hafir þurft að hætta að vinna sl. vor, þá féll þér sjaldnast verk úr hendi, þú fannst þér alltaf eitthvað til að dunda við, bæði heima og í sumarbústaðnum. I sumarbústaðnum í Svínadal fannst þér alltaf gott að vera, og þar má líka sjá hvað allt lék í höndunum á þér. Þeir eru ófáir hlutimir í Sælu- koti sem munu minna okkur á þig, kæri Ingi. Elsku Helga, við vitum að tíminn læknar öll sár, en minningin um góð- an mann mun ekki gleymast. Eg og börnin mín, þau Rúnar Örn og Rakel Ösp, sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir Guðmunda. Það kemur að því að allir þurfa að fara og núna var komið að þér. Það var ekki nærri því tímabært ennþá og við áttum eftir að gera svo margt saman. Maður gæti varla hugsað sér betri afa, það verður skrýtið að koma í Löngubrekkuna og sjá þig ekki þar í stólnum þínum að ráða krossgátur. Eg á margar góðar minningar um þig en þó stendur upp úr þegar ég var lítill og ég og þú og Holli smíðuð- um litla húsið uppi í sumarbústað, Krakkakot. Alltaf þegar ég kom til þín og ömmu spiluðum við á spil eða lögð- um kapal við eldhúsborðið. Eða þeg- ar við horfðum stundum á boxið saman. Eg þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og ég er viss um að þú ert á góðum stað núna. Ingvar Helgi. Elsku afi minn, ég vona að þér líði vel núna. Þú varst alltaf svo góður og hlýr. Þú hugsaðir alltaf um okkur öll, hvort sem við vorum sorgmædd eða glöð. Þú vildir alltaf að við værum glöð. Við áttum margar stundir sam- an og þær verða alltaf í huga mér. Eg gleymi þér aldrei. Þetta Ijóð er til þín frá mér: Margir gráta bliknuð blóm. Beygja sorgir flesta. Án þess nokkur heyri hljóm, hjartans strengir bresta. Valta fleyið vaggar sér votum hafs á bárum. Einatt mæna eftir þér augun, stokkin tárum. Enginn getur meinað mér minning þína’ að geyma. Kringum höll, sem hrunin er, hugann læt ég sveima. Pú sem heyrir hrynja tár, hjartans titra strengi, græddu þetta sorgarsár, svo það blæði’ ei lengi. (Erla.) Kær kveðja, elsku afi. Þín i (Davíð Stef.) Marfa Ósk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.