Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
Prófkjör
Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999.
Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is
Guðmund Árna
i 1. sæti á
Reykjanesi
Jón Kr. Óskarsson loftskeytamaður
skrifar:
REYKNESING-
AR. 5. og 6. febrú-
ar næstkomandi
fer fram opið próf-
kjör Samfylkingar
í kjördæmi okkar.
Margt er þar af
úrvalsfólki i boði,
en einn er sá mað-
ur er byggir á mik-
illi reynslu í póli-
tísku starfi, hvort sem er í sveitar-
stjómarmálum eða landsmálapóli-
tík. Framtíðarforystumaður í okkar
kjördæmi er Guðmundur Ami Stef-
ánsson sem stefnir á fyrsta sætið í
prófkjöri Samfylkingar í Reykja-
neskjördæmi.
Ég vil skora á Reyknesinga og
ekki síst okkur^ Hafnfirðinga að
veita Guðmundi Árna gott brautar-
gengi.
Með því að stuðla að góðri kosn-
ingu Guðmundar Arna þá tryggjum
við að baráttuglaður maður á góð-
um aldri fái notið sín í þágu
Reyknesinga í framtíðinni. Eins má
segja að með góðri kosningu Guð-
mundar Árna ti-yggjum við að orðin
frelsi, jafnrétti, bræðralag verði
ekki orðin tóm, því hann er þekktur
fyrir að starfa eftir innihaldi þess-
ara orða í sem víðustum skilningi.
Reyknesingar, tryggjum Guðmundi
Árna 1. sætið á lista Samfylkingar í
prófkjörinu 5. og 6. febrúar, með því
stuðlum við að sterkum lista í bar-
áttu við andstæðinga okkar, sér-
staklega íhald og framsókn, í kom-
andi alþingiskosningum.
Fram til baráttu fyrir hugsjónum
jafnaðarmanna, fram til baráttu fyr-
ir réttlátu þjóðfélagf fram til bar-
áttu fyrir Guðmund Árna í 1. sætið
á lista Samfylkingar í Reykjanes-
kjördæmi.
Styðjum
Magnús Jón
til forystu
Kristján Bersi Ólafsson fyrsti foi-mað-
ur Bæjarmálafélags Fjarðarlistans í
Hafnarfirði, skrifar:
ÞAÐ er heppni
að geta einu sinni
tekið þátt í kosn-
ingum án þess að
þurfa að eyða löng-
um tíma fyrirfram í
það að meta hver
kosturinn sé ill-
skástur af þeim
mörgu sem í boði
eru. Þeirri heppni
eigum við kjósendur í Reykjanes-
kjördæmi nú að fagna þegar kemur
Kristján Bersi
Ólafsson
Jón Kr.
Óskarsson
að prófkjöri sameinaðra vinstri
manna í febrúarbyrjun. Magnús
Jón Ámason er meðal þeima sem
þar gefa kost á sér; og af áralöngum
kynnum þykist eg geta fullyrt að
vandhittur sé maður sem betur sé
til forystu fallinn en hann. Framboð
Magiiúsar gefur okkur kjósendum
því tækifæri sem við megum ekki
láta okkur úr greipum ganga; og nú
skora eg á íbúa kjördæmisins að
taka þátt í prófkjörinu og tryggja
honum forystusæti á þeim lista sem
við ætlum síðan að styðja til sigurs í
vor. Það yrði góður framboðslisti
sem hefði hann í öndvegi.
Styðjum Krist-
ínu A. Guð-
mundsdóttur
Ari Skúlason, í Framkvæmdastjórn AI-
þýðubandalagsins og stjórn Alþýðu-
bandalagsfélags Kópavogs, skrifar:
VERKALÝÐS-
HREYFINGIN
hefur löngum átt
fáa málsvara á Al-
þingi, sem hefur oft
haft slæmar afleið-
ingar löggjafar sem
tengist launafólki
og samtökum þess.
Kristín Á. Guð-
mundsdóttir for-
maður Sjúkraliðafélags íslands hef-
ur verið öflugur málsvari síns félags
og sjónarmiða launafólks. Ég vil því
hvetja fólk, og sérstaklega Kópa-
vogsbúa, til þess að veita Kristínu
stuðning í prófkjöri Samfylkingar-
innar á Reykjanesi. Kristín hefur
verið í stjóm Alþýðubandagsfélags
Kópavogs í nokkur ár og skilað
starfinu þar mjög vel. Það þarf að
auka hlut kvenna á Alþingi og það
þarf að auka hlut fulltrúa launa-
fólks. Kristín Á. Guðmundsdóttir
hefur hvort tveggja til að bera.
Ari
Skúlason
Olaff á Alþing
Egill Skúli Ingibergsson, rafmagns-
verkfræðingur, skrifar:
ÓLAFUR Bjöms-
son, Jögfræðingur
frá Úthlíð, býður
sig fram í prófkjöri
sjálfstæðismanna á
Suðurlandi í 1 - 3
sæti.
Ólafur ólst upp
við sveitastörf og
var hægri hönd
föður síns í því
sem og breytingum til rekstrar
ferðamannaaðstöðu. Ólafur vann
fyrst í Reykjavík í 2 ár en sneri svo
til heimabyggðar og stofnaði fyrir-
tækið Lögmenn Suðurlandi sem
rekur einnig skrifstofu í Vest-
mannaeyjum.
Ólafur hafði alla tíð áhuga á
stjórnmálum og hafði ákveðnar
skoðanir og stefnu í málum, en
Egill Skúli
Ingibergsson
19000 ökumenn
ungirsemafdnír,
konursem karíar,,
eru nú aðlfar að FÍB
Sterkar! samtök
öflíigri málsvari!
Skráning í slma
562 9999 ^
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 43
þótti gott að geta viðrað rök með
og móti, og hlustaði vel á alla gagn-
rýni. Tilbúinn að skoða mál frá nýj-
um hliðum. Eftir löng og náin
kynni áf Ólafi get eg fullyrt að
Ólafur á erindi á Alþing, og að þar
er þörf fyrir mann sem þekkir af
eigin raun umhverfi atvinnufyrir-
tækja og uppbyggingu.
Kjósum Krist-
ínu Á. Guð-
mundsdóttur
Eggert Eggertsson, kennslustjóri og
fyrrverandi bæjaríulltrúi á Seltjamar-
nesi, skrifar:
SJÚKRALIÐAR
eru ein af undir-
stöðustéttum heil-
brigðisþj ónustunn-
ar. Formaður
þeirra og fánaberi
er Kristín Á. Guð-
mundsdóttir. Krist-
ín vakti athygli og
aðdáun margra í
verkfalli sjúkraliða
fyi-ir staðfestu og skelegga baráttu.
Það hefur verið ánægjulegt að fylgj-
ast með því hvemig sjúkraliðastétt-
in hefur vaxið og skipað sér í for-
ystu fyrir endui'menntun starfs-
greinastétta. Þetta hefur gerst
þrátt fyrir að sjúkraliðar eru
kvennastétt, en verkakvennastéttir
hafa átt undir högg að sækja í
launamálum. Símenntun og upp-
bygging náms fyrir starfsgreinar
hefur verið eitt af baráttumálum
Rristínar.
Fyrir síðustu alþingiskosningar
gekk Kristín Á. Guðmundsdóttir til
liðs við Alþýðubandalagið. Með
Kristínu fylgir ferskur blær fullur
af hugmyndum. Kristín á auðvelt
með að þjappa fólki saman og ná
árangri. Ég hvet alla til að setja
Kristínu í efstu sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar á Reykjanesi 5.
og 6. febrúar næstkomandi. Kristín
Á. Guðmundsdóttir á erindi á AJ-
þingi.
Krafflmikla
forystu
Kristmundur Ásmundsson, bæjarfulltrúi f
Reyiíjanesbæ, skrifar:
SAMFYLKING
jafnaðarmanna
verður að njóta
góðrar og kraft-
mikillar forystu
eigi hún að fá góða
útkomu í kosning-
unum í vor. Próf-
kjör Samfylkingar-
innar í Reykjanes-
kjördæmi fer fram
5. og 6. febrúar næstkomandi og er
þar mikið einvalalið í framboði.
Meðal þeirra er Guðmundur
Árni Stefánsson alþingismaður.
Honum treysti ég best til að veita
lista Samfylkingarinnar forystu.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann
sýnt það aftur og aftur, að þar fer
forystumaður sem töggur er í.
Hvort heldur sótt er fram eða
varist, þá er hann ævinlega í hring-
iðunni miðri og lætur til sín taka.
Þrautseigja og kraftur Guðmundar
Árna og forystuhæfileikar hans
munu nýtast Samfylkingunni vel
hljóti hann kosningu í 1. sætið.
Ég er þess fullviss, að Samfylk-
ingin hefur alla möguleika á því, að
láta verulega til sín taka í íslenskri
pólitík framtíðai'. Því eigum við að
velja sterkan mann til forystu til
framtíðar. Guðmundur Árni er sá
maður.
Sigríði í for-
ystusveit sam-
ffylkingarinnar
á Reykjanesi
Hulda Björk Þorkelsdóttir, Suimu-
braut 11, Reykjanesbæ, skrifar:
DAGANA 5. og
6. febrúar nk. fer
fram prófkjör sam-
fylkingar Alþýðu-
flokks, Alþýðu-
bandalags og Sam-
taka um kvenna-
lista á Reykjanesi
fyrir alþingiskosn-
ingarnar næsta
vor.
Sigríður Jóhannesdóttir, alþingis-
maður, gefur kost á sér í 2. sæti list-
ans. Hún hefur setið á þingi síðustu
tvö ár fyrir Alþýðubandalagið. Störf
hennar þar hafa einkennst af því að
Sigríður er hugsjónamanneskja og
trú sínum hugsjónum. Hún hefur
gjarnan tekið að sér að flytja þar
mál sem enginn annar hefur haft
kjark eða þor til að taka á og verið
ötull talsmaður þeirra sem minna
mega sín í samfélaginu. Hún er
einnig einlægur talsmaður mennta,
menningar og lista á þingi.
Félagshyggjufólk á Reykjanesi.
Fjölmennum á kjörstað og tryggj-
um góða þátttöku í prófkjörinu.
Veljum Sigríði í forystusveit sam-
fylkingarinnar í Reykjanesi.
Guðmund Árna
i 1. sæti
Hafsteinn Númason skrifar:
ÉG KYNNTIST
Guðmundi Árna
Stefánssyni fyrir
nokkrum árum í
kjölfar áfalls sem
dundi á mér og
konu minni. Áður
hafði ég þekkt til
stjómmálamanns-
ins Guðmundar
Árna, svona eins
og aðrir sem fylgjast með fréttum.
Þegar Guðmundur Ámi kom í
veg okkar fengum við að kynnast
einstaklingnum á bakvið hina opin-
beru persónu stjómmálamannsins.
Við fengum að reyna að hann er
drengur góður sem gengur hreint
til verks og telur ekki eftir sér að
sinna þeim sem eiga um sárt að
binda. Hjálp hans í okkar garð var
ómetanleg.
Nú líður að prófkjöri Samfylking-
arinnar í Reykjaneskjördæmi. Eg
vil hvetja þátttakendur í próflqör-
inu til að velja Guðmund Árna Stef-
ánsson í 1. sæti listans. Þar fer
stjórnmálamaður sem ég tel vera
samkvæman sjálfum sér og vel til
forystu fallinn.
Eggert
Eggertsson
Kristmundur
Ásmundsson
Hafsteinn
Númason
LYFIA
Lyf á lágmarksverði ; ■ : ■
Frumkvöðull í
lækkun
lyfjaverðs á íslandi
I3IOMIEGA
Folmsyra
JÓLÍN i.
Áai/fiHtlt.- - n&uiu&UÉ ;r ,.
i
Takist fyrir þungun
og á meðgöngu.
Fæst í næsta apóteki.
ori/lame
Náttúrulegar sænskar snyrtivörur
Viljum bæta við okkur
I____leiðbeinendum.
Góðir tekjumöguleikar.
■ k Sími 567 7838 - fax 557 3499
e-mail raha@islandia.is
§sfewW\v\v. x n e t. i s/o r i fl a m e
NÝ*IA BÍLAHÖLLIN
VW Passat STW 1,8 Turiio, árg. 98, ekinn 15 þús. km,
svartur, 5 g, 16“ álfelgur, viðarkl., aksturstölva o.fl.
Verö kr 2.290.000. Bein sala eða rekstrarleiga.
Toyota Corolla Hatchback 1,3, árg. 98, ekinn 15 þús. km.
svartur, ssk., álfelgur. Verö kr 1.370.000. Áhv. bílalán.
Fiat Bravo ST 1,8, árg. 98, ekinn 20 þús. km, d-blár, 5 g,
2 sett álfeigur, ABS, líknarb. Verö kr. 1.340.000. ATH.
567 2277
Funahðfaa 1 -FaxS673938
Mazda 323 GLX,
saml.,
rauöur,
spólvöm. Verö kr. 1.550.000.
Grand Cherokee Laredo 4,0, árg. 96, ekinn 70 þús. km,
grár, ssk., áifelgur, ABS, líknarb.,fjarst. saml., r/r, auto
start, upph. Veró kr 2.890.00. ATH. skipti. Topp bíll.
Nissan Almera SLX 1,6, árg. 98, ekinn 11 þús. km.
dökkgrænn, álfelgur, vindsk., saml., geislasp. Verð kr
1.390.000. Áhv. bílalán, bein sala.
Lyfjá ligmúla i RayHj.ívtk - Lyfja S**thergi { Haínarfífðt - Lyfja Hamrafeorg i Kcpavogí
ir