Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 32
r 32 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Myndir sem vaxa og dafna MYNPLIST IVIukka. Skólavörðustfg HVERAEFNI, PAPPÍR OG HLJÓÐ HARALDUR KARLSSON Til 5. febrúar. Opið daglega frá 10 til 23.30. Á sunnudögum frá 14 til 23.30. HARALDUR Karlsson er svo til nýkominn úr framhaldsnámi í Hollandi þar sem hann lagði eink- um stund á gerð mynda úr jarðefn- um af íslenskum hverasvæðum. Með þar til gerðum vökva, sem verkaður er úr efnunum, fær Har- aldur ágætis bindiefni svo efnivið- urinn loðir við undirstöðuna - pappírinn. A löngum tíma og með dágóðri þolinmæði vaxa fram myndir sem eru undurfagrar í jarðleitum litbrigðum sínum, al- settar örsmáum kristalsnálum. Þessar myndir halda áfram að „þroskast", breyta sér og taka á sig ný gildi úr litrófmu. Þær eru flest- ar eins og risastór dropi eða klessa, fljótandi á miðjum pappírnum, en þó er að minnsta kosti ein þar sem tilskorið karton er látið afmarka flæðið. Myndunum fylgir hljóðlist sem unnin er úr litrófí og lögun myndanna. Formið ákvarðar tón- hæðina, birtan styrknum, en litróf- ið sjálft hleypir því milli vinstri og hægri hátalara. Þessa hugvitssamlegu myndgerð mætti kalla hina einu, sönnu ís- lensku myndlist, því hún er alfarið sprottin af náttúru landsins og inn- lendri hugarsmíð. List þessi er af- ar vel til þess fallin að áhorfandinn dvelji við hana í fínlegum smáatrið- um, sökkvi sér ofan í nálamengi hennar, rauðleit, gi’ágræn og mjólkurimt litbrigði, og misjafna þykkt, sem oftar en ekki minnir á mjúka og fínkomaða lágmyndaá- ferð. Um fimm ára reynsla er komin á jarðefnamyndir Haraldar, en samkvæmt höfundinum munu þær eflaust halda áfram að breyt- ast, vaxa og dafna, og skipta litum eins og kameljón. Fyrir þá sem sakna vísindalegi’a aðfanga í list samtímans er hér komin lausn allra lausna. Eins hljóta þessar myndir að heilla þá sem njóta þess að fylgjast með síbreytilegri náttúrunni í míkrókosmískri ná- lægð. Þeir þurfa ekki að fara langt yfir skammt því meðan nátt- úran úti fyrir er í klakaböndum, hál, dyntótt og hráslagaleg, er hægt að skoða hana yfir rjúkandi kaffibolla án þess að vökna í fæt- urna. Og án gríns eru hér einnig komnir fullkomnustu minjagripir sem ég hef séð. Kæmust túristar í svona herlegheit þarf ekki að væsa um listamanninn. Lesandi góður; láttu þetta ekki framhjá þér fara! Halldór Björn Runólfsson Þannig segirðu frá því Sjónvarp Stöð 2 Fornbókabúðin Eftir Guðmund Ólafsson og Jóhann Sigurðarson. Leikstjóri: Jóhann Sig- urðarson. Leikarar: Guðmundur Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson, Edda Heiðrún Backman, Hjálmar Hjálm- arsson, Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sigurðsson, Magnús Ólafs- son, Randver Þorláksson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. EINN af kostunum við Forn- bókabúðina er viðleitni höfundanna til að tengja efni þáttanna líðandi stund og að nægilega stutt er liðið frá samningu þeh-ra til að efnið sé ekki úrelt; íslensk erfðagreining, Herbalife og málverkafalsanir voru uppi á teningnum í síðustu tveimur þáttum. Annar kostur er hversu elskulegt fólk þetta er sem á heima í þáttunum. Björn og Rögnvaldur eru framúrskarandi týpur, Ester og Danni, Jón Stút og Steingrímur sömuleiðis. Jón Stút er reyndar for- vitnilegastur því hann brýtur reglu sitúasjónskómedíunnar um per- sónusköpun. Reglan er sú að per- sónan sé ætíð eins, breytist ekki, en svo virðist sem geðheilsu Jóns fari stöðugt hrakandi og verður hann sí- fellt brjálæðislegiú með hverjum þætti. Orðtak hans „Þannig segirðu frá því“, er skemmtilega persónu- legt en má ekki ofnota. „Takk fyrir kaffið", hans Steingríms var orðið dálítið þreytt áður en lauk. Gallinn er sá helstur að til að standa fyllilega undir nafni sem gamanþættir vantar herslumuninn að þættirnir séu nógu fyndnir. Hvernig á að fara að því er eilífðar- spurning sem ekki verður svarað hér. Sjálfsagt er þetta að einhverju leyti smekksatriði, en tilfinningin sem áhorfandinn situr eftir með í lokin er dálítið blendin; manneskju- legt og íslenskt, engin spurning, en var þetta allt og sumt? Yfírbragð þáttanna er einnig dálítið miðaldra; kallalegur húmor, rólegur og mein- íyndinn, en kannski skortir svolítið á snerpuna, eitthvað sem tengir við áhorfendur á tvítugs- eða þrítugs- aldri, ef það er á annað borð mai’k- miðið. Kannski eru þættirnir ætlað- ir fullorðnum áhorfendum sem skemmta sér yfir tvíræðum tilvísun- um í ættfræðigrúsk og getuaukn- ingarpillur. Ennfremur má setja spurningar- merki við dósahláturinn. Það er at- hyglisvert að dósahlátur truflar ekki þegar horft er á útlendar gamansyrpur, kannski fínnst þeim þetta fyndið í Ameríku hugsar maður, en dósahlátur við íslenska þætti er vandmeðfarinn og virkar stundum þveröfugt við það sem ætlað er. Áhorfandinn tekur af- stöðu til hans í hvert sinn sem hann heyrist og ber hann saman við eigin viðbrögð. Þetta stafar vafalaust af því að innlifun okkar í íslenskan þátt er persónulegri og skoðun okkar á efninu ákveðnari. Kröfurnar sem við gerum til ís- lenskra gamanþátta eru því nokk- uð óvægnar, þeir eiga ekki bara að vera jafnskemmtilegir og bresk/bandarískir bræður hans heldur ívið skemmtilegri. Hávar Sigurjónsson Einsöngs- tónleikar Soffíu Stef- ánsdóttur SOFFÍA Stefánsdóttir mezzó-sópr- an og Iwona Jagla píaónleikari halda einsöngstónleika í Tónleikasal Söngskólans, Smái’a, Veghúsa- stíg 7, í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Tónleik- arnir eru lokaá- fangi burtfarar- prófs Soffíu frá Söngskólanum í Reykjavík. A efnisskránni eru m.a; íslensk- ir ljóðasöngvar eftir Pál Isólfsson, ljóð eftir Brahms og ljóðaflokkur- inn Tonadillas eftir Granados. Einnig verða fluttar aríur, m.a. úr óperunum Konsúlnum eftir Men- otti, La Gioconda eftir Poncielli og Faust eftir Gounod. Soffía Stefánsdóttir hóf nám við Söngskólann í Reykavík 1990 hjá Elísabétu F. Eiríksdóttur og nam hjá henni og Elínu Guðmundsdóttur píanóleikara uns hún lauk 8. stigi vorið 1996. Undanfarin þrjú ár hefur Soffía stundað framhaldsnám við Söngskólann í Reykjavík undh- handleiðslu Þuríðar Pálsdóttur. Samhliða náminu hefur hún sótt námskeið hjá Ulrieh Eiscenlohr og Martin Isepp. Hún tók burtfararpróf sl. vor og eru tónleikarnir nú lokaá- fangi prófsins. Soffía hefur tekið þátt í uppfærsl- um Nemendaóperu Söngskólans, komið fram sem einsöngvari við ým- is tækifæri og er félagi í Kór ís- lensku óperunnar. Hún stundar nú nám við söngkennaradeild Söngskól- ans í Reykjávík. um nýjungar á sviði starfsmannaþj ónustu STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS hefur ísamstarfi við U.C. Berkeley fengið Craig Cantoni, sem er leiðtogi á sviði þróunar starfsmannamála ifyrir- tækjarekstri í Bandaríkjunum, til að fjalla ítarlega um þetta viðamikla svið á þremur námstefnum. Cantoni hefur margra ára stjórnunarreynslu á þessu sviði, m.a. hjá Micro Age, á þeim tímum er fyrirtækið óx úr 700 þusund dala tölvudreifingarfyrirtæki 13 milijarða doilara fjölþætt fyrir- tæki. Einnig hefur hann verið yfir- stjórnandi starfsmannamála hjá Greyhound og hjá Mars Incorporated. Cantoni hefur undanfarin ár rekið ráðgjafafyrirtæki í Arizona á sviði starfsmannamála, og getið sér orðstír bæði sem eftirsóttur fyrir- lesari á þessu sviði og sem greina- og bókahöfundur. Til hans er leitað eftir ráðgjöf hjá þekktum fyrirtækjum á borð við Motorola, Honeywell, Micro Age og Sequent Computer Systems. Ohætt er að fullyrða að Cantoni hefur verið í hópi áhrifamestu einstaklinga um breytingar á þróun starfsmanna- mála. Allt frá því grein hans í Wall Street Journal um þessi mál árið 1995 vakti marga stjórnendur af værum blundi um þroun starfsmanna- mála, hafa aðrar umræddar hugvekjur fylgt í kjölfarið. Undanfarin 3 ár hefur Cantoni ítrekað verið valinn sem aðalfyrirlesari á ráðstefnum bandarískra samtaka um starfs- mannastjórnun (SHRM) og sértækari samtaka sem tengjast starfsmanna- málum víða um Bandaríkin. Auk athyglisverðra greina í Wall Street Journal hefur hann verið tíður gestur á síðum sérfræðirita eins og The American Compensation Association Journal, The Amerlcan Compen- sation News og Compensation and Benefits Review. Fyrir nokkrum árum ritaði hann bókina Corporate Dandelions: How the Weed of Bureaucracy Is Choking American Business and What You Can Do to Uproot It. AÐFERÐIR FYRIRTÆKJA í F0RYSTU STARFS- MANNASTJÓRNUNAR Miðvikudagur 3. febrúar Kl. 09:00-13:00 Staður: Hótel Loftleiðir. Fyrir hverja: • Yfirstjórnendur og millistjórn- endur sem þurfa að þekkja til nýjunga og lykilatriða á þessu sviöi. • Sérfræðinga á sviði starfs- mannamála sem vilja endur- meta eigin aðferðir. í hnotskurn: Hér er fjallað um svonefndar “Best Practices” á sviði starfsmannamála. Pekking er eina raunverulega auðlindin í breyttu efnahagsumhverfi. Þeirsem sinna starfsmannamálum glíma við að stjórna þessari auðlind - fólkinu sjálfu. Erskipulag starfsmanna- mála í réttu samhengi við aðra þætti svo auðlindin sé betur nýtt? A 4 klst. verður unnið markvisst aö því að meta verkefni á sviði starfsmannamála og forgangsraða þeim. Sérstök áhersla verður lögð á stefnumótandi stjórnunarhætti, ráðgjafareiginleikana, fjárhagslega greiningu i starfsmannahaldi og viðskiptaþekkingu þeirra sem fjalla um starfsmannamálin. Verkefnið er að auka eiginleika stjórnenda til stefnumótandi ákvarðanatöku á sviði starfsmannamála. • Skoða starfsmannaþróun í samhengi við stefnumótun fyrir- tækis, fjárhagslega greiningu og daglega stjórnun. • Sjá fyrir breytingar með greiningu á umhverfi og “kúitúr” fyrirtækis. Áhrifaþættir á þrúun starfsmannamála • Að skilgreina og gangsetja stefnuáætlanir. • Viðskiptahlið starfsmannamálanna. • Að ná stöðugleika á milli stefnumótunar, uppbyggingar, kúltúrs og verklags. • Að samþætta stefnumótun í starfsmannamálum við heildar- stefnu fyrirtækisins. Leiðtogahlutverkið ístjórnun starfsmannamála • Hlutverk starfsmannastjórnunar. •Áhrif áfyrirtæki/stofnun. • Stjórnun breytinga á skipulagi og vinnuferlum. • Eiginleikar og hæfileikar til starfsins. Fjárhags áætlanir og eftirlit • Fjárhagsleg greining fyrir starfs- mannamálefni. • Mælanleg áhrif starfsmannasviðs á fjárhagslega frammistöðu. • Atferlisleg nálgun að fjármálatækjum. • Stjórnun samskipta- og eftirlitstækja. Aukin áhrif á samkeppnishæfni • Greining á fyrirtækisbrag, “kúltúr”. • Greining á virkni aðgerða. • Mat á breytingum m.v. líftíma fyrirtækis. • Áhrif ríkjandi strauma í sveigjanlegu fyrirtæki. • Árangursrík virkjun hópa og net- samstarfs. Þróun ferla í starfsmannamálum • Starfsmannastjórnun sem kerfi. • Að viðhalda tengslum á milli starfsmannakerfis og annarra kerfa. • Hlutverk starfsmannastjóra í breytingum. • Umbreyting á hlutverki starfsmannahaldsins. Stefnuvirk starfsmannastjórnun • Hvort einkennist stjórnun þín af viðbrögðum við áreiti eða því að leiða breytingar? • Að hafa áhrif á fyrirtækisstefnu. • Þróun og framkvæmd áætlana á sviði starfsmannamála. • Umbunarkerfi tengd stefnu. • Mat á áhrifum starfsmannakerfis. NÝJUNGAR Á SVIÐI STARFSIVIANNA- STJÓRNUNAR Miðvikudagur. 3. febrúar Kl. 14:00-18:00 Staður: Hótel Loftleiðir. í hnotskurn: Nútimafyrirtæki og stofnanir gera þá kröfu að þeir sem fást við hib víðfeðma svið starfsmannamála skili raunveru- legum virðisauka í starfi sínu. Þetta krefst skarpari sýnar á reksturinn og því aö byggt sé á samþættu, hágæðastarfsmannakerfi. Á 4 klst. gefst þátttakendum tækifæri til að endurmeta og endurhæfa nú'ver- andi aðferðir og öðlast sterkari heildarmynd af þróun starfs- mannamála og mikilvægustu þáttum þeirra í rekstrinum. Þeirfá tækifæri til að sjá skýrar þær að- ferðir sem nú eru notaðar, hugtök og grundvallaráherslur í starfs- mannaþróun. Þeir öðlast aukna færni I að vega og meta eigið framlag til þessara mála. Farið verðuryfir hvernig skuli best skilgreina og koma höndum yfir forgangsverkefnin. • Hlutverkstarfsmannastjórnunar í nútímarekstri - tími breytinga • Starfsmannamál - hvar erum við stödd? • Samskiptakerfi starfsmanna • Starfssköpun og endurmat • Endurnýjun starfsmanna og vai • Matáframmistöðu • Umbun og laun • Þjálfun og þróun • Framabrautir og framvindu- áætianir • Starfsmannamál- samantekið hlutverk og verklegt yfirlit. STJÓRNUN ÞJÁLFUNAR- 0G ÞRÓUNARÁÆTLANA STARFSMANNA Fimmtudagur. 4. febrúar Kl. 09:00-13:00 Staður: Hótel Loftleiðir. í hnotskurn: Þjálfunar- og þróunar- mál starfsmanna eru í dag talin til kröftugra verkfæra til aukinnar samkeppnishæfni. Þetta svið er að fara í gegnum róttækar breytingar. Þó er það enn þannig að þjálfun þjálfaranna sjálfra leggur enn áherslu á kennslufræði í stað stjórnunar þessa viðamikla verkefnis. Þessi námstefna leggur áherslu á stjórnun þjálfunar- og þróunaráætlana starfsfólks, með því að fara yfir það sem best er gert í þessum efnum hjá fyrir- tækjum og stofnunum. Verkefnið er því víðtækara en stíf skilgreining þjálfunar. Greindir eru möguleikar sem fólgnir eru í þeirri þjálfun sem starfsfólkið getur öðlast í gegnum starfið sjálft. Fjallað er um tvíþætta krafta í stjórnun þjálfunar- og þróunaráætlana, þörfina fyrir að stjórna þessum þáttum beint og mikilvægi starfsmannatengdrar ráðgjafar til millistjórnenda. Gefin verður greinargóð sýn yfir þennan mikilvæga þátt stjórnunar- hlutverksins. Af námstefnunni átt þú að hafa: • Þróað betri aðferðafræði og aðgerðaáætlun fyrir þjálfun og þróun starfsfólks. • Skilið hvernig er unnt að bæta árangur þessa sviðs stjórnunar - frá því að stjórna afmörkuðum þjálfunarverkefnum til stjórnunar og þróunar á mannauð fyrirtækis- ins. • Betri vissu um það sem þegar ervel gert. • Skýrari sýn á lykilskrefin í farsælli stjórnun þjálfunar- og þróunar- áætlana. • Gert þér betri grein fyrir eigin þróunaráætlun. A Stjórnunarfélag íslands Skráning og nánari upplýsingar í síma 533 4567 og www.stjornun.is I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.