Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 42
A2 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR Þjóðsaga verður til Höfundur starfar á Netdeild Morgunblaðsins. Kvenfrelsisbaráttan, segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, er mannréttindabarátta sem skilar öllum betra samfélagi. inu yrði loks mörkuð af jöfnum rétti og jöfnum tækifærum. Og at- vinnurekendur stæðu frammi fyrir þvi að ungu karlarnir sem þeir réðu í vinnu væru allt eins líklegir til þess að hverfa af vinnustað í nokkra mánuði til þess að sinna ungviðinu og ungu konurnar, sem enn eru spurðar í atvinnuviðtölum hvort þær ætli nokkuð að eignast börn á næstunni! Konur hafa alla þessa öld barist fyrir félagslegum og pólitískum réttindum sínum, oftast einar síns liðs og án mikils stuðnings frá körl- um. A því hefur orðið gi'undvallar- breyting á undanförnum árum. Æ fleiri hafa gert sér ljóst að kven- frelsisbaráttan er mannréttinda- barátta sem skilar öllum betra samfélagi. Við erum nefnilega sterkari saman í baráttunni fyrir jöfnuði og réttlæti. Nú gefst körl- um og konum tækifæri til þess að taka höndum saman og tryggja sjálfstæðan rétt karla til fæðingar- orlofs. Það gera þau með því að styðja Samfylkinguna í alþingis- kosningunum í vor. Höfundur tekur þútt ípróf- kjöri Samfylkingnrinnar í Reykjaneskjördæmi. Fiskeldi á Suðurlandi er raunhæfur kostur Árni Matthiasson -»v' Karlar - viljið þið fæðingarorlof? FÆÐINGA- ORLOF er viðurkennd- ur réttur mæðra i nú- tímaþjóðfélagi. Það gekk þó ekki þrauta- laust fyrir sig að fá réttinn viðurkenndan. Má í því sambandi minna á að einungis tæpur áratugur er lið- inn frá því að fæðingar- orlof kvenna var lengt í sex mánuði hér á landi. Nú til dags þykir sjálf- sagt að mæður nýti sér þann rétt til fulls og óhætt er að fullyrða að mörgum foreldrum þykir fyrsta hálfa árið í lífi barnsins síns líða hratt og vildu gjarnan geta nýtt sér 9-12 mánaða langt fæðingarorlof. Réttur feðra er lítill sem enginn í þessum efnum, utan vikurnar tvær sem einvörðungu ríkisstarfsmenn geta nýtt sér með góðu móti. Kraf- an um sjálfstæðan rétt feðra til fæð- ingarorlofs hefur samt ómað um þjóðfélagið árum saman en undir- tektir stjórnvalda verið dræmar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þó verður að segjast eins og er, að bar- áttuviljinn hefur ekki alltaf verið jafn mikill í þessu máli og öðrum þeim sem íslenskum karlmönnum hafa verið hugleikin á undanfórnum Þórunn Sveinbjarnardóttir árum. Það breytir því hins vegar ekki að ótækt er að við lok 20. aldar sé réttur brotinn á körlum með þessum hætti. Þess vegna er það eitt af grundvallar- málum Samfylkingar- innar að fæðingarorlof verði lengt og sjálf- stæður réttur feðra til hluta þess tryggður. Hvers vegna sjálf- stæður réttur feðra? Samfylkingin vill að fæðingarorlofið verði lengt í 12 mánuði og að foreldrar skipti því með sér. I þeim tilgangi verði stofn- aður fæðingarorlofssjóður sem standi straum af launakostnaði, hvort heldur er föður eða móður í fæðingarorlofi. Sjálfstæður réttur feðra til orlofsins verði 3-6 mánuðir. Þetta er algjört gi-undvallaratriði og þýðir að móðirin getur tekið 6-9 mánaða fæðingarorlof en nýti faðir- inn ekki sína 3-6 mánuði þá falli þeir niður. Fæðingarorlof framkvæmt með þessum hætti myndi breyta stöðu kynjanna til hins betra með rót- tækari hætti en dæmi eru um á síð- ari tímum hér á landi. Staða kynj- anna á vinnumarkaði og á heimil- ÁRIÐ 1998 var heildarfram- leiðsla í íslensku fiskeldi ríflega 4.500 tonn, en heildarverðmæti á því ári liggur ekki fyrir. Hinsveg- ar var heildarverðmæti seldra fiskeldisafurða árið 1997 um 1.415 milljónir og því hefur það líklega verið nálægt 1.600 milljónum 1998. Af einstökum tegundum var mest framleitt af laxi, 3.500 tonn; bleikju, 900 tonn; og regnbogasil- ungi: 110 tonn. Af þessum tegund- um á bleikjueldið langmesta fram- tíð fyrir sér, en ís- lendingar framleiða nú þegar um helm- inginn af heimsfram- leiðslunni. Fram- leiðsluaukning í bleikjueldi hefur ver- ið um 20% milli ára. Aðrar tegundir sem eru í eldi á Islandi eru lúða, barri og sæeyru (sjávarsnigl- ar) en eldi á þessum tegundum er að kom- ast á verulegan skrið. Til dæmis hef- ur Fiskeldi Eyja- fjarðar náð einstök- um árangri í eldi lúðuseiða. Vert er að taka fram að matfiskeldisstöð þeirra er stað- sett í Þorlákshöfn og er farin að skila afar verðmætum afurðum Á Suðurlandi eru starf- ræktar (skráðar) um 20 fiskeldisstöðvar, segir, Ólafur Björns- son, ef allt er talið, stórt og smátt. þótt í smáum stíl sé (ennþá). Af- urðaverð á eldislúðu er örugglega um og yfir 1.000 kr./kg og stykkjaverð á 1 g lúðuseiði er 700 kr! Á Suðurlandi eru starfræktar (skráðar) um 20 fiskeldisstöðvar, ef allt er talið, stórt og smátt. Gera má ráð fyrir að fjöldi ársverka sé um 20 í greininni, í beinni fram- leiðslu. Þær eru dreifðar um allt kjördæmið, margar í Ölfusinu, en einnig í Grímsnesi, Laugardal, Holta- og Landsveit, Mýrdalnum og einnig í Skaftárhreppi. Gera má ráð fyrir að bleikjueldi eigi eftir að þróast í annarsvegar stórar fiskeldisstöðvar, með mörg- um ársverkum, en einnig eru veru- legir möguleikar að stunda bleikju- eldi í smáum stíl (5-20 tonn), með því að nýta sér bæjarlækinn sem rennur framan við fjár- húsið. Slíkt eldi er hægt að stunda á mjög mörgum stöðum á Suð- urlandi. Hægt er að benda sérstaklega á V- Skaftafellssýslu, þar sem víða má finna læki og uppsprettur sem nýta má tiþframleiðslu verðmæta. I Fagradal í Mýrdal og í Nýjabæ á Kirkjubæjarklaustri eru góð dæmi og fyrir- myndir um hvað' hægt er að gera með tiltölu- lega litlum tilkostnaði. Bleikjueldi í smáum stíl gæti orðið sérlega mikilvæg stuðningsbúgrein með sauðfjárrækt. Fleiri staðir eru mjög álitlegir fyrir fiskeldi á Suð- urlandi, t.d í uppsveitum Arnes- sýslu og í Landsveitinni. Auðvitað eru möguleikamir miklu víðar, en dælingarkostnaður verður þó að vera í lágmarki. Sé rýnt í nokkrar tölur yfir 10 tonna bleikjueldi má gera ráð fyrir að tekjuliðurinn sé rúmar 3,5 milljónir (meðalverð á slægðum fiski er um 400 kr/kg og slægingartap um 12%). Fóður- kostnaður er nálægt 30-35% eða ríflega milljón. Ef miðað er við að vinnuframlagið sé 25% af ársverki er launaliðurinn milli 600 og 700 þúsund (2.500 kr./klst.), en þá er möguleiki á að fyrirtækið skili arð- semi til að dekka fjárfestinguna. Þriðji stóri kostnaðarliðurinn ligg- ur í seiðum, en hann er afar breyti- legur eftir því á hvaða stigi eldið er hafið. Fiskeldi á Islandi er tvímæla- laust framtíðaratvinnugrein, og raunar óskiljanlegt hvað við erum aftarlega á merinni miðað við alla þá möguleika sem landið býður. Bleikjueldi er álitleg stuðnings- grein með öðrum búskap, þar sem heppilegar forsendur eru til staðar, en það er mjög víða á hinu heita- vatnsríka Suðurlandi. Höfundur cr frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismannn á Suðurlnndi. Ólafur Björnsson í GREIN eftir Vil- mund Hansen í Les- bók Morgunblaðsins - menning/listir sl. laugardag, Nútíma þjóðsögur, er vikið að grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið 28. febrúar sl. Þar rakti ég dæmi af fyrirtæki -^sem hugðist nýta sér möguleika Netsins til auglýsinga og fékk bágt fyrir. Af ein- hverjum orsökum segir Vilhjálmur dæmið sem ég tiltek „bera öll merki nú- tímaþjóðsögu". Hefði hann beitt fræðilegum vinnu- brögðum við samningu greinar sinnar, til að mynda lesið pistilinn sem hann vitnar í, hefði hann lík- ast til áttað sig á að ekki var verið að ræða um „lögfræðistofu í Reykjavík", eins og hann tiltekur, því í grein minni er hvergi getið um staðsetningu fyrirtækisins V sem um ræðir eða gefið í skyn að það sé íslenskt. Vilmundi Hansen til fróðleiks get ég upplýst hann um að dæmið sem ég tek er af einu frægasta fjöldasendingamáli vestan hafs þegar lögfræðistofa í Arizona, Canter & Siegel, sendi auglýsingu Dæmið sem ég tek, segir Árni Matthías- son, er af einu frægasta máli sinnar tegund- ar vestan hafs. sem ég rek í greininni 28. febrúar, „símbréf bárust í hundraðatali, flest margir metrar af auðum pappír ... Símar hringdu ... í sífellu og að streymdu menn með pizzur, húsgögn, gosdrykki, hamborgara", er sannleikanum samkvæmt og síst ofsagt. Meðal annars hefur Siegel lýst þessum hremmingum í viðtöl- um. Þess má og geta að þau Canter og Siegel skrifuðu bók um ævintýri sín, How to Make a Fortune on the Information Superhighway, ISBN: 006270651. inn á 6.000 umræðu- hópa á Usenet 12. apr- íl 1994. Fyrirtækið, sem var í eigu Laurenee A. Canter og Mörthu S. Siegel, auglýsti að það veitti aðstoð við að komast í útdrátt á dvalarleyfum vestan hafs, svonefnd- um grænum kortum. Þessari auglýsinga- starfsemi var afar illa tekið og ekki dró úr óánægju viðtakenda þegar Canter lýsti því yfir í viðtali á CNN að hann hygðist nýta þennan miðil framveg- is. Þetta var eitt fyrsta mál sinnar tegundar í sögu Netsins og það Nú er verið að hefja byggingu á þessu húsi við Síðumúla 24 og 26, Reykjavík. Þetta hús verður 4 hæðir, samtals. ca 3117 m2 og skiptist þannig: 1. hæð, verslunarhæð, ca 1025 m2 2. hæð 895 m2 3. hæð 895 m2 og þakhæð ca 300 m2 Innkeyrslan getur verið inn á 1. og 2. hæð og verða næg bílastæði á bakvið húsið. Aðilum sem áhuga hafa á að leigja umrætt húsnæði er bent á að hafa samband við Gunnar hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars ehf. í síma 893 4628 og 562 2991 BYGG Ofnasmiðja Reykjavíkur Slr Vagnhöfða 11 112 Reykjavik Hágæða heitavatnsofnar frá Danmörku. BBRUGMAN HANDKLÆÐAOFNAR ,?¥i Steypusögun.kjarnaborun, múrbrot, smágröfur. (jfc) Leitiö tilboða. --------------- TH0R S.577-5177 Fax:577-5178 HTTPg/WWW.SIMNET.ISATHOR Heldur þú að g Hvítlaukur sé nóg ? ~ NATEN I _______- er nóg!__5 Netauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.