Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eldsvoði í hráefnislager málningarverksmiðjunnar Hörpu Þriðjungur húss- ins skemmdur ALLT tiltækt slökkvilið Reykjavík- ur var kallað á vettvang klukkan 21.30 á sunnudagskvöld þegar kvikn- aði í hráefnisgeyraslu málningar- verksmiðjunnar Hörpu við Stór- höfða. Allt að 80 slökkviliðsmenn unnu að slökkvistarfi, sem lauk á innan við tveim klukkustundum. Hætta var talin á sprengingum þar sem eldfim efni til málningai’fram- leiðslunnar voru vafin eldtungum. Girti lögreglan svæðið af og hélt öll- um óviðkomandi í burtu meðan unn- ið var að slökkvistarfi. Þrjár sendi- bifreiðar, sem voru inni í húsinu, sprungu og eyðilögðust og magnað- ist eldurinn þá mjög. Talsvert magn af eldfimu efni tókst þó að flytja úr húsinu og forða því undan eldinum, en annað varð eldinum að bráð. Að sögn Jóns Viðars Matthíasson- ar varaslökkviliðsstjóra tókst slökkvistarf ágætlega og sagði hann að það hefði hjálpað slökkviliðs- mönnum hversu vel húsið hefði verið byggt með tilliti til forvarna. Þurfti því ekki að rjúfa þak hússins þar sem það var útbúið sérstakri rey- klúgu. Þá kom eldvarnarveggur í húsinu í veg fyrir að eldurinn breiddist út og gátu slökkviliðsmenn því tekist á við eldinn á einangruð- um stað vestast í húsinu, en þrjú brunahólf era í húsinu, sem skilin eru að með tveim eldvarnarveggj- um. Ljóst er að sá hluti hússins, sem brann er mjög illa farin en lítið tjón varð annars staðar. Góðar eldvarnir skiluðu sér „Það vai’ lagt upp með það í upp- hafi í slökkvistarfinu að brunahólfið sem brann var afskrifað og það yrði að reyna að bjarga því sem eftir var,“ sagði Jón Viðar. Hann sagði ljóst að þær forvarnir, sem hefði verið lagt í við byggingu hússins, hefðu skilað sér í ljósi þess að eldur- inn breiddist ekki út um aðra hluta þess. Allt sem inni í hólfinu var er hinsvegar ónýtt og byggingin sjálf löskuð, en hugsanlegt er að unnt sé að klæða hana upp á nýtt og laga hana að mati Jóns Viðars. Slökkvi- liðsmenn voru á vettvangi í gær til að kanna aðstæður og skemmdir nánar og vegna ástands hússins er ekki leyfð umferð um húsið. Rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykja- vík rannsakar eldsupptök. I fréttatilkynningu frá Hörpu í gær, sagði að starfsemi söludeildar- innar hafi haldið áfram ótrufluð í gær, þrátt fyrir eldsvoðann. Kviknaði í út frá dráttarvél MILLJÓNATJÓN hlaust af þegar kviknaði í vélaskemmu við bæinn Þverá á Síðu í Skaftárhreppi síðdeg- is á sunnudag. Slökkviliðið á Kirkju- bæjai-klaustri vai’ kallað á vettvang og réð niðurlögum eldsins á skömm- um tíma. Vélaskemman er nýlegt L 300 fermetra hús og skemmdist mikið, að sögn lögreglunnar á I Kirkjubæjarklaustri. Talið er full- I víst að kviknað hafi í út frá einni dráttarvélanna í skemmunni, en ekkert rafmagn var í henni. Gífur- legur hiti myndaðist inni í skemm- unni, en eldur var lítill. Eyðilagðist, auk nokkurra dráttarvéla, bifreið, vélsleðar, sláttuvélar og önnur hey- vinnutæki, sem voru í skemmunni. Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/Jón Svavarsson TALSVERT magn af eldfimu efni var á lagernum, en engar alvarlegar sprengingar vegna ÞRIÐJUNGUR hússins brann og er illa farinn, en eldvarnarveggur kom í veg fyrir frekari þss. Þijár sendibifreiðar, sem voru í húsinu sprungu hinsvegar og eyðilögðust í eldinum. útbreiðslu eldsins. Sérstök reyklúga er á byggingunni og því þurfti ekki að ijúfa þak hennar. Úrslitin í prófkjöri Samfylkingarinnar komu á óvart Þátttakan sigur fyrir Samfylkinguna Niðurstöður prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík Atkvæði greiddu 11.478 Auðir seðlar voru 12 og ógildir 169 Alþýðuflokkur 7.637 Alþýðubandalag 2.907 Kvennalisti 753 5,67% 1. Jóhanna Sigurðardóttir 2. Össur Skarphéðinsson 3. Bryndís Hlöðversdóttir 4. Guðrún Ögmundsdóttir 5. Ásta Ragnh. Jóhannesd. 6. Mörður Árnason 7. Árni Þór Sigurðsson 8. Guðný Guðbjörnsdóttir 9. Jakob Frim. Magnússon Hólf alþýðuflokks ^ 1. sæti 1.-2. sæti Í.-3. sæti Í.-4. sæti Hlutf. atkv. 1. Jóhanna Sigurðardóttir tLÁ"] 4.041 5.032 5.689 6.171 82,4% 2. Össur Skarphéðinsson 2.681 3.735 5.323 6.067 81,0% 3. Ásta Ragnheiður Jóhannesd. 476 3.694 5.127 5.974 79,8% 4. Mörður Árnason 75 811 2.158 4.093 54,7% 5. Jakob Frímann Magnússon 128 968 1.747 2.726 36,4% 6. Stefán Benediktsson 47 403 1.139 2.100 28,0% 7. Magnús A. Magnússon C*lA 20 8. Borgþór Kjærnested 2 176 777 1.627 21,7% 79 323 773 10,3% 9. Hólmsteinn Brekkan 17 76 178 417 5,6% Hólf alþýðubandalags 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti Hlutf. atkv. 1. Bryndís Hlöðversdóttir 1.288 1.863 2.143 2.319 82,1% 2. Árni Þór Sigurðsson 846 1.470 1.745 1.975 69,9% 3. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ” 185 594 1.432 1.856 65,7% 4. Heimir Már Pétursson 283 650 1.067 1.529 54,1% 5. Guðrún Sigurjónsdóttir 25 386 694 1.105 39,1% 6. Elísabet Brekkan 26 145 403 795 28,1% 7. Arnór Pétursson 141 270 459 742 26,3% 8. Magnús Ingólfsson 13 164 345 675 23,9% 9. Herbert Hjelm 18 108 187 304 10,8% Hólf kvennalista f sæti 1.-2. sæti 7.-S. sæti 1.-4. sæti Hlutf. atkv. 1. Guðrún Ögmundsdóttir / 279 487 591 634 86,1% 2. Guðný Guðbjörnsdóttir 260 375 457 518 70,4% 3. Hulda Ólafsdóttir 153 335 489 582 79,1% 4. Hólmfriður Garðarsdóttir 22 137 291 457 62,1% 5. Fríða Rós Valdimarsdóttir 8 75 183 377 51,2% 6. Ásgerður Jóhannsdóttir 14 63 197 376 51,1% GÓÐ þátttaka í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík verður að teljast mikill sigur fyrir þessa nýju stjórnmálahreyfingu. Um 11.500 manns tóku þátt í prófkjörinu, en það er um 3.000 fleiri en kusu í próf- kjöri R-listans fyrir borgarstjórnar- kosningamar í vor og nærri helm- ingi fleiri en tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar- stj órnarkosningamar. I prófkjöri R-listans fyrir ári tóku þátt 8.573 kjósendur. Þátttakan var almennt talin sigur fyrir R-listann, ekki síst í Ijósi þess að talsvert færri tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins, en í því kusu 6.575 kjós- endur. í gegnum árin hafa yfirleitt 7-9.000 manns kosið í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hámarki náði þó þátttakan fyrir kosningarnar 1979 þegar 12.223 kjósendur tóku þátt í prófkjörinu. Eftir það prófkjör var tekin ákvörð- un um að binda þátttöku kjósenda við flokksbundna félaga. Allir gátu í sjálfu sér tekið þátt, en þeir sem ekki vora félagar í Sjálfstæðis- flokknum urðu að skrá sig í flokk- inn. Þátttakan í prófkjörum flokks- ins hefur heldur minnkað á seinni áram og fyrir alþingiskosningarnar 1995 kusu 7.297 í prófkjöri, sem þá var haldið. Þátttaka upp á 11.478 manns verður því að teljast góð nið- urstaða fyrir Samfylkinguna, en hafa verður í huga að þátttakendur voru ekki að gerast félagsbundnir í Samfylkingunni heldur á það að heita að þeir hafi verið að lýsa yfir stuðningi við hana með þátttökunni. í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi i haust varð metþátt- taka, en í þvf kusu 12.208 kjósendur. Sem kunnugt er eru kjósendur færri á Reykjanesi en í Reykjavík. Sé þátttakan í prófkjöri Samfylking- arinnar um helgina stór sigur er sig- ur Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu á Reykjanesi enn stærri. Þó að kosningaþátttakan hafi komið á óvart kom ekki síður á Aðeins einu sinni hefur þátttaka í prófkjöri í Reykjavík verið meiri en í prófkjöri Samfylk- ingarinnar um helgina. Það var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 1979. Þátttakan er þó minni en í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi í haust. Egill Oiafsson fjallar um úrslit prófkjörsins. óvart hvað misvægi milli flokka er mikið. Alþýðuflokkurinn fékk tvö af hverjum þremur atkvæðum sem greidd voru í prófkjörinu. Styrk- leikahlutföllin milli A-flokkanna í prófkjörinu eru í engu samræmi við útkomu flokkanna í liðnum kosn- ingum. Skýringin á þessu eru þær leikreglur sem prófkjörið byggðist á. Sem kunnugt er urðu harðar deilur milli flokkanna um próf- kjörsreglurnar. Upphaflega vildi meirihluti Alþýðubandalagsins að kjörnefnd raðaði upp á listann, en Alþýðuflokkurinn lagði áherslu á opið prófkjör. Niðurstaðan varð sú að sæst var á svokallað flokkapróf- kjör, sem takmarkaði val kjósenda við einn flokk. Tillögu um að opna prófkjörið var vísað frá á fundi kjördæmisráðs Aiþýðubandalags- ins. Þessi ákvörðun Alþýðubanda- lagsins byggðist á mikíu pólitísku vanmati á aðstæðum og kemur í raun harkalega í bakið á flokknum. Akvörðunin kemur í veg fyrir að nokkrir frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins nái að sýna raunveru- legan styrk sinn. Fullyrða má að frambjóðendur Alþýðubandalagsins hefðu komið mun betur út úr prófkjörinu ef það hefði verið opið. Augljósast er að bæði Bryndís Hlöðversdóttir og Vil- hjálmur Vilhjálmsson hefðu komið sterkar út úr opnu prófkjöri. Einnig er ólíklegt að Árni Þór Sigurðsson hefði komið verr út úr opnu próf- kjöri. Prófkjörið er ósigur fyrir Svavar Gestsson og aðra þá sem vildu þetta flokkaprófkjör. Ekki aðeins kemur Alþýðubandalagið tiltölulega veikt út úr prófkjörinu heldur nær Arni Þór einungis 7. sætinu, sem getur tæplega talist öruggt þingsæti. A.m.k. taldi Össur Skarphéðinsson í útvarpsviðtali daginn fyrir próf- kjörið að 7. sætið yrði baráttusætið. Það er hins vegar ekki rétt að gera of mikið úr sigri Alþýðuflokks- ins í prófkjörinu. Hafa ber í huga að bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Mörður Árnason eru ekki í Alþýðu- flokknum. Þá má einnig minna á að bæði Össur Skarphéðinsson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir störf- uðu í mörg ár í öðrum flokkum og gegndu trúnaðarstörfum fyrir þá. Slök útkoma Kvennalistans Utkoma Kvennalistans hlýtur að valda kvennalistakonum miklum vonbrigðum. I deilunum um próf- kjörsreglurnar töldu ýmsir rétt að skilja Kvennalistann eftir vegna þess að hann hefði lítið fylgi. í prófkjörinu tókst Kvennalistanum ekki að hrekja þessa röksemd. Guðrún Ögmundsdóttir, sem fékk flest atkvæði í Kvennalistahólfinu, er í 17. sæti þegar litið er á at- kvæðatölur allra 24 frambjóðenda. Hefðu engar girðingar verið í prófkjörinu hefði Kvennalistinn ekki átt neinn fulltrúa meðal níu efstu manna. Alþýðuflokkurinn hins vegar fengið 6 fulltrúa og Al- þýðubandalagið 3. Þegar gengið var frá endanleg- um prófkjörsreglum var fellt út úr textanum ákvæði um að úrslitin yrðu „bindandi" fyrir níu efstu sæt- in. Það er því í valdi fulltrúaráða flokkanna þriggja að samþykkja endanlegan lista. Erfitt er fyrir flokkana að breyta úrslitum próf- kjörsins, en hins vegar gefur ákvörðun Guðnýjar Guðbjörnsdótt- ur um að taka ekki áttunda sætið tilefni til að finna nýjan frambjóð- anda í hennar stað. Kvennalistinn gerir eðlilega kröfu um að staðið verði við samkomulag flokkanna um að hann fái áttunda sætið. En samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru þegar farnar af stað þreifingar um að Vilhjálmur Vil- hjálmsson, sem lenti í þriðja sæti hjá Alþýðubandalaginu, skipi átt- unda sætið. Það mun koma í ljós á næstu dögum hvort látið verði reyna á þetta. ■ Prófkjör/34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.