Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sveitarfélagið Arborg losnar undan tugmilljóna skuldbindingu Skuldbindingin stóðst ekki lög sveitarsjóði við sjálfskuldarábyrgð á skuldbindingum annarra aðila en stofnana sveitarfélagsins. Sveitarfélög geri ráðstafanir gegn atvinnuleysi Stefndi, íslenska ríkið, ki’afðist sýknu í málinu og krafðist þess að sjálfskuldarábyrgðin yrði staðfest með dómi. Stefndi byggði m.a. á því að við útgáfu skuldabréfsins árið 1983 hefðu verið í gildi sveitar- stjórnarlög frá 1961 þar sem sagði að það hefði ennfremur verið hlut- verk sveitarfélaga „... að gera ráð- stafanir til að koma í veg fyrir al- mennt atvinnuleysi eða bjargar- skort, eftir því sem fært er á hverj- um tíma.“ Um ákvæði í sömu lögum um fyrrgreint samþykki sýslu- nefndar, benti stefndi á lagagrein þar sem sagði að hreppsnefnd hefði rétt til að bera málið undir atkvæði á sveitarstjórnarfundi hlyti erindið synjun sýslunefndar. Hlyti ályktun- in 3/4 hluta atkvæða skyldi hún vera gild án samþykkis sýslunefndar. Taldi stefndi að enginn munur væri á því hvort sýslunefnd synjaði um samþykki eða hvort þeirra form- reglna væri ekki gætt að bera mál undir sýslunefnd. Höfuðatriðið væri að sýslunefnd hefði ekki úrslitavöld andspænis auknum meirihluta sveitarfundar. I máli þessu lægi ekki einungis fyi-ir aukinn meiri- hluti heldur alger samstaða hrepps- nefndarmanna um ráðstöfunina. angurinn færi fremm' á einhvern ákveðinn stað umfram annan. Það er einkennilega að þessu staðið og engu líkara en ætlunin sé að láta útlend- inga sjá um alla hluti. Það hefur verið rætt um að kortleggja gasupp- streymi í Öxai-firði í heilan áratug en ekkert hefur gerst. Komast þarf að því hvort gasuppstreymi sé einungis bundið við Skógalón,“ segir Guð- mundur Ómar. Hann segir að sams konar vinnu þurfi að vinna úti á sjó og hægt væri að framkvæma hana á hafrannsókn- arskipum landsins. Þarna sé ekki verið að tala um mikla fjármuni en rannsóknir af þessu tagi séu nauð- synlegar forsendur til þess að b'yggja virka þátttöku í vísindaleið- öngrum. „Annars missum við af lest- inni. Hér sigla leiðangrar sem við getum fengið að taka þátt í fyrir brot af raunkostnaði,“ segir Guðmundur Ómai'. Nemandi í Höfðaskóla á Skagaströnd hlutskarpastur JÓNA Gréta Guðmundsdóttir, nemandi í 6. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd, varð hlutskörpust í samkeppni grunnskólabarna um hönnun á frímerki sem Islands- póstur hf. stóð fyrir. Hún hlaut að launum 50.000 krónur, ársmöppu með íslenskum frímerkjum og ferð á Heimsþing barna árið 2000 sem haldið er í Kaliforniu í Bandaríkjunum. Verðlaunin voru afhent á fimmtudag. Keppnin var hluti af alþjóðlegri samkeppni sem póststjórnir í fjöl- mörgum lönduin stóðu að í sam- starfi við bandarísku póstsljórn- ina. Börn á aldrinum 8-12 ára voru fengin til að hanna frímerki -og var viðfangsefnið „framtíðar- sýn barnsins á nýja öld“. Hér á landi var haft samstarf við Félag myndmenntakennara um fram- kvæmdina. Veittar voru tíu þúsund krónur og ársmappa af íslenskum frí- merkjum í verðlaun fyrir bestu myndina í hverjum árgangi. Verð- launahafar voru Haukur Björg- vinsson í 4. bekk Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, Helga Asdís Jón- asdóttir í 5. bekk Foldaskóla í Reykjavík, Jóna Gréta í 6. bekk Höfðaskóla, sem áður var nefnd, og Lilja Rut Traustadóttir í 7. bekk Þinghólsskóla í Kópavogi. DÓMUR er genginn í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem sjálfskuldar- ábyrgð sveitarfélagsins Arborgar á veðtryggðu láni Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka hf. gagnvart ríkissjóði íslands var dæmd ógild. Skulda- bréfið var dagsett 14. júní 1983 og var greiðsluskilmálum skuldabréfs- ins breytt 19. janúar 1987. Nam skuldin, sem sveitarfélagið átti að greiða ríkissjóði, 25 milljónum króna með samningsvöxtum í októ- ber 1996, eða tæpum 39 milljónum með dráttarvöxtum. Helgi I. Jónsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Sveitarfélagið Árborg, sem átti frumkvæði að því að reka málið fyrir dómi, byggði kröfu sína á því að á þeim tíma sem hreppsnefnd Eyrar- bakkahrepps gekkst undir skuld- bindingu sína árið 1983 hefðu verið í gildi sveitarstjórnarlög, þar sem sagði að samþykki sýslunefndar þyrfti til að ályktun hreppsnefndar væri gild þegar um væri að ræða ólögbundnar skuldbindingar sem gilda ættu í langan tíma. Þess sam- þykkis var ekki aflað þrátt fyiir skil- yrði ákvæðisins. Stefnandi byggði ennfremur á því að endurnýjun skuldbindingarinnar 30. janúar 1987 hefði verið andstæð nýjum sveitar- stjórnarlögum, sem tóku gildi 1. jan- úar 1987. Með þeim lögum hefðu verið settar skýi-ari reglur um fjár- mál sveitarfélaga og var með lögun- um m.a. lagt bann við því að binda Engin fjárveiting til landgrunns- rannsókna STARFSMENN Orkustofnunai' gagmýna það að engin fjárveiting hafi fengist frá iðnaðarráðuneytinu til grunnrannsókna á landgrunninu með tilliti til hugsanlegrar olíuleitar úti íyrir Norðurlandi. Starfshópur sem iðnaðarráðherra skipaði til að fjalla um olíuleitai-mál hér við land gerði að tillögu sinni að sett yrði á laggimar 3- 5 ára rannsóknaráætlun. Orkustofn- un lagði í framhaldinu fram beiðni um sjö milljóna kr. framlag til að hefja ft'amkvæmd áætlunarinnar. Guð- mundm’ Ómai' Friðleifsson, jarðfræð- ingur hjá Orkustofnun, segir að engin fjái'veiting hafi fengist. „Mér finnst sjálfum þetta heldur léleg frammistaða í landgrunnsrann- sóknum. Við höfum í mörg ár lagt til að við fengjum árvissa litla upphæð til þess að vinna þessar rannsóknir en staðreyndin er sú að við höfum nánast verið stopp í áratug. Breskur ráðgjafi starfshópsins, sem telur 12% líkm- á því að gas eða olía hafi mynd- ast í setlögunum, sagði að Islending- ai’ hefðu ekki unnið heimavinnuna sína og komið með tillögur um úr- bætur,“ sagði Guðmundur Ómar. Guðmundur Ómar segir að 12% líkur séu álíka miklai' líkur og í öðr- um óþekktum setlagasvæðum sem eigi eftii' að rannsaka. Það eru því jafn miklar líkui' á því að olía finnist hér og annai's staðar. „Það finnst mér merkileg niðurstaða og ætti að duga iðnaðarráðherra til að taka skynsamlega á málinu." Hann segir að til þess að unnt sé að taka þátt í alþjóðlegum vísinda- leiðöngrum, sem hugsanlega koma hingað til rannsókna á landgrunninu, þurfi tiltekna lágmarksfjárhæð til þess að geta haft áhrif á rannsókn- imar. „Til þess að koma manni um borð í slíka leiðangra þyrfti hann að hafa einhvei' gögn í höndunum sem hann gæti nýtt sér til þess að leið- Morgunblaðið/Ásdís EINAR Þorsteinsson afhendir Jónu Grétu Guðmundsdóttur sigurverðlaunin í samkeppni í hönnun frímerkis sem túlka átti „framtíðarsýn barnsins á nýja öld“. Samkeppni barna um hönnun á frímerki I i - Símafyrirtækjum heimilt að varðveita persónuupplýsingar um símnotkun í tólf mánuði Póst- og fjarskiptastofnun vill stytta varðveislutímann STARFSMENN Póst- og fjar- skiptastofnunar vinna að gerð til- lagna að reglum um meðferð per- sónuupplýsinga við reikningagerð hjá símafyrirtækjum. Samkvæmt skilmálum Tölvunefndar hefur Landssíminn heimild til að varð- veita upplýsingar um símanotkun í allt að eitt ár, en forstöðumaður Póst- og fjarskiptastofnunar telur að stytta ætti þann tíma. í bréfi sem Tölvunefnd hefur borist segist bréfritari hafa vís- bendingar um að gögn Landssím- ans nái mun lengra aftur í tímann en heimild er til. Er nefndinni bent á að ganga úr skugga um að eftir skilmálum hennar sé farið og skor- að á hana að draga leyfið til baka. Þá er þess krafist að afmáðar verði úr gagnagrunni Landssímans allar upplýsingar um hringingar úr þeim símanúmerum sem bréfritari hringir helst úr og þeim númerum sem hann fær oftast símhringingar í. Sigrún Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Tölvunefndar, segir að ekki sé búið að fara yfir erindi bréfritara en vegna þeirra ummæla að Landssíminn kunni að geyma upplýsingar í meira en tólf mánuði telur hún eðlilegt að kannað verði hvort farið sé að skilmálum nefnd- arinnar. Heimilað vegna breytinga á innheimtu Tölvunefnd heimilaði Pósti og síma á árinu 1995 að skrá að fullu upplýsingar um öll almenn símtöl, bæði þau sem hringt er úr og hringt er í svo og nákvæm tíma- setning og lengd símtala. Sigrún Jóhannesdóttir segir að stofnunin hafi talið sér það nauðsynlegt vegna breytinga á innheimtukerfí. Staðið hafi til að hætta skrefataln- ingu en taka þess í stað upp mæl- ingar á lengd símtala í hinum ýmsu gjaldflokkum. Póstur og sími hafi talið skráningu upplýsinganna nauðsynlega til að geta tekið gjald fyrir þjónustu sína. í erindi stofn- unarinnar á sínum tíma er ósk um skráningu upplýsinga einnig rök- studd með því að stöðugt meiri þörf væri á að hafa gögn til að sanna fyrir notendum að reikning- ur væri í samræmi við raunveru- lega símnotkun og hún væri einnig nauðsynleg í baráttunni gegn auknu svindli og misnotkun á sím- kerfinu. I skilmálum Tölvunefndar er Pósti og síma heimilað að varð- veita upplýsingarnar í allt að 12 mánuði. Rétthafi síma getur þó krafist þess að upplýsingar um eigin símanotkun vei'ði jafnan af- máðar eftir 30 daga frá útgáfu símreiknings. Sigrún segir að Tölvunefnd hafi í þessu efni orðið við ósk símafyrirtækisins, sem hafi talið þörf á varðveislu upplýsinga í þetta langan tíma vegna þess að sí- fellt væru að koma fram kvartanir um ranga símreikninga, allt að ári eftir útgáfu símreiknings, og þyrftu upplýsingarnar að vera til svo hægt væri að rannsaka málið. Ef rétthafi hins vegar óskaði sjálf- ur eftir því að upplýsingarnar yrðu afmáðar fyrr væi'i hann jafnframt að fyrirgera rétti sínum til að kvarta. Varðveislutíminn styttur Landssíminn er um þessar mundir að breyta innheimtukerfi sínu til þess horfs sem áformað var 1995 og nú verður símakostnaður innheimtur mánaðarlega. Breyting- ar hafa einnig orðið á lögum sem leitt hafa til þess að skráning upp- lýsinga sem snýr beint að reikn- ingagerð fyrir símnotkun heyrir nú undir samgönguráðuneytið. Póst- og fjarskiptastofnun hefur, í sam- vinnu við Tölvunefnd og símafyi’ir- tækin, unnið að gerð tillagna um það hvernig að því yrði staðið. Gústav Arnar, forstöðumaður stofnunarinnar, telur að meðal ann- ars vegna þess að fari^er að inn- heimta símanotkun mánaðarlega ætti ekki að þurfa að geyma upp- lýsingarnar eins lengi og áður. St- arfsmenn Póst- og fjarskiptastofn- unar hafi því hug á að stytta þann tíma en ekki er nefndur ákveðinn tími í því efni. Gústav telur að ef rétthafi síma óskaði eftir ætti að vera unnt að þurrka út upplýsingar um hring- ingar hans strax í símstöð þannig að aðeins færu upplýsingar um lengd símatala í reikningagerð og gagnagrunn. Með því móti yrði al- ger leynd yfiri símanotkun hans. Hann tekur þó fram að hann þekki það ekki nákvæmlega hvort þetta sé tæknilega framkvæmanlegt. Tel- ur Gústav sjálfsagt að taka sjónar- mið af þessu tagi til athugunar við þá tillögugerð sem nú er unnið að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.