Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ . 38 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MENNTUN Um nytsemd „Þegar heimspekin leggur sinn gráma á grátt, þá er ásýnd lífsins orðin gömul, og grámi á gráma gerir hana ekki unga á ný heldur bara þekkjanlega; uglan hennar Mínervu hefur sig ekki til flugs fyrr en rökkva tekur. “ _ G.W.F. Hegel: Drög að réttarheimspeki '"W* ristján f Kristjánsson prófessor sagði í W Morgunblaðinu 8. Ai ■jBL.janúar að ég hefði hallað réttu máli þegar ég fjallaði um fordóma og nytjahyggju í Viðhorfi 19. desember sl. Kristján telur mig ekki hafa gert nytjastefnunni sanngjörn skil, svo sem hún var útlögð af bresku heimspekingunum John Stuart Mill og Jeremy Bentham. Hafi ég skilið Kristján rétt þá er hann óhress með að ég skyldi ekki fjalla um nytjastefnuna og takast á við hana með fræðilegum hætti í tengslum við deiluna um virkjanir á miðhálendi Islands. Það eru VIÐHORF einkum tvær Eftir Kristján ástæður fyrir G. Arngrímsson þvl ao eg gerði þetta ekki: (1) Morgunblaðið er ekki heimspekifagrit; (2) ég lít ekki svo á, að nytjahyggja sé einvörðungu fræðileg kenning. Það allra fyrsta sem maður lærir í siðfræði er munurinn á siðferði og siðfræði. Hið síðarnefnda er fræðigreinin um hið fyrrnefnda. En hið fyrrnefnda kemur á undan. Það hefur reyndar lengi verið deila meðal heimspekinga um hvort siðfræði geti mótað eða skuli móta það siðferði sem hún fæst við að greina. Getur siðfræðin sagt manni til í lífinu? Þjóðverjinn G.W.F. Hegel er líklega frægasti heimspekingurinn sem hefur hafnað þessu, eins og fram kemur í ofanskrifaðri tilvitnun í hann. Kristján er líklega ósammála mér um það, að nytjahyggja sé fyrst (og kannski líka fremst) hugsunarháttur sem felur í sér gildismat, en ekki einungis fræðileg kenning - sem jafnan er kölluð nytjastefna. Svona hugsunarháttur býr í hugmyndaheiminum (sem er ekki það sama og hugmyndasaga) innan um ýmsa aðra hugsunarhætti og þarna í þessum heimi hugmyndanna eru ekki skörp skil á milli „stefna“ heldur er þetta allt meira og minna í einni kös. Eitt meginverkefni heimspekinga hefur jafnan verið það, að grafa og róta í þessari hugmyndakös - svipað og jarðfræðingar róta í jörðinni - og reyna að henda reiður á því sem þeir finna. En það er afskaplega ólíklegt að heimspekingar hafi búið til hugmyndir eða hugsunarhátt, þótt þeir hafi oft talið sig hafa gert það. Þeir hafa í mesta lagi smíðað ný orð eða sett fram kenningar um þann hugmyndaheim sem þeir hafa verið að rannsaka. (En þessi sami hugmyndaheimur hefur um leið verið uppspretta hugsmíða þeirra). Það er því hægt - held ég - að fjalla um nytjahyggju án þess að þurfa að vera rígbundinn kenningunni sem þejr Mill og Bentham smíðuðu. Eg reyndi í viðhorfínu 19. desember að koma þessum mun að með tvennum hætti, annars vegar með því að tala um nytjahyggju fremur en nytjastefnu, og hins vegar með því taka fram að ég væri ekki að fjalla um nytjastefnuna sem siðfræðilega kenningu. Kristján virðist líta svo á að síðarnefndi fyrirvarinn sé ógildur því það sé bara til „ein nytjastefna í hugmyndasögunni". Það ég best veit er það hárrétt hjá Kristjáni að það sé bara til ein siðfræðikenning sem rekja má til nytjahyggju - þess hugsunarháttar að nytsemd sé það sem á endanum ráði því hvað sé rétt að gera. En kenningin er ekki hugsunarhátturinn, og það sem meira er, kenningin er ekki forsenda hugsunarháttarins heldur öfugt. En þarna virðist hann nafni minn vilja beita vagninum fyrir hestinn, eins og sagt er - snúa þessu við. Viðhorf mitt 19. desember átti fyrst og fremst að vera um það hvernig hugmyndir og hugsunarháttur getur orðið óhagganlegur líkt og hann sé hinn stóri sannleikur. Þetta eru ekki rök gegn nytjahyggju sérstaklega - eins og ég reyndar nefndi - og því síður gegn nytjastefnu þeirra Mills og Benthams. Eg átti ekki við að virkjunarsinnar hefðu byggt mál sitt á og flutt með vísan til þessarar stefnu. Eg hef að minnsta kosti ekki séð neinn þeirra vitna í Nytjastefnuna eftir Mill. En varla er þar með sagt að virkjunarsinnar hafi ekki hugsað neitt um nytsemd. Nytjastefnan - sem fræðileg kenning - getur áreiðanlega tekið til sín og hrist af sér aðdróttanir á borð við þær sem ég setti fram 19. desember. En ég held eigi að síður að sú hugsun, að nytsemd skipti á endanum mestu máli sé meginástæða þess að mörgum finnst fýsilegast reisa virkjanh' á hálendi Islands. Það er rétt hjá Kristjáni að við nafnarnir erum alveg sammála um að efnahagsleg rök eru ekki einu rökin sem einhverju skipta, sem og um það að tilfinningarök eru mikilvæg rök og óskynsamlegt að ætla sér að úthýsa þeim líkt og talsmenn Landsvirkjunar hafa virst vilja gera. Kristján segir það hafa orðið kveikjuna að skrifum sínum að ég vitnaði í fyrri skrif hans (í bókinni Þroskakostir) um nytjastefnuna. Ég hefði líklega mátt huga betur að hugmyndum Kristjáns um hlutverk fræðanna áður en ég vogaði mér að vitna í hann. Það var alls ekki ætlun mín að afflytja orð hans. Dönskukennsla Tungumálakennsla krefst mikillar fagþekk- ingar. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Auði Hauksdóttur, sem ný- lega lauk doktorsprófsverkefni við Hafnarháskóla um dönsku sem erlent mál í íslenskum grunnskólum. Fagþekking og áhugi kennarans GÓÐIR dönskukennarar geta haft margvíslegt lag á kennslu sinni, en einkenni þeirra er yfirleitt að þeir leggja áherslu á að gefa nemendum tækifæri til þess að nota dönskuna sem tæki til tjáskipta, ekki síst til þess að tala. En undirstöðuatriði góðrar dönskukennslu almennt eru vel menntaðir kennarar og að mati Auðar Hauksdóttur lektors við Há- skóla Islands er of lítil áhersla lögð á fagkunnáttu í menntun grunn- skólakennara í Kennaraháskóla ís- lands. Einnig er það áhyggjuefni hve margir kenna dönsku án þess að hafa lagt stund á fræðilegt nám í dönsku. Þetta eru nokkrar niður- stöður hennar úr rannsóknarverk- efni, sem hún hefur kallað „Lærer- ens strategier - elevernes dansk“ og var doktorsprófsverkefni hennar í dönsku við Hafnarháskóla, en þar stundaði hún nám á sínum tíma. Verkefnið hóf hún án þess að hafa doktorspróf í huga, heldur til að kanna hvemig unnið væri með dönsku á grunnskólastigi. Hún kenndi dönsku í framhaldsskóla og undraðist, hve mikill munur gat verið á kunnáttu nemenda í dönsku að loknu námi í grunnskóla. Verkefnið tekur bæði til sögu dönskukennslunn- ar og þróunar á árum áður og svo hvemig danskan er kennd nú. Dönskujapl: Neikvæð ímynd dansks talmáls snemma uppi „Neikvæðs tóns gagnvart dönsku talmáli gætti snemma," segir Auður og telur að í sjálfstæðisbaráttunni hafi það þótt merki um undirlægju- hátt að leggja sig eftir dönsku talmáli þegar ísland var undir danskri stjórn. „Það er fróðlegt að sjá að í byrjun aldarinnar var í vaxandi mæli farið að agnúast út í talmálið. Það þótti þörf á að kenna dönsku, einkum að lesa dönsku, en það var þó álitið nær að kenna bömum meira í móður- málinu. Umræðan beindist einnig að því hvort danskan hefði slæm áhrif á íslenskuna og á því hafði Jónas Jóns- son frá Hriflu ákveðnar skoðanir. Danskt talmál fékk neikvæða ímynd, sem danskan á Islandi líður enn fyrir. Hún þótti hallærisleg og það var talað um dönskujapl.“ • Hvers vegna er svona mikill munur á kunnáttu nem- enda í dönsku? • Gera þarf verðandi dönskukennurum fært að sækja nám- skeið í Danmörku Danskan var skilgreind sem erlent mál í reglugerð fyrh' Lærða skólann frá 1846. Samkvæmt reglugerðinni átti danskan að hafa sömu stöðu í ís- lenskurn skólum og þýskan í Dan- mörku. I þessu sambandi er athygl- isvert að fram á áttunda áratuginn tóku færeyskir nemendur stúdents- próf á dönsku. Það sköpuðust fljótt ákveðnar kennsluhefðii' í dönsku hér á landi, byggðar á kennslu klassískra mála, þar sem málfræði og þýðingar úr og á dönsku voru meginaðferðin. „Þessi hefð hefur síðan flust inn í grunn- skólakennsluna," bendir Auður á. „Og hefðin, ásamt áðurnefndri af- stöðu til dönsku, hefur gert það að verkum að talmálið hefur orðið út- undan í kennslunni." Sem enn frekari undirstríkun þess hve talmálið er útundan bendir Auð- ur á að lítið fari fyrii' námsmati í tal- málsfærni í grunnskólanum. Þessi þáttur sé til dæmis ekki hluti af sam- ræmdu prófi í dönsku og raunar heldur ekki í ensku. Þau skilaboð eru því gefin óbeint, að þessi þáttur skipti minna máli en til dæmis færni í lestri, hlustun og ritun og um leið er stuðlað að því að viðhalda ríkjandi kennsluhefð. Einnig bendir Auður á að það skorti námsgögn, sem henti til þess að þjálfa talmál, einnig geti verið erfitt að þjálfa talmál í fjöl- mepnum bekkjardeildum. Ýmsir hafa líka misst sjónar á þörf- inni fyrir dönskukennslu, en Auður er ósammála _því að þörfin sé ekki til staðar. „Á meðan margir Danir bjuggu á íslandi og mikið af lesefni, þá einnig kennsluefni, var á dönsku, skynjuðu flestir þörfina á dönsku- kunnáttu," segir Auður, en undh'- strikar um leið að þessi þörf sé enn fyrir hendi, þó aðstæður hafi breyst. „Enn fer mikill fjöldi nemenda til Danmerkur og Norðurlanda til náms og danskan er lykill Islendinga að Norðurlandamálunum. Þriðjungur ferðamanna, sem koma til Islands, eru norrænir. Auk þess hafa Islend- ingar mikil bein og óbein samskipti við Norðurlönd á nær öllum sviðurn." Engin ein rétt leið Könnun Auðar á dönskukennslu á grunnskólastigi hófst 1993 með um- fangsmikilli spumingalistakönnun, er hún lagði fyrir alla dönskukennara í 10. bekk það ár. Þá kannaði hún hvort finna mætti tengsl á milli valdra breyta úr spumingalistakönnuninni og gengi nemenda á samræmdu prófi í dönsku. Síðasti liðurinn var svo að kanna og fylgjast með kennslu þriggja kennara er höfðu náð sérlega góðum árangri í kennslu sinni. Fyrir valinu urðu þeir kennarar sem kenndu bekkjum sem náðu bestum árangri á samræmdu prófi í dönsku vorið 1993 í samanburðarhæfum bekkjum. Niðurstöður hennar byggj- ast því á víðtækri athugun, sem náð hefur yfir nokkur ár og gefur bæði innsýn í kennsluaðferðir, menntun dönskukennara, fyrirkomulag kennsl- unnar, en þó fyrst og fremst hvaða þætti málsins er unnið með í dönsku- kennslunni og á hvaða hátt. „Spurningalistakönnunin leiddi í ljós, að í dönskukennslunni ríkir sterk kennsluhefð. Mikil áhersla er lögð á lestur og þýðingar, en skap- andi þáttum málsins er minni gaum- ur gefinn. Þrátt fyrir fremur eins- leita kennsluhefð sýnir rannsóknin, að mikill munur er á dönskukennsl- unni frá einum kennara til annars. Það á bæði við um vægi færniþátta, vinnulag og ekki síst námsmagn. Þannig er gífurlegur munur á því hvaða kröfur kennarar gera til nem- enda sinna, til dæmis hve mikið nem- endur lesa á dönsku. Munurinn skiptir jafnvel hundruðum síðna.“ „Kennsla þessara þriggja kennara var í mörgu frábrugðin því sem ein- kennh' kennsluhefðina. Þeir gerðu NÝLEGA hófst kennsla í fjar- námsdeild í rekstrarfræðum við Samvinnuháskólann. Fyrstu fyrirlestrarnir eru nú komnir á Netið þar sem nemendur hlusta á þá og horfa samtímis á glærur og skýringarmyndir sem fylgja á slóð- inni fjarnam.is. Aðsóknin að fjar- náminu var mikil, um 40 umsóknir í þau 20 pláss sem auglýst voru, en ákveðið var að taka inn 24 nem- endur. f upphafi er einungis tekið inn fólk með tveggja ára rekstrar- fræðanám að baki, þannig að nám- ið samsvarar þriðja árinu innan skólans og lýkur með BS-gráðu. Nemendurnir sem teknir voru inn í fjarnámið að þessu sinni höfðu lokið rekstrarfræðinámi ýmist frá Tækniskóla íslands, háskólum á Norðurlöndunum eða'Samvinnuhá- skólanum. Nýlega hittust nemend- urnir á Bifröst þar sem þeir fengu tækifæri til þess að kynnast og fram fór m.a. hópefli, kennsla á tölvukerfið sem notað er við námið ogyerkefnavinnsla. í fjamáminu er notuð besta tækni sem völ er á við að miðla um Fjarnám Samvinnu- háskólans Netið kennsluefni, fagþekkingu kennara, skoðanaskiptum kennara og nemenda og samskiptum nem- enda sín á milli. Fyrirlestrar eru settir á Netið í svokölluðu „Realplayer-formi“. Nemendur geta í venjulegri heimil- istölvu hlustað á fyrirlestra og horft á glærur sem lýsa meginatriðum þeirra um leið. Fyrirlestra geta nemendur kallað fram þegar þeim hentar og eins oft og þeir vilja. Þá er sérstakur umræðuhópur í hverju námssviði fyrir sig þar sem nemendur geta varpað fram fyrir- spurnum um efni fyrirlestra og fengið svarað. Þar stýra kennarar jafnframt umræðum um ýmis mál viðkomandi námsefni og þátttaka í slíkum umræðum mun hafa vægi í einkunn. Sérstök spjallrás er jafnframt byggð inn í fjarnam.is fyrir kennara og nemendur. Nemendur verða síð- an að sjálfsögðu í tölvupóstsam- bandi við kennara og skil á verkefn- um fara fram með þeim hætti. Að auki koma allir skráðir nemendur saman á Bifröst þrjár helgar á hverju misseri, frá hádegi á föstu- degi til laugardagskvölds. Verður sá tími notaður til verkefna- og hópvinnu. Próf verða í lok annar og gilda í flestum fögum 30% á móti þátttöku og verkefnum. Þau munu öll fara fram á sama tíma síðdegis, á nokkrum stöðum á landinu. Fjar- námið er skipulagt sem hlutanám og fer fram með hálfum hraða mið- að við reglulegt nám. Þannig öðlast nemendur llA einingu á misseri. Þeim hópi sem nú hefur hafið nám verður kennt með reglubundnum hætti í þrjú misseri, nú í vor, næsta haust og vorið 2000. A haustmisseri það ár vinna þeir nemendur hins vegar að lokaritgerð um sjálfvalið efni undir leiðsögn kennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.